Morgunblaðið - 07.07.2009, Síða 26
26 Dagbók
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 2009
Sudoku
Frumstig
4 7
9 5 8 6
8 1
9
8 5 3 1
2 6
1 4 8
6 5 7
3 1 2
4 5
2 7 6
7
3
4 7 1 6
9 8
9 5 8
3 1 2 9 7
3 2 4
2
8 3
6 7
8
5 6 4 2
4 1 6 8
4 7 2 3
7
2 1 5 9
5 7 2 6 8 1 4 3 9
1 4 6 9 3 7 5 2 8
8 3 9 5 4 2 7 6 1
7 8 5 3 9 4 2 1 6
3 2 1 7 5 6 8 9 4
6 9 4 1 2 8 3 7 5
2 1 8 4 6 3 9 5 7
4 5 7 2 1 9 6 8 3
9 6 3 8 7 5 1 4 2
2 6 7 5 1 4 3 8 9
9 3 1 6 2 8 5 4 7
5 8 4 9 7 3 1 2 6
1 4 2 8 6 7 9 3 5
7 9 8 3 5 2 6 1 4
6 5 3 4 9 1 8 7 2
8 2 9 1 4 6 7 5 3
4 1 5 7 3 9 2 6 8
3 7 6 2 8 5 4 9 1
3 5 2 9 7 1 4 8 6
1 9 8 5 6 4 3 7 2
7 6 4 2 3 8 9 5 1
2 7 9 1 5 3 8 6 4
4 1 5 8 2 6 7 9 3
8 3 6 7 4 9 2 1 5
5 4 1 3 9 7 6 2 8
6 8 7 4 1 2 5 3 9
9 2 3 6 8 5 1 4 7
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er þriðjudagur 7. júlí,
188. dagur ársins 2009
Orð dagsins: Ég segi við Drottin: „Þú
ert Drottinn minn, ég á engin gæði
nema þig.“ (Sálm. 16, 2.)
Víkverji er mikill áhugamaður umensku knattspyrnuna og meðan
spark liggur niðri yfir hásumarið er
forvitnilegt að fylgjast með kaupum
og sölum á leikmönnum. Úrvals-
deildarfélögin berjast nú um á hæl
og hnakka í því augnamiði að styrkja
sig fyrir komandi átök. Með mis-
jöfnum árangri eins og gengur.
Mest hefur gengið á hjá Man-
chester City enda veit félagið ekki
aura sinna tal eftir að það komst í
eigu arabískra auðkýfinga. Vand-
fundinn er sá leikmaður sem ekki
hefur verið orðaður við félagið á síð-
ustu vikum og mánuðum. Illa hefur
þó gengið að læsa klónum í spark-
endur í allra fremstu röð og nú síð-
ast virðast áform City um að krækja
í John Terry, fyrirliða Chelsea, hafa
runnið út í sandinn. Samkvæmt fjöl-
miðlum var City ekki aðeins
reiðubúið að gefa rúma sex milljarða
króna fyrir kappann heldur ætlaði
það jafnframt að greiða honum rúm-
ar sextíu milljónir króna í laun – á
viku. Víkverji ber mikla virðingu
fyrir sparkendum sem náð hafa
sömu hæðum og John Terry, þar að
baki liggur ekki lítil vinna, en tekur
þetta ekki út yfir allan þjófabálk?
x x x
Breska pressan, prent- og net-miðlar, eru kapítuli út af fyrir
sig í þessum efnum. Vangaveltur
hennar eru oft ævintýralegar og á
köflum án minnstu stoða. Það er
engu líkara en að sumir miðlar hafi
einsett sér að selja ákveðna leik-
menn – sama hvað það kostar. Í því
sambandi koma upp í hugann Cesc
Fàbregas og Emmanuel Adebayor,
leikmenn Arsenal. Sögur af meint-
um vistaskiptum þeirra yfir í Barce-
lona og AC Milan hafa gengið fjöll-
unum hærra í allt sumar og breytir
þá engu þótt leikmennirnir beri þær
iðulega viðstöðulaust til baka, m.a. á
opinberri heimasíðu Arsenal. En allt
kemur fyrir ekki, aðeins fáum dög-
um síðar eru sögurnar aftur komnar
á kreik.
Annars beina sparkelskir augum
sínum ekki síst að meisturum Man-
chester United sem hafa úr dágóð-
um fúlgum að moða eftir metsöluna
á Cristiano Ronaldo. víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 tiktúru, 4
óþétt, 7 strengjahljóð-
færið, 8 hökur, 9 ferskur,
11 vítt, 13 fugl, 14 kynja-
skepna, 15 manneskjur,
17 flenna, 20 aula, 22
blundar, 23 varðveita, 24
nemur, 25 eldstæði.
Lóðrétt | 1 blettir, 2
brúkum, 3 bráðum, 4
jarðsprungur, 5 dæmd-
ur, 6 flón, 10 skreytinn,
12 þreif, 13 brodd, 15
þegjandaleg, 16 læsir, 18
ull, 19 á skipi, 20 púkar,
21 lítil alda.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 smaragður, 8 gulli, 9 illur, 10 sær, 11 sorti, 13
sinni, 15 hnakk, 18 ánann, 21 ugg, 22 undin, 23 asann,
24 fagurgali.
Lóðrétt: 2 mælir, 3 reisi, 4 geirs, 5 ullin, 6 Ægis, 7 þrái,
12 tík, 14 iðn, 15 haus, 16 aldna, 17 kunnu, 18 ágang, 19
aðall, 20 nána.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. e4 c5 2. d4 cxd4 3. c3 dxc3 4. Rxc3
Rc6 5. Bc4 e6 6. Rf3 Rge7 7. De2
Rg6 8. Be3 a6 9. a3 Dc7 10. Hc1 Rf4
11. Df1 Bd6 12. g3 Rg6 13. De2 b5
14. Ba2 Db8 15. O-O O-O 16. Hfd1
Be7 17. h4 Rge5 18. Rxe5 Rxe5 19.
f4 Rc6 20. e5 f6 21. exf6 Bxf6 22.
Re4 Bd8 23. Rc5 d5 24. Rxe6 Bxe6
25. Hxc6 Bf7 26. Bd4 He8 27. Dg4
g6
Staðan kom upp á 2. minning-
armóti Sven Johannessen sem lauk
fyrir skömmu í Osló í Noregi.
Heimamaðurinn Hallvard V. Ådnøy
(2.299) hafði hvítt gegn alþjóðlega
meistaranum Braga Þorfinnssyni
(2.383). 28. Bxd5! Bxd5 29. Hxg6+
Kf8 30. Hg8+! og svartur gafst upp
enda óverjandi mát.
Hvítur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Engin ágiskun.
Norður
♠K10843
♥K642
♦ÁDG
♣9
Vestur Austur
♠2 ♠65
♥D1098 ♥75
♦8642 ♦K10973
♣ÁG84 ♣7632
Suður
♠ÁDG97
♥ÁG3
♦5
♣KD105
Suður spilar 6♠.
Vestur trompar út gegn slemmunni
og sagnhafi virðir fyrir sér dýrðina í
borði með velþóknun – það þarf mikið
að ganga á til að þetta spil tapist. Samt
er rétt að vanda sig.
Eftir tvær umferðir af trompi virðist
rökrétt næsta skref að spila laufi úr
borði. En það er ekki gallalaus leikur.
Varnarspilarar hafa fyrir löngu til-
einkað sér forna speki J. S. Simons, sem
segir að það borgi sig að dúkka í svona
stöðu með ásinn – duck like a man!
Sagnhafi getur því alls ekki treyst því
að vestur sé með ásinn þótt austur fylgi
með smáu. Hvort sem kóngur eða lítið
fer í slaginn, þarf að giska í framhaldinu
þegar vestur skilar tígli.
En hér þarf ekkert að giska, bara að
leggja niður tígulás áður en laufi er spil-
að á kóng. Þá kemur úrslitaslagurinn á
silfurfati.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Það er einfaldleikinn sem felur í
sér tærustu snilldina og bestu lausnina.
Ekki stressa þig, leyfðu örlögunum að
sjá um sitt.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Tafir og truflanir í vinnunni hafa
haldið aftur af þér að undanförnu. Hin
andlega leit byrjar og endar hjá sjálf-
um þér.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Ef þú þjálfar þig í því sem þú
gerir vel, verður veröldin betri staður.
Farðu þér hægt í erfiðum málum því
flas er ekki til fagnaðar.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Vertu viðbúinn tölvuvandræðum
eða öðrum tæknivandamálum í
vinnunni í dag. Meiri tími út af fyrir
þig er forsenda hamingju í sambandi.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Svo virðist sem dagurinn í dag
verði þér einstaklega ánægjulegur og
gefandi. Millibilsástand þarfnast aðlög-
unar.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Hugsaðu um hvernig þú getur
gert hlutina á nýjan hátt svo það gagn-
ist ekki aðeins þér heldur líka öðrum.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Fjárhagsleg markmið eru yfirvof-
andi og þú verður að ná þeim. Leggðu
þig fram um að líta vel út þannig að
þér líði betur á allan hátt.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Þú eyðir bróðurparti dags-
ins í að gera meira en til er ætlast af
þér. Reyndu að halda ró þinni annars
áttu bæði á hættu að missa eignina og
góðan vin.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Þú getur ekki endalaust
leikið einleik þinn, þótt góður sé. Til að
forðast vandræði skaltu telja upp á tíu
áður en þú talar.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Það er hætt við að þú sýnir
samstarfsfólki þínu of mikla kröfu-
hörku í dag. Leggðu allt kapp á að
finna farsæla lausn svo þú getir sofið
rólegur.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þú nýtur kumpánlegra sam-
skipta við vini þína í dag og ert stað-
ráðinn í að deila því sem þú uppgötvar
með öllum sem þú þekkir.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Stundum virðist allt vera á móti
manni og þá er gott að flýja á vit dag-
draumanna. Að sjálfsögðu mun fólk
endurgjalda þér vinsemdina.
Stjörnuspá
7. júlí 1869
Kvenfélag Rípurhrepps í
Skagafirði var stofnað. Þetta
var fyrsti félagsskapur
kvenna hér á landi.
7. júlí 1941
Bandaríkjaher kom til lands-
ins og annaðist vernd landsins
til stríðsloka, ásamt Bretum.
Erlendir hermenn á Íslandi
munu flestir hafa orðið um 60
þúsund en landsmenn voru þá
rúmlega 120 þúsund. Síðustu
bandarísku hermennirnir fóru
í apríl 1947.
7. júlí 1974
Kútter Sigurfari, sem var
smíðaður í Englandi 1885,
kom til Akraness frá Fær-
eyjum. Hann var settur á
byggðasafnið að Görðum og
er eini kútterinn sem varð-
veittur er hér á landi. Sig-
urfari var í eigu Íslendinga í
byrjun aldarinnar.
7. júlí 2008
Surtsey var samþykkt á
heimsminjaskrá Menningar-
málastofnunar Sameinuðu
þjóðanna (UNESCO), en fjór-
um árum áður komust Þing-
vellir á skrána.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist…
Bergþóra Hlín Sigurðardóttir,
Jóhann Þór Gunnarsson og María
Celeste Bravo Herrera héldu tom-
bólu við Eiðistorg og söfnuðu
17.917 kr. sem þau færðu Rauða
krossinum.
Hlutavelta
„ÉG er hérna í Mosfellsdalnum og ég verð hérna
með fjölskyldunni. Við gerum okkur glaðan dag
en ég býst ekki við að það verði nein stórveisla í
þetta sinn,“ segir Óli Jón Gunnarsson, sem í dag
fagnar sextugasta afmælisdegi sínum.
Óli Jón hefur starfað í byggingariðnaði og gerir
ráð fyrir að hefjast handa að nýju um leið og hann
snýr aftur úr fríinu. „Það verður tekið til hendinni
þegar ég kem heim aftur í lok vikunnar.“
Í sumar reiknar Óli Jón ekki með að ferðast til
útlanda en ætlar að reyna þeim mun meira að
ferðast innanlands. „Ég ætla að reyna eins mikið
og ég get að vera í sumarhúsinu okkar í Stykkishólmi. Ég hef farið
þangað nokkrum sinnum í sumar og ætla að halda því áfram.“ Óli Jón
nefnir ferðalög einmitt sem sitt megináhugamál. „Ég hef gaman af að
ferðast og skoða fallega staði, hvort sem er hér heima eða erlendis.
Ég ferðast töluvert mikið innanlands.“
Hann nefnir jafnframt, að íþróttir séu ofarlega á blaði yfir áhuga-
málin. „Það er helst körfuboltinn og þar styð ég Snæfell í Stykkis-
hólmi. Það er orðið svo langt síðan maður spilaði með Tindastóli í
gamla daga!“
Óli Jón Gunnarsson er sextugur í dag
Ferðalög og körfuboltinn
Nýbakaðir
foreldrar?
Sendið mynd af
barninu til birtingar í
Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt
að senda mynd af barninu
með upplýsingum um
fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum
foreldra. Einnig má senda
tölvupóst á barn@mbl.is