Morgunblaðið - 31.08.2009, Qupperneq 12
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. ÁGÚST 2009
– meira fyrir áskrifendur
Fjármál
heimilanna og
einstaklinga
Fáðu þér áskrift á
mbl.is/askrift
Nú hefur aldrei sem fyrr þurft
að huga að fjármálum heimilanna og
einstaklinga, hvað er til ráða, hvað
á að gera og hvað hentar. Þessum
spurningum reynum við að varpa ljósi
á í þessu sérblaði.
Viðskiptablaðs Morgunblaðsins
sem tekur á þessu málefni
í veglegu sérblaði 10. september
næstkomandi
• Hvaða úrræði standa venjulegum heimilum til boða
til að rétta úr kútnum?
• Hvaða leiðir eru færar til að spara í útgjöldum
heimilisins án þess að draga úr lífsgæðum?
• Kunna Íslendingar að fara með peninga
eða kunna þeir ekki að varast gildrurnar?
• Hvaða úrræði eru í boði fyrir þá sem vilja geyma
spariféð sitt?
• Hvaða kostir og gallar eru við það
að lengja í lánum?
Þetta sérblað Viðskiptablaðs Morgunblaðsins er
líklegt til að vera mikið lesið utan síns venjulega
markhóps vegna efnis síns.
Nánari upplýsingar veitir
Sigríður Hvönn Karlsdóttir
569 1134 - 692 1010 - sigridurh@mbl.is
Auglýsendur!
Auglýsingapantarnir eru í síma 569 1134
eða sigridurh@mbl.is til 7. september.
Staðan á hreindýrasvæðunum á
Austurlandi er að verða nokkuð
góð, nema á svæði 9, sem er syðst.
Þar hefur að sögn Jóhanns gengið
illa að finna hreindýrin og til
stendur að fljúga yfir við fyrsta
tækifæri til að skoða svæðið betur
og leita að hreindýrunum.
Hornafjörður, Mýrar og Suð-
ursveit (áður Mýrahreppur og
Borgarhafnarhreppur) tilheyra
svæði 9 en það hefur jafnan þótt
erfitt yfirferðar. Nú á lokaspretti
tímabilsins þarf veður að vera hag-
stætt til að takist að veiða upp í
kvótann, alls 1.333 dýr.
Stendur til að fljúga yfir svæði 9
DREGIST hefur úr hófi að ganga frá
skiptum þrotabús Einars Guðfinns-
sonar hf. í Bolungarvík, að sögn
skiptastjóra búsins, Páls Arnórs
Pálssonar.
„Síðustu árin hefur framtaksleysi
okkar því miður valdið töfum á frá-
gangi búsins,“ segir hann. Fyrstu ár-
in hafi málarekstur, þ. á m. vegna
riftunarkrafna, verið nokkur. Þá hafi
þetta bú verið eitt það fyrsta sem
tekið var til skipta eftir breytingar á
gjaldþrotalögum, sem hafi flækt úr-
lausnina.
Segir hann að sýslumaður og hér-
aðsdómur hafi nú rekið á eftir því að
skiptum ljúki og búast megi við að
það gerist á næstu mánuðum. Segir
hann að útlit sé fyrir að forgangskröf-
ur fáist allar greiddar og veðkröfur að
mestu, en almennar kröfur fáist hins
vegar ekki greiddar nema að litlu
leyti.
Stærsti kröfuhafi búsins er Lands-
bankinn, en eigendur E.G. gagn-
rýndu bankann harðlega á sínum
tíma fyrir að krefjast gjaldþrota-
skipta. bjarni@mbl.is
Óhóflegur dráttur
Í HNOTSKURN
»Einar Guðfinnsson hf. vartekið til gjaldþrotaskipta
vorið 1993.
»Á sama tíma voru Hólarhf. teknir til gjald-
þrotaskipta.
»Alls misstu á bilinu 130-140 manns vinnuna.
Skiptastjóri þrotabús Einars Guðfinnssonar hf. á Bolung-
arvík segir framtaksleysi skýra drátt á frágangi málsins
SKÓLAHLJÓMSVEIT Kópavogs sló taktinn fyrir fer-
fætta vin mannsins, hundinn, í árlegri göngu Hunda-
ræktarfélags Íslands niður Laugaveginn í Reykjavík.
Að venju var líflegt um að litast þó að sumir hundar
gengju lengra en aðrir í tilraun til að draga að sér at-
hyglina. Í göngunni voru m.a. leitarhundar Slysa-
varnafélags Íslands og heimsóknavinir Rauða kross
Íslands.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hundar gengu fylktu liði niður Laugaveginn
Ferfætti vinurinn fékk bumbuslátt
BÚIÐ er að veiða tæplega 800
hreindýr af þeim 1.333 sem fella má í
haust. Staðan hefur batnað á flestum
svæðum, að sögn Jóhanns G. Gunn-
arssonar, starfsmanns veiðistjórn-
unarsviðs Umhverfisstofnunar á
Egilsstöðum, en veiðitímabilinu lýk-
ur 15. september nk. Veiðarnar
gengu vel um helgina, á laugardag
veiddust 48 dýr og 26 í gær.
Óhagstætt veður, þoka og rigning
hefur hamlað veiðum á mörgum
veiðisvæðum. Jóhann sagði að í gær
hefði verið þokkalegt veður víðast
hvar og veitt á flestum svæðum.
Þannig fóru nokkuð margir til veiða
í gærmorgun.
Jóhann taldi að staðan væri vel
viðráðanleg á veiðisvæðum 1 og 2,
sem eru langstærstu veiðisvæðin, og
að kvótinn myndi klárast þar. Á
þeim svæðum voru samtals gefin út
824 leyfi, eða fyrir 558 kúm og 266
törfum. Jóhann sagði að menn hefðu
verið orðnir nokkuð svartsýnir á
svæði 8 en svo hefðu dýrin komið
fram þegar kólnaði. Á laugardag
voru veidd þar 16 hreindýr.
Góð hreindýraveiði
eystra um helgina
Veiðin hefur
glæðst á flestum
svæðum
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Hreindýr Veiðitímabilinu lýkur 15. september en það fór treglega af stað
vegna óhagstæðra veðurskilyrða. Veiðin var hins vegar góð um helgina.