Morgunblaðið - 31.08.2009, Qupperneq 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. ÁGÚST 2009
Í vinnuna
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
0
9
-0
3
6
3
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is
Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson
Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Sigrúnu Ernu Geirsdóttur
sigrunerna@mbl.is
FARIÐ var yfir sex hektara af byggi með jarðtætara og
er kornið gjöreyðilagt. Kornakurinn stendur nálægt Háfi
í Þykkvabæ en deilur standa yfir milli eiganda jarðarinn-
ar og annarra bænda á svæðinu um eignarhald yfir skik-
anum. Málið hefur verið kært til lögreglu.
Lögin tekin í eigin hendur
„Akurinn er gjöreyðilagður. Það var farið með jarðvél
og byggið tætt ofan í moldina svo það er ónýtt. Þetta hef-
ur verið gert í skjóli nætur,“ segir Karl Ólafsson, bóndi í
Háfi. Nota átti byggið til svínaeldis og nam þriðjungi af
öllu fóðri. ,,Þetta er tjón upp á milljón,“ segir Karl. Skik-
inn hefur lengi verið bitbein milli Karls og kartöflubænda
á svæðinu sem telja sig eiga skikann og hafa notað hann
fyrir kartöflur. „Ólíkt Karli sem sáði þarna byggi í vor í
skjóli nætur þá fórum við og herfuðum klukkan tvö eftir
hádegi á föstudag,“ segir Markús Ársælsson í Hákoti.
„Fyrst sýslumaðurinn tekur ekki á þessu neyðumst við
til þess,“ segir hann. Markús segir að Karl hafi á sínum
tíma verið kærður fyrir eignaspjöll er hann sáði í landið
en ekki hafi verið tekið á því. „Við erum orðnir lang-
þreyttir á að þurfa að reyna að sýna ábúendum á Háfi
fram á eignarhald á svæðinu. Landið er okkar,“ segir
Markús. Eignaspjöll á annarra manna eignum teljast
skemmdarverk og eru brot á hegningarlögum. Það þarf
þó að vera skýrt hver eigandi eignar er.
Farið yfir byggakur og
kornið tætt niður í jörð
Deilur milli bænda í Þykkva-
bæ um landskika magnast
Morgunblaðið/Jón Sigurðarson
Spjöll Sex hektarar af korni voru plægðir ofan í mold-
ina við bæinn Háf. Myndin tengist ekki fréttinni.
Árás í
Breiðholti
RÁÐIST var á
ungan mann í
Jafnaseli í Breið-
holti í fyrrakvöld.
Árásarmennirnir
voru tveir og
töldu sjón-
arvottar sig sjá
hnífi beitt í átök-
unum. Var því
mikill viðbúnaður vegna málsins.
Meintur hnífur fannst þó aldrei.
Fjöldi lögreglumanna fór á vett-
vang, meðal annars sérsveitarmenn
frá ríkislögreglustjóra. Raunar voru
árásarmennirnir ekki á því að
hætta þótt lögregla væri komin á
staðinn og kom því til átaka.
Eftir að mennirnir höfðu verið yf-
irbugaðir og handteknir voru þeir
fluttir í fangageymslu og yfirheyrð-
ir á sunnudagsmorgun. Í kjölfarið
var þeim sleppt.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins eru árásarmennirnir hinir
sömu og réðust inn á heimili gull-
smiðs við Barðaströnd á Seltjarn-
arnesi í vor. Þar héldu þeir húsráð-
anda föngnum og misþyrmdu
honum auk þess að ræna skart-
gripum í hans eigu. Þá tengjast þeir
fleiri afbrotum sem framin hafa
verið á síðustu mánuðum.
sbs@mbl.is
Barðastrandarræn-
ingjarnir aftur á ferð
FRÉTTASKÝRING
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@mbl.is
ÞÆR hugmyndir eru uppi á borði hjá fjármála-
ráðuneytinu, samkvæmt heimildum blaðsins, að
HS orka verði í meirihlutaeigu opinberra aðila og í
tæplega helmingseigu Magma Energy. Fulltrúar
stjórnvalda, Reykjavíkurborgar, Orkuveitu
Reykjavíkur og Magma Energy hafa átt í við-
ræðum um framtíðarskipulag HS orku síðustu
daga þar sem þessar hugmyndir hafa verið rædd-
ar.
Forsenda nýrra framkvæmda
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og
aðrir þungavigtarmenn innan Vinstri grænna hafa
lagt á það mikla áherslu að tryggt verði að meiri-
hluti HS orku verði í almenningseigu.
Heimildir Morgunblaðsins herma að forsvars-
menn Reykjavíkurborgar hafi lýst yfir sömu af-
stöðu. Stjórnvöld gera sér hins vegar grein fyrir að
erlend fjárfesting skiptir miklu máli í því árferði
sem nú ríkir á Íslandi og meta því mikilvægi þess
að Magma komi með fjármagn inn í rekstur HS
orku, enda er slík fjárfesting talin forsenda þess að
fyrirtækið geti ráðist í nýjar framkvæmdir.
Íslenskir ráðamenn hafa fundað nokkrum sinn-
um með Ross Beaty, forstjóra og aðaleiganda
Magma, í vikunni til að reyna að komast að ein-
hverskonar samkomulagi um framtíðareignarhald
HS orku.
Aukin fjölbreytni kaupenda
Meðal þess sem stjórnvöld vilja leggja áherslu á
er að fjölbreytni í hópi orkukaupenda HS orku
verði aukin og að sérstök áhersla verði lögð á að fá
umhverfisvænni stórkaupendur en nú kaupa af
fyrirtækinu, en í dag eru þeir fyrst og fremst ál-
ver. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur
Magma Energy tekið undir þessar áherslur.
Mikil áhersla á ríkiseign
Stjórnvöld telja erlenda fjárfestingu mikilvæga en vilja halda meirihlutanum
Magma Energy gæti orðið eigandi að tæplega helmingshlut í HS orku
Frestur Orkuveitu Reykjavíkur til að taka til-
boði Magma í hlut OR í HS orku rennur út í
dag. Forsvarsmenn OR hafa verið að kalla eft-
ir svörum frá ríkinu.
ÞRÍR voru fluttir á slysadeild, að
því er talið var með minniháttar
meiðsli, eftir árekstur tveggja bíla í
Lögbergsbrekku á Suðurlandsvegi
í gærmorgun, að sögn lögreglu.
Báðir bílarnir voru óökufærir eftir
áreksturinn og voru fluttir af vett-
vangi með kranabílum. Var fjöl-
mennt lið lögreglu og sjúkraflutn-
ingamanna sent á staðinn.
Þrír meiddir eftir
harðan árekstur
NOKKRAR konur sem munu keppa um titilinn sterk-
asta kona Íslands sýndu krafta sína á Ingólfstorgi um
helgina með því að velta risastórum hjólbörðum á und-
an sér. Keppnin sjálf mun fara fram í Vetrargarðinum í
Smáralind hinn 17. október og þegar hafa 18 konur
skráð sig til leiks. Ljóst er að íslenskar íþróttakonur
sækja í sig veðrið á fleiri sviðum en knattspyrnunnar
og verður spennandi að fylgjast með þeim sterku.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
KVENNAKRAFTAR Í KÖGGLUM
TÖLUVERÐUR erill var hjá lög-
reglunni á höfuðborgarsvæðinu í
fyrrinótt og mikið um útköll vegna
ölvunar. Átta gistu fangageymslur
vegna ölvunar og óspekta. Þá voru
þrír ökumenn teknir grunaðir um
ölvunarakstur. Að sögn lögreglu
var talsvert um útköll í Mosfellsbæ
fram eftir nóttu en þar var bæjar-
hátíðin „Í túninu heima“ um
helgina.
Átta teknir vegna
óláta og ölvunar
Ríkisfjármála-
nefnd sem skipuð
er forystumönn-
um ríkisstjórn-
arflokkanna,
helstu fulltrúum
stjórnarflokk-
anna í fjár-
laganefnd og
embættismönn-
um fundaði allan
daginn í gær. Farið var yfir gerð
fjárlaga fyrir næsta ár, sem eru að
taka á sig mynd. Forsendur liggja
þó enn ekki allar ljósar fyrir, það er
tekjur og útgjöld.
Miðað er við 5% niðurskurð í vel-
ferðarmálum, 7% í menntamálum og
10% á öðrum sviðum. Einstaka ráðu-
neyti útfæra niðurskurðinn frekar.
„Framhaldið er handavinna sem
ræðst af áherslum í hverju ráðu-
neyti. Í raun liggur ramminn fyrir
og nú er verið að fylla út í þá mynd.
Fjárlagagerðin byggir mikið á
skýrslu um ríkisfjármál sem lögð
var fram í vor og stöðugleikasátt-
málanum,“ segir Guðbjartur Hann-
esson, formaður fjárlaganefndar.
sbs@mbl.is
Fjárlög
næsta árs
taka á
sig mynd
Guðbjartur
Hannesson