Morgunblaðið - 08.07.2009, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.07.2009, Blaðsíða 13
Fréttir 13INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 2009 vi lb or ga @ ce nt ru m .is -hágæðaheimilistæki Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is GE kæliskáparnir hafa innbyggða klakavél með mulningi og ísköldu íslensku vatni. Þeir eru öflugir, endingargóðir og glæsilega innréttaðir. kr. 299.995 stgr. Fullt verð kr. 428.500 Afmælistilboð 30% afsláttur Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is FRJÁLSAR strandveiðar eiga að njóta vafans enda þótt þær þýði að inn í greinina komi á nýjan leik útgerðarmenn sem selt hafa kvótann sinn og eiga jafnvel bátana ennþá. Þetta er afstaða Kol- brúnar Jónu Pétursdóttur, sem gerir út bát með kvóta frá Keflavík ásamt eig- inmanni sínum. „Hvað með alla þá sem aldrei hafa átt kvóta? Þeir eru væntanlega mun fleiri. Aðalmálið er að það þarf að leiðrétta kvótakerfið og kannski er þetta fyrsta skrefið í þá átt,“ segir Kolbrún. Það sem hrellir Kolbrúnu mest er óvissan í greininni. „Þegar við fórum út í að kaupa bát árið 2004 voru forsendurnar nokkuð skýrar. Við ákváðum að taka þátt í kerfinu eins og það var en nú er óvissan mikil og eftir fyr- irheit um fyrningarleið nýju ríkisstjórn- arinnar hafa rekstrarskilyrði orðið mun erf- iðari,“ segir hún. Hjónin hafa ákveðið að sækja ekki um strandveiðileyfi í bili. Takmarkanirnar séu of miklar og þau telja hagkvæmara fyrir sig að halda áfram að leigja kvóta, þ.e.a.s. fái þau yf- irhöfuð leigðan kvóta. „Í kvótakerfinu er hægt að sækja lengra út, vera lengur í einu og nýta alla daga nema þegar veður og kvóti koma í veg fyrir veiðar.“ Hjónin keyptu 14 tonn af kvóta á árunum 2006 og 2007 fyrir tæpar þrjátíu milljónir króna. Þau lentu í 33%-skerðingunni 2007 eins og aðrir en fengu svo aukningu í vetur. Þau hafa í tvígang fengið byggðakvóta, 5,8 tonn árið 2004 og 5,7 tonn árið 2005. Ekkert síðan. Byggðakvóti hefði skipt miklu Í samtali við Tryggva Ársælsson á Tálkna- firði í Morgunblaðinu sl. mánudag kom fram að hann fékk úthlutað 28 tonnum af byggða- kvóta á yfirstandandi fiskveiðiári sem síðan skertist um helming vegna strandveiðanna. „Hver er sanngirnin í því að hann fái 28 tonn á meðan við fáum lítinn sem engan byggða- kvóta? Ég væri ofurglöð fengi ég 14 tonn frítt. Hvað þá fengi ég 28 tonn. Það hefði skipt miklu fyrir okkar útgerð að hafa slíkan kvóta síðastliðin ár,“ segir Kolbrún. Í hinum nýju lögum um strandveiðar er landinu skipt í fjögur landsvæði. Svæðið sem Kolbrún tilheyrir, sem nær frá sveitarfé- laginu Hornafirði að Borgarbyggð, fær út- hlutað samtals 690 tonnum meðan hin svæðin þrjú fá úthlutað frá 936 tonnum upp í 1.316 tonn „Hver er sanngirnin í þessu?“ spyr hún. Kolbrún telur strandveiðikerfið aftur á móti ekki bjóða upp á meira brottkast á fiski en kvótakerfið almennt. „Flest kerfi sem ver- ið hafa hér, nema kannski dagakerfi, stuðla að því að einungis verðmætasti aflinn er hirt- ur, þannig að ekki er þar með sagt að engu verði hent þótt byggðakvóta sé úthlutað.“ Strandveiðar njóti vafans  Útgerðarkona í Keflavík, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, segir strandveiðar e.t.v. fyrsta skrefið í að leiðrétta kvótakerfið  Hún gagnrýnir úthlutun byggðakvóta og telur litla sanngirni felast í henni Í höfninni Vegna strandveiðanna er fjöldi báta á sjó meiri en nokkru sinni fyrr. Kolbrún Jóna Pétursdóttir LITRÍKIR tónleikar voru haldnir á þaki Hljómskálans í Reykjavík í gær þar sem blásarasveitin Brasskar- arnir steig á stokk ásamt Snorra Helgasyni í Sprengjuhöllinni. Tónleikarnir eru hluti af Íslensku tónlistarsumri sem hófst í gær um land allt. Blásarasveitin Brasskar- arnir eru meðal fjölmargra hópa í skapandi sumarstörfum á vegum Hins hússins í sumar. Verk þeirra spanna að sögn allt frá rafmagnsraunsæi til töfra- módernisma og verður sveitin á út- opnu við spilamennsku í allt sumar. Brasskarana skipa þær Valdís Þorkelsdóttir á trompet, Harpa Jó- hannsdóttir á bassabásúnu, Bergrún Snæbjörnsdóttir á horn, Ragnhildur Gunnarsdóttir á trompet og Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir á básúnu. Morgunblaðið/Heiddi BLÁSIÐ Á HLJÓMSKÁLANUM Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is UMBOÐSMAÐUR Alþingis sá ekki ástæðu til að taka kvörtun Sigurðar Gylfa Magnússonar sagnfræðings vegna vinnubragða Háskóla Íslands til frekari meðferðar eftir að hafa at- hugað málið. Þetta tilkynnti um- boðsmaður Sigurði og Háskólanum í maímánuði síðastliðnum. Sigurður Gylfi var ósáttur við nið- urstöður dómnefndar sagnfræði- og fornleifafræðiskorar hugvís- indadeildar Háskóla Íslands sem taldi rannsóknarverkefni hans ekki hæft til doktorsvarnar. Hann taldi að Loftur Guttormsson, formaður dómnefndarinnar, hefði verið van- hæfur til að gegna hlutverki sínu af þeim sök- um að þeir hefðu átt í fræðilegum deilum um langt skeið. Því kvartaði hann til umboðs- manns Alþingis. Sigurður hélt því jafnframt fram að fámennisrök hefðu ráðið því að Loftur hefði verið skipaður formað- ur nefndarinnar. Í samtali við Morg- unblaðið þann 22. september árið 2007 sagði Sigurður: „Í þessu tilfelli hefði ekki þurft að tilnefna mann [Loft Guttormsson] sem hefur staðið í illvígum deilum við mig í 10 ár. Það hefði verið hægt að leita til tíu ann- arra fræðimanna sem eru með dokt- orspróf og hefðu vel getað tekið þetta að sér.“ Sigurður lauk doktorsprófi frá Carnegie Mellon-háskólanum í Pittsburgh í Bandaríkjunum árið 1993. Hann sagðist vilja verja nýja doktorsritgerð hér á landi til að koma af stað umræðum. Í þriðju grein stjórnsýslulaga nr. 37/1993 eru taldar upp ýmsar vanhæfisástæður. Í sjötta tölulið greinarinnar er að finna hina svonefndu almennu van- hæfisreglu laganna. Umboðsmaður Alþingis sá hins vegar við frum- athugun málsins ekki tilefni til að aðhafast frekar í málinu. Kvörtun Sigurðar Gylfa ekki tekin til meðferðar Sigurður Gylfi Magnússon Taldi formann dómnefndar vanhæfan í starfi sínu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.