Morgunblaðið - 08.07.2009, Page 23
Umræðan 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 2009
Á heimsráðstefnu á
vegum „Make Roads
Safe“ um öryggi vega
sem haldin var í Róm
fyrr í þessum mánuði
var kynnt herferð til
fækkunar banaslysa í
umferðinni á heims-
vísu undir kjörorðinu
„Call for a decade of
action for road safety
– eða – Ákall fyrir
áratugar aðgerðir til að gera vegi
örugga.“ Herferð þar sem allir eiga
að geta lagt sitt að mörkum s.s. rík-
isstjórnir, sveitarfélög, fé-
lagasamtök sem og almenningur
allur.
Í ræðu formannsins Lord Ro-
bertson, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóra NATO kom fram
hve mikilvægt það er að herferðin
skili árangri en í dag eru dauðsföll í
umferðarslysum meira en helmingi
fleiri en vegna alnæmis og margfalt
fleiri en t.d. vegna malaríu og
berkla svo eitthvað sé nefnt. Í
framhaldi gerði framkvæmdastjóri
Alþjóðabankans skilmerkilega grein
fyrir þeim gríðarlega efnahagslega
árangri sem aðgerðir til fækkunar
slysa skila. En til að það gerist
verða pólitískar umræður að færast
úr orðum í aðgerðir og þá munum
við sjá árangur.
Alheimsátak
Með samstilltu alþjóðlegu átaki á
heimsvísu er markmiðið að fækka
látnum í umferðinni
um 5 milljónir og 50
milljónum frá alvar-
legum áverkum og
markar þessi áætlun
mikilvægan áfanga í
baráttunni. Ef ekkert
verður aðhafst er gert
ráð fyrir að banaslys-
um fjölgi um 10% á ári
frá árinu 2010 til árs-
ins 2020 eins og fram
kemur á meðfylgjandi
töflu og verði 1,9 millj-
ónir árlega. Með að-
gerðum er hins vegar stefnt að því
að snúa þessari þróun við og í stað
fjölgunar banaslysa á hverju ári þá
muni þeim fækka á ársgrundvelli
frá árinu 2012 til 2020 þannig að
heildarfjöldi látinna verði 900.000
þúsund á ári eða rúmlega 50%
færri en núgildandi áætlanir gera
ráð fyrir.
Eins og fram kemur í ályktun
Umferðarráðs hefur á tveimur und-
anförnum árum átt sér stað jákvæð
þróun varðandi fækkun banaslysa í
umferðinni, en aldrei hafa þau orðið
færri tvö ár í röð á síðustu 40 ár-
um. Fjöldi látinna í umferð á hverja
100.000 íbúa á þessu tímabili er
hvergi lægri í Evrópu en á Íslandi.
Vonandi tekst að halda áfram á
sömu braut á þessu ári með aukinni
vitund fólks um mikilvægi ýmissa
öryggisþátta í akstri. Þennan ár-
angur má þakka hinum ýmsu að-
ilum sem hér vinna óeigingjarnt
starf í forvarnarmálum í umferðinni
ásamt samstilltu átaki FÍB, Um-
ferðarstofu, samgönguyfirvalda og
fleiri. Eftir 9 ára aðkomu að um-
ferðaröryggismálum hafa hag-
munaaðilar aldrei unnið eins vel
saman og nú er gert en það er
grundvöllur árangurs.
Öflugt forvarnastarf FÍB
Á vegum Félags íslenskra bif-
reiðaeiganda er í dag unnið öflugt
starf í forvörnum m.a. með tilkomu
EuroRAP (European Road Assess-
ment Program), sem er gæðaúttekt
á öryggi vega. Umhverfi vega er
skoðað og staðlað mat lagt á öryggi
vegarins, eigi óhapp sér stað. Veg-
unum eru gefnar stjörnur fyrir ör-
yggi, hliðstætt því sem bílum er
gefið í árekstraprófunum EuroN-
CAP, sem er systurverkefni Euro-
RAP á vegum aðildarfélaga FIA.
Saman stuðla þessi kerfi að há-
marksöryggi vegfarenda, þ.e. 5
stjörnu bílar á 5 stjörnu vegum
með 5 stjörnu hegðun ökumanna.
Með þessu verkefni FÍB, markviss-
um stuðningi yfirvalda og forvarn-
arstarfi Umferðarstofu, Vegagerð-
arinnar, tryggingarfélaga og
annarra má ná enn betri árangri
hér á landi. En til að ná árangri
verðum við að hafa skýr markmið
og hefur stjórn FÍB nú lagt fram
svipaða framtíðarsýn eins og al-
heimssamtök í umferðarörygg-
ismálum hafa gert en hér er stefn-
an sett á Ísland án banaslysa í
umferðinni á heilu ári fyrir árið
2015. Þannig yrði Ísland fyrsta
landið í heiminum til ná þeim ár-
angri sem allir hljóta á endanum að
stefna að.
Vitundarvakning
Fjölmiðlar vilja því miður frekar
ræða umferðarmál og leiðir í bar-
áttunni um fækkun slysa í kjölfar
alvarlegra slysa í stað þess að auka
umræðuna þegar árangur er hvað
mestur og sjáanlegur.
Fram til þessa hafa umferðarör-
yggismál ekki náð inn á þjóðþing
landa og Sameinuðu þjóðanna á
sama hátt og mörg önnur mál sem
að almenningi beinast. Þetta er nú
að breytast og er það vegna mark-
vissar vinnu Lord Robertson og
Commission for Global Road Sa-
fety. Markhóparnir eru stjórn-
málamenn og fjölmiðlafólk. Með því
að koma umferðaröryggismálum á
dagskrá á faglegan hátt er lagður
grunnur að árangri til framtíðar.
Fjöldi stjórnmálamanna og ann-
arra hefur lagt þessu máli lið á
undanförnum misserum. Þar má
nefna Bill Clinton, Michael Schu-
macher, Tony Blair, Desmond
Tutu, Michelle Yeoh og marga
fleiri.
Tími til aðgerða
Meðfylgjandi áætlun hefur nú
verið sett upp myndrænt og verður
formlega afhent samgöngu-
ráðherra, Kristjáni Möller, á næstu
vikum. Samhliða munum við bjóða
hæstvirtum samgönguráðherra að
vera viðstaddur stefnumarkandi
fund alheimssamtakanna „Make
Road Safe“ sem haldinn verður í
Moskvu í nóvember nk. þar sem við
munum kynna metnaðarfulla fram-
tíðarsýn Íslendinga.
Í dag hefur Ísland möguleika á
að láta rödd sína heyrast á alþjóð-
legum vettvangi með jákvæðum ár-
angri sem leiðandi þjóð í árangri í
fækkun umferðarslysa.
Höldum áfram góðu starfi í þágu
öryggis á vegum landsins. Það er
komin tími til aðgerða – tími til að
taka forystu í umferðarörygg-
ismálum á heimsvísu.
Ísland án banaslysa
í umferðinni fyrir árið 2015?
Eftir Steinþór
Jónsson » Á vegum FÍB er
unnið öflugt starf
í forvörnum með
tilkomu EuroRAP.
Umhverfi vega er
skoðað og staðlað mat
lagt á öryggi vegarins.
Steinþór Jónsson
Höfundur er formaður FÍB
og Samstöðu.
Breyttar aðferðir
Áratugs starf að bættu umferðaröryggi
getur skilað miklu
‘00 ‘05 ‘10 ‘15 ‘20
2.500.000
2.000.000
1.500.000
1.000.000
500.000
U
m
fe
rð
ar
da
uð
sf
öl
lí
he
im
in
um
1.900.000
900.000
Markmið um 50%
fækkun dauðaslysa
Aðgerðarleysi
10 ára aðgerðir
5.000.000 dauðsföll
50.000.000 illa slasaðir
Þróunarlöndin
Spá um dagleg dauðsföll barna, 5-14 ára
‘05 ‘15 ‘30
12.000.000
10.000.000
8.000.000
6.000.000
4.000.000
2.000.000
0
22 16
4
2
22 20
4
1
1
2
2327
Malaría Berklar Eyðni Umferðarslys
Í Morgunblaðinu
birtist athyglisverð
grein 26. maí sl. eftir
Jón H. Karlsson við-
skiptafræðing um
„Einn lífeyrissjóð fyr-
ir alla“. Daginn eftir
sýndi íslenzka sjón-
varpið þýzka heimild-
armynd um óhugnan-
legar afleiðingar
rándýrskapítalismans,
þar sem sjálfsögð mannréttindi
eins og vatn, rafmagn og heilbrigð-
isþjónusta höfðu verið einkavædd í
þágu hinna ríku. Þessi nýi kapítal-
ismi a la Thatcher hefur einnig
haft skelfileg áhrif á Íslandi. Það
verður því áhugavert að sjá hvort
siðræn gildi fái tímabæra uppreisn
þegar græðgi, sjálfsdýrkun og
hroki hafa riðið Íslandi á slig.
Ég hef velt því fyrir mér hvort
ég hefði fengið sömu meðferð í líf-
tryggingamálum hjá Læknafélagi
Íslands í dag og á sínum tíma. Fyr-
ir tíu árum sagði ég frá því í blaða-
grein að mér hefði verið hafnað,
þegar ég sótti um aðild að hóplíf-
tryggingu lækna nokkrum árum
áður. Tengdaföður mínum, lækni á
eftirlaunum, var svo brugðið við að
lesa þetta að hann bað mig leyfis
að fjalla um málið í Læknablaðinu.
Þar skrifaði hann tvær greinar og
fannst í þeirri síðari sem hann
væri á eintali við sjálfan sig. Þá
loks kom svar frá framkvæmda-
stjóra Læknafélags Íslands þar
sem efnislega sagði að varla tæki
því að fást um þetta:
Telja mætti þá fáu
sem fengju synjun
vegna heilsuleysis á
fingrum annarrar
handar. Ég var ein-
faldlega of þungur
baggi á mínum heilsu-
hraustu félögum og
því skilinn eftir.
Tengdaföður mínum
varð mjög um þann
skort á bræðralagi,
kollegíaliteti, sem
honum þótti afstaða Læknafélags-
ins bera vitni um. Sjálfur hef ég
tekið þessu eins og hverju öðru
hundsbiti.
Síðan þetta gerðist hef ég lært
tvö ný orð sem notuð eru í heilsu-
hagfræði um þá sem tryggja á.
Orðin eru hrakval og freistnivandi.
Síðarnefnda orðið hef ég nýlega
séð sem þýðingu á enskunni moral
hazard. Ég þykist vita að annað
hvort þessara fyrirbæra hafi orðið
mér fótakefli. Hrakval er líklegra.
Kannski bæði. Ég veit samt að það
hefði engu breytt um afstöðu míns
góða tengdaföður sem nú er látinn.
Á ég að gæta
bróður míns?
Eftir Jóhann
Tómasson
» Það verður áhuga-
vert að sjá hvort sið-
ræn gildi fái tímabæra
uppreisn þegar græðgi,
sjálfsdýrkun og hroki
hafa riðið Íslandi á slig.
Jóhann Tómasson
Höfundur er læknir.
Í KASTLJÓSINU
sást hvernig maður
rústaði húsi er hann
áður átti með Frjálsa
Fjárfestingabank-
anum (FF). Í frétt-
unum á undan Kast-
ljósinu var sagt frá
því, að eignarhlutur
heimila í „eigin“ hús-
næði hefði minnkað
verulega mikið. Mig
minnir að meðaltalið 2008 hafi ver-
ið 65%, en sé nú komið í 45%. Er
ekki viss, hvort ég man þetta rétt,
en allavega var meðaltalið komið
vel niður fyrir 50%. Hjá þeim
yngri, sem nýlega tóku lán, er
staðan enn verri. Margir hafa tap-
að mestöllu eigin framlagi. Remb-
ast svo við að borga af fasteign,
sem þeir eiga nokkur prósent í á
sama tíma og eignarhlutur þeirra
fer minnkandi, þó svo staðið sé í
skilum. Svo eru aðrir sem skulda
meira í húsnæðinu en fæst fyrir
fasteignina á uppboði líkt og hjá
manninum á Álftanesinu. Órétt-
lætið liggur í þessari eigna-
tilfærslu.
Hún er tilkomin bæði vegna vit-
lausrar mælingar á verðtryggingu
og þess að myntkörfulán lenda ein-
göngu á lántakanda. Vitleysan í
verðtryggingunni er sú að hún
miðast við stöðuna, eins og hún var
í fortíðinni en ekki við stöðuna í
dag. Höfuðstóll fasteignalána
hækkar því í stað þess að lækka.
Hann lækkar kannski, þegar nú-
verandi eigandi er flúinn úr landi.
Myntkörfulán, sem bankar, eins og
FF mæla með við sína við-
skiptavini, lenda 100% á lántak-
anda og bankinn eignast meira og
meira í fasteigninni. Að lokum
hirðir hann íbúðina eða húsið á
nauðungaruppboði.
Jafnvel langt innan við
markaðsverð og held-
ur áfram að elta fyrr-
verandi meðeiganda
sinn telji hann kröfu
sína ekki að fullu
greidda.
Afleiðingar þessa
eru að fjöldi fólks á
ekki lengur fyrir
skuldum. Fólk, sem
alltaf hefur staðið í
skilum lendir á van-
skilaskrá og á sér ekki viðreisnar
von. Fær stöðugt gluggaumslög frá
bankanum, sem með því telur
kröfu sína vakandi, ef viðtakandi
skyldi einhvern tíma eignast eint-
hvað sem fengur væri í fyrir bank-
ann. Fjöldi fólks er kominn í svona
stöðu. Heiðvirt fólk, sem ekki hef-
ur átt neinn þátt í að koma þjóð-
inni í þá stöðu, sem hún er í. Á
sama tíma virðast fyrrverandi
bankastjórar og bankastarfsmenn
komast upp með hvað sem er.
Taka út milljónatugi af lífeyri án
þess að greiða skatt og hinir, sem
„keyptu“ hlutabréf til að græða á
því að falsa gengi bréfanna virðast
friðhelgir. Eru allir ránfuglar á Ís-
landi friðaðir? Hafi smáfuglunum
Jóni og Gunnu tekist að öngla ein-
hverju saman í séreignarsparnað
til mögru áranna mega þau taka
hann út í áföngum og greiða skatt.
Þau skulu líka standa skil á bíla-
lánum hafi þau verið svo ólánsöm
að taka slíkt lán hjá ráðgjafanum í
bankanum sínum. Fá það hvorki
fellt niður né flutt í Jón & Gunna
ehf.
Ég heyrði fyrst minnist á
Frjálsa Fjárfestingabankanum,
þegar Grafarholtið var að byggjast
upp. Þá kom kreppa og margir
verktakar urðu gjaldþrota. Graf-
arholtið var kallað grafreitur verk-
takanna. Sagt var að FF ætti ann-
að hvert hús í Grafarholti. Maður
heyrði margar ljótar sögur af
framgöngu bankans. Lögfræð-
ingum hans virtist ekkert heilagt í
þeirri viðleitni sinni að FF sýndi
sem mesta arðsemi.
Ástand eins og nú er í þjóðfélag-
inu er kjöraðstæður fyrir fyrirtæki,
eins og Frjálsa Fjárfestingabank-
ann, sem rekinn er áfram af
græðgi og gróðafíkn. Bankanum
hefur tekist svo vel upp við að not-
færa sér bágindi skuldunauta
sinna, að hann stofnað dótturfélag
til útleigu íbúða. Íbúða sem hann
hefur flestar hirt á nauðungarupp-
boðum. Í fæstum tilfellum eru
leigjendur fyrri meðeigendur bank-
ans, enda eignalausir á van-
skilaskrá. Jafnvel hundeltir af
Frjálsa Fjárfestingabankanum telji
hann sig ekki vera búinn að fá nóg.
Maðurinn á Álftanesinu var
greinilega búinn að fá nóg. Hafði
misst fyrirtækið, húsið og kominn
á vanskilaskrá hjá FF. Áður hafði
heyrst í ýmsum á blogginu, en það
voru hjáróma raddir miðað við
gjörninginn á Álftanesinu. Ekki er
hægt að mæla með fleiri slíkum.
Betra er að fá útrás við að skrifa í
blöðin. Segja frá reynslu sinni og
samskiptum við starfsmenn bank-
ans.
Frjálsi Fjárfestingabankinn
og eignarétturinn
Eftir Sigurð
Oddsson
Sigurður Oddsson
» Ástand eins og
nú er í þjóðfélaginu
er kjöraðstæður fyrir
fyrirtæki eins og
Frjálsa Fjárfestinga-
bankann, sem rekinn
er áfram af græðgi
og gróðafíkn.
Höfundur er verkfræðingur.
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn