Morgunblaðið - 08.07.2009, Qupperneq 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 2009
fyrir alla sem
www.gottimatinn.is
fituminnstagrillsósan!
loksinsfáanlegiraftur!
góðir með grillmatnum
Tilbúnir til notkunar! Þarf í mesta lagi að setja þá í skál.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
0
9
-1
0
9
7
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is
Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson
Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Unu Sighvatsdóttur
una@mbl.is
Á AUÐRI lóð við Ánanaust stendur
lítið kúlutjald og garðstólar faldir
milli illgresis og ætihvannar. Við
fyrstu sýn mætti halda að þar hefði
sérkennilegur staður verið valinn
fyrir söluútstillingu en við nánari
skoðun gefa tómar matarumbúðir og
föt á snúru annað til kynna.
Raunin er sú að í þessu tjaldi hef-
ur kona á miðjum aldri komið sér
fyrir og búið undanfarnar 5 vikur við
heldur þröngan kost.
Áður sótti hún meðal annars skjól
í Konukoti, þar til hún kaus að koma
sér heldur fyrir á eigin vegum á hin-
um svokallaða Héðinsreit, þar sem
áður stóð til að reisa lúxusíbúðir fyr-
ir eldri borgara. Kúlutjaldið er öllu
lágreistara en íbúðirnar sem deili-
skipulagið gerði ráð fyrir en það hef-
ur þó ekki farið fram hjá íbúum í
nærliggjandi húsum við Vesturgötu
sem hafa ítrekað haft samband við
bæði lögreglu og félagsmálayfirvöld
vegna ástandsins á reitnum.
Að sögn íbúa sem Morgunblaðið
ræddi við fara börnin í nágrenninu
ekki jafnfrjálslega ferða sinna og áð-
ur vegna ástandsins. Þá sé það lítil
prýði við áður niðurníddan reit að
þar rísi byggð heimilislausra.
Lögreglan hefur hinsvegar ekki
séð ástæðu til beinna afskipta og
segist í raun ekki hafa forsendur til
að grípa inn í mál sem þessi nema
hætta stafi af fólkinu.
Heimilisleysi ekki lögreglumál
Lögreglan segist í sjálfu sér lítið
geta gert gagnvart heimilislausum
annað en að hafa auga með þeim til
að ganga úr skugga um að allt sé í
lagi.
Allt umfram það er á könnu fé-
lagsmálayfirvalda. Gagnvart hjálp-
arstofnunum er málið hinsvegar
ekki svo einfalt heldur, þegar um er
að ræða einstaklinga sem virðast
ekki vilja þiggja hjálp.
Að sögn Kristínar Guðmunds-
dóttur, verkefnisstjóra hjá Rauða
krossinum, getur oft virst í svona til-
fellum sem ekkert sé gert fyrir þá
sem eigi undir högg að sækja.
Þá þurfi hinsvegar að hafa í huga
að fólk hafi sjálfræði til að velja og
ekki sé hægt að þvinga aðstoð upp á
þann sem ekki vill þiggja hana.
Kom sér fyrir í kúlutjaldi
Heimilislaus kona hefur búið sér heimili í tjaldi við Ánanaust Nágrönnum líst
illa á þróunina og hafa ítrekað haft samband við lögreglu og félagsmálayfirvöld
Morgunblaðið/Eggert
Heimili? Í óræktinni stendur tjaldið og skammt frá búslóðin undir plastdúk.
„STAÐAN er
mjög viðkvæm í
þjóðfélaginu og
ég get alveg
ímyndað mér að
það séu mjög
margir sem fyllist
reiði við tilhugs-
unina,“ segir
Þórður B. Sig-
urðsson, formað-
ur Hagsmunasamtaka heimilanna.
Fréttablaðið sagði frá því í gær að
Björgólfsfeðgar hefðu gert Kaup-
þingi tilboð um að greiða 40-50% af 6
milljarða skuld sinni við bankann. Í
kjölfarið varaði Vilhjálmur Bjarna-
son við því í Kastljósi að yrði Kaup-
þing við óskum Björgólfsfeðga væri
hætt við því að út brytist borgara-
styrjöld.
