Morgunblaðið - 08.07.2009, Page 14

Morgunblaðið - 08.07.2009, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is RANNSÓKN sérstaks saksókn- ara á málefnum Sjóvár á sér tölu- verðan aðdraganda. Hún snýr að því að fé úr vátryggingarekstri félagsins hafi verið notað í fjárfesting- arstarfsemi þess. Heimildir Morg- unblaðsins herma að þetta komi nokkuð skýrt fram í ársreikningi Sjó- vár fyrir árið 2008, sem hefur enn ekki verið birtur, en þar er staðfest að tap á rekstri félagsins var gríð- arlegt. Það markast af því að fjár- festingar á borð við fasteignir og fasteignaþróunarverkefni sem settar höfðu verið inn í félagið hrundu í verði á sama tíma og vaxtaberandi skuldir þess, sem voru að mestu leyti í erlendum gjaldmiðlum, ruku upp þegar íslenska krónan féll. Þessi þró- un varð til þess að vátrygginga- starfsemi Sjóvár var ekki lengur sjálfbær, enda hefur skilanefnd Glitnis staðfest að hún hafi þurft að leggja nýju félagi sem stofnað var um tryggingareksturinn til afar háar fjárhæðir þar sem það átti ekki fyrir vátryggingaskuld sinni, hinum svo- kallaða bótasjóði. Heimildir Morg- unblaðsins herma að skilanefndin hafi lagt félaginu til allt að tíu millj- arða króna en vátryggingaskuld þess var rúmir 23 milljarðar króna í árs- lok 2007. Inni í efnahag en án yfirráða Þegar Milestone keypti Sjóvá var tekin meðvituð ákvörðun um að að- skilja fjárfestingarstarfsemi félags- ins frá vátryggingastarfseminni til að ekki væri hægt að stoppa upp í tap- rekstur af tryggingarekstrinum með fjárfestingarhagnaði. Milestone sá ætíð um fjárfestingarhlutann en stjórnendur Sjóvar sáu um trygging- arnar. Fjárfestingunum var hins vegar haldið á efahagsreikningi Sjó- vár, þótt félagið kæmi ekkert að þeim. Í árslok 2005, skömmu áður en Milestone eignaðist Sjóvá að fullu, námu eignir félagsins um 36 millj- örðum króna. Vátryggingaskuldin nam þá um 20,7 milljörðum króna og stærð hennar var því um 60 prósent af eignum félagsins. Á þessum tíma skuldaði Sjóvá lánastofnunum 150 milljónir króna. Það var með öðrum orðum afar venjulegt tryggingafélag. Tveimur árum síðar námu eignir 98,9 milljörðum króna. Þar af voru svokallaðar fjárfestingareignir sagð- ar um 50 milljarða króna virði. Það voru fasteigna- og þróunarverkefni víðs vegar um heiminn, meðal annars í Macau og Milwaukee. Þegar á reyndi voru þessar eignir ekki nærri jafn mikils virði og bókfært virði þeirra sagði til um. Vaxtaberandi skuldir Sjóvár við lánastofnanir höfðu aukist gífurlega á þessum tveimur árum eða í um 40 milljarða króna. Á sama tíma hafði vátrygg- ingaskuldin/bótasjóðurinn vaxið um 2,6 milljarða og einungis um 23 pró- sent af eignum félagsins. Viðskiptaskuld gerð upp Hluti þeirra fjárfestingareigna, sem voru settar inn í Sjóvá, kom það- an frá Milestone, m.a. til að jafna út viðskiptaskuld. Forsvarsmenn Sjó- vár og Milestone hafa ekki viljað svara því hvernig hún varð til. Aðrar eignir sem komu inn keypti Sjóvá af Askar Capital, fjárfestingarbanka samsteypunnar. Þessar tilfærslur á eignum eru til rannsóknar hjá emb- ætti sérstaks saksóknara en rök- studdur grunur leikur á um brot á hlutafélagalögum, lögum um starf- semi tryggingafélaga og að umboðss- vik hafi verið framin. Tryggingafélagið Sjóvá átti ekki lengur fyrir vátryggingaskuld Sérstakur saksóknari rannsakar eignatilfærslur frá Milestone Áhættufjárfestingar felldu Sjóvá Vaxandi skuldir og fallandi eigna- virði áhættufjárfestinga varð til þess að Sjóvá átti ekki fyrir vá- tryggingaskuld sinni. Þetta er það sem er undir í rannsókn sér- staks saksóknara á Sjóvá og Milestone. RÚV Húsleitir Á þriðja tug manna á vegum sérstaks saksóknara leitaði víða vegna rannsóknarinnar, í fyrirtækjum og á einkaheimilum. Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is FULLTRÚAR embættis sérstaks saksóknara fóru fyrir hádegi í gær í húsleit á sjö stöðum í tengslum við rannsókn á fjárfestingum og lána- starfsemi vátryggingafélagsins Sjó- vár – Almennra trygginga. Þegar leið á daginn var leitað á þremur stöðum til viðbótar. Þar á meðal á tveimur stöðum þar sem tvö félög tengd Sjóvá og Milestone eru hýst og að lokum hjá inter- netfyrirtæki sem hýsir tölvupóst- þjóna, sem tengjast umræddum fyr- irtækjum. Haldleggja gríðarlegt magn „Það er verið að haldleggja gríð- arlegt magn af annars vegar raf- rænum gögnum og hins vegar af pappír. Og síðan fer næst fram úr- vinnsla á því,“ sagði Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, í viðtali við mbl–sjónvarp í gær. Í tilkynningu frá embætti Ólafs kom fram að til rannsóknar væri grunur um meint brot á lögum um hlutafélög, brot á lögum um vá- tryggingastarfsemi og eftir atvikum brot á auðgunarbrotakafla hegning- arlaga í tengslum við ráðstafanir á fjármunum Sjóvar. 25 manns tóku þátt í húsleitum Alls tóku um 25 manns þátt í að- gerðunum í gær. Auk starfsmanna embættis sérstaks saksóknara tóku þátt lögreglumenn frá lögreglu- stjóranum á höfuðborgarsvæðinu og efnahagsbrotadeild ríkislög- reglustjóra auk starfsmanna frá Fjármálaeftirlitinu. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins var leitað að gögnum hjá Milestone, Sjóvá og Askar Capital. Milestone réð yfir Sjóvá og Askar í gegnum sænska félagið Moderna. Að auki var farið inn á heimili Þórs Sigfússonar, fyrrverandi for- stjóra Sjóvár, Guðmundar Ólasonar, forstjóra Milestone, og Karls Wern- erssonar, stjórnarformanns Mile- stone. Ekki var leitað heima hjá bróður Karls, Steingrími Werners- syni, sem einnig er í stjórn Mile- stone samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins. Að auki var farið inn á skrifstofur Samtaka atvinnulífsins, þar sem Þór Sigfússon gegnir formennsku, og leitað í tölvu hans þar.                                        !" #  !   "       #  $            $   % %  & '   (% )  ( &*"   + %"  ,-    ( &. (%  '%/ %, ,.  (% '0 ' 1 ( " (" &(  ) , 2  3  4  5 6   7 8  5 9 : ; 2 :  2 <  ! = 2 Fóru samtímis inn í húsleit á sjö stöðum Fóru inn í internetfyrirtæki sem hýsir tölvupóstþjóna ÞÓR Sigfússon, fyrrverandi for- stjóri Sjóvár, segir að ekki verði tekin ákvörðun um framtíð hans í formennsku Samtaka atvinnulífsins fyrr en það liggi fyrir hver staða hans í yfirstandandi rannsókn er. Í tilkynningu frá Samtökum iðn- aðarins í gær segir að Þór sé í sum- arfríi og taki ekki þátt í störfum SA á meðan. Vonast sé til að þegar hann komi aftur úr fríi undir lok mánaðarins liggi réttarstaða hans í málinu fyrir. „Við erum bara leitarþolar, ekki sakborningar, eins og staðan er í dag,“ segir Þór. Aðspurður að hverju var verið að leita segist hann gera ráð fyrir því að verið sé að skoða fjárfestingar Sjóvár og hvernig þær hafa þróast. „Ég veit ekki til þess að neitt óeðlilegt hafi farið þar fram eða lögbrot. Í mínu tilfelli hef ég staðið heiðarlega að öllu sem ég hef tekið mér fyrir hendur,“ segir hann. „Mitt verkefni var fyrst og fremst að sinna vátrygginga- starfsemi félagsins. Eigendur höfðu með höndum fjárfestingarstefn- una.“ Guðmundur Ólason, forstjóri Milestone, sem átti Sjóvá í gegnum sænska félagið Moderna, er að sumu leyti ánægður að þetta mál sé skoðað ofan í kjölinn. Allar upplýs- ingar hafi lengi verið uppi á borð- um enda starfsemin háð ströngu opinberu eftirliti. Guðmundur segist fyrst hafa fengið staðfestingu á því að sér- stakur saksóknari hefði þessi mál til rannsóknar. Hann hafi ekkert heyrt frá starfsmönnum embættis- ins og ekki verið boðaður í viðtal. Jóhannes Sigurðsson, aðstoð- arforstjóri Milestone, segist hafa afhent fulltrúum sérstaks saksókn- ara, sem gerðu húsleit á skrif- stofum félagsins í gær, öll umbeðin gögn. Hörður Arnarson, sem tók ný- lega við forstjórastarfinu af Þór Sigfússyni, segir að hald hafi verið lagt á ýmiskonar gögn fyrirtæk- isins. Hörður segir að fulltrúar sér- staks saksóknara hafi í raun verið í gagnasöfnun vegna fjárfesting- arstarfsemi félagsins en ekki tryggingastarfseminnar. Hann seg- ir að erfitt sé að gera sér grein fyr- ir því hversu mikið magn gagna hafi verið lagt hald á þar sem flest gögnin séu í tölvutæku formi. Einnig var leitað heima hjá Karli Wernerssyni, sem er annar aðaleig- andi Milestone ásamt bróður sínum Steingrími Wernerssyni. Ekki náð- ist í Karl í gær til að spyrja hann út í rannsóknina. bjorgvin@mbl.is, guna@mbl.is, helgivifill@mbl.is Framtíð Þórs hjá SA ræðst eftir að réttarstaða er ljós Segir eigendur hafa ráðið fjár- festingum Sjóvár Karl Wernersson Guðmundur Ólason Hörður Arnarson Þór Sigfússon Húsleitir vegna Sjóvár

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.