Morgunblaðið - 08.07.2009, Qupperneq 40
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 2009
HEIMSFRUMSÝNING!
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
SACHA BARON COHEN SNÝR AFTUR Í EINHVERRI
SNARKLIKKUÐUSTU OG FYNDNUSTU MYND SÍÐARI ÁRA
MYND SEM ÞÚ MÁTT EKKI MISSA AF
„BETRI EN BORAT. HHHH
COHEN ER SCHNILLINGUR!“ – T.V. KVIKMYNDIR.IS
„Þið sem að héldu að The Hangover væri það fyndnasta sem komið
hefur út árið 2009, bíðið bara og sjáið hvað Brüno gerir af sér“
– T.V. - kvikmyndir.is
ATH: FYRSTA SÝNING ER KL. 13:30 Í ÁLFABAKKA
/ ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI
BRUNO kl. 4D - 6D - 8D - 9D - 10D - 11D - 12D 14 DIGITAL
TRANSFORMERS 2 kl. 6D 10 DIGITAL
THE HANGOVER kl. 4 - 6 - 8- 10:20 12 DIGITAL
BRUNO kl. 2 - 4 - 6 - 8D - 8:30 - 10:10D - 10:30 14 DIGTAL ÍSÖLD 3 m. ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 L
BRUNO kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10:10 LÚXUS VIP THE HANGOVER kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 - 8:30 - 10:20 - 10:50 12
TRANSFORMERS 2 kl. 2 - 5:30 - 8 - 10:50 10 DIGTAL
ÍSÖLD 3 m. ísl. tali kl. 3:403D - 5:503D L DIGTAL 3D
Þetta ár í breskri popptónlistvirðist ætla að markast afendurnýjun. Byrjað er að
halla undan fæti hjá stúlkna- og
strákasveitunum og athyglin virð-
ist vera að beinast aftur að for-
vitnilegum persónum, þá aðallega
að skapandi stúlkum rétt yfir tví-
tugt með einkennandi stíl.
Það er svo líka forvitnileg stað-
reynd að á sama tíma og fókusinn
virðist vera að færast af grúppum
og aftur að einstaklingum þá er
að mótast hefð fyrir því að nefna
sólóverkefni sitt hljómsveit-
arnöfnum. Þar má nefna La Roux,
Little Boots og svo Natösku Khan
(sem hér verður gerð að umfjöll-
unarefni) sem einhverjir þekkja ef
til vill betur sem Bat for Lashes.
Þrátt fyrir að tónlist hennarberi þess lítil merki er Na-
tasha Khan fædd í Pakistan. Upp-
eldi hennar í sjávarbænum Brig-
hton við suðurströnd Englands
hefur þó án efa haft mikil áhrif á
listsköpun hennar. Borgin sem er
aðeins í klukkustundar fjarlægð
frá höfuðborginni með lest hefur
öðlast heldur frjálshyggjulegan
stimpil í gegnum tíðina. Hvergi er
hærra hlutfall samkynhneigðra í
Bretlandi og listalíf hefur verið í
blóma um langt skeið. Það er
engin tilviljun að skapandi lista-
fólk á borð við Nick Cave og Em-
ilíönu Torrini hafa kosið að gera
borgina að heimili sínu.
Tónlistarferill Natöshu fór
nokkuð seint af stað. Hún útskrif-
aðist úr listaháskóla með gráðu í
sjón- og tónlist og fékk fyrst út-
rás fyrir sköpunargleði sína með
gjörning-um byggðum á hljóð-
skúlptúrum og myndbandalist, oft
undir töluverðum áhrifum frá nú-
tímatónskáldinu Steve Reich og
fjöllistakonunni Susan Hiller.
Eftir námið gerðist hún leik-
skólakennari og heillaðist að
óhefluðu hugmyndaflugi
barnanna. Frítíma sinn nýtti hún
svo til þess að semja tónlist. Khan
hefur lýst því að þegar hún semji
lög sé það oft út frá ímynduðum
myndum eða aðstæð-um er hún
mótar í höfði sér áður en hún sest
niður við hljóðfæri sín. Þetta gæti
skýrt af hverju það reynist gagn-
rýnendum svo erfittað festa einn
merkimiða á tónlist hennar.
Natasha var 27 ára þegar fyrri
plata hennar, Fur and Gold, kom
út fyrir tveimur árum. Þó að
vissulega mætti heyra strax þá
áhrif frá hinum og þessum lista-
mönnum á borð við Kate Bush,
Fleetwood Mac, Tori Amos,
Shangri-Las, Dead Can Dance,
Cocteau Twins, Annie Lennox og
Tom Waits, er sá kokteill bland-
aður svo ólíkum bragðefnum að
ómögulegt er að renna fingur á
hvort staðsetja eigi blönduna sem
mjólkurvöru, djús, léttvín eða gos.
Þetta er þó engin ógeðsdrykkur.
Heldur bragðgott popp sem sekk-
ur óvenju djúpt og er nægilega
tilfinningahlaðið til þess að hreyfa
við steingervingum. Ekki skemm-
ir fyrir að hún syngur eins og
engill.
Bat for Lashes hefur verið líkt
ítrekað við Björk en tónlistin ber
þó allt annan blæ. Þar er frekar
verið að vitna til þess að Natasha
rammar sig ekki inn hvað hljóð-
færaskipun eða listrænt útlit
varðar. Önnur breiðskífan, Two
Suns, er í þann mund að gera Bat
for Lashes að súperstjörnu. Í tón-
listarumhverfi þar sem flestir
eyða ævinni í að elta hvorn annan
er nýr frömuður akkúrat það sem
vantar.
Nauðsynlegur tónlistarfrömuður
AF LISTUM
Birgir Örn Steinarsson
» Þetta er þó enginógeðsdrykkur. Held-
ur bragðgott popp sem
sekkur djúpt og er
nægilega tilfinninga-
hlaðið til þess að hreyfa
við steingervingum.
Bat for Lashes Er slagarinn Daniel óður til aðalpersónu Karate Kid?