Morgunblaðið - 07.07.2009, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 07.07.2009, Qupperneq 24
24 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 2009 ✝ Jón Sveinssonfæddist á Hóli í Bakkagerði á Borg- arfirði eystra 10. október 1933. Hann lést á Hjúkr- unarheimili HSSA á Hornafirði 28. júní sl. Foreldrar hans voru Sveinn Guð- mundsson bóndi á Hóli og Ragnhildur Jónsdóttir húsfreyja. Eftirlifandi systkini Jóns eru Þórhalla, Bjarni, Árni Björg- vin, Ásdís, Sveinhildur og Guð- mundur. Jón kvæntist 10. september 1956 Sigríði Helgu Axelsdóttir húsfreyju, f. á Látrum á Látra- strönd 8. júlí 1934. Börn þeirra eru: 1) Ragnhildur, gift Grétari Vilbergssyni, dætur þeirra Embla Sigríður og Mist. 2) Axel, í sam- búð með Fanneyju Þórhalls- dóttur, börn þeirra Þórhallur, í sambúð með Vigdísi Líndal, Sig- ríði Helgu og Jón Frey. Axel á dótturina Kristínu. 3) Sveinbjörg, gift Ómari Frans Franssyni, dæt- ur þeirra eru Hildur Ýr, í sambúð með Hlyni Pálmasyni, dóttir þeirra Ída Mekkín og Sóley Ágústa. Jón lauk barna- skólanámi og sjó stundaði alla tíð síð- an. Fyrstu árin var hann trillusjómaður á Borgarfirði, 16 ára fór hann að heiman á vertíð, fyrst til Vest- mannaeyja og síðan til Sandgerðis. Jón kynntist Sigríði Helgu konu sinni á Borgarfirði þar sem þau giftust og áttu sitt fyrsta barn. Árið 1956 fluttust þau til Hafnar í Hornafirði þar sem þau hafa búið alla tíð síðan. Á Höfn stundaði hann sjóinn og átti og rak um tíma í samvinnu við tvo félaga sína útgerðina Silfurnes sem gerði út mb. Gissur hvíta SF. 55. Síðustu starfsárin var Jón trillukarl. Hann gegndi í gegnum tíðina fjölmörgum trúnaðar- störfum fyrir sjómenn og útgerð- armenn. Útför Jóns verður gerð frá Hafnarkirkju á Hornafirði í dag, 7. júlí og hefst athöfnin kl. 14. Meira: mbl.is/minningar Elsku pabbi minn. Mig langar að skrifa til þín nokkrar línur nú þegar þú hefur nú loksins fengið að kveðja þennan heim eftir langan og erfiðan að- draganda. Við þessi tímamót rifj- ast upp fyrir mér margar góðar minningar. Efst um hugann flögra minningar um glettni þína, hlýju og lífsgleði og um ýmislegt sem þú brallaðir og við brölluðum saman. Nú á tímum kreppu sem orsökuð var af græðgi mannskepnunnar minnist ég þeirrar áherslu sem þú og mamma lögðuð alltaf á að vinna fyrir hlutunum áður en þeir voru keyptir. Í því samhengi minnist ég hvernig þú vannst eins og ber- serkur alla þína starfsævi á meðan heilsan leyfði og kannski aðeins lengur. Ég man þegar við systk- inin vorum lítil og þú svafst á und- arlegustu tímum sólarhringsins til að hlaða líkamann áður en þú fær- ir aftur á sjóinn eða að beita, þá var okkur uppálagt að vera í þagn- arbindindi og læðast á tánum til að vekja þig ekki. Ég man líka eft- ir gáskanum sem alltaf var grunnt á. Þú kenndir okkur að hafa gam- an af lífinu, fljúgast á og varst eini pabbinn í innbænum sem nenntir að koma og leika þér með okkur krakkahópnum, í slagbolta og fall- in spýtan. Ég man líka þegar þú komst úr siglingunum fyrir jólin frá Hull og Grimsby hlaðinn gjöf- um og stórum staukum af „makk- intos“ sem mamma límdi kirfilega aftur svo við kláruðum ekki upp úr þeim fyrir jól. Þú varst fyrirmynd- in mín enda var ég strákastelpa langt fram eftir aldri eða þangað til þú reyndir að gera mér það ljóst að það væri sumt sem hæfði ekki stelpum. Þá varð ég alveg rugluð um tíma, þar sem þú hafðir alltaf sagt mér að ég væri kjark- aðri og betri í áflogum en margur strákurinn og ekkert síðri en þeir í að smíða fleka. Allt er breytingum undirorpið og nú horfi ég á eftir þér hverfa út úr lífi okkar. Þar sem þú ert búinn að vera svo lengi á leiðinni burt er sorgin einnig blandin létti og gleði, ekki síst fyrir þína hönd fyrir að fá loks hvíldina. Ég veit að þú siglir nú um himinhöfin glaðbeittur og hress. Elsku pabbi minn, ég kveð þig, þakka fyrir samveruna og all- ar góðu minningarnar sem ég ylja mér við þegar söknuðurinn sækir að. Þín Ragnhildur. Pabbi minn, innilega þakka ég þér samfylgdina og kveð þig af virðingu. Ég þakka fyrir að þú varst bæði frábær pabbi og afi. Minningarnar um glaða daga og uppátæki streyma fram og ylja okkur nú sem eftir sitjum. Mikið vorum við búin að spila ólsen ólsen upp á 100 kr og stundum komst ég í bíó fyrir ágóðann og slapp svo sjálf við að borga með því að gráta fögrum tárum ef minnst var á tap. Við spiluðum líka kasínu og Hornafjarðarmanna sem þú taldir þig sjálfkjörinn heimsmeistara í. Síðar tókstu svo til við að spila við barnabörnin hvert á fætur öðru, þjóf og veiðimann. Alla tíð stóð ekki á því að þú keyrðir þau út um allan bæ eftir þörfum og um hver áramót fékk hvert um sig heilan fjölskyldupakka af flugeldum sem þú hafðir svo manna mesta ánægju af að skjóta upp og sum- um niður í kjallara sem tíðkast sennilega ekki víða. Alltaf áttir þú nammi og pening handa þeim, níska var ekki til í þínum huga. Því miður dró svo ský fyrir sólu og þú varðst fyrir áföllum er leiddu til varanlegs heilsuleysis og þar sem þú varst maður sem yfirleitt var ráðandi og hrókur alls fagn- aðar hvar sem þú komst var með ólíkindum af hversu miklu æðru- leysi og jákvæðni þú fórst í gegn- um þau ár. Þú gerðir eins vel og þú gast hverju sinni, fyrst með gönguferðum í kringum Óslands- tjörnina og þá ævinlega með við- komu á hafnarvoginni að spjalla við þá frábæru menn er þar sátu. Síðar ökuferðir með einhverju okkar á bryggjuna eða inn í sveit að njóta þess sem fyrir augu bar og að síðustu frá hjúkrunarheim- ilinu yfir að heimili ykkar mömmu í kaffibolla og pönnukökur. Alla tíð stóð mamma eins og klettur við hlið þér, sú góða kona. Þessi tími var bæði sár og hlýr, erfitt var að sjá heilsu þinni hraka en einnig var margt ánægjulegt í samveru- stundum okkar. Ljúfar eru minningarnar um það er við gengum í kringum Ós- landstjörnina og ákváðum að ef einhver færi fram úr okkur segð- um við bara að við værum á öðrum hring, nutum þess að horfa á æð- arkollur og endur á firðinum með ungahópa á eftir sér, horfðum á bátana koma inn ósinn og elduðum okkur lærisneiðar í raspi með ný- uppteknum kartöflum. Vænst þótti mér um þegar ég kom til þín og þú sagðir: Ertu nú komin, Sveinbjörg mín. Bless, pabbi minn. Þín Sveinbjörg, Ómar, Hildur Ýr og Sóley Ágústa. Elsku afi minn. Að hugsa það að þú sért farinn frá okkur, er bæði mikil sorg og smá léttir. Léttir yfir því að þú fékkst að fara á miklu betri stað en þú varst á og léttir yfir því að þú fékkst loksins að sleppa úr lík- amanum þínum og svífa á braut og verða hraustur og hress maður eins og þú varst alltaf. Þegar mað- ur kom í heimsókn til ykkar á Fiskhólinn eftir skóla til að bíða eftir að fótbolta- eða fimleikaæf- ingin byrjaði var alltaf tekið á móti manni með opnum örmum. Maður fékk ristað brauð eða skyr og rjóma og annað hvort fór mað- ur inn að horfa á Tomma og Jenna með þér eða þú settist niður með manni og fórst að spila Ólsen Ól- sen eða Veiðimann á meðan amma sat í stólnum sínum og prjónaði. Þú varst svo hress og skemmti- legur maður, alltaf tilbúinn að gefa manni pening fyrir nammi eða ís. Síðan labbaðirðu svo oft Óslandshringinn með manni og þegar kríurnar stungu sér niður á okkur þá tókstu stafinn þinn og sveiflaðir honum í loftið á móti krí- unum og blótaðir þeim í sand og ösku. Þú varst uppáhalds afi minn og ég gleymi þér aldrei. Ég get alltaf glaðst þegar ég hugsa um skemmtilegu minningarnar því þær eru svo margar. Ég mun sakna þín sárt. Þín Mist. Ég var svo heppin að fá að búa fyrstu sex ár ævi minnar á neðri hæðinni hjá ömmu og afa á Fisk- hól. Ég átti það stundum til að vera óþæg en það þýddi lítið fyrir foreldra mína að skamma mig því um leið og þau byrjuðu var ég rok- in upp til afa og þá sagði hann allt- af „Eru allir vondir við þig ræfill- inn, komdu við skulum fá okkur nammi.“ Svona var hann afi, alltaf svo endalaust góður við okkur krakkana. Við munum sjálfsagt öll eftir fjörugum bílferðum á pall- inum á pikka gamla, trylltum che- erios- og kornflex-dönsum, kín- verja-sprengingum í kjallaranum og notalegum stundum í rauða hægindastólnum þar sem við horfðum með afa á Gosa eða Tomma og Jenna-spólu, allt að þrisvar sama daginn. Afi var líka svo hlýr og góður. Ég man hvað hann var alltaf stoltur af okkur krökkunum þegar við höfðum staðið okkur vel í íþróttum. Ef ég komst á verðlaunapall í innanbæj- armóti þá hlakkaði ég alltaf sér- staklega til að segja afa frá því, eftir lofræðuna frá honum leið mér eins og íþróttastjörnu á heims- mælikvarða. Þau voru líka ófá spil- in sem hann spilaði við okkur og það var sko eins gott að spila al- mennilega því afi gaf okkur barna- börnunum ekkert eftir og svindl- arar fengu orð í eyra frá afa gamla. Ég veit að við krakkarnir eigum eftir að sakna hans mikið. Ég vildi óska að hann hefði getað verið lengur hjá okkur eins hress og hann var áður en hann veiktist. Ég er samt fegin að hann fékk að fara í friði og ró og þakklát fyrir góðu og glöðu minningarnar sem hann skildi eftir sig. Ég trúi því að nú sé hann kominn á annan og betri stað þar sem mikið af góðu fólki tekur vel á móti skemmti- lega, stríðna og hjartahlýja afa mínum Gráti því hér enginn göfugan föður, harmi því hér enginn höfðingja liðinn. Fagur var hans lífsdagur, en fegri er upp runninn dýrðardagur hans hjá drottni lifanda. (Jónas Hallgrímsson.) Hildur Ýr. Elsku afi minn. Eins sár og sú tilfinning er, að vita að þú sért far- inn þá get ég ekki annað en brosað þegar ég hugsa um þig og tímana okkar allra saman á Fiskhólnum. Ég er ekki í nokkrum vafa um að skemmtilegri og fjörugri afa er ekki hægt að finna og mér finnst ég svo heppinn að hafa átt akkúrat þig sem afa. Það koma upp svo margar góðar minningar um þig þegar ég hugsa til baka. Ég mun seint gleyma cheerios- og korn- flex-söngnum og dansinum sem þú bjóst til handa okkur barnabörn- unum og sveiflaðist um með okkur í fanginu. Dúkkunni sem við áttum saman, ég og þú og við skýrðum hana Tondeleió í höfuðið á konunni í laginu sem þú kunnir. Eða hversu gaman var að horfa með þér á teiknimyndir því þú hafðir jafnvel meira gaman af þeim en við barnabörnin. Með þér leið mér oftast ekki eins og ég væri barn og þú fullorðinn, sem sýnir hversu einstaklega góður afi þú varst. Elsku Jón afi, ég kveð þig með svo miklum söknuði og ég mun minnast þín í hjarta mínu, alla mína ævi. Þitt barnabarn Embla. Þegar við fluttum til Horna- fjarðar um miðjan sjöunda áratug- inn hafði væntanlegur húsbóndi okkar – Ásgrímur Halldórsson, kaupfélagsstjóri – útvegað okkur húsnæði í risíbúð í húsi sem þá var nefnt Sólstaðir, en nú hefur götu- heitið Fiskhóll 3 á Höfn. Ásgrímur kynnti okkur eigend- ur hússins, sem bjuggu á neðri hæðinni, með þeim orðum, að hann Jón væri nú frændi sinn, en hún Sigríður væri afbragðs kona. Þeg- ar við fluttum inn voru íbúar á neðri hæðinni ekki heima. Jón var á síldveiðum fyrir norðan eða austan land, en Sigríður og börnin voru í heimsókn hjá ættingjum í öðrum landshluta. Skömmu síðar komu Sigríður og börnin heim, en Jóni kynntumst við ekki fyrr en að loknum síld- veiðum um haustið. Skemmst er frá því að segja, að á þeim tíma sem við áttum heima í litlu ris- íbúðinni á Fiskhól tókust góð kynni og vinátta með okkur og fjölskyldunni á neðri hæðinni. Vin- átta sem enst hefur alla tíð síðan og aldrei borið skugga á. Við komust fljótlega að því, að Jón var harðduglegur sjómaður. Fylginn sér og vel látinn af öllum sem honum kynntust. Hann gat verið stríðinn og uppátækjasamur. Sumir mundu segja að stundum hafi hann verið talsvert galgopa- legur, en undir niðri réð þó ávallt skynsemi og rökhyggja sem óhætt var að treysta á í hvívetna. Snemma á áttunda áratugnum keypti Jón ásamt þremur öðrum vélbátinn Gissur hvíta SF-55 og gerðu þeir félagar hann út í rösk- an áratug. Í starfi sínu, sem út- gerðarmaður var Jón fljótlega kjörinn formaður Útvegsmanna- félags Hornafjarðar og gegndi hann því um nokkurt árabil ásamt fleiri trúnaðarstörfum sem honum voru falin. Við minnumst með ánægju margra sameiginlegra gleðistunda með þeim Jóni og Siggu. Hvort heldur var á þorrablótum, ára- mótadansleikjum, sumarferðalög- um í Landmannalaugar og Þjórs- árdal eða góðra stunda á heimili þeirra. Nú er Jón lagður af stað í ferð- ina sem okkur öllum er fyrirhug- uð. Ef til vill hvíldinni feginn, eftir veikindi sem lamað hafa krafta hans og þrek í allt of mörg ár. Við minnumst kynna við hann með þakklæti og sendum Siggu, Ragnhildi, Axel og Sveinbjörgu og þeirra fjölskyldum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Heiðrún og Hermann. Jón Sveinsson Þriðjudaginn 23. júní 2009 hringdi síminn. „Hlédís frænka þín er látin, hún dó í nótt,“ sagði röddin í símanum. Þetta var eins og högg í andlitið. Hlédís var miklu meira en frænka okkar, hún var eins og systir okk- ar. Allar minningarnar um elsku Hlédísi okkar streymdu um hug- ann og stingur fór um hjartað. Þetta var svo óraunverulegt, svo sorglegt, svo mikið tap. Við ólumst upp saman, lentum í óteljandi æv- intýrum, trúðum hvert öðru fyrir leyndarmálum, vorum alltaf bestu vinir og vissum af hugsunum, draumum og áætlunum hvert ann- ars. Hlédís var mikil keppnismann- eskja í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Hún elskaði lífið og það var alltaf gaman að vera með Hlé- dísi og lenda í ævintýrum með henni. Hún sló aldrei hendinni á móti gríni og gleði og naut hvers dags á jákvæðan hátt. Hlédís Gunnarsdóttir ✝ Hlédís Gunn-arsdóttir fæddist í Reykjavík 22. ágúst 1967. Hún varð bráð- kvödd á heimili sínu á Akureyri 23. júní 2009 og fór útför hennar fram frá Garðskirkju í Keldu- hverfi 2. júlí. Æskuvorin í Kelduhverfi eru okk- ur sérstaklega minn- isstæð. Við stóðum saman vaktina um sauðburðinn í Höfða- brekku og vorum alltaf að finna upp á einhverju skemmti- legu sem var misvin- sælt hjá fullorðna fólkinu. Að búa til hús í heyinu í hlöð- unni eða busla í brunnunum um miðja nótt þótti okkur eðli- legt og sjálfsagt. Öll árin sem við unnum saman, hvort sem var í sláturhúsinu eða rækjuvinnslunni, reyndum við allt- af að skemmta okkur. Hlédís mætti yfirleitt manna fyrst á morgnana og fór síðust heim á kvöldin, hún var þekkt fyrir mikla samviskusemi og sem góður starfskraftur. Við vorum alltaf mjög stolt af frænku okkar. Fal- leg, frambærileg og dugleg stelpa. Skemmtileg og besti vinur sem hægt er að eignast. Það rifjast upp margar góðar minningar frá unglingsárunum þegar við sóttum böllin stíft og nutum lífins. Það kom fyrir að við þurftum að ýta burtu drengjum með blik í auga sem vildu eiga stund með frænku okkar en sem við töldum ekki vera nógu góða fyrir hana. Við stálumst til að reykja á þessum árum og áttum margar skemmtilegar stundir við þá iðju í grunnskólanum á Kópa- skeri sem þá var í byggingu og þær minningar lifa. Þar sem við sátum í turninum með útsýni yfir Kópasker og nágrenni og ræddum lífið og framtíðina, reyktum rauð- an Winston og drukkum kók. Eins og gengur í lífinu voru samskiptin á fullorðinsárum ekki eins mikil og í uppvextinum en við fylgdumst vel hvert með öðru og það var alltaf gaman þegar við hittumst. Okkar síðustu stundir saman voru í fyrra á ættarmóti þar sem Hlédís var að vanda síð- ust í háttinn og skemmti sér með ættingjum sínum til kl. 7 að morgni. Þarna var Hlédís eins við þekktum hana best, syngjandi með kók og sígó og naut lífsins í botn. Með öllum góðu minningunum kveðjum við hér frænku okkar og góðan vin. Minningarnar fylgja okkur þar til við sameinumst öll í lok dagsins hjá þeim sem öllu ræð- ur. Elsku besta Hlédís, þakka þér fyrir allar góðu stundirnar. Þakka þér fyrir hvað þú varst góður vin- ur og góð manneskja. Við munum sakna þín mjög mikið og þú verður ávallt í huga okkar. Okkar innilegustu samúðar- kveðjur til Elvars, Diddu, Ómars, Árna Grétars og fjölskyldna þeirra. Megi guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Ari Þór Jónsson, Kristín Huld Gunnlaugsdóttir og Indriði Þröstur Gunnlaugsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.