Morgunblaðið - 27.07.2009, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.07.2009, Blaðsíða 19
Fanney átti að baki langt líf sem færði henni bæði gleði og sorg en hún spilaði vel úr því og var farsæl í hverju sem hún tók sér fyrir hend- ur. Fanney var falleg og fremur há- vaxin og alltaf vel til höfð. Hún var líka fluggreind og skemmtileg. Fanney fylgdist vel með þjóðmálum og hafði sterkar skoðanir án þess þó að troða þeim upp á aðra. Oft kom hún með svo hnyttnar athugasemd- ir um menn og málefni að nærstadd- ir veltust um af hlátri. Hún var minnug á gamla tíð og hélt á lofti skondnum sögum og orðatiltækjum. Ég minnist góðra stunda með Fanneyju, hún hafði þægilega nær- veru og skipaði stóran sess í lífi fjöl- skyldunnar. Blessuð sé minning hennar. Ég minnist, þakka allt og óska þér um eilífð góðs er héðan burt þú fer. Far vel, far vel þig vorsins dísir geymi og vaki blessun yfir þínum heimi. (Hulda.) Ragnhildur Karlsdóttir. Fanney frænka var glæsilegasta konan í bænum. Hún bar sig eins og þjóðhöfðingi, var alltaf óaðfinnan- lega til höfð og með fallega hatta sem hún bar líkt og kórónu. Hún hafði djúpan og hlýjan málróm og hárbeittan húmor. Í veikindunum undir lokin gerði hún grín að sjálfri sér eins og áður, þótt staða mála væri slík að fáum væri hlátur í hug. Okkur systrum þótti mikið varið í að hitta Fanneyju í gegnum árin, og veislum var lyft á hærra plan þegar hún var þar. Hún var einstaklega orðheppin og skemmtileg og var mikið hlegið í hennar návist. Eitt sinn sagði hún að allt væri svo „kúl“ nú til dags, en viðurkenndi svo að hún hefði ekki hugmynd um hvað það orð þýddi! En hún var kúl. Hún var líka einstaklega góð kona, heil og vinsæl. Hún þurfti engin hjálp- artæki á við sælgætisdreifingu eða pönnukökusteikingar. Það er sjónarsviptir að Fanneyju, sem við kveðjum nú en höldum góð- um og skemmtilegum minningum um kúl konu sem fegraði og bætti allt í kringum sig og setti svip sinn á líf allra sem hana þekktu. Brynhildur, Inga Hanna og Gunnlaug Guðmundsdætur. Minningar 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 2009 hans segja: „Bless – þetta er Dúi. Hvernig hafið þið það í „Suðurríkj- unum“. Áttu ekki einhvern góðan brandara?“ Og svo var hlegið beggja vegna hafsins. Dúi var svo mikið meira en frændi. Stundum hef ég hugsað að í raun vorum við systurnar bara nokkuð heppnar að hafa ekki feður okkar hjá okkur í uppvextinum, því í staðinn fengum við tvo yndislega móður- bræður sem segja má að hafi gengið okkur í föðurstað og urðu „afar“ barnanna okkar. Fáum við það seint fullþakkað. Hjálpsemi einkenndi Dúa líka, alltaf var hann boðinn og búinn til þess að aðstoða. Hvort sem það var stórt eða smátt. Minnisstætt er þegar hann sá til þess, á Willy’s-jeppanum sínum, að ég kæmist heilu og höldnu í blindbyl og ófærð um Reykjanesbrautina til að geta fætt frumburð minn og nafna hans. Oft var hlegið að þessari ferð, því þegar loks var komið inn á Fæð- ingarheimilið var hann svo snjóugur upp fyrir haus að helst minnti hann á snjókarl og þá spurði ljósmóðirin: „Ert þú faðirinn?