Morgunblaðið - 08.07.2009, Side 9

Morgunblaðið - 08.07.2009, Side 9
Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is „ÉG lít á það sem alvarleg svik við Al- þingi að halda þessu til hliðar. Það er óskiljanlegt hvernig skjal af þessum toga, sem stílað er sérstaklega á utan- ríkisráðherra og er til í stjórnkerfinu, verður útundan við samantekt á gögnum í málinu,“ segir Bjarni Bene- diktsson, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, um skýrslu Mischon de Reya. Skýrslan bendi til þess að ríkið hafi ekki ábyrgst skuldbindingar inn- stæðutryggingasjóðs, en þvert á móti sé í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um ríkisábyrgðina gengið út frá því að svo sé. Þetta veki grun um að skjalinu hafi skipulagt verið haldið til hliðar. Þór Saari, þingmaður Borgara- hreyfingar, tekur í sama streng og segir að ásælni Samfylkingarinnar í ESB-aðild sé óspart notuð sem vog- arafl af Bretum og Hollendingum. Svo geti farið að það áhugamál verði mjög dýrkeypt fyrir þjóðina. Báðir segja þeir það útúrsnúning af hálfu fjármálaráðuneytisins, sem fram kom í fréttatilkynningu í gær, að skýrsla Mischon hafi engu bætt við fyrirliggjandi röksemdir í málinu. Verið sé að koma sér undan því að taka mið af áliti sem geti skipt mjög miklu máli. „Það virðist vera einbeittur vilji þeirra sem ráða í þessu máli að taka stanslaust upp málstað þeirra sem vilja gera okkur lífið erfitt. Það er óskiljanlegt því við hljótum öll að vera í sama bátnum,“ segir Bjarni. Fulltrúar minnihlutans í utanríkis- málanefnd kröfðust í gær gagna um afstöðu bæði Englandsbanka og AGS í Icesave-málinu, sem vitnað hefur verið til í umræðu síðustu daga. Alvarleg svik við Alþingi Koma sér undan því að taka mið af mikilvægu lögfræðiáliti Morgunblaðið/Eggert Skuldaklafinn Margir hafa lýst óánægju sinni með, að þjóðin skuli sitja uppi með Icesave-skuldina, meðal annars á mótmælafundum á Austurvelli. Hér hefur einn reiknað það út fyrir sína parta hverjar byrðarnar verða. ÖSSUR Skarp- héðinsson utan- ríkisráðherra segist aldrei hafa fengið greiningu bresku lög- mannstofunnar Mishcon de Reya frá 29. mars, sem stíluð er á utan- ríkisráðherra, en þar kemur meðal annars fram að þess finnist ekki staður í lögum að Íslendingar beri ábyrgð á Tryggingasjóði innstæðna vegna Icesave og lagt er til að lög- mannsstofan verði fengin til þess að kryfja málið frekar. Á forsíðu greiningarinnar, sem Morgunblaðinu hefur borist, segir að þetta sé „trúnaðarúttekt fyrir Össur Skarphéðinsson, utanríkis- ráðherra Íslands“. Össur segist hafa setið fund nokkrum dögum síðar, þar sem fulltrúar lögmannsstofunnar voru þátttakendur, en þar hafi ekkert komið fram um þessa hlið mála. „Hafi hún verið lögð fram á þess- um fundi, þá hafði ég hana ekki með mér af fundinum. Þessi fundur var haldinn í kaffianddyri hótels með formanni samninganefndarinn- ar og fulltrúum Landsbankans í London. Þær umræður sem ég tók þátt í á þessum fundi, þar sem ég átti stutta viðdvöl, lutu að laga- tæknilegum atriðum vegna fryst- ingar Breta á eignum og mögu- leikum til að fá henni aflétt og sömuleiðis að eignastöðu Lands- bankans. Þær snerust fyrst og fremst um Landsbankaleiðina sem samninganefndin var að velta fyrir sér að fara. Ég var að heyja mér efnivið í ýmsa aðra fundi sem ég átti ytra og það var markmiðið með þessum fundi.“ – Hafðirðu ekkert heyrt af þessu áliti? „Nei, en mér er sagt það sé til, ekki í mínu ráðuneyti, heldur í fjár- málaráðuneytinu.“ – Af hverju var það ekki lagt fram? „Að því er okkur varðar í utan- ríkisráðuneytinu, þá er það einfald- lega vegna þess að gögnin voru ekki þar og menn kannast ekki við þau.“ – Þú veist ekki af hverju fjár- málaráðuneytið lagði þau ekki fram? „Nei, ég hef ekki vitað af þessu og það er klárt að ég fór ekki með það af þessum fundi.“ Össur sagði í viðtali á Mbl.is í gær, að þessir punktar breyttu engu um stöðu málsins: „Það hafa verið efasemdir og deilur meðal Ís- lendinga um það hverjar skuldbind- ingar okkar eru, en flestir þessara punkta sem eru í frétt Morgun- blaðsins varðandi þessi atriði, þeir eru ekki nýir og ég geri engar at- hugasemdir við þá.“ „Mér er sagt það sé til“ Össur Skarphéðinsson Össur Skarphéðinsson segir að það, sem hafi komið fram í frétt á mbl.is, breyti í engu stöðunni í Icesave-málunum Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 2009 Í samantekt bresku lögmannsstof- unnar Mischon de Reya í London, einnar virtustu lögmannsstofu Bret- lands, sem hefur unnið fyrir þjóðríki og stórfyrirtæki á borð við Micro- soft, fjallar annar kaflinn um „Ábyrgð íslenskra stjórnvalda sam- kvæmt tilskipun 94/19/ESB“. Þar segir orðrétt: 2.1. Bresk og hollensk stjórnvöld halda því fram að Ísland sé ábyrgt, samkvæmt EES-samningnum og tilskipuninni, til að bæta Icesave- innstæðueigendum sem nemur lág- marksupphæð sem tryggja á sam- kvæmt tilskipuninni, ef til þess komi, að hinn íslenski Trygg- ingasjóður innstæðueigenda og fjár- festa standi ekki undir bótum sem nemur þeirri upphæð. Spurningin lýtur að því, hvort Íslandi beri sam- kvæmt tilskipuninni að tryggja að Icesave-innstæðueigendur fái lág- marksgreiðslu, eða Íslendingum beri einfaldlega að koma upp og stýra kerfi sem gegni sama tilgangi. 2.2. Við höfum fengið og erum með til skoðunar nokkur lögfræðiálit sem lúta að þessu viðfangsefni, en okkur skilst að fyrri ríkisstjórn Íslands hafi aldrei óskað eftir formlegu bresku lögfræðiáliti um þetta efni. Við höfum skoðað grannt tilskip- unina og þau lög sem lúta að mál- inu. Samkvæmt okkar bráðabirgða- áliti, þrátt fyrir fáguð lögfræðiálit breskra og hollenskra stjórnvalda, þá höfum við ekki sannfærst um að þau veiti afdráttarlaust svar við þessari spurningu, einkum þegar litið er til yfirlýsts markmiðs tilskip- unarinnar. Evrópskar tilskipanir eru ekki alltaf fullkomlega skýrar og þessi er engin undantekning þar á, og það eru röksemdir á báða bóga. En við höfum enn ekki fundið skýr svör sem sýna fram á að Ís- landi beri skylda til að ábyrgjast greiðslur Tryggingasjóðs innstæðu- eigenda og fjárfesta. Þess vegna teljum við að það sé höfuðatriði fyr- ir íslensk stjórnvöld að fela okkur að vinna afdráttarlaust lögfræðiálit frá leiðandi málafærslumanni.“ 2.3. Okkur skilningur er sá, að bresk stjórnvöld sæki það fast að ekki sé skorið úr málinu fyrir óháðum dóm- stólum. Þess vegna leggjum við til að óvissan sem felst í afstöðunni, sem skírskotað er til hér að ofan, ásamt tregðu Breta til að hætta á óhagstæðan úrskurð fyrir óháðum dómstóli, gætu reynst gagnleg samningatæki. 2.4. Bresk stjórnvöld kunna að halda því fram, að hvort sem Íslandi beri samkvæmt lögum að gera það, þá hafi Ísland í raun samþykkt að bæta innstæðueigendum sem nemur lág- markinu sem kveðið er á um í til- skipuninni. Það eru nokkrar villandi og mótsagnakenndar yfirlýsingar í bréfaskrifum viðskiptaráðuneyt- isins, þar á meðal bréf sem dagsett eru 20. ágúst 2008, 5. október 2008 og 16. desember 2008. Engu að síð- ur álítum við að þessar yfirlýsingar, þótt þær hjálpi ekki upp á sakirnar, geri það ekki að verkum, að það sé lagalega bindandi fyrir Ísland að fara umfram lagalegar skuldbind- ingar sínar samkvæmt EES- samningnum og tilskipuninni. 2.5. Samþykktu viðmiðin frá 16. nóv- ember 2008 virðast okkur vera „kjarni“ málsins, sem voru einfald- lega lyktir deilunnar á þessum tíma. Þar er einungis sagt að tilskipunin eigi við um Ísland á sama hátt og önnur ESB-ríki. Eftir að tilkynnt var um samþykktu viðmiðin, gáfu nokkrir ráðherrar engu að síður ákveðnar yfirlýsingar sem fólu í sér að Ísland væri skuldbundið til að tryggja greiðslur frá Trygg- ingasjóði innstæðueigenda og fjár- festa. En við lítum ekki svo á að þær yfirlýsingar hafi nein rétt- aráhrif. 2.6. Hvað varðar minnisblað um sam- komulag við hollensk yfirvöld, þá var gengið út frá því í því skjali, að skilmálar yrðu útfærðir frekar í öðru skjali. En ekkert slíkt skjal var unnið og Hollendingar færðu aldrei neinar fjárhæðir til Tryggingasjóðs innstæðueigenda og fjárfesta eins og kveðið var á um í minnisblaðinu. Ennfremur, þá var ekkert minnis- blað nokkurn tíma samið milli Ís- lands og Bretlands. 2.7. Í stuttu máli, þá höfum við hvorki fundið neina skriflega staðfestingu þess að Ísland hafi formlega und- irgengist að ábyrgjast skuldbind- ingar Tryggingasjóðs innstæðueig- enda og fjárfesta, hvað varðar Icesave-innstæðurnar, né undir- gengist aðrar skuldbindingar en þær sem felast í tilskipuninni eins og hún var innleidd í lögum 98/ 1999.“ Ábyrgð Íslands á Icesave ekki skýr Í HNOTSKURN »Í samantekt úttektar Mis-hcon de Reya segir: „Bráðabirgðaálit okkar er ósammála lögfræðiálitum sem við höfum fengið og voru unn- in fyrir Breta og Hollendinga með hliðsjón af tilskipuninni. Okkar álit er að tilskipunin sé ekki skýr og að það séu gild rök á báða vegu. Með öðrum orðum, við erum ekki sam- mála því að ábyrgð Íslands sé skýr samkvæmt EES-samn- ingnum og við teljum að það væri mjög gagnlegt fyrir ís- lensk stjórnvöld að fá okkur til að útvega lögfræðiálit leiðandi málafærslumanns í þessu efni til að bæta úr því ójafnvægi sem til staðar er út frá laga- legu sjónarmiði.“ „ÞAÐ er ótrúlegt að stjórnvöld ætli að berja hausnum við steininn eftir að hafa séð þetta lögfræðiálit og að hlusta á útskýringar Össurar Skarp- héðinssonar um að þetta komi Icesave ekki við,“ segir Höskuldur Þórhalls- son, þingmaður Framsóknarflokks- ins. „Sérstaklega í ljósi þess að það er tiltekið í greinargerðinni sjálfri með frumvarpinu um Icesave-samninginn að það hafi verið leitað til þessarar lögmannsstofu út af Icesave-málinu.“ Höskuldur kom með fyrirspurn í þinginu í síðustu viku um hvort það ætti eftir að leggja einhver gögn fram sem vörpuðu frekara ljósi á málið. „Því miður staðfestir þetta grun minn um að stjórnvöld leggi ekki fram gögn sem eru þeim óþægileg. Nú benda menn hver á annan, Össur bendir á fjármálaráðuneytið en einhver er ekki að fara að með rétt mál.“ Hann segir að þess hafi verið krafist í fjárlaganefnd í gær að öll gögn yrðu lögð fram eins og hann hefði krafist frá upphafi. „Það er þingmanna að meta hvort þau eigi erindi í umræðuna. Það mætti halda að ríkisstjórnin væri með höfuð úr grjóti og að það eigi að keyra í gegn þessa samninga, jafnvel þótt öll rök mæli gegn því. Nú hefur bresk lögmannsstofa tekið undir það sjónarmið sem Stef- án Már Stefánsson prófessor og Lárus Blöndal hæsta- réttarlögmaður hafa haldið fram. Og ég hef ekki heyrt neinn íslenskan lögmann halda því fram að íslenska ríkið beri ábyrgð á Icesave-innstæðunum umfram það sem var í innstæðutryggingasjóði.“ Berja hausnum við steininn Höskuldur Þórhallsson segir ráðherra benda hver á annan og telur ríkisstjórnina ekki vilja leggja fram óþægileg gögn Höskuldur Þórhallsson • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 Útsala LAXÁ Á REFASVEIT Það var að losna holl 19.-21. júlí Eigum laust: 1 holl í ágúst · 4 holl í september Upplýsingar veitir Stefán í síma 898-3440

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.