Morgunblaðið - 31.08.2009, Qupperneq 19
✝ Sigmundur Guð-mundsson fæddist
á Steinum í Grindavík
9. janúar 1923. Hann
lést á hjúkrunarheim-
ilinu Skógarbæ 19.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
hjónin Guðmundur
Tómasson, f. 9. júní
1900, d. 18. apríl 1984
og Steinunn Gísla-
dóttir, f. 4. júní 1901,
d. 21. apríl 1984. Sig-
mundur var næst-
elstur fimm systkina.
Hin eru: Eyrún, gift Helga Jón-
assyni, látinn, Tómas, látinn, maki
Ingeburg Wohlers, Steinunn og
Margrét, gift Guðmundi Eggerts-
syni.
Eiginkona Sigmundar er Þórdís
Eggertsdóttir frá Hofstöðum í
Miklaholtshreppi, f. 17. desember
1927. Þau gengu í hjónaband fyrsta
vetrardag, 28. október 1967. Sonur
þeirra er Hafþór Freyr, kvæntur
Kristínu Helgu Ólafsdóttur. Börn
þeirra: Steinar Orri, Ólöf, Þórdís og
Sigmundur Freyr. Fyrir átti Þórdís
Sigríði sem Sigmundur gekk í föður
stað þegar þau hófu hjúskap. Sig-
ríður er gift Sigurði Hafsteini
Steinarssyni. Börn
þeirra: Ingibjörg,
sambýlismaður Arnar
Benjamín Ingólfsson
og Þórir Björn, sam-
býliskona Helena Rún
Pálsdóttir. Langafa-
börnin eru fjögur.
Lengst af starfaði
Sigmundur við sjó-
mennsku og við störf
sem tengdust fisk-
veiði. Hann hlaut
stýrimannsréttindi
frá Stýrimannaskól-
anum 1949. Meðal
þeirra skipa sem hann starfaði á
voru Hrafn Sveinbjarnarson II,
Víkingur og síðast starfaði hann
sem stýrimaður á Vigra. Eftir að í
land kom hélt hann áfram að vinna
hjá útgerðarfyrirtæki Vigra, Ög-
urvík, fyrst í stað en síðustu árin
vann hann í Síldar- og fiskimjöls-
verksmiðjunni á Kletti í Reykjavík.
Sigmundur og Þórdís bjuggu all-
an sinn hjúskap í Hraunbæ 92 en
síðustu árin naut Sigmundur að-
hlynningar á hjúkrunarheimilinu
Skógarbæ.
Útför Sigmundar verður gerð frá
Árbæjarkirkju í dag, 31. ágúst, kl.
15.
Nú er upp runnin kveðjustundin
og þrátt fyrir að henni fylgi tregi og
söknuður þá finn ég fyrst og fremst
til þakklætis.
Þær minningar sem ég á um pabba
eru mér fjársjóður. Margar þeirra
tengjast þeim tíma þegar ég var
yngri, t.d. ferðalögum og veiðum. Þá
var það alltaf tilhlökkunarefni að
skreppa til Grindavíkur og þá kom
pabbi gjarnan við á bryggjunni þegar
bátarnir komu að landi. Það brást
heldur ekki að menn færðu honum í
soðið enda flestir þeirra gamlir vinir
og kunningjar frá fyrri tíð.
Einu sinni, eftir slíka ferð komum
við heim með skottið fullt af fiski. Það
var metafli í þessum túr. Þegar búið
var að ganga frá aflanum í frysti sá
pabbi að ekki hefði allur aflinn náðst í
hús. Grásleppur sem honum höfðu
áskotnast fundust ekki og svo sem
lítið við því að gera. Þær fundust þó
síðar, löngu síðar og náðu að gera
vart við sig með því að gefa frá sér
lykt sem ekki verður með orðum lýst.
Það var því lítill fögnuður þegar
pabbi veiddi pokann með gráslepp-
unum upp úr skottinu.
Fyrstu árin mín var pabbi enn á
sjó og því fylgdu siglingar til útlanda
sem auðvitað var spennandi fyrir lít-
inn gutta. Fyrstu tvö hjólin sem ég
fékk voru keypt í slíkum siglingum –
það fyrra var með gegnheilum
gúmmídekkjum sem vitaskuld þurfti
Sigmundur
Guðmundsson
aldrei að bæta lofti í og seinna hjólið
var gult og allt of stórt, eins og það
væri ekki nóg að það væri gult! Pabbi
tók það svo að sér að kenna mér að
halda jafnvægi á hjólinu en þrátt fyr-
ir að hann hafi vafalítið gert allt rétt
þá stórsá á hjólinu eftir fyrstu skipt-
in.
Þegar barnabörnin fóru að bætast
í hópinn fengum við að upplifa hvern-
ig pabbi lifnaði við í hvert sinn sem
þau komu í heimsókn. Hann sóttist
eftir því að fara út í göngutúra og
hafa þau með sér í kerru nú eða fara
bara út í garð til að leika.
Eitt af því sem ég er óendanlega
þakklátur fyrir er að pabbi gat á
brúðkaupsdegi mínum staðið við hlið
mér í kirkjunni. Á þeim tíma var
heilsu hans tekið að hraka en þennan
dag var hann stálsleginn. Þennan
dag skilaði hann ekki bara af sér
þokkalega vel heppnuðum syni held-
ur fékk hann tengdadóttur sem átti
eftir að laða fram hjá honum ótal
mörg bros og gagnkvæm væntum-
þykja fór ekki fram hjá neinum.
Væntumþykja er einmitt orð sem
er auðvelt að nota um það viðmót
sem við öll mættum hjá pabba og
henni fylgdi yfirleitt vænn skammtur
af glettni. Hann sagði oft eitthvað í
hálfkæringi og hló svo og bætti þá yf-
irleitt við: „Ég er nú bara að gera að
gamni mínu“.
Ég upplifi það sem mína gæfu í líf-
inu að hafa eignast þá foreldra sem
komu mér í þennan heim. Mamma
kveður nú eiginmann til ríflega fjöru-
tíu ára, vin og góðan samferðamann.
Margoft upplifði ég það að ef pabbi
vissi ekki upp á hár hvar mamma var
varð hann órólegur, í hennar návist
leið honum vel. Það var okkur dýr-
mætt að fá að halda í höndina á hon-
um þegar hann kvaddi þennan heim.
Alúðarþakkir færum við starfs-
fólkinu á hjúkrunarheimilinu Skóg-
arbæ en síðustu þrjú ár ævinnar naut
pabbi umönnunar þar.
Guð blessi minningu pabba.
Hafþór Freyr.
Í dag verður borinn til grafar
tengdafaðir minn, Sigmundur Guð-
mundsson. Kynni okkar hófust fyrir
rétt tæpum 20 árum þegar sonur
hans, Hafþór Freyr, kynnti mig fyrir
foreldrum sínum. Það var ekki laust
við að ég kviði því að hitta foreldra
mannsins sem ég var svo hrifin af en
sá kvíði var með öllu óþarfur. Mér
var strax tekið opnum örmum og á
sömu stundu hófst innileg og kær-
leiksrík vinátta sem hefur haldist all-
ar götur síðan.
Það má segja að heilsan hafi fjarað
frá tengdaföður mínum síðustu árin.
Ég var ekki alltaf viss um að hann
þekkti mig þegar ég heimsótti hann á
Skógarbæ. En þegar ég hafði setið
hjá honum í smá stund leitaði hann
yfirleitt eftir að halda í hönd mína og
ég vil trúa því að hann hafi áttað sig á
því hver ég var og væri með þessu
móti að láta mig vita.
Sigmundur var hlýr og gefandi
maður sem gott var að njóta sam-
vista við. Aldrei hef ég hitt nokkurn
sem var eins barnelskur og hann.
Þegar barnabörnin voru í heimsókn
áttu þau hug hans allan. Þegar heils-
an leyfði þá gat hann setið tímunum
saman og horft á börnin þar sem þau
voru að leik.
Sigmundur var alltaf jákvæður og
ég hafði mjög gaman af því að slá á
létta strengi með honum. Við áttum
sérstakar stundir í kringum þorrann
en þá bar hákarl oftar en ekki á
góma. Hann stóð fastar á því en fót-
unum að hákarl væri ekki ætlaður til
átu og um þetta gátum við skeggrætt
ár eftir ár og höfðum alltaf jafn gam-
an af.
Í hjarta mínu takast á tilfinningar,
annars vegar söknuður eftir kær-
leiksríkum tengdaföður og yndisleg-
um afa barna minna og hins vegar
þakklæti fyrir að hafa fengið að
kynnast Sigmundi. Fyrir það er ég
ríkari kona.
Kristín Helga Ólafsdóttir.
✝ María Ágústs-dóttir fæddist á
Geiteyjarströnd í Mý-
vatnssveit 13. desem-
ber 1918. Hún lést á
Dvalar- og hjúkr-
unarheimilinu Hlíð á
Akureyri 22. ágúst sl.
Foreldrar hennar
voru Hólmfríður
Benediktsdóttir, f.
23.6. 1899, d. 27.4.
1990, og Ágúst Sig-
urgeirsson, f. 4.4.
1882, d. 11.2. 1969.
Systkini Maríu eru
Helgi, f. 30.7. 1921, d. 23.1. 1995.
Sigríður, f. 12.12. 1923, d. 5.4. 2009
og Stefanía, f. 10.4. 1927.
María giftist 18. júní 1942 Sig-
urði G. Jóhannessyni kennara, f.
22.5. 1912, d. 27.6. 1988. Foreldrar
hans voru Bergrós Jóhannesdóttir
og Jóhannes Bjarnason. Börn Mar-
Tekla Mist og Guðlaugur Tristan.
b) Heiðrún Gígja Ragnarsdóttir, f.
1971, maki Sigurgeir Orri Sig-
urgeirson. Sonur þeirra er Ragnar
Orri. 3) Hrafnhildur Guðbjörg, f.
1954, maki Gísli Pálsson, f. 1949.
Synir þeirra eru: a) Páll Rúnar, f.
1976, sambýliskona Kolbrún Ein-
arsdóttir. Sonur þeirra er Bjarki
Freyr. Fyrir átti Kolbrún Magneu
Lind Óðinsdóttur. b) Þorgils, f.
1983.
María ólst upp á Geiteyjarströnd
í Mývatnssveit. Um tvítugt fór hún í
Húsmæðraskólann á Laugum í
Reykjadal og síðan lá leið hennar í
Eyjafjörð en þar kynntist hún eig-
inmanni sínum á Grund er hún
vann þar þá sem vinnukona og
hann sem kennari. Lengst af
bjuggu þau hjónin í Þingvallastræti
6 á Akureyri en áður á Hrafnagili.
María dvaldi síðustu þrjú árin á
Dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Hlíð á Akureyri.
Útför Maríu verður gerð frá Ak-
ureyrarkirkju í dag, 31. ágúst, og
hefst athöfnin kl. 13.30.
íu og Sigurðar eru: 1)
Bergrós Hólmfríður,
f. 1944, maki Þór-
arinn S. Magnússon,
f. 1943, d. 1999. Börn
þeirra eru; a) Sig-
urður, f. 1967, maki
Þóra Magnúsdóttir.
Synir þeirra eru
Sindri og Snorri. b)
Helga María, f. 1971,
maki var Gunnar G.
Gunnarsson, þau slitu
samvistum. Börn
þeirra eru Ragna Sif
og Kristján Gunnar.
c) Arnar, f. 1975. 2) Hallur Þorgils,
f. 1953, maki Björk Sigurjónsdóttir,
f. 1949. Synir þeirra eru Sigurjón,
f. 1980, og Gunnar, f. 1982, sam-
býliskona Berglind Jónsdóttir. Fyr-
ir átti Björk. a) Guðmund Jóhanns-
son, f. 1968, maki Hjördís H.
Guðlaugsdóttir. Börn þeirra eru
Kveðja til móður
Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna
og varst þér sjálfri hlífðarlaus og
hörð.
Þú vaktir yfir velferð barna þinna,
þú vildir rækta þeirra ættarjörð.
Frá æsku varstu gædd þeim góða
anda,
sem gefur þjóðum ást til sinna landa,
og eykur þeirra afl og trú,
en það er eðli mjúkra móðurhanda
að miðla gjöfum – eins og þú.
Ég flyt þér, móðir, þakkir þús-
undfaldar,
og þjóðin öll má heyra kvæðið mitt.
Er Íslands bestu mæður verða taldar,
þá mun þar hljóma fagurt nafnið þitt.
Blessuð sé öll þín barátta og vinna,
blessað sé hús þitt, garður feðra
minna,
sem geymir lengi gömul spor.
Haf hjartans þakkir, blessun barna
þinna,
– og bráðum kemur eilíft vor.
(Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.)
Börn og tengdabörn,
Bergrós Hólmfríður,
Hallur Þorgils og Björk,
Hrafnhildur Guðbjörg og Gísli.
Í dag kveðjum við barnabörnin
okkar elskulegu ömmu Maríu í
hinsta sinn.
Amma var fjörug og lífsglöð, sem
nú er fallin frá níræð að aldri og
minnumst við hennar með söknuði.
Hún amma okkar var einstök, hún
var kjarnakona – skipulögð og mik-
ill dugnaðarforkur, hún var alltaf
að og gekk í öll verk, hangs var
aldrei valkostur og lærðum við
barnabörnin mikið af henni.
Amma var ákveðin og hreinskilin
en jafnframt hjálpsöm og
hjartahlý. Hún var mikil fjöl-
skyldumanneskja, alltaf boðin og
búin að aðstoða okkur, hvort sem
það var við heimilisstörf eða leið-
sögn um lífið. Velferð fjölskyldunn-
ar var henni alltaf efst í huga og
fylgdist hún vel með lífi okkar og
störfum – gladdist þegar vel gekk
eða gaf klapp á öxlina og nokkur
hughreystandi orð þegar þannig lá
við. Henni var í mun að við eign-
uðumst falleg heimili, rétt eins og
hún átti fallegt og töfrakennt heim-
ili með spilandi saumaborði og fal-
legum blómum. Blómunum sinnti
hún af sömu alúð og okkur, enda
blómstruðu blómin einstaklega vel
hjá henni.
Það var alltaf ljúft að heimsækja
ömmu í Þingvallastrætið og svo
seinna í Hrafnagilsstrætið. Alltaf
bar hún fram kaffi og helling af
bakkelsi sem hún töfraði fram,
enda mikil húsmóðir. Amma var
líka dugleg að úthluta okkur barna-
börnunum verkefnum og þannig
mynduðust yndislegar hefðir og
góðar minningar.
Börnin okkar nutu líka góðs af
því hvað amma var mikið fyrir sæt-
indi og laumaði hún alltaf einhverju
gotti að þeim og svo dró hún fram
dótakassann góða sem börnin léku
sér með svo tímunum skipti – alltaf
var gaman að heimsækja ömmu
Maríu enda var hún hrókur alls
fagnaðar og gestrisin.
Ömmu Maríu leið afar vel í Mý-
vatnssveitinni þaðan sem hún var
ættuð og hafði þar hjólhýsi ásamt
systrum sínum í svokölluðum
Systrahvammi. Þaðan eigum við
barnabörnin öll góðar minningar. Í
Systrahvammi var hún amma alltaf
að brasa eitthvað, dytta að, klippa
og snyrta gróðurinn milli þess sem
hún bar góðgæti á borð fyrir okkur
og hló með okkur. Á kvöldin spil-
uðum við og spjölluðum saman og
ósjaldan hlýddi hún okkur yfir ör-
nefnin í sveitinni góðu.
Það er erfitt að sjá á eftir þeim
sem manni þykir vænt um, en efst
er okkur þó í huga þakklæti fyrir
þau ár sem við nutum samvista við
ömmu í Þingó.
Minningarnar ylja okkur um
hjartarætur og gera kveðjustund-
ina léttbærari.
Með ást og virðingu kveðjum við
þig, elsku amma og biðjum guð að
varðveita þig.
Fyrir hönd barnabarnanna,
Helga María Þórarinsdóttir.
Með nokkrum orðum langar mig
að kveðja hana Maríu frænku og
góða vinkonu mína. María frænka
var mikill fyrirmyndarunglingur,
þegar ég fyrst kynntist henni. Hún
var 19 ára að aldri er ég sá hana
fyrst og ég aðeins 14 ára hnáta.
María var falleg ung stúlka og með
áberandi fallegt hár, sem hún flétt-
aði þannig að tekið var eftir. Hún
var ákveðin en þó ávallt kurteis.
Ég ákvað fljótt eftir að ég fyrst sá
hana að kynnast henni betur og
rættist það sumarið eftir, er við
unnum saman í kaupavinnu.
Tengdumst við strax þá vináttu-
böndum sem aldrei slitnuðu. María
var mjög dugleg og við sem yngri
vorum nutum ávallt forsjár hennar.
Síðan liðu árin og María fjarlægð-
ist. Ég bjó í Reykjavík en hún á
Norðurlandi. En aldrei slitnuðu
tengslin og vinskapur okkar hélst
þrátt fyrir fjarlægðina á milli.
Seinna þegar börnin stálpuðust
fórum við að hittast aftur, bæði fyr-
ir sunnan og norðan. Ætíð stóð
heimili Maríu og Sigurðar okkur
opið. Gestrisni og kærleikur þróað-
ist milli heimilanna.
Elsku María mín, margar eru
minningarnar úr Systrahvammi og
frá Akureyri. Eins varstu mikill
gleðigjafi ásamt systur þinni hér á
mínu heimili og í sumarbústaðnum
við Þingvallavatn. Heimilið þitt á
Akureyri stóð fjölskyldu minni
ávallt opið og ekki tókstu í mál að
gist væri annars staðar á Akureyri,
ef einhverjir fjölskyldumeðlimir
áttu erindi þangað. Börnin mín og
fjölskyldur þeirra eiga margar góð-
ar minningar frá dvöