Morgunblaðið - 08.07.2009, Page 16

Morgunblaðið - 08.07.2009, Page 16
16 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 2009 91> 91>     ? ? 91> !>     ? ? @"A4" ( B  C      ? ? $- @>     ? ? 91> 91>    ? ? Þetta helst ... ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallarinnar styrktist lítillega í viðskiptum gær- dagsins, eða um 0,36%. Lokagildi vísi- tölunnar var 746,29 stig. Mest velta var með bréf Alfesca án þess að breyting yrði á gengi bréfanna. Nam veltan 38,7 milljónum króna, en heildarvelta með hlutabréf í Kauphöll- inni nam rúmum 46 milljónum króna. Bréf Marels lækkuðu um 0,9% en Öss- ur styrktist um 0,88%. bjarni@mbl.is Lítil velta í Kauphöllinni ● SÆNSKIR bank- ar, sem eru stærstu lánveit- endur Eystrasalts- landanna, gætu verið að stofna í hættu björgunar- aðgerðum í Lett- landi með því að láta útibúin í landinu ekki fá fé til útlána, samkvæmt vinnu- skjali frá framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins og Bloomberg greinir frá. Merki er um að dótturfélög sænskra banka séu að endurgreiða móð- urfélögum lán, sem skapar verulegt út- flæði á evrum, samkvæmt vinnuskjal- inu. Björgunaraðgerðum í Lettlandi er stefnt í hættu ef evrur eru þurrkaðar út í landinu, segir í skjalinu. helgivifill@mbl.is Sænskir bankar ógna stöðugleika í Lettlandi ● VÍKINGUR AK hefur verið notaður til að flytja afla af miðunum suðaustur af landinu þar sem mjög góð síld- og mak- rílveiði hefur verið. Samkvæmt vef HB Granda fór Vík- ingur tvívegis til Færeyja síðastliðna helgi, fyrst á föstudagskvöldið með rúmlega 1.000 tonna afla og síðan til Fuglafjarðar í fyrrinótt með svipað magn. Aflinn er afrakstur veiða Faxa RE og Ingunnar AK. Lundey NS var á Vopna- firði á sunnudag og þar var landað um 1.530 tonna afla samkvæmt vef HB Granda. bjorgvin@mbl.is Víkingur flytur afla af miðunum í land Morgunblaðið/Jón Á. Gunnlaugsson Landað Faxi flutti aflann í Víking. Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is „VIÐ sáum að það var möguleiki fyr- ir hendi til að fara inn í HS Orku sem lítill hluthafi með rúmlega tíu prósent eignarhlut og um leið hjálpa Geysi Green Energy og HS Orku fjárhags- lega,“ segir Ross Beaty, stjórnarfor- maður og forstjóri kanadíska fyrir- tækisins Magma Energy, sem ætlar að kaupa 10,8 prósent hlut í HS Orku. Kaupin eru hluti af stærra sam- komulagi milli Reykjanesbæjar og Geysis Green Energy (GGE). Ef af þeim verður mun GGE eiga rúmlega helmingshlut í HS Orku. Hluturinn gæti orðið stærri Beaty leggur mikla áherslu á að Magma Energy ætli sér ekki að verða ráðandi aðili í HS Orku sem stendur og hafi engin áform um að skipta sér af rekstri orkuvera fyrir- tækisins. „Hlutur okkar gæti orðið stærri, en þetta var sá hlutur sem var í boði núna. Eftir að þetta skref klárast gætu skapast tækifæri til að auka eignarhlut okkar lítillega en við verð- um bara að horfa á þau þegar þau bjóðast. Það er ekki rétt að gera það í dag. Við ætlum okkur ekki að koma með neinum hætti að rekstri virkjana HS Orku. Þau eru rekin af einhverj- um færustu jarðvarmasérfræðingum í heimi. Þar höfum við engu við að bæta. Við ætlum okkur heldur ekki að falast eftir fulltrúa í stjórn félags- ins. En það sem við getum bætt við þetta er fjármagn. Við getum bætt við tækifærum fyrir þá Íslendinga sem starfa í þessum jarðvarmageira til að taka þátt í verkefnum á alþjóða- vísu. Takmark mitt er að byggja upp heimsklassa fyrirtæki,“ segir for- stjórinn. Beaty staðfestir að Magma Energy hafi verið í sambandi við Arc- tica Finance, sem sér um mögulega sölu á hlut Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og Hafnarfjarðar í HS Orku, en saman eiga þessir aðilar um 32 pró- sent. „Ég held reyndar að þeir [innsk. blaðam. OR] hafi sent upplýs- ingar sínar til um 30 fyrirtækja og við vorum bara eitt þeirra. Það eru margir aðrir sem gætu verið áhuga- samir um að kaupa þann hlut. En það eru önnur tækifæri innan HS Orku til að auka hlut okkar lítillega með því að setja aukið fjármagn inn í fyrir- tækið í gegnum hlutafjáraukningu. Með því værum við að hjálpa öllum hluthöfum fyrirtækisins.“ Ítarlegra viðtal við Beaty mun birtast í Við- skiptablaði Morgunblaðsins á morg- un. Magma ætlar sér ekki að verða ráðandi í HS Orku Ross Beaty, forstjóri og stjórn- arformaður Magma Energy. Ross Beaty, for- stjóri Magma Energy, sér tæki- færi í HS Orku ÚTLÁN Íbúðalánasjóðs (ÍLS) dróg- ust saman um 30% á fyrstu sex mán- uðum ársins, samanborið við sama tímabil fyrir ári. Útlánin námu 17,4 milljörðum króna á tímabilinu. Í júní námu lánin rúmlega 2,6 milljörðum króna. Þar af voru rúmir 1,9 millj- arðar vegna almennra lána og rúmar 700 milljónir vegna leiguíbúðalána. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu sjóðsins. Þar kemur fram að ÍLS keypti safn skuldabréfa af Byr, tryggðu með veði í íbúðarhúsnæði að fjárhæð um 2,7 milljarðar króna. ÍLS greiddi 79% af uppreiknuðu virði safnsins með afhendingu íbúða- bréfa. Eftirstöðvarnar, eða 21%, eru krafa Byrs á Íbúðalánasjóð sem mun verða gerð upp eftir átta ár. „Til- gangur þessa er væntanlega að verja ÍLS fyrir hugsanlegum af- skriftum,“ segir greiningardeild Ís- landsbanka. helgivifill@mbl.is Byr selur ÍLS skuldir Útlán ÍLS dragast saman um 30% MEÐALVERÐ léna hefur hækkað 37% milli ára í 1.757 pund, sam- kvæmt upplýsingum frá bandaríska uppboðsfyrirtækinu Sedo, sem sér- hæfir sig í lénum. Í frétt Telegraph segir að nokkur lén hafi verið seld fyrir háar fjár- hæðir í ár: Toys.com var selt á 5,1 milljón dollara til leikfangakeðj- unnar Toys R Us, sem gerir það fjórða dýrasta lén sögunnar, og Fly.com var selt á 1,8 milljónir doll- ara. Dýrasta lén sögunnar er Sex- .com, selt 2006. helgivifill@mbl.is Lén hækka í verði Fjórða dýrasta lén sögunnar selt í ár Ríkisstjórinn, Arnold Schwarz- enegger, hefur sjálfur sagt að fjár- hirslur ríkisins séu nú tómar. Hefur ríkið því gripið til þess ráðs að greiða sumar skuldbindingar sínar með skuldaviðurkenningum í stað reiðufjár. Eru það helst smærri einkafyrirtæki, sem unnið hafa fyr- ir ríkið, sem fá greitt með þessum hætti. Er hugsunin sú að viðtak- endur geti farið með þær í banka og fengið þeim skipt fyrir reiðufé, en Kalifornía greiði svo bankanum skuldina, með vöxtum, síðar. Segist Kaliforníuríki munu greiða þær út í október, að því gefnu að eitthvað verði til inni á bankareikningum ríkisins. Ekki eru allir sannfærðir um að svo verði, því nokkrir bankar neita nú að taka við skuldaviðurkenning- unum. Þá hefur ávöxtunarkrafa á skuldabréf ríkisins Kaliforníu hækkað töluvert og er nú um 6%. Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is MATSFYRIRTÆKIÐ Fitch Ratings hefur lækkað lánshæfiseinkunn Kaliforníuríkis í BBB. Einkunnin er því aðeins einum flokki yfir ein- kunn Íslands og tveimur flokkum yfir því sem kallað hefur verið „draslflokkur“. Er þetta enn ein birtingarmynd þess gríðarlega fjárhagsvanda sem ríkið stendur frammi fyrir, en hallarekstur Kaliforníu á síðasta fjárlagaári (sem lauk um síðustu mánaðamót) nam rúmum 26 millj- örðum dala, andvirði um 3.330 milljörðum króna. Lánshæfiseinkunn Kaliforníu- ríkis lækkuð og framtíðin ótrygg Fé Skuldaviðurkenningar eru nú notaðar í stað peninga í Kalíforníu. Eftir Helga Vífil Júlíusson helgivifill@mbl.is GJALDEYRISFORÐINN minnk- aði um 10% milli mánaða, frá maí til loka júní. Það er skörp minnkun, því sé litið til minnkunar forðans frá áramótum til júní nemur hún 11%. Gjaldeyrisforði Seðlabankans nam 384,1 milljarði króna í lok júní. Seðlabirgðir og innstæður minnk- uðu um 49,8 milljarða króna eða um tæp 25% en erlend verðbréf hækk- uðu um 7,7 milljarða króna í júní, samkvæmt nýbirtum gögnum Seðlabankans. Seðlabankinn vildi ekki útskýra minnkunina nánar en að um hreyf- ingar á gjaldeyrisreikningum inn- lendra banka í Seðlabankanum væri að ræða. Sagði starfsmaður Seðla- bankans í samtali við Morgunblaðið að lesa mætti úr nýbirtu efnahags- yfirliti Seðlabankans að bankar væru að færa erlendan gjaldeyri frá Íslandi á reikninga erlendis. Víkjum aðeins að öðrum þáttum efnahagsyfirlitsins: Nettó innstæð- ur ríkissjóðs og ríkisstofnana minnka um 28% milli mánaða og námu 129,4 milljörðum við lok síð- ustu mánaðamóta. Meðal ástæðna þess er að gjalddagi var á ríkisbréf- um 12. júní en á sama tíma var ekki selt eins mikið af nýjum ríkisbréf- um. Aukinheldur aukast almennar innstæður innlánsstofnana um 43% sem skýra má með sama hætti í kjölfar gjalddaga á ríkisbréfum; ekki var fjárfest í mánuðinum í öðr- um bréfum, samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins. Grunnfé Seðlabankans minnkaði um 10% á milli mánaða og nam 322,9 milljörðum króna við lok síð- asta mánaðar. Grunnfé er samsett af skuldum við innlánsstofnanir og seðlum og mynt í umferð. Seðlabirgðir og innstæður í Seðlabanka minnkuðu um 25% Bankar færa háar fjárhæðir til útlanda      %     &  # EF# G/%   *             ( ( "  +  ( (  0 #  #  & # ( , "* , , ( ,  , (, %  %  #  ● ÁVÖXTUNARKRAFA helstu skulda- bréfaflokka ríkissjóðs og Íbúðalána- sjóðs lækkaði í gær, en afar mikil velta var á skuldabréfamarkaði. Nam hún 22,6 milljörðum króna. Þrátt fyrir lækkunina er ávöxt- unarkrafa á tvo lengstu flokka rík- isskuldabréfa enn yfir hæstu vöxtum á innlánsreikningum ríkisbankanna. Á bréfum sem koma á gjalddaga árið 2019 er krafan 8,83%, en 8,76% á bréf- um sem koma á gjalddaga árið 2025. Hæstu innlánsvextir ríkisbankanna eru hins vegar um 8,5%. Ávöxtunarkrafa stystu ríkisbréf- anna, þeirra sem koma á gjalddaga í upphafi næsta árs, hækkaði hins vegar um 0,10% og er nú 5,97%. Frá því í upphafi júnímánaðar hefur ávöxtunarkrafa hækkað smám saman þar til hún náði ákveðnu hámarki fyrir helgi. bjarni@mbl.is Ávöxtunarkrafa lækkaði í miklum viðskiptum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.