Þórður segir mat Vilhjálms á
ástandinu ekki úr lausu lofti gripið.
Reiðin sé mikil og hugrenninga-
tengsl við Icesave óhjákvæmileg.
„En burtséð frá því hver á í hlut
verða allir að sitja við sama borð. Við
stöndum frammi fyrir kerfisbundnu
vandamáli og það ber að leysa á
kerfisbundinn hátt.“ una@mbl.is
Varað við
borgara-
styrjöld
Jafnt verður yfir alla
skuldara að ganga
Björgólfsfeðgar
vilja borga 50%.
ALLS höfðu 118
fasteignir verið
seldar nauðung-
arsölu hjá sýslu-
manninum í
Reykjavík á
þessu ári nú í lok
júní. Þar af voru
6 seldar í janúar,
29 í febrúar, 37 í
mars, 20 í apríl,
15 í maí, 11 í júní.
Skráðar nauðungarsölubeiðnir
vegna fasteigna voru í lok júní 1.125;
þar af 216 í janúar, 156 í febrúar, 187
í mars, 134 í apríl, 207 í maí, 225 í
júní. Árið 2008 var 161 fasteign seld
nauðungarsölu hjá sýslumanninum í
Reykjavík. Alls voru 2.277 nauðung-
arsölubeiðnir skráðar 2008.
118 eignir
seldar nauð-
ungarsölu
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
KARLMAÐUR var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær
dæmdur í átta ára fangelsi fyrir fjölmargar líkamsárásir
og gróf kynferðisbrot gegn fyrrverandi sambýliskonu
sinni. Heimilisofbeldið stóð í tæp tvö ár, á árunum 2006
til 2008.
Neyddi hann konuna til samræðis og annarra kyn-
maka við ellefu aðra karlmenn. Myndir og myndbönd
sýndu merki um miklar barsmíðar. Þá fólst hluti ofbeld-
isins í því að maðurinn fékk ókunnuga karlmenn, sem
stundum voru fleiri en einn, til að hafa samræði við kon-
una gegn hennar vilja. Þetta ljósmyndaði hann eða tók
upp á myndband og var jafnvel þátttakandi í athöfnunum
sjálfur.
Ætlar að áfrýja dómnum
Í niðurstöðu héraðsdóms segir að brot mannsins eigi
sér enga hliðstæðu í réttarframkvæmd hér á landi og að
hann eigi sér engar málsbætur.
Ennfremur segir að maðurinn hafi markvisst brotið
niður mótstöðuafl sambýliskonu sinnar og gert hana sér
undirgefna. Athygli vekur í dómnum að ekki voru aðrir
ákærðir í málinu Fram kom hjá Huldu Elsu Björgvins-
dóttur saksóknara í fréttum Stöðvar 2 í gær að konan
hefði borið vitni um að hún hefði ekki látið í ljós við menn-
ina að kynmökin væru gegn vilja hennar þar sem hún
hefði þá óttast að maðurinn beitti hana ofbeldi. Þar kom
einnig fram að maðurinn hyggst áfrýja dómnum.
Átta ár fyrir gróf og
ítrekuð kynferðisbrot
Brotin voru talin án hliðstæðu í íslenskri réttarframkvæmd
Í HNOTSKURN
»Maðurinn var einnig dæmdur fyrir að hafaráðist á föður sinn og hótað honum lífláti.
»Manninum er gert að greiða konunni 3,8 millj-ónir króna í miskabætur.
»Þyngstu dómar sem fallið hafa á Íslandi fyrireinstaka nauðgun eru fjögurra ára fangelsi.
» Í þessu máli var maðurinn talinn hafa gerstsekur um fimmtán nauðgunarbrot.
SÁRALÍTIÐ hefur rignt á Akureyri síðasta mán-
uðinn, nema einstaka nótt. Nýlega var tyrfð
hljóðmön meðfram Miðhúsabraut og í því skyni
að halda lífi í grasinu hefur verið gripið til þess
ráðs að vökva það hressilega. Máni Jóhannesson
verktaki var þar á ferð um níuleytið í gærkvöldi.
AKUREYRI VÖKVUÐ Í KVÖLDSÓLINNI
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson