Morgunblaðið - 31.08.2009, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. ÁGÚST 2009
Óskar Magnússon.
Ólafur Þ. Stephensen.
Útgefandi:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
UppbyggingÍslandsbyggist
ekki á því að selja
orkuverin og
einkavæða orku-
auðlindir til al-
þjóðlegra auð-
magnseigenda. Uppbyggingin
byggist þvert á móti á opinberu
innlendu eignarhaldi,“ skrifaði
Þorleifur Gunnlaugsson, borg-
arfulltrúi Vinstri grænna, í
grein hér í blaðinu í síðustu
viku. Honum fannst „dapur-
legt“ að Morgunblaðið skyldi
hafa gagnrýnt áform ráðherra
Vinstri grænna um að hindra
fjárfestingu kanadíska fyrir-
tækisins Magma Energy í HS
orku.
„Sannast sagna trúði ég því
að eftir hrun fjármálakerfisins
sæju flestir mikilvægi þess að
fela fallvöltu fjármálakerfi ekki
yfirráð yfir auðlindum okkar;
dæmin sýndu að grunnþjón-
ustan ætti ekki að vera gróða-
öflum til ráðstöfunar. Morgun-
blaðinu finnst greinilega ekki
fullreynt að þau séu ekki
traustsins verð. En hvenær
skyldi Morgunblaðinu finnast
nóg komið?“ spurði Þorleifur.
Svarið er að Morgunblaðið
hefur áfram trú á einka-
framtakinu. Hrun fjár-
málakerfisins breytir engu um
að það var fyrir tilstilli einka-
framtaksins, sem Íslendingar
urðu rík þjóð og það er fyrir til-
stilli einkaframtaks, sem þjóðin
mun koma sér aftur út úr erf-
iðleikunum. Opinber rekstur og
eignarhald á atvinnufyrir-
tækjum er ekki leiðin. Þá leið
er búið að prófa; hún mistókst
og mistökin voru mun stærri á
mælikvarða sögunnar en hrun
íslenzka bankakerfisins á síð-
asta ári.
Morgunblaðið hefur heldur
ekki misst trúna á erlendri fjár-
festingu. Ef eitt-
hvað er hefur hún
verið alltof lítil hér
á landi undanfarin
ár og áratugi.
Skortur á erlendri
fjárfestingu er ein
orsök þess að hér
varð til óheilbrigð samþjöppun
eignarhalds og krosseigna-
tengsl, sem stuðluðu að falli ís-
lenzka fjármálakerfisins. Ís-
land mun ekki heldur vinna sig
út úr kreppunni án erlendrar
fjárfestingar og erlends fjár-
magns.
Af þessum sökum meðal ann-
ars hefur Morgunblaðið talið
fullkomlega misráðið að leggj-
ast nú gegn því að erlent einka-
fyrirtæki fjárfesti í orkuvinnslu
á Íslandi. Ef það væri satt, sem
VG heldur iðulega fram, nú síð-
ast í ályktunum flokksráðs-
fundar um helgina, að erlend
einkafyrirtæki væru að eignast
íslenzkar auðlindir, kynni að
vera ástæða til að staldra við.
En hér hafa verið sett lög, sem
girða fyrir að einkafyrirtæki,
erlend eða útlend, geti eignazt
orkuauðlindirnar sjálfar og
dreifiveiturnar, sem selja al-
menningi orku. Einkafyrirtæki
geta hins vegar tekið að sér
orkuvinnsluna, sem byggist á
afnotarétti af orkuauðlindunum
gegn gjaldi.
Ef menn vilja tryggja arð al-
mennings af þessum auðlind-
um, er miklu nær að fara þá
leið, sem Steingrímur J. Sigfús-
son fjármálaráðherra hefur náð
samkomulagi við Magma um að
fara og Morgunblaðið sagði frá
fyrir helgi; að semja um hærra
auðlindagjald og skemmri
leigutíma. En fjármálaráðherr-
ann ætti alls ekki að hlusta á
ályktanir eigin flokksráðs um
að bola burt erlendum fjár-
festum, einmitt þegar Ísland
þarf mest á þeim að halda.
Ekki bola burt
erlendum
fjárfestum þegar
landið þarf mest á
þeim að halda}
Erlent einkaframtak
Morgunblaðiðhefur að und-
anförnu talsvert
fjallað um utan-
vegaakstur á há-
lendinu og fjölgun
slóða, sem merktir
eru inn á rafræn kort.
Þessi umfjöllun hófst eftir að
Kolbrún Halldórsdóttir, fyrr-
verandi umhverfisráðherra,
skrifaði grein hér í blaðið þar
sem hún gagnrýndi að slíkir
slóðar væru merktir inn á kort
og þannig ýtt undir spjöll á
landinu. Sitt sýnist augljóslega
hverjum um þessa umfjöllun og
margir hafa gagnrýnt sjónar-
mið Kolbrúnar.
Morgunblaðið hefur tekið
undir með Kolbrúnu, um að það
verður að koma böndum á ut-
anvegaaksturinn, skilgreina
hvaða slóða megi aka og hverja
ekki og stöðva hina „stjórn-
lausu vegagerð“ á
hálendinu. Það er
afstaða, sem er
tekin út frá nátt-
úruverndarsjón-
armiðum.
Á málinu er hins
vegar líka önnur hlið, sem
fjallað var um í Morgunblaðinu
á laugardag. Þar var sagt frá
ungu pari, sem ók slóða merkt-
an inn á GPS-kort, erfiða leið
og hættulega þar sem oft þarf
að aka úti í vatni og lítið þarf út
af að bera til að fólk lendi í
sandbleytu og þar með veru-
legri hættu.
Það er ábyrgðarhluti að
merkja slíka slóða inn á kort án
sérstakra viðvarana. Ein-
hverjar takmarkanir á hinni
stjórnlausu vega- og kortagerð
á hálendinu snúast ekki aðeins
um náttúruvernd, heldur líka
öryggi vegfarenda.
Það er ábyrgðarhluti
að merkja
hættulegar leiðir
inn á kort}
Ófærur á korti
Í
kjölfar bankahruns lentum við Íslend-
ingar í milliríkjadeilu sem jaðraði við
stríð. Og krömdumst undir hælnum á
stórþjóðum. Umdeilt er hvort nokkurn
tíma var gripið til varna, en það fór að
minnsta kosti hljótt. Við kyngdum stolti og
sannfæringu og yfirdráttur í erlendum bönkum
vegna íslensku útrásarinnar lendir á íslenskum
almenningi af fullum þunga. Svo var gengið til
samninga um greiðsluskilmálana. Án þess að
nokkuð væri horft til viðmiða, sem fólu í sér allt
aðrar forsendur, samkvæmt Ingibjörgu Sól-
rúnu Gísladóttur, þáverandi utanríkisráðherra;
viðmiða sem áttu að liggja til grundvallar
samningnum eftir milligöngu ESB. Það var
uppleggið sem Alþingi samþykkti. En í stað
þess var byggt á viljayfirlýsingu sem Geir H.
Haarde forsætisráðherra hafði þegar tilkynnt
Hollendingum að yrði ekki byggt á. Niðurstaðan var
glæsileg. Að minnsta kosti fyrir Breta og Hollendinga, því
látið var undan kröfum þeirra um flest. Og það er skilj-
anlegt, því Svavar Gestsson, formaður íslensku samninga-
nefndarinnar, nennti ekki að hafa þetta hangandi yfir sér
lengur. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra barðist
síðan hatrammlega fyrir því að fá samningana samþykkta,
eftir að hafa barist hatrammlega gegn því að farið yrði í
viðræður, enda segist hann greiða atkvæði öðruvísi ef
hann er í stjórnarandstöðu. En Alþingi gerði fyrirvara við
ríkisábyrgðina, sem fjármálaráðherrann sem fulltrúi
meirihluta Alþingis hafði lofað að veita, án samráðs við
sama meirihluta, og nú þarf hann að útskýra
hvernig á því stendur fyrir Bretum og Hol-
lendingum. Þetta er samt allt í lagi, því fjár-
málaráðherrann segir Íslendinga vel hafa efni
á því að greiða tugi milljarða úr ríkissjóði
vegna Icesave. Þó er framundan mesti nið-
urskurður í lýðveldissögunni af því að engir
peningar eru til í þessum sama ríkissjóði. Lof-
að var fyrir kosningar að slá skjaldborg um
heimilin, en hingað til hefur aðeins verið slegið
skjaldborg um skuldirnar. Líka gjaldeyris-
lánin sem hafa rúmlega tvöfaldast og eru hugs-
anlega lögbrot. Til að bæta gráu ofan á svart
grefur verðtryggingin enn frekar undan skuld-
urum, sem greiða hærri skatta til að tryggja
bankabækur og peningamarkaðssjóði fjár-
magnseigenda. Talað er um forsendubrest og
leiðréttingu. En kynslóðin sem tapað hefur
húsnæðinu hlýtur að spyrja um réttlæti. Alltaf minnkar
svigrúmið til aðgerða í þágu heimila, eins og Lilja Mós-
esdóttir hagfræðingur hefur bent á, og ef bankarnir kom-
ast í eigu kröfuhafa kann tækifærið að renna stjórnvöldum
endanlega úr greipum. Hvað verður um íslenskt samfélag
ef allt þetta unga fólk lendir á götunni eða í ævilöngu
skuldafangelsi? Það á auðvitað kost á greiðsluaðlögun og
inni í pakkanum er nafnbirting í Lögbirtingablaðinu,
klipping fyrir greiðslukortin, að ógleymdum tilsjón-
armanninum sem vonandi er viðfelldnari en sá sem
bíóhúsagestir fá að kynnast þessa dagana í Karlar sem
hata konur. Þetta er tær snilld. pebl@mbl.is
Pétur
Blöndal
Pistill
Tær snilld
Skoða fleira en fryst-
ingar á bílalánum
FRÉTTASKÝRING
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
S
amkvæmt samtölum við
forsvarsmenn bíla-
fjármögnunarfyrirtækja
hafa engar ákvarðanir
verið teknar um að lækka
höfuðstól lánanna, líkt og bankarnir
hafa sumir hverjir verið að skoða í
tengslum við erlend og verðtryggð
íbúðalán. Hins vegar er verið að
skoða hvort grípa eigi til annarra úr-
ræða en frystingar lána og greiðslu-
dreifingar. Aðallega er þó beðið eftir
því að hvort stjórnvöld ákveði ein-
hverjar almennar aðgerðir, en nefnd
er að fjalla um tillögur að nýjum úr-
ræðum fyrir fólk í greiðsluvanda.
Eftirstöðvar bílalána eru í mörgum
tilvikum komnar langt upp fyrir verð-
mæti bílanna. Aðeins tæpur helm-
ingur þeirra sem eru með bílalán hafa
þó nýtt sér úrræði fjármálafyrirtækj-
anna, þar sem lánin eru fryst í allt að
átta mánuði, með því að greiða hluta
af afborgunum en greiða yfirleitt
vextina áfram. Lánstíminn hefur þá
lengst eftir því hversu mikil eða löng
frystingin hefur verið. Minna hefur
borið á vörslusviptingu bíla í van-
skilum en fyrst eftir bankahrunið,
þegar einkum stórir bílar voru teknir
til baka.
Í annarri stöðu en bankarnir
Fyrirtækin benda á að þau séu
ekki alveg í sömu stöðu og stóru við-
skiptabankarnir sem hafi boðið er-
lend íbúðalán. Þar hafi verið meira af
erlendum lánum en skuldum og einn
viðmælandi blaðsins hélt því fram að
bankarnir væru að reyna að bjarga
eigin efnahagsreikningi frekar en að
hugsa um hag sinna viðskiptavina,
með því að skipta erlendum lánum yf-
ir í óverðtryggð lán í íslenskum krón-
um.
Már Másson, upplýsingafulltrúi Ís-
landsbanka, segir bílalánin vera til
skoðunar líkt og íbúðalánin. Verið sé
að skoða ýmsar leiðir til að finna var-
anlega lausn á þessum málum.
„Við höfum orðið vör við einhverja
aukningu á vanskilum en þó ekki í
samræmi við það sem ætla mætti.
Það hefur til dæmis ekki verið mikil
aukning í töku fullnustueigna hjá ein-
staklingum síðustu vikur,“ segir Már
og telur að þau úrræði sem Íslands-
banki fjármögnun býður sínum við-
skiptavinum hafi skilað sér í minni
vanskilum. Komið hafi verið til móts
við lántakendur með því t.d. að lækka
greiðslur í 50% hlutfall í átta mánuði
og lengja lán um fjóra mánuði.
Halldór Jörgensson, fram-
kvæmdastjóri Lýsingar, tekur ekki
afstöðu til þeirra leiða sem bankarnir
hafa skoðað í tengslum við íbúða-
lánin. „Lýsing er bundin reglum
Seðlabankans og ber meðal annars
samkvæmt þeim skylda til að halda
gjaldeyrisjafnvægi. Það eitt og sér
takmarkar okkur í að grípa til þeirra
úrræða sem eru til umfjöllunar,“ seg-
ir Halldór.
Hann segir færri einstaklinga nýta
sér frystingu nú en fyrst eftir banka-
hrunið. Nú séu um 1.600 ein-
staklingar af um 16 þúsund með slíka
samninga, en flestir voru þeir á bilinu
fjögur til fimm þúsund. Halldór segir
vanskilahlutfallið ekki hafa hækkað
að neinu ráði. „Fjöldi einstaklinga er
í erfiðleikum, og við drögum ekki dul
á það, en aðalvandinn er greiðsluerf-
iðleikar fyrirtækja. Við verðum að
einbeita okkur að því að koma at-
vinnulífinu á réttan kjöl,“ segir Hall-
dór hjá Lýsingu.
Morgunblaðið/Golli
Bílalán Líkt og með íbúðalán er beðið eftir tillögum stjórnvalda um hvernig
og hvort komið verður til móts við þá sem skulda bílalán í erlendri mynt.
Greiðsluvandi þeirra sem hafa
tekið bílalán er til skoðunar hjá
stjórnvöldum og fjármálafyr-
irtækjum. Dæmi eru um lán sem
komin eru upp í 12 milljónir.
Um 120 milljarðar króna eru úti-
standandi í ríflega 53 þúsund bíla-
lánum á markaðnum, þar af eru um
112 milljarðar í um 40 þúsund
myntkörfulánum. Meðalupphæð
samninga er 2,3 milljónir króna en
dæmi eru um bílalán sem standa í
allt að 12 milljónum króna. Oftast
hafa lánin verið tekin til fimm ára.
Morgunblaðið/Golli
Nefnd sem félagsmálaráðherra skip-
aði til að fjalla um stöðu skuldsettra
heimila er að skoða öll lán og
greiðsluúrræði þeim tengd, bílalán
þar á meðal. Meðal atriða sem hafa
komið til skoðunar er innheimtu-
kostnaður og meðhöndlun vanskila,
og einnig hvort grundvöllur sé fyrir
lengingu lánanna og minni greiðslu-
byrði. Niðurfelling lána yfir línuna
hefur ekki verið rædd.
Morgunblaðið/Valdís