Morgunblaðið - 31.08.2009, Page 15
Daglegt líf 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. ÁGÚST 2009
Eftir Birki Fanndal Haraldsson
Mývatnssveit | Réttað var á Hlíð-
arrétt í gærmorgun með rúm 2 þús-
und fjár og nokkur hundruð gesta.
Að venju er þetta viðburður sem
dregur brottflutta Mývetninga á
heimaslóð og gefur tilefni til að
eiga saman notalega morgunstund í
almenningnum eða í veitingatjaldi
slysavarnakvenna þar sem borð
svignuðu undan fjölbreyttum veit-
ingum. Einnig fyrir erlenda ferða-
menn að sjá eitthvað alveg nýtt og
sérstakt í íslensku mannlífi.
Þeir voru annars heldur fúlir
gangnadagarnir tveir og verulega
leiðinlegir til smölunar, köld norð-
anátt og töluvert mikil úrkoma.
Samt var gott útlit á fénu og gam-
alreyndur fjárbóndi sagði fréttarit-
ara að hann heyrði það á þrótt-
miklu jarmi fjárins að það kæmi vel
vænt af fjalli að þessu sinni, vænna
en á undanförnum haustum.
Stöðugt fleiri bændur eru með fé
sitt í lokuðum beitarhólfum og því
fækkar fé sem kemur til sameig-
inlegra fjallskila. Þess vegna er
Baldursheimsrétt ekki svipur hjá
sjón og umstangið á Hlíðarrétt fer
einnig minnkandi. Sundurdráttur
hófst kl. 10 og réttin var þögnuð
upp úr kl. 13.
Með breyttu skipulagi gangna og
bættum samgöngum er nú svo kom-
ið að gangnamenn mývetnskir gista
heima hjá sér að loknu hverju dags-
verki og kvöldið í gangnakofanum
heyrir sögunni til.
Morgunblaðið/Birkir Fanndal
Safnið Stöðugt fleiri bændur eru með fé sitt í lokuðum beitarhólfum.
Fyrstu réttir
haustsins í
Mývatnssveit
Göngur í norðanátt og slagveðursregni
Eftir Sigurð Sigmundsson
Síðustu helgi fór fram árlegt lands-
mót Smalahundafélags Íslands, á
Miðengi í Grímsnesi. Nítján kepp-
endur tóku þátt í þremur flokkum
og komu þeir hvaðanæva að, allt
frá Dalatanga og Langanesi, vestur
að Grundarfirði.
Keppt í þremur flokkum
Á landsmóti er keppt í þremur
flokkum; A-flokki vanra hunda
fjögurra ára og eldri, B-flokki
minna vanra hunda 2-4 ára, og C-
flokki unghunda 3 ára og yngri. Sjö
hundar kepptu í A-flokki, fjórir í B-
flokki og átta í C-flokki. Fóru leik-
ar svo að í A-flokki sigraði Hilmar
Sturluson, Móskógum í Árborg,
með Dot frá Wales, í B-flokki sigr-
aði Reynir Þór Jónsson, Hurð-
arbaki í Flóanum, með Tútú frá
Daðastöðum og í C-flokki ung-
hunda sigraði Gísli Þórðarson,
Mýrdal í Kolbeinsstaðahreppi, með
tíkina Kötu frá Daðastöðum.
Áhugavert er að geta þess að sami
maður var með hunda í 2. og 3.
sæti í A-flokki, Þorvarður Ingi-
marsson á Eyrarlandi í Fljótsdal,
en hann var með Mac frá Skotlandi
og Lísu frá Hafnarfirði.
Þurfum stundum konu
„Þegar við rekum fé í réttir þurf-
um við ekki á öðru að halda en úr-
valshundi. Og stundum konu,“ seg-
ir Þorvarður og glottir. Þorvarður
hefur lengi verið áhugamaður um
smalahundaræktun og var lengi Ís-
landsmeistari með hundinn Tígul
sem þótti einstakur smalahundur.
Gaf hann farandbikar í minningu
Tíguls, Tígulbikarinn. Þorvarður
sagði að þörf væri á fleiri úrvals-
hundum hérlendis og hefur hann til
dæmis sjálfur flutt inn hundinn
Mac sem lenti í 2. sæti í A-flokki.
Mac er sjö ára gamall og kemur
frá Bretlandi og kostaði hann
800.000 krónur, kominn úr ein-
angrun. Undan honum hafa nú
komið sjö got og um fimmtíu
hundar. Mac er af border-collie-
kyni eins og allir hundar sýning-
arinnar.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Hundakúnstir Þorvarður Ingimarsson sést hér með hundinn Mac sem lenti í 2. sæti í A-flokki. Mac er mikill ræktunarhundur og undan honum hafa þegar komið sjö got og um 50 hundar.
Glæsileg tilþrif hjá smalahundum
Landskeppni Smalahundafélags Íslands fór fram
um helgina Nítján hundar tóku þátt í keppninni
Sigurvegarar í B-flokki Reynir Þór Jónsson, Hurðarbaki, Valgeir Þór
Magnússon, Grundarfirði, og Gísli Þórðarson, Mýrdal.