“ Þetta fannst Dúa fyndið. En umfram allt var Dúi vinur og mikið góðmenni. Skemmtilegur eðal- jaxl. Hans er sárt saknað en um leið gleðjumst við yfir lífi hans og að hafa fengið að vera samferða þessum öð- lingi. Blessuð sé minning hans. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Hulda Karen og fjölskylda Vestmannaeyjum. ✝ Fífa GuðmundaÓlafsdóttir fædd- ist í Vestmannaeyjum 16. nóvember 1925. Hún lést á dval- arheimilinu Grund 20. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur Guð- mundsson, f. 2.7. 1892, d. 8.10. 1953, og Siggerður Þor- valdsdóttir, f. 10.12. 1891, d. 17.3. 1929. Systkini Fífu voru Oddur, f. 4.1. 1920, d. 15.6. 2009. Þorvaldur, f. 5.6. 1921, d. 27.2. 2009. Sigurður, f. 14.4. 1923, d. 27.10. 1992, og Guðríður, f. 15.7. 1927, d. 20.5. 1931. Móðir Fífu, Siggerður, lést þegar hún var á fjórða ári. Öll systkini hennar voru þá send í fóstur og varð hún ein eftir hjá föður sínum. Þau um skeið skraddaranám hjá Stol- zenwald skraddarameistara og vann sem skraddari um skeið. Hún stundaði ýmis önnur störf frá barnsaldri, s.s. kaupakonustörf og við fiskvinnslu. Eins og gekk helg- aði hún sig eiginmanni og börnum. Hún var heimavinnandi húsmóðir lengst af. Þegar hún varð ekkja leyfði heilsan ekki að hún sneri út á vinnumarkaðinn og hélt hún syni sínum heimili meðan kraftar henn- ar entust. Fífa og Helgi hófu búskap sinn í Jónsborg í Vestmannaeyjum. Fluttu fljótlega á Baugsveg 19 í Reykjavík, síðan á Hrísateig 19, þá í Sörlaskjól 88 og loks á Haðarstíg 8. Þar bjuggu þau er Helgi lést. Eftir andlát Helga fluttu Fífa og Ólafur, sonur hennar, á Hjarð- arhaga 46. Loks bjó Fífa á dval- arheimilinu Grund við Hringbraut síðustu æviárin. Fífa verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju í dag, mánudaginn 27. júlí, kl. 15. Meira: mbl.is/minningar systkinin hittust þó reglulega og héldu alla tíð góðu sam- bandi sín á milli. Hinn 22.7. 1944 giftist Fífa Helga Sig- urfinni Guðmunds- syni, f. 7.4. 1919, d. 6.3. 1975. Eignuðust þau 2 börn. 1) Ólaf Siggeir, f. 17.3. 1947. 2) Ásdísi, f. 30.6. 1956, hún er gift Gunnari O. Rósars- syni. Þau eiga 3 börn. Sigrúnu Huld, f. 18.11. 1983, Hildi Örnu, f. 4.12. 1988, og Bryndísi Snæfríði, f. 16.12. 1992. Fífa átti 1 barna- barnabarn Tómas Ían Brendansson f. 15.7. 2006. Fífa lauk barnaskóla 1939 og gagnfræðaskóla 1941 í Vest- mannaeyjum. Síðar stundaði hún Elsku mamma. Það er svo ótrú- lega sárt að kveðja þig, en þinn tími var kominn, þú fórst með sæmd. Þú varst sannkölluð baráttukona. Mjög oft háðirðu baráttu upp á líf og dauða. Enda segir elsta dóttir mín, hún amma er eins og köttur með níu líf og þá sagðir þú brosandi: „Eruð þið að líkja mér við kött?“ Líf þitt var eins og kaflaskipt bók. Þú varst aðeins þriggja ára þegar móðir þín dó frá fimm börnum, þau fóru í fóstur, hvert til sinna fóstur- foreldra. Þú næstyngst og varðst ein eftir hjá föður þínum. Það var erfitt að vera einstæður faðir og því fékk hann sér ráðskonur, misgóðar, en síðan eignaðist þú góða stjúpmóður en því miður urðu það aðeins fáein ár því hún lést eftir aðgerð í Reykjavík. Síðar eignast þú aðra stjúpmóður, með henni fylgdi stjúpbróðir sem varð þér afar kær. Í barnaskóla varst þú ein af bestu nemendunum. Þig dreymdi um að fara í framhaldskóla og mennta þig en á þessum tíma var ekki skilningur fyrir því og því fórst þú að læra að verða skraddari hjá þýskum manni, Stoltzenwald. Þér gekk vel en því miður þurftirðu að hætta því stjúp- móðir þín fékk alvarlegt heilablóð- fall. Það þótti sjálfsagt að þú hættir námi og annaðist hana. Þér sárnaði að drengirnir fengu að halda áfram í námi en þú, stúlkan, varst sett í umönnunarstörf. Það er líklega þess vegna sem þú hefur alltaf sagt að konur eigi að mennta sig því mennt- un fylgi máttur og sjálfstæði. Þegar dóttir mín tilkynnti að hún ætlaði að byrja að drekka áfengi fékk ég að sjálfsögðu áhyggjur en úr því varð ekki að sinni því kærastinn vildi ekki að hún byrjaði að drekka. Þá varst það þú, mamma mín, sem sagðir við hana (kona sem ekki var hrifin af áfengi) „Þú skalt ekki láta karlmann ráða því hvenær þú byrjar að drekka, þú skalt ákveða það sjálf!“ Reyndar sé ég að þið pabbi hafið verið miklir jafnréttissinnar og á undan ykkar samtíð. Þið voruð svo samtaka í uppeldi mínu. Þegar ég var á fyrsta ári í Háskóla Íslands að læra hjúkrunarfræði eignaðist ég mitt fyrsta barn. Þá vildir þú allt fyrir mig gera til að ég gæti haldið áfram í námi. Þú pass- aðir stúlkuna mína mikið. Síðar eign- aðist ég tvær stúlkur til viðbótar sem þú sinntir einnig en nú vorum við orðnar nágrannar, þú á Hjarðarhag- anum og við á Tómasarhaganum. Því fannst stúlkunum mínum gott að koma við hjá ömmu til að fá eitthvað að borða eða hjálp við heimanámið. Þú sagðir svo oft að þú nytir þess svo vel að vera amma enda elskuðu stúlkurnar mínar þrjár þig mikið. Það var okkar allra hagur þegar þú ferðaðist með okkur til útlanda. Þá passaðir þú þær gjarnan í hádegis- lúrnum og stundum á kvöldin. Þá gátum við hjónin átt okkar gæða- stundir. Ferðalögin með Óla bróður innanlands og með okkur erlendis voru þitt aðalumræðuefni síðustu ár- in þegar heilsan fór að bila. Ekki má gleyma að minnast á dótturdóttur- son þinn Tómas Ían sem var þér mikill gleðigjafi. Elsku mamma mín, takk fyrir allt. Þú gafst mér svo mikið og gerðir svo mikið fyrir mig. Nú sé ég fyrir mér ykkur pabba saman á ný. Ástarkveðjur. Þín dóttir, Ásdís. Mér eru enn minnisstæð fyrstu kynni okkar Fífu. Fyrstu kynni eru jafnan mikilvæg. Ég hélt ég væri bú- inn að klúðra okkar kirfilega þegar ég missti út úr mér er Ásdís kynnti okkur; „Það var belja þar sem ég var í sveit sem hét Fífa“. Rétt tókst síðan að bjarga mér þegar ég bætti í fáti við; „En hún var uppáhaldsbeljan mín“. Þá svaraði hún því til að kýr væru djúpvitrar skepnur og uppá- haldshúsdýrið sitt í æsku hefði ein- mitt verið kýrin Skjalda. Þarna var ég heppinn! Fífu var sennilega belj- an ofar í huga en áhyggjur af því að þessi lítt orðheppni unglingur væri þarna kominn til að stela frá henni einkadótturinni. Það tók Fífu smátíma að átta sig á að það sem ég var á höttunum eftir hjá Ásdísi skaraðist afskaplega lítið við það sem hún þurfti frá henni. Ást Ásdísar á móður sinni minnkaði ekk- ert þótt Ásdís væri farin að elska mig. Þótt stundum kastaðist lítillega í kekki á milli okkar Fífu þá risti það aldrei djúpt og alltaf bárum við virð- ingu hvort fyrir öðru. Sú virðing óx með árunum. Aðeins þriggja ára missti Fífa móður sína. Slíkur missir er skelfi- legt áfall hverju barni, hvað þá svo ungu sem hún var. Æska hennar var því mjög erfið og ekki var nú legið yf- ir uppeldisfræðibókum í þá daga úti í Eyjum. Það var lítill tími aflögu frá brauðstritinu hjá föður hennar og þær voru mis skilningsríkar konurn- ar sem komu inn á heimilið og önn- uðust uppeldið. Það var ljóst að þessi erfiða æska var baggi á Fífu sem hún losnaði aldrei alveg við fyrr en síð- ustu árin. Þá var eins og lund hennar léttist og hún sættist við tilveruna. Þessi sáttargjörð gerði okkur fjöl- skyldu hennar auðveldara en ella að sætta okkur við það hversu andlegu atgervi hennar hrakaði. Það er nú oft þannig að þeir sem eiga erfiða æsku verða slakir uppal- endur. Hið gagnstæða átti við um Fífu. Ég sé þetta ekki eingöngu á minni ágætu konu heldur jafnframt á dætrum okkar þremur, sem sakna ömmu sinnar sárt. Enda var hún þeim góð amma og þær eiga allar góðar minningar um samverustund- ir sínar með henni. Þetta er þeim dýrmætt veganesti. Þetta ber sálar- styrk og lyndiseinkunn Fífu fagurt vitni. Það var þroskandi fyrir mig, óharðnaðan unglinginn, að koma inn í fjölskylduna á Haðarstígnum. Þar skildi ég í fyrsta sinn að góð heilsa er ekki sjálfgefin. Ég horfði upp á Helga tengdaföður kveðja þennan heim, í blóma lífsins, eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Ég horfði líka á Fífu, sem alltaf hafði verið fremur heilsuveil, eflast og styrkjast við þá raun að missa mann sinn. Hún var raunar ótrúlega sterk þegar öllu er á botninn hvolft. Það þarf veru- lega hörku til að rísa upp úr hjólastól eftir þrefalt mjaðmagrindarbrot og samfall á mörgum hryggjarliðum. Byrja að tipla léttfætt um aftur. Hún hristi einnig af sér ýmis önnur lík- amleg áföll í gegnum tíðina, sem hvert og eitt hefði getað orðið henn- ar síðasta. En loks varð hún að láta í minni pokann. Hún tók sér rúman sólar- hring í að kveðja okkur eftir að hún veiktist skyndilega. Kvaddi þá á lát- lausan og friðsælan hátt. Farðu í friði elsku tengdamamma. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér. Þinn tengdasonur, Gunnar Rósarsson. Elsku amma mín, elsku besta amma mín. Ég get ekki annað en tár- ast þegar ég hugsa til þín og átta mig á því að þú ert farin frá okkur. Ég á svo margar góðar minningar frá uppvaxtarárunum. Ég gat alltaf ver- ið viss um það að þegar ég væri búin í skólanum, gæti ég farið beint til ömmu Fífu að fá ísblóm, kleinur, Trópí og ristað brauð með banana, síðan spilað á spil og horft á sjón- varpið með þér. Man líka að þegar ég var stopp í stærðfræðinni þá út- skýrðir þú fyrir mér það sem ég skildi ekki. Eins fannst mér gaman að læra heima íslenskuverkefnin því að þú kunnir svo mörg gömul orð sem voru ekki mikið notuð. Það var alltaf svo notalegt að koma til þín og spjalla og skoða alla fallegu hlutina sem þú áttir, t.d. þá fannst mér styttan af fálkanum alltaf svo flott, þegar ég rak augun í hana uppi á samstæðunni. Þegar ég hugsa um hvað ein- kenndi þig, amma mín, þá var það hvað þú varst góð, sterkur persónu- leiki, alltaf boðin og búin til að hjálpa, skemmtilegur sögumaður og hnyttin í tilsvörum. Þú ert svo góð, jafnt við menn sem dýr. Það er engin furða að hann Gizmo okkar, þessi annars mann- fælni köttur, elskar þig mikið. Með mjúkmæltu „Gizmo minn, komdu litli minn.“ þá stökk hann alltaf til þín til að láta strjúka sér – dýravin- urinn hún amma. Mér fannst líka alltaf gaman að heyra sögurnar af Lísu, Brandi, Skjöldu og litla kálfinum sem var svo slátrað á jólunum, ég vorkenndi þér í hvert sinn jafnmikið þegar þú sagðir mér að þeir hefðu tekið kálfinn, vin þinn, frá þér. Mér þykir svo gaman hvað þú hélst vel í hefðir og hélst okkur ávallt veislu á jóladag og páskadag. Hangi- kjöt, uppstúf með kartöflum, gulræt- ur og grænar baunir, laufabrauð og svo ávextir með rjóma í eftirrétt … Ég á erfitt með að ímynda mér heil jól án þín. En ég er þakklát fyrir að hafa átt þig að og notið þess að vera með þér. Utanlandsferðirnar til Kanarí og Mallorca líða seint úr minni. Því að á Kanarí vorum við báðar, þrátt fyrir hlýjuna, lasnar og á Mallorca skemmti ég mér svo vel lauginni og í dýragarðinum. Kom, huggari, mig hugga þú, kom, hönd, og bind um sárin, kom, dögg, og svala sálu nú, kom, sól, og þerra tárin, kom, hjartans heilsulind, kom, heilög fyrirmynd, kom, ljós, og lýstu mér, kom, líf, er ævin þver, kom, eilífð, bak við árin. (Valdimar Briem.) Sætasta amma mín með fallega brosið þitt. Ég á eftir að sakna þess að sjá augun þín tendrast upp um leið og kemur frá þér sólskinsbros. Eina huggunin sem ég finn er að þér líður betur þar sem þú ert núna og að þú getur loks notið þess á ný að vera unga og hrausta stelpan úr Vest- mannaeyjum. Séra Sveinbjörn sagði okkur að það væri e.t.v. annað brúð- kaup nú hjá þér og afa. Mér fannst það voða falleg og sæt tilhugsun, að þið væruð aftur sameinuð eftir lang- an aðskilnað. Þín dótturdóttir Hildur. Fífa G. Ólafsdóttir ✝ Útför TORFA JÓNSSONAR bónda á Torfalæk, sem lést föstudaginn 17. júlí á Heilbrigðisstofnun- inni á Blönduósi, fer fram frá Blönduósskirkju þriðjudaginn 28. júlí kl. 14.00. Jóhannes Torfason, Elín S. Sigurðardóttir, Jón Torfason, Sigríður Kristinsdóttir, Sigurlaug A. Stefánsdóttir. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, MÁLFRÍÐUR RANNVEIG OKTAVÍA EINARSDÓTTIR frá Lækjarbakka, Tálknafirði, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju þriðjudaginn 28. júlí kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð Hrafnistu, sími 585 9500. Herbert Guðbrandsson, Olga Herbertsdóttir, Ásgeir Kristinsson, Jón Herbertsson, Sævar Herbertsson, Dagný Bjarkadóttir, Einar Herbertsson, Freyja Benediktsdóttir, Ómar Herbertsson, Margrét Hermannsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.