Morgunblaðið - 27.07.2009, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.07.2009, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 2009 PUNGINN ÚT Frábær gamanmynd með Seann William Scott úr American Pie og Dude Where Is My Car? HHH „Hágæða mystería - pottþétt handrit - frábær mynd“ -D.Ö.J., kvikmyndir.com HHHH „Þrælvelheppnuð yfirfærsla viðburðaríkrar og magnaðrar glæpasögu á hvíta tjaldið. Varla hægt að gera þetta betur ... áleitin og ögrandi spennumynd.” -Þ.Þ., DV HHH „...ótrúlega vel unnin, vel leikin, spennandi ... brjáluð meðmæli.” -T.V., kvikmyndir.is BYGGÐ Á METSÖLUBÓK STIEG LARSSON HHHH - S.V. MBL HHHH - Ó.H.T, Rás 2 Stórskemmtileg sumarmynd uppfull af gáskafullum atriðum og grófum húmor. „Fantagóð, kuldaleg sænsk glæpahrollvekja... Saga sem rífur mann í sig. Myndin gefur bókinni ekkert eftir“ -F.E. Morgunvaktin á Rás 2. HHHH „Karlar sem hata konur er hrein snilld, maður getur varla beðið eftirframhaldinu.” - S.V., MBL HHHH „Það er ekki að ástæðulausu að þetta er vinsælasta mynd ársins á Norðurlöndunum.” - V.J.V., FBL HHHH „verk sem dúndrar í höfði manns á eftir, lengi, og vekur áframhaldandi hugsanakeðjur” - Ó.H.T., Rás 2 Sími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5% endurgreitt í Háskólabíó SÝND Í SMÁRABÍÓ OG REGNBOGANUM SÝND Í HÁSKÓLABÍÓSÝND Í SMÁRABÍÓ OG REGNBOGANUM SÝND Í SMÁRABÍÓ, HÁSKÓLABÍÓ, BORGARBÍÓ OG REGNBOGANUM 750 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - ALLA DAGA Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef Sími 551 9000 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum ÓDÝRT Í BÍÓ Í REGNBOGANU M 750kr. Karlar sem hata konur kl. 3 - 6 - 9 B.i.16 ára Ísöld 3 (ísl. tal) kl. 2 - 4 LEYFÐ My Sister‘s Keeper kl. 6 - 8 B.i.12 ára Lesbian Vampire Killers kl. 10 B.i.16 ára Karlar sem hata konur kl. 6 - 7:30 - 9 - 10:30 B.i.16 ára District 13 kl. 8 - 10:10 B.i.14 ára My Sister‘s Keeper kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i.12 ára Ísöld 3 (ísl. tal) kl. 5:50 LEYFÐ Karlar sem hata konur kl. 5:30 - 7 - 8:30 - 10 750kr. B.i.16 ára Ice Age 3 (enskt tal) kl. 5:50 - 8 750kr. LEYFÐ Balls Out kl. 5:50 - 8 750kr. B.i.12 ára Angels and Demons kl. 10:10 750kr. B.i.14 ára The Hurt Locker kl. 10:10 750kr. B.i.16 ára Á nýafstaðinni ferð minnium Austurland fékk égeinstakt tækifæri til að spóka mig í tveimur afar ólíkum veröldum. Mér var boðið inn í hinn formfasta og vélræna heim álversins á Reyðarfirði, þar sem ekki má keyra bíl hraðar en á 20 km hraða og starfsmenn eru látn- ir ganga með hanska þrátt fyrir að störf þeirra krefjist þess aldrei af þeim að þeir snerti neitt annað en tölvuskjái eða hnappa til að stjórna vélunum er framleiða álið dýrmæta. Hinn heimurinn var hin ramma- og nánast reglulausa listahátíð Lunga á Seyðisfirði. Framtíðarlegt yfirbragð innan álversins, þar sem öryggis- og vélbúnaður er gífurlegur, sló mig, því það er í gífurlegri mótsögn við óheflað landslagið utan veggja þess. Þetta var nánast eins og ef Helstirnið í Stjörnustríði væri falið ofan í gjótu á Þingvöll- um. Að slíkur heimur sé til í jafnlít- illi fjarlægð frá sveitalegum smá- bæjum þar sem íbúar komast ekki hjá því að vera jarðtengdir við náttúruna vakti þúsund spurn- ingar um hvernig áhrif það hefur haft á fólkið á Austurlandi og menningu þess. Spurning sem ég bar oft upp við gesti Lunga og hefði kannski betur sleppt því þar sem um slíkt hitamál er að ræða að í nokkur skipti varð ég hrein- lega að forða mér eftir að sak- lausar spurningar mínar höfðu vakið heiftarleg rifrildi á milli ungra íbúa svæðisins.    Þeir sem ég talaði við voruflestir sammála um að til- koma álversins á Reyðarfirði hefði haft gífurleg áhrif á menn- ingarlífið. Seyðisfjarðarbær virð- ist ósnertur en andinn á stöðum á borð við Fáskrúðsfjörð, Egilsstaði og auðvitað Reyðarfjörð hefur gjörbreyst. Fyrir álver voru Egilsstaðir miðja Austfjarða. Þangað fór fólk úr minni bæjum í leit að menn- ingar- já, eða ómenningarlegri upplifun. Í kringum byggingu ál- versins fannst mörgum spennandi að safnast saman þar sem erlent vinnuafl hélt sig og skemmt- anahald breyttist. Skemmtunin dreifðist á milli fjarða og ball- menning vék fyrir pöbbamenn- ingu. Nýr skemmtistaður var t.d. opnaður í Neskaupstað en lokað eftir að álverið komst á koppinn. Bíóhús var opið um tíma í félags- heimilinu á Reyðarfirði en átti stutta lífdaga. Erfiðara var að safna saman stórum hópum á Egilsstöðum og því svaraði það ekki kostnaði lengur að flytja inn dýr tónlistar- atriði frá höfuðborginni. Af ein- hverjum óskilgreindum ástæðum dó líka kaffihúsa- og barmenning á Egilsstöðum og hefur ekki jafn- að sig almennilega síðan. Ungt fólk þar saknar eldri tíma.    Menningarlífið á Fáskrúðsfirðiog Neskaupstað virðist hafa batnað. Ný kaffihús voru opnuð og ungu fólki þar fjölgaði. Álver- ið bauð upp á aukin vinnutæki- færi og nokkrir sneru aftur á heimaslóðir eftir að hafa haldið á vit ævintýranna til höfuðborg- arinnar. Aðspurðir deildu þeir Austfirðingar sem ég spurði um hvort aðsókn á hátíðir á borð við Eistnaflug, Bræðsluna eða Lunga yrði næg til þess að standa undir sér ef álverið væri ekki til staðar. Flestir vildu þó frekar þakka sköpunargleði íbúa þessara kaup- staða fyrir en álverinu og bentu á góða aðsókn að Aldrei fór ég suð- ur-hátíðinni á Vestfjörðum. Þar sem ekkert álver er að finna.    Á Reyðarfirði var byggt helj-arinnar íþróttahús sem er töluvert nýtt en illa hefur gengið að lokka fólk að staðnum. Íbúar sjálfir sækja frekar annað eftir upplyftingu. Reyðfirðingar sjá ekki álverið út um stofugluggana heima en raflínurnar sem skera fjallshlíðina minna á tröllvaxnar sveðjur. Stöðug áminning um þær breytingar sem álverið hafði í för með sér á umhverfið og tilveruna. Þótt bærinn sé svipaður öðrum á austurströndinni hefur hann fengið á sig stóriðjulegt yfirbragð og kannski vill unga fólkið sem vinnur í álverinu síður skemmta sér á stað sem minnir það á vél- rænan hversdagsleikann. Hvað aðdráttarafl og menningarlíf varðar er óhætt að fullyrða að Reyðarfjörður hefur ekki grætt á álverinu.    Álver hefur víðtækari áhrif enbara á efnahags- og atvinnu- líf. Tilurð þess ein og sér hefur gífurleg áhrif á menningar- og þannig sálarlíf fólks. Góð og slæm. Ef eitthvað er að marka Austfirði, þá betri á svæðum í kringum bæinn sem hýsir sjálfa stóriðjuna. Þetta er nokkuð sem íbúar Húsavíkur ættu að skoða vandlega áður en þeir kjósa yfir sig álver á Bakka. Áhrif álvers verða án efa þau að breyta sjálfs- mynd bæjarbúa og allra þeirra sem heimsækja staðinn. Að halda því fram að álver sé eina leiðin til þess að bjarga at- vinnustarfsemi í minnkandi sam- félögum sýnir líka kannski litla trú á sköpunarkrafti fólksins sem þar býr. Fólk er í eðli sínu skap- andi og fullfært um að skapa eig- in tækifæri. Í upphafi skyldi end- inn skoða. Áhrif álvers á menningu Austfjarða » Þetta var nánasteins og ef Hel- stirnið í Stjörnustríði væri falið ofan í gjótu á Þingvöllum. Ólíkir heimar Inni í álverinu á Reyðarfirði og mynd frá uppskeruhátíð Lunga á Seyðisfirði frá því í hittifyrra. Tveir afar ólíkir gjörningar. biggi@mbl.is AF LISTUM Birgir Örn Steinarsson Morgunblaðið/ÞÖK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.