Morgunblaðið - 08.07.2009, Síða 22
22 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 2009
Skil Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn „Senda inn efni“ veljið „Senda inn minningargrein“ þar sem
fram koma nánari leiðbeiningar.
Skilafrestur Minningargrein sem á að birta á útfarardegi verður að berast
fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi
eða þriðjudegi). Birting getur dregist þó greinin berist innan skilafrests þar
sem pláss er takmarkað. Sami skilafrestur er á greinum vegna útfarar í kyrr-
þey. Allar greinar birtast jafnframt á vefnum www.mbl.is/minningar
Lengd Hámark 3.000 slög. Engin lengdarmörk eru á greinum sem birtast á
vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, „Hinstu kveðju“, 5–15 línur.
Formáli Nánustu aðstandendur skulu rita formála og senda inn, skv. leið-
beiningum á mbl.is
Undirskrift Minningargreinahöfundar noti skírnarnöfn sín undir greinunum.
Minningargreinar og skil
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Skoðið leiðbeiningar
á mbl.is
ÍSLENDINGAR
eru slyngir sláttumenn
t.d. rónarnir sem ráfa
um bæinn í leit að ein-
hverjum til að fjárfesta
með þeim í einni flösku
þó ekki sé nema af hár-
spíra eða kardi-
mommudropum.
Aðrir slíkir eru stór-
tækari; á hálfum ára-
tug tókst örfáum útrás-
arvíkingum að slá lán upp á meira en
10 þúsund milljarða króna. Fyrir
þau keyptu þeir sér glæsivillur um
allan heim, einkaþotur, lystisnekkj-
ur og fyrirtæki sem nú eru verðlítil
eða verðlaus því viðskiptavit vantaði
veslingana þótt slátturinn hafi verið
tær snilld. Spurningin er hvort al-
menningur geti ekki bara borgað
skuldir þeirra.
Nei, skuldirnar nema meira en
100 milljónum króna á hverja með-
alfjölskyldu og hún á þær ekki og
hefur enga von um að eignast þær.
Enda setti ríkisstjórnin og forsetinn
lög um að þau ætluðu sér ekki að
borga megnið af þessum skuldum
sem þau hvöttu útrásarvíkingana til
að taka. Það á eftir að reyna á þessi
einhliða lög fyrir dómstólum en þó
að þau geri það fyllilega skuldar
þjóðin samt a.m.k. 3 þúsund millj-
arða króna. Getum við borgað þær
skuldir?
Við eigum fyrir þeim því þetta eru
ekki nema 10 milljónir á mann eða
sem svarar góðri húseign á hverja
fjölskyldu og við getum búið í snjó-
húsum. En samt ekki borgað lánin,
því hver á að kaupa húsin? Skuld-
irnar eru líka ekki í
krónum heldur í gjald-
eyri.
Til að geta greitt
þessar skuldir þarf að
afla gjaldeyris með því
að flytja út eitthvað
sem útlendingar vilja
kaupa, t.d. þýfi eins og
hvalkjöt eða makríl-
mjöl. Íslendingar flytja
nú loksins út jafnmikil
vöruverðmæti og þeir
flytja inn, sem sýnir að
krónan er nú rétt
skráð.
Árum saman tókst þremur óhæf-
um seðlabankastjórum að halda
krónunni helmingi of hárri með stöð-
ugri skuldasöfnun. Til að geta borg-
að þær skuldir dugar auðvitað ekki
að halda krónunni réttri heldur
verður nú að skrá hana a.m.k. helm-
ingi lægra svo nægur vöruskipta-
afgangur verði til að greiða þessar
skuldir og vextina af þeim. Þjóð sem
velur sér óhæfa seðlabankastjóra
þótt völ sé á hæfum manni eins og
Þorvaldi Gylfasyni sem varaði við
skuldasöfnuninni í áratugi á ekki
betra skilið en gjaldþrot.
Til að ein kynslóð geti greitt skuld
upp á 3 þúsund milljarða króna þarf
vöruskiptaafgang upp á 300 millj-
arða króna og svo mikill er nettóút-
flutningurinn ekki. Ein kynslóð gæti
því ekki borgað þá skuld þótt stöðv-
aður væri allur innflutningur til ann-
arra en fyrirtækja í útflutningi.
Vaxtagreiðslan af þeirri skuld er
þúsund sinnum hærri en sá ágóði
sem Landsvirkjun taldi fyrirfram að
mundi verða af Kárahnjúkavirkjun.
Sem betur fer er megnið af þessari 3
þúsund milljarða króna skuld í hönd-
um einkaaðila eins og bygginga-
vöruverslana, skipafélaga eða bif-
reiðaumboða. Varla þarf
almenningur og skattgreiðendur að
borga þær líka?
Kannski ekki beint, en þær verða
að greiðast af sama vöruskipta-
afganginum, Séu þær greiddar, ger-
ir almenningur það á endanum með
lægra gengi krónunnar og hærri
húsnæðislánum. Séu þær ekki
greiddar gerist ekkert verra en það
að erlendir kröfuhafar yfirtaka fyr-
irtækin, en líklegast er að fjármunir
sem lagðir eru í gjaldþrota fyrirtæki
(til að styrkja atvinnulífið?) tapist
eins og 350 milljarðarnir sem óhæfu
seðlabankastjórarnir veittu bönk-
unum dagana fyrir hrun þeirra.
Ótalið er svo Icesave-lánið, en
bara vextirnir af því eru 40 millj-
arðar króna á ári. Icesave-reikning-
urinn er þó ekki nema brot af heild-
arskuldinni.
Verði hann eða bara einhver skuld
ríkisins ekki greidd á réttum tíma
gjaldfellur öll Icesave-skuldin og
Hollendingar yfirtaka eignir ríkisins
t.d. Landspítalann, Háskólann,
Landsvirkjun og Orkustofnun. Að
vísu er ekkert verra að Bretar og
Hollendingar eignist allar auðlindir
Ísendinga en að Landsvirkjun gefi
alræmdum álfyrirtækjum þær og út-
gerðir þurrausi þær eða leggi undir í
fjárhættuspili. Áratugum saman
hefur Landsvirkjun selt stóriðjunni
rafmagn undir kostnaðarverði og
tekið til þess lán sem hún getur aug-
ljóslega ekki borgað. Treystir bara á
ríkistryggingu til að geta tekið ný
lán þegar skuldin gjaldfellur.
Þjóð sem horfir upp á slíkt og ger-
ir Jakob Björnsson að orkumála-
stjóra á ekki skilið að eiga neinar
orkuauðlindir. Ekki heldur fiski-
stofna og aðrar náttúruauðlindir ef
hún ofnýtir þær bara eða gefur
einkavinum.
Ég er ekki viss um að vöruskipta-
afgangur verði nægilegur til að
borga vextina og einhverjar afborg-
anir þótt evran verði hækkuð í 500-
1.000 krónur, en það má reyna. Út-
flutningur eykst tæpast í evrum þó
hún hækki og hefur einhverra hluta
vegna minnkað verulega á þessu ári.
Og þótt stöðva megi innflutning á
bensíni, lyfjum og öðrum óþarfa er
þriðjungur innflutningsins ágóði og
rekstrarvörur fyrir stóriðjuna (sú-
rál) sem ekki er hægt að stöðva.
Landsvirkjun og ríkisstjórnin
gætu líka reynt að gera nýjan út-
sölubækling „Lowest property pri-
ces“ til að bæta viðskiptajöfnuðinn,
en útlendingar eru varla mjög ginn-
keyptir fyrir fasteignum á Íslandi ef
hægt er að fá þær næstum eins
ódýrt í Zimbabwe.
Fyrirgef oss vorar skuldir
Eftir Einar
Júlíusson » Verði hann eða bara
einhver skuld ríkis-
ins ekki greidd á rétt-
um tíma gjaldfellur öll
Icesave-skuldin og
Hollendingar yfirtaka
eignir ríkisins…
Einar Júlíusson
Höfundur er eðlisfræðingur.
EITT þungbærasta
og erfiðasta mál síðari
tíma er án nokkurs
vafa hvernig greiða
skuli úr Icesave-
deilunni. Málið er
þannig vaxið að það
mun valda okkur þung-
um búsifjum hvernig
sem fer. Verkefnið er
því fyrst og fremst að
tryggja að sú lausn
sem fæst sé frekar til
þess fallin að við náum vopnum okk-
ar að nýju frekar en að draga það á
langinn.
Íslensk stjórnvöld hafa náð sam-
komulagi í deilunni og bíður það
staðfestingar Alþingis. Hér verður
hvorki lagt mat á þá atburðarás sem
leiddi til þessa samnings né hvort
unnt hefði verið að ná annarri nið-
urstöðu. Um það má þræta enda-
laust og úr því verður aldrei skorið.
Nú stöndum við frammi fyrir þeim
vanda að ákveða hvort samning-
urinn fái brautargengi á Alþingi með
samþykkt frumvarps um ríkis-
ábyrgð.
Hvað sem segja má um einstök at-
riði Icesave-samninganna þarf ekki
að fara í grafgötur með hve mikil-
vægt það er að ná lendingu í þessu
erfiða máli. Niðurstaðan liggur fyrir
og er vissulega fengin við erfiðar að-
stæður og undir þrýstingi frá al-
þjóðasamfélaginu.
Við stöndum frammi fyrir miklum
efnahagslegum vanda. Stærsta og
mikilvægasta verkefni okkar er að
efla og treysta atvinnulífið hratt og
örugglega svo það geti aflað þjóð-
arbúinu tekna til þess að standa
undir skuldbindingum sínum. End-
urreisa verður traust alþjóða-
samfélagsins á því íslenska en það er
forsenda þess að íslensk fyrirtæki
geti átt eðlileg viðskipti við umheim-
inn. Það er líka forsenda þess að ís-
lenskt fjármálakerfi komist fætur og
eðlileg fjármálaviðskipti við útlönd
geti hafist. Takist þetta ekki fljótt og
vel verða afleiðingarnar fyrir at-
vinnulífið, heimilin og þjóðfélagið
allt alvarlegar og gera illt verra.
Þess vegna á Alþingi ekki annan
kost en að samþykkja frumvarpið.
Ég vil ekki hugsa þá
hugsun til enda að deil-
ur um Icesave dragist á
langinn með tilheyr-
andi frystingu lánafyr-
irgreiðslu til Íslands,
áframhaldandi óþol-
andi óvissu og viðvar-
andi útistöðum Íslands
við nágrannaríki. Það
að hafa slíkt hangandi
yfir sér leiðir til frekari
einangrunar Íslands og
dýpkar og lengir
kreppuna. Engin fyr-
irtæki geta búið við slíka óvissu, ís-
lenskt atvinnulíf getur ekki búið við
einangrun. Það getur þjóðin ekki
heldur.
Sem betur fer eru ýmis teikn á
lofti um að við séum að ná tökum á
ástandinu og getum farið að horfa
fram á veginn. Stöðugleikasáttmáli
hefur verið undirritaður á vinnu-
markaði og lausnin í Icesave-málinu
sem liggur á borðinu hefur greitt
fyrir lánafyrirgreiðslu og fram-
kvæmd efnahagsáætlunar Íslands
og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Næsta
skref er að endurfjármagna nýju
bankana svo þeir geti sinnt því
grundvallarhlutverki sínu að þjóna
íslenskum fyrirtækjum. Þau geta þá
skapað atvinnu og fært þjóðarbúinu
dýrmætar tekjur. Það væri að mínu
mati glapræði að stefna þessum ár-
angri í tvísýnu.
Stundum koma upp erfið mál sem
verður að leysa en enginn kostur
virðist góður. Þeim verður samt ekki
slegið á frest. Það verður að taka af
skarið, takmarka tjónið eins og unnt
er og eyða óvissu. Án þess verður
ekki haldið fram á við. Icesave er
orðið þannig mál.
Eftir Jón Steindór
Valdimarsson
» Það verður að taka af
skarið, takmarka
tjónið eins og unnt er og
eyða óvissu. Án þess
verður ekki haldið fram
á við. Icesave er orðið
þannig mál.
Jón Steindór
Valdimarsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
Samtaka iðnaðarins.
Óvissan er versti
óvinurinn
HINN 1. júlí
breyttu stjórnvöld
lögum um almanna-
tryggingar, nr. 70/
2009. Breytingarnar
eru liður í ýmsum
ráðstöfunum í ríkis-
fjármálum til að
mæta yfirstandandi
erfiðleikum í efna-
hagslífinu. Breyttar
greiðsluáætlanir eru
nú þegar aðgengileg-
ar á þjónustuvefnum tryggur.is.
Lífeyrisþegum verða síðan sendar
nýjar greiðsluáætlanir í lok júlí.
Með breytingunum eru kjör tekju-
lægstu lífeyrisþeganna varin með
sérstakri uppbót til framfærslu
sem sett var með reglugerð á síð-
asta ári. Með henni eru lífeyr-
isþegum sem búa einir tryggðar
180.000 kr. á mánuði en öðrum
153.500 kr. á mánuði. Breyting-
arnar hafa fyrst og fremst áhrif á
greiðslur til lífeyrisþega sem njóta
tekna úr lífeyrissjóðum eða af at-
vinnu til viðbótar greiðslum al-
mannatrygginga. Þannig lækka
bætur þeirra með vax-
andi tekjum og falla
alveg niður þegar
heildartekjur ná tæp-
um fjórum milljónum
króna á ári. Helstu
breytingar eru raktar
hér á eftir:
Varðar
ellilífeyrisþega:
Tekið er upp frí-
tekjumark á lífeyr-
issjóðstekjur, 10.000
kr. á mánuði, við út-
reikning tekjutrygg-
ingar. Frítekjumark vegna at-
vinnutekna ellilífeyrisþega við
útreikninga tekjutryggingar lækk-
ar og verður 40.000 kr. á mánuði.
Varðar
örorkulífeyrisþega:
Aldurstengd örorkuuppbót
skerðist vegna tekna.
Varðar alla lífeyrisþega:
Afnám heimildar til að velja á
milli frítekjumarks og þess að
telja 60% af atvinnutekjum til
tekna við útreikning tekjutrygg-
ingar. Lífeyrissjóðstekjur hafa
áhrif á útreikning grunnlífeyris.
Skerðingarhlutfall tekjutrygg-
ingar hækkar úr 38,35% í 45%.
Mikilvægt er að tekjuáætlanir líf-
eyrisþega sem Tryggingastofnun
miðar útreikninga lífeyris við séu
vandaðar. Með vandaðri tekju-
áætlun er hægt að koma í veg fyr-
ir ofgreiðslur eða vangreiðslur
sem þarf að leiðrétta síðar.
Starfsfólk Tryggingastofnunar á
Laugavegi 114 í Reykjavík og um-
boða um allt land veitir upplýs-
ingar og aðstoðar gjarnan við
endurskoðun og gerð tekjuáætl-
unar.
Eftir Þorgerði
Ragnarsdóttur
Þorgerður
Ragnarsdóttir
»Með breytingunum
eru kjör tekju-
lægstu lífeyrisþeganna
varin með sérstakri
uppbót til framfærslu
sem sett var með reglu-
gerð á síðasta ári.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Þjónustu- og kynningarsviðs
Tryggingastofnunar.
Breytingar á lögum
um almannatryggingar
Sími 551 3010