Morgunblaðið - 27.07.2009, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.07.2009, Blaðsíða 13
Morgunblaðið/Jakob Fannar Félagsskapur Kevin Meinhardt, í grænu peysunni, hefur mest gaman af að kynnast krökkum frá öðrum löndum. Gaman að hitta krakkana Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Sólin skín í heiði, pylsurnartaka á sig brúnan lit á grill-inu og unglingahópurinnsem situr í grasinu nýtur greinilega lífsins til hins ýtrasta. Sumir spjalla saman á dönsku, aðrir á sænsku, norsku, finnsku eða íslensku. Svo er jafnvel gripið til enskunnar þegar landamæri hópanna þurrkast út. Þetta eru sumarbúðir hjartveikra barna sem þessa dagana eru haldnar á Laugarvatni. 46 unglingar á aldrinum 14-18 ára eru í sumarbúðunum að þessu sinni, og er þetta í fyrsta skipti í um tuttugu ára sögu búðanna sem þær eru haldn- ar á Íslandi, enda ekki nema 4-5 ár frá því að Íslendingar fóru að taka þátt í þessu norræna samstarfi. Allir eiga krakkarnir það sameiginlegt að vera með einhvers konar hjartagalla og hafa margir þeirra gengist undir nokkrar aðgerðir. Þeir kunna því vel að meta tengslin við aðra sem eru í svipaðri stöðu og þeir sjálfir. Tilbreyting frá daglegu lífi Guðný Sif Jóhannsdóttir er ein þeirra fimm íslensku krakka sem eru í sumarbúðunum, en þetta er í þriðja skipti sem hún tekur þátt. Áður hefur hún verið í sumarbúðunum í Svíþjóð og Noregi. Hún segir búðirnar á Laugarvatni alveg standast sam- anburðinn. „Það er margt við að vera,“ segir hún. Orð hennar eru staðfest með siglingu á Laugarvatni um morg- uninn og ratleik eftir hádegi. „Við gerum marga skemmtilega hluti sem maður gerir ekki á hverjum degi. Síð- an kynnist maður líka öðrum krökk- um með hjartagalla.“ Guðný Sif, sem er 18 ára, var með opna fósturæð sem búið er að loka og kveðst hún nú geta gert flest sem hana langar til. Bróðir hennar, sem er að verða fimm ára, á hins vegar við alvarlegri hjartagalla að stríða. „Hann var að fara í sína þriðju aðgerð í Boston fyrir tveimur vikum og á að minnsta kosti eftir að fara í eina til viðbótar á næsta ári.“ Að sögn Guðnýjar Sifjar er mikil nýliðun í búðunum að þessu sinni. Í síðustu tvö skiptin voru þar hins veg- ar mikið til sömu krakkarnir og er hún í reglulegu sambandi við marga þeirra. „Við íslensku krakkarnir hitt- umst oft og síðan er ég í sambandi við hina á Facebook og MSN.“ Daninn Kevin Meinhardt kann ekki síður vel við sig á Laugarvatni en Guðný Sif, en þetta er í annað skipti sem hann mætir í sumarbúð- irnar. „Það eru margir nýir núna, en líka nokkrir sem voru í búðunum í fyrra,“ segir hann og nefnir sem dæmi fjóra Dani sem allir tóku líka þátt í fyrra. Kevin vantar eitt hjartahólfið og kveðst því ekki geta fylgt 15 ára jafn- öldrum sínum eftir í öllu. „Ef eitthvað er of erfitt þá þarf ég stundum að draga mig í hlé.“ Hann kann því vel að meta mögu- leikana sem sumarbúðirnar veita. „Mér finnst gaman að hitta aðra krakka og spjalla og sérstaklega finnst mér gaman að hitta krakka frá öðrum löndum.“ Samnorrænar sumarbúðir hjartveikra barna í fyrsta sinn á Íslandi Morgunblaðið/Jakob Fannar Í leik Guðný Sif Jóhannsdóttir (fyrir miðri mynd) getur gert flest sem hún vill. Daglegt líf 13 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 2009 2ja til 3ja herbergja íbúðir óskast á söluskrá Vegna góðrar sölu á litlum íbúðum síðustu vikur vantar okkur nú á söluskrá góðar, tveggja og þriggja herbergja íbúðir alveg sérstaklega miðsvæðis í Reykjavík. Vinsamlegast hafið samband við sölumann. „Það var mikill áhugi á að koma til Íslands,“ segir Guðrún Berg- mann, formaður Neistans. „Ég held að það hafi verið óvenju- mikið sótt um að þessu sinni,“ segir hún og hlær en sumarbúð- irnar eru opnaðar einu sinni á sumri og flakka á milli Norður- landanna á milli ára. Mikið er lagt upp úr því að nóg sé við að vera fyrir krakk- ana. „En svo vilja þau líka hafa nægan frítíma og nota hann til að kynnast hvert öðru,“ segir Guðrún og kveður góð vina- tengsl myndast í búðunum. „Ég þekki það bara með krakkana okkar, þau lifa fyrir [sumarbúð- irnar], eru öll í netsambandi og talast mikið við. Þeim finnst gott að vita af öðrum í svip- uðum aðstæðum.“ Hjúkrunarfræðingur er með hópnum þá daga sem sum- arbúðirnar eru opnar og þá er barnahjartalæknir á bakvakt all- an tímann. Ísland vinsælt hjá krökkunum Í HNOTSKURN »Á Íslandi fæðast um 70börn með hjartagalla á ári hverju. »Um helmingur þeirra þarfað gangast undir aðgerð og sum þeirra oftar en einu sinni. »Þriðjungur þessara að-gerða er framkvæmdur hérlendis. (Upplýsingar af heimasíðu Neistans) Eftir Sigrúnu Ernu Geirsdóttur sigrunerna@mbl.is Liðin eru sextíu ár frá því aðMS. Esja kom til landsinsmeð tvö hundruð þýskar kon- ur, en skipið kom 8. júní 1949. Þær voru að flýja erfitt efnahagsástand í Þýskalandi. Margar fluttust aftur heim en sumar festu hér rætur. Ekki nema 18 ára ,,Ég var sú fyrsta sem kom til konsúlatsins í Lübeck til að óska eftir því að fá að fara til Íslands,“ segir Ur- sula van Balsgum sem nú býr í Kópa- vogi. Hún segist ekki hafa þurft lang- an umhugsunartíma eftir að hún sá auglýsinguna sem birtist í Morg- unblaðinu þar sem óskað var eftir þýskum konum til landbún- aðarstarfa. ,,Ég var ekki nema 18 ára og það þurfti sérstaka undanþágu fyrir mig, miðað hafði verið við að all- ar stúlkurnar væru orðnar 21 árs.“ Átti varla föt til skiptanna Ursula fór til starfa á bænum Bæ sem var á milli Drangsnes og Hólma- víkur og dvaldist þar í eitt ár. ,,Hús- freyjan var fjarska almennileg við mig og saumaði til dæmis á mig fal- legan sumarkjól því ég átti varla föt utan á mig,“ segir hún. Eftir dvölina fyrir norðan fluttist Ursula suður og hitti þar fyrir tilviljun ungan mat- svein, Þorleif Braga Guðjónsson, sem hún hafði kynnst á leiðinni frá Þýska- landi. Felldu þau fljótt hugi saman og giftust. Eignaðist Ursula með honum eitt barn og á nú fjögur barnabörn og níu langömmubörn. Lengst af starf- aði Ursula við umönnunarstörf á Hrafnistu í Reykjavík og kunni hún afar vel við sig þar. Mikil breyting frá því sem var Ursula segist sjá mikla breytingu á þjóðfélaginu nú og því sem var. ,,Þeg- ar ég kom hingað var fólk fjarskalega hjálpsamt og samheldið en það hefur því miður breyst mikið til hins verra.“ Hún segist ekki geta áttað sig á hvort efnahagsástandið í dag sé farið að hafa þau áhrif að samheldni aukist. ,,Vonandi hefur þetta þau áhrif að fólk fari að gefa sér meiri tíma og verði nægjusamara en verið hefur. Það er sannarlega eitthvað sem mætti breytast.“ Ursula segist aldrei hafa séð eftir ákvörðun sinni þótt oft hafi hún íhugað að flytjast aftur til Þýskalands. ,,Það er bara verst hvað ég hef sjaldan tækifæri til þess að tala þýsku,“ segir Ursula að lokum. Morgunblaðið/Eggert Aðflutt Ursula van Balsgum réð sig til landbúnaðarstarfa á Íslandi 18 ára gömul. Hún hefur aldrei iðrast þess en saknar þýskunnar. Var sú fyrsta sem sótti um Sextíu ár liðin frá komu MS. Esju til Reykjavíkur EINN morgun nýverið þegar Flateyringum varð litið út um gluggann blasti við þeim risavaxið brosandi andlit í hlíðinni fyrir ofan bæinn. Bros- karlinn hafði birst í túninu um nóttina, öllum að óvörum. Merki um geimverur? Ljósmynd/Björn G. Björnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.