Morgunblaðið - 08.07.2009, Síða 1
M I Ð V I K U D A G U R 8. J Ú L Í 2 0 0 9
STOFNAÐ 1913
183. tölublað
97. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
Umsóknarfrestur
um nám á Bifröst
rennur út á föstudaginn.
umsóknar-fresturertil10. júlí
Skráðu þig núna í dag á bifrost.is
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
3
8
5
5
9
«BÆJARPRÝÐI Á SAUÐÁRKRÓKI
SAGAN LIFNAR VIÐ Í
NÝJUM KAFFI KRÓK
«FEGURÐARBÚÐIR SNORRA
Sjálfsmynd þjóðar
endurhönnuð
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@mbl.is
SJÓVÁ átti ekki fyrir vátrygg-
ingaskuld sinni og leggja þurfti fé-
laginu til fé svo það gæti staðið undir
henni. Það er helsta ástæða þess að
sérstakur saksóknari rannsakar nú
hvort færsla á fjárfestingaeignum úr
móðurfélaginu Milestone inn í Sjóvá
á síðastliðnum tveimur árum varði
við lög um hlutafélög, lög um starf-
semi tryggingafélaga eða séu um-
boðssvik. Húsleitir voru fram-
kvæmdar vegna rannsóknarinnar á
tíu stöðum í gær. Meðal annars var
leitað í höfuðstöðvum Milestone og
Sjóvá og á heimilum helstu stjórn-
enda félaganna tveggja.
Milestone eignaðist Sjóvá að fullu
í byrjun árs 2006. Á næstu tveimur
árum voru færðar fjárfestingaeignir
inn á efnahagsreikning félagsins
sem bókfærðar voru sem 50 millj-
arða króna virði. Þessum eignum
fylgdu vaxtaberandi skuldir að upp-
hæð um 40 milljarðar króna. Þorri
þeirra skulda var í erlendum gjald-
miðlum. Bæði fjárfestingarnar og
vaxtaberandi skuldirnar voru
geymdar í dótturfélagi Sjóvár sem
var stýrt af félaginu Milestone.
Þegar hrun varð á fasteignamark-
aði á síðasta ári og íslenska krónan
hrundi á sama tíma þá lækkaði virði
fjárfestingaeigna Sjóvár afar mikið
á sama tíma og skuldirnar ruku upp.
Þetta varð til þess að skilanefnd
Glitnis þurfti að setja háar upphæðir
inn í Sjóvá til að félagið gæti staðið
við vátryggingaskuld sína. Heimildir
Morgunblaðsins herma að sú upp-
hæð hafi numið allt að tíu milljörðum
króna.
Sjóvá skuldaði í bótasjóð
» Morgunblaðið sagði frá rannsókn á Sjóvá í maí
» FME vísaði málinu þá til sérstaks saksóknara
» M.a. eru grunsemdir uppi um umboðssvik
Sjóvá átti ekki fyrir vátryggingaskuld Fjárfestingar félagsins hrundu í
verði en skuldir hækkuðu Húsleitir á tíu stöðum í gær vegna rannsóknarinnar
Átti ekki fyrir | 14
STEINGRÍMUR J. Sigfússon fjár-
málaráðherra segir sjálfsagt að verða
við öllum óskum þingmanna um að-
gang að skjölum, bæði drögum, minn-
ispunktum og fullkláruðum gögnum,
sem varða Icesave-málið.
Unnið hafi verið að því að upplýsa
um öll gögn, en skýrsla bresku lög-
mannsstofunnar Mischon de Reya
fyrir utanríkisráðherra hafi aldrei
verið á öðru formi en minnispunktum
og álitið hálfklárað skjal. Það hafi verið háð mati þeirra
sem þekktu viðkomandi skjöl hvort þau ætti að birta op-
inberlega. Aðspurður hvort ekki sé rétt að Alþingi fái
upplýsingar um öll fyrirliggjandi gögn svo þingmenn geti
sjálfir metið hverju þeir þurfi aðgang að, játar Stein-
grímur því.
„Þessari lagaóvissu, sem stofan bendir á, var haldið
fram af hálfu Íslands allan tímann og það var reynt alveg
til hinstu stundar, en fékk aldrei neinar undirtektir,“ seg-
ir Steingrímur um skýrslu Mischon. „Menn hafa því
væntanlega hugsað sér að það bætti ekki við nýrri vitn-
eskju fyrir okkur að þessi óvissa væri fyrir hendi.“ Hann
segir það hafa verið ákvörðun samninganefndar ríkisins í
Icesave-málinu, að ekki var keypt frekari þjónusta frá
Mischon. Nefndin hafi haft mikið frelsi til að velja og
hafna ráðgjöf, en enginn hörgull hafi verið á þeim sem
vildu selja ráðgjöf sína dýru verði.
Alvarleg svik við Alþingi | 9
Þingmenn fái að sjá öll Icesave gögn - líka þau hálfkláruðu
Lagaóvissan var ekki ný
Steingrímur J.
Sigfússon
ASKUR Yggdrasils rammar inn sýningu um hinn forna hugmyndaheim
norrænna manna sem opnuð verður á morgun á Iðavöllum, setri norrænn-
ar goðafræði í Hveragerði. Miðgarðsormurinn bítur í sporð sér í forgrunni.
Við heimstréð eru Ingunn Ásdísardóttir, hugmyndahöfundur sýning-
arinnar Urðarbrunns, Kristín Ragna Gunnarsdóttir, höfundur myndanna,
og Guðbrandur Gíslason, framkvæmdastjóri Iðavalla. | 18
SEGJA GOÐSÖGUR Í URÐARBRUNNI
Morgunblaðið/RAX
Guðrún Norberg, sem nýlega
varð 67 ára og lækkaði starfshlut-
fall sitt á leikskóla í 50%, telur sér
ekki annað fært en að fara aftur í
fullt starf. Það er vegna breytinga á
frítekjumarki sem samþykktar
voru á Alþingi í síðustu viku. Guð-
rún segist engan fyrirvara hafa
fengið heldur hafi hún séð skerð-
ingu ellilífeyrisins í heimabank-
anum um síðustu mánaðamót: „Ég
var reyndar búin að fylgjast svolítið
með umræðunni inni á Alþingi en
mér fannst það óskaplega furðulegt
að það var engar upplýsingar að
finna á TR eða neitt slíkt heldur
birtist þetta bara svona, í heima-
bankanum án fyrirvara.“ »8
Getur ekki minnkað vinn-
una vegna skerts lífeyris
Í vinnunni Guðrún Norberg ásamt
börnunum á leikskólanum.
KONA á miðj-
um aldri hefur
búið um sig í
kúlutjaldi á auðri
byggingarlóð við
Ánanaust í
Reykjavík þar
sem til stóð að
reisa lúxusíbúðir.
Íbúar í hverf-
inu eru ósáttir við stöðu mála og
segja börn í nágrenninu skelkuð en
lögregla og félagsmálayfirvöld
segjast hinsvegar í raun lítið geta
aðhafst gagnvart heimilislausum á
meðan þeir kjósa sjálfir að þiggja
ekki aðstoð. »2
Heimilislaus í kúlutjaldi og
búslóðin undir plastdúk
Rætt hefur verið um að tveir af
mörgum sparisjóðum sem nú eru í
vanda, Sparisjóður Keflavíkur
(SPKef) og Byr sparisjóður, verði
sameinaðir ríkisbönkum. SPKef
yrði hluti af Landsbankanum og
Byr rynni saman við Íslandsbanka.
Þetta er samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins. »6
Mögulegt að Byr og SPKef
renni inn í ríkisbankana