Morgunblaðið - 31.08.2009, Síða 1

Morgunblaðið - 31.08.2009, Síða 1
M Á N U D A G U R 3 1. Á G Ú S T 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 235. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is Við höldum með stelpunum okkar Ítarleg umfjöllun um EM 2009 í Morgunblaðinu «HUNDAKÚNSTIR SMALAHUNDARNIR REYNDU MEÐ SÉR «MENNING Stjörnur munu skína í Reykjavík FH er enn í lykilstöðu á Íslands- mótinu í fótbolta en KR-ingar eiga enn von um að hampa Íslandsmeist- aratitlinum eftir 3:1 sigur á heima- velli gegn Fram í gær. ÍÞRÓTTIR Enn líf í titilvonum KR eftir 3:1 sigur Eiður Smári Guðjohnsen fer í lækn- isskoðun í dag hjá franska liðinu Mónakó samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Í kjölfarið verður gengið frá tveggja ára samningi. Eiður Smári fær- ist nær Mónakó Hlynur Bæringsson var kallaður inn í körfuboltalandsliðið vegna veikinda Fannars Ólafssonar. Tveir tapleikir í Evrópudeildinni í Smár- anum í Kópavogi. Landsliðin náðu ekki markmiðinu  UM 120 milljarðar króna eru úti- standandi í bílalánum, í alls 53 þús- und samningum. Þar af eru um 40 þúsund samningar í myntkörfu- lánum, fyrir um 112 milljarða króna. Meðalupphæð hvers samn- ings er um 2,3 milljónir króna en dæmi eru um eftirstöðvar bílalána upp á 12 milljónir króna. Oftast hafa lánin verið tekin til fimm ára. Nefnd sem félagsmálaráðherra skipaði til að fjalla um stöðu skuld- settra heimila er að skoða bílalánin sem öll önnur lán og úrræði til að leysa greiðsluvanda fólks. »16 Dæmi um að bílalán standi í allt að 12 milljónum króna Morgunblaðið/Ómar  MARGT bendir til þess að kveikt hafi verið í einni rótgrónustu myndbandaleigu landsins, Laug- arásvídeói, sem brann í fyrrinótt. Fólk sem bjó í húsinu varð fyrst eldsins vart og hljóp út á nærklæð- unum. Um 40 þúsund kvikmyndir eyðilögðust og miklar skemmdir urðu á innanstokksmunum mynd- bandaleigunnar. Eigandinn telur að tjónið nemi um 200 milljónum. Fimm eftirlitsmyndavélar voru í Laugarásvídeói og á upptökum sést hvar maður kastar tusku inn um lúguna og eldur blossar upp í kjöl- farið. »4 Tugir þúsunda kvikmynda eru ónýtir eftir bruna Morgunblaðið/Árni Sæberg HÁVÆR krafa er um það innan raða Vinstri grænna að einhverskonar opinber rannsókn fari fram á þeim viðskiptum sem hafa átt sér stað með eignarhluti í Hitaveitu Suðurnesja (HS) frá ársbyrjun 2007, en þá seldi ís- lenska ríkið sinn hlut í fyrirtækinu. Ekki hefur þó verið tekið ákvörðun um það hvernig sú krafa verður sett fram, en rætt hefur verið um að borgarfulltrúar flokksins geri það í krafti eignarhluta Orkuveitu Reykjavíkur í HS. Málið kom m.a. til umfjöllunar á þingflokksfundi Vinstri grænna í gærkvöldi. thordur@mbl.is Krafa um rannsókn Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is HS orka verður í meirihlutaeigu op- inberra aðila og í tæplega helmings- eigu Magma Energy ef hugmyndir sem nú eru uppi á borðinu hjá fjár- málaráðuneytinu ganga eftir, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins. Fulltrúar fjármála- og iðnaðar- ráðuneytis, Reykjavíkurborgar, Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og Magma Energy hafa átt í viðræðum um framtíðarskipulag HS orku frá því snemma í síðustu viku og er ofangreind niðurstaða afrakstur þeirra viðræðna. Frestur OR til að taka tilboði Magma í 32,32% hlut fyrirtækisins í HS orku rennur út í dag. Hugmyndin er sú að Magma kaupi þá hluti sem fyrirtækið hefur þegar sóst eftir að kaupa og verði eftir það eigandi tæplega helmings eignarhlutar í HS orku. Síðan mun íslenska ríkið, lífeyr- issjóðir og sveitarfélög, m.a. Grindavík, reyna að eignast um 55% hlut í HS orku sem nú er í eigu Geysis Green Energy (GGE), en að- alfundur þess fyrirtækis er í dag. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins mun Landsbankinn, Ís- landsbanki og lífeyrissjóðir reyna að fá allt að fjóra menn skipaða í nýja fimm manna stjórn GGE á þeim fundi og ná þar með meiri- hluta, en fjárhagsstaða fyrirtækis- ins er veik og framtíð þess í hönd- um helstu lánardrottna þess, sem eru ofangreindir bankar. Stjórnar- menn Landsbankans verða að nafn- inu til stjórnarmenn Atorku, sem í dag er stærsti eigandi GGE, en verða skipaðir af bankanum. Til vara að kaupa hluti Magma Gangi þessi leið ekki eftir herma heimildir Morgunblaðsins að stjórnvöld vilji að tryggt verði í samningum að þau geti gengið inn í kaup á 20 prósent af þeim 32,32 prósentum sem Magma hyggst kaupa af OR. Hugmyndir um að ís- lenska ríkið, Reykjavíkurborg og OR myndu kaupa allan þann hlut sem Magma ætlar sér í HS orku hafa verið lagðar til hliðar, en þær voru ræddar af töluverðri alvöru fyrr í mánuðinum.  Rík áhersla | 2 Meirihluti í HS orku verði frá hinu opinbera Ríkið, sveitarfélög og lífeyrissjóðir vilja eignast hlut Geysis Green í HS orku » Tæpur meirihluti Magma í HS orku » Ríkisbankar vilja fá fjóra menn í stjórn FYRSTU réttirnar þetta haustið voru haldnar í Hlíðarrétt í Mývatnssveit í gær. Nokkur hundruð gesta mættu en algengt er að brottfluttir Mývetn- ingar mæti á svæðið og fylgist með. Að þessu sinni voru réttuð tvö þúsund fjár. Sundurdráttur hófst klukkan tíu að morgni og réttin var þögnuð klukkan eitt. | 15 Morgunblaðið/Birkir Fanndal FYRSTU RÉTTIRNAR ÍHALDSSTJÓRNIN í Japan missti völdin í gær eftir rúmlega 50 ára valdatíð. Jafnaðarmannaflokk- urinn fékk rúmlega 300 sæti af 480 mögulegum. Frjálslyndi jafnaðar- mannaflokkurinn fékk 115 sæti eða um þriðjung fyrri sætafjölda. Leið- togi Jafnaðarmannaflokksins, Yukio Hatoyama, hefur lofað þjóð- inni umfangsmiklum samfélags- breytingum og að horfið verði frá hörðum kapítalisma. Efasemdir eru um að Hatoyama, ríkasti þingmað- ur Japans, muni standa við lof- orðin. | 14 Stjórnin féll í Japan

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.