Morgunblaðið - 27.07.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.07.2009, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 2009 ATH: FYRSTA SÝNING ER KL.14 Í ÁLFABAKKA / ÁLFABAKKA HARRY POTTER AND THE HALF BLOOD PRINCE kl. 2D - 4 - 5D - 7 - 8D - 10:10 - 11:10D 10 DIGTAL BRÜNO kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 8:30 - 10:10 - 10:30 14 HANGOVER kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 12 HARRY POTTER AND THE HALF BLOOD PRINCE kl. 2 - 5 - 8 - 11:10 örfá sæti laus í VIP, tryggðu þér miða LÚXUS VIP TRANSFORMERS kl. 2 - 5 10 / KRINGLUNNI HARRY POTTER AND THE HALF BLOOD PRINCE kl. 3D - 5D - 8D - 10:10D - 11:10D 10 DIGITAL FIGHTING kl. 5:50 - 8 - 10:20 14 BRÜNO kl. 6D - 8:15D 14 DIGITAL THE HANGOVER kl. 3:50 12 SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI HHHH „POTTER HEFUR ALDREI VERIÐ FYNDNARI, MANNLEGRI, ÁHRIFARÍKARI EÐA SKEMMTILEGRI. KLÁRLEGA BESTA MYND SEM ÉG HEF SÉÐ ALLT SUMARIÐ.” T.V. - KVIKMYNDIR.IS „DAZZLINGLY WELL MADE...“ VARIETY - 90/100 „HÚN VAR FRÁBÆR!“ NEW YORK MAGAZINE – 90/100 HHHH „ÞESSI KYNNGIMAGNAÐA RÆMA ER SÚ BESTA Í RÖÐINNI.“ „YFIRBURÐAFÍNT SJÓNARSPIL MEÐ SNILLDARLEGRI TÓNLIST OG HLJÓÐMYND.“ Ó.H.T. – RÁS 2 STÆRSTA BÍÓOPNUN Í ÁR! YFIR 32.000 MANNS FRÁ FRUMSÝNINGU! Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is ÞAÐ virðist þurfa að fresta tökum fram á næsta sumar vegna pen- ingaleysis í Kvikmyndasjóði. Við vorum ekki komin með endanlegt vilyrði frá sjóðnum fyrir árið í ár. Myndin er þó alls ekki dottin upp fyrir, hún frestast bara fram á næsta ár,“ segir Hafsteinn Gunnar Sigurðsson kvikmyndagerð- armaður um fyrirhugaða kvikmynd sína sem byggð er á Hvíldardögum, skáldsögu Braga Ólafssonar. Haf- steinn skrifaði handritið að kvik- myndinni og kemur til með að leik- stýra henni. Víkingur Kristjánsson fer með aðalhlutverkið en aðrir leikarar eru m.a. þau Ilmur Krist- jánsdóttir, Þorsteinn Bachmann og Sveinn Geirsson. Hvað fjármögnun myndarinnar varðar segir Hafsteinn að viðræður standi yfir við fyrirtæki í Dan- mörku og Þýskalandi. Fyrirtækið sem framleiðir Hvíldardaga heitir Mystery Island en það hefur m.a. framleitt stuttmyndir, þar af eina eftir Hafstein, Skröltorma, og svo kvikmyndina Sveitabrúðkaup. Heildarframleiðslukostnaður við Hvíldardaga er áætlaður um 150 milljónir króna. Tökur munu að öll- um líkindum hefjast í Reykjavík um miðjan ágúst 2010. „Við erum komin með vilyrði fyr- ir styrk úr Kvikmyndasjóði fyrir næsta ár þannig að við erum bjart- sýn á að þetta gerist, þetta er komið það langt,“ segir Hafsteinn. Tökum á Hvíldar- dögum frestað Hafsteinn Gunnar Bjartsýnn. Nú stendur yfir ljósmyndasamkeppni mbl.is og Canon. Mynd vikunnar að þessu sinni ber yfirskriftina Systur og er tekin á afar skemmtilegu augnabliki í Vatnasafninu í Stykkishólmi. Ljósmyndarinn heitir Eirný Þórólfsdóttir og býr í Barmahlíð í Reykjavík. Mynd vikunnar Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is SUMARIÐ er tími brúðkaupa og rómantíkur. Margir bregða á það ráð að láta leika þekkt dægurlög við giftingarathöfnina og þá oftar en ekki lög sem hafa einhverja sérstaka merkingu fyrir brúðhjónin eða eru einfaldlega bara alveg þrælróm- antísk. Hér verða þó nefnd nokkur dæmi um lög sem ættu ekki undir neinum kringumstæðum að heyrast við brúðkaup. Get Me Away From Here, I’m Dying með Belle and Sebastian Lag sem hefst á þessum orðum getur varla talist viðeigandi. Næsta lína kvæðisins hljómar svo: „Play me a song to set me free“ … If You Wanna Be Happy með Jimmy Soul Eins og kunnugt er mælir texta- höfundur eindregið gegn því að karl- menn finni sér fallegar konur til að giftast, þær ljótu séu talsvert fýsi- legri kostur. Do You Really Want To Hurt Me með Culture Club Fyrir utan hvað lagið er óskemmtilegt telst texti þess varla henta aðstæðunum þegar tveir ein- staklingar lofa hvor öðrum að eyða ævinni saman. It’s My Party and I Cry If I Want To með Lesley Gore Þetta er veislan mín og ég grenja ef ég vil, þú myndir grenja líka ef hið sama kæmi fyrir þig! Macarena með Los del Río Eitthvert versta lag allra tíma. Gestirnir myndu umsvifalaust rjúka heim til sín. You’re Gonna Lose That Girl með Bítlunum Varla hughreystandi veganesti fyrir nýbakaðan brúðgumann. Killing In the Name með Rage Against the Machine „Fuck you, I won’t do what you tell me“ er varla setning sem nokkur vill heyra á brúðkaupsdaginn sinn, frekar en nokkurn tímann. You’ve Lost That Lovin’ Feelin’ með The Righteous Brothers Það er allt of snemmt að tala um kulnaðar glæður ástarinnar á brúð- kaupsdaginn. Ég hata þig með Unun Þarfnast ekki útskýringar … Ekki giftast fallegri konu! Lög sem ekki ættu að hljóma undir neinum kringumstæðum í brúðkaupum Reuters Nýgift Það er vonandi að þessi hafi valið vel tónlistina sem hljómaði við hjónavígslu þeirra. Örugglega, enda ekki annað að sjá á þeim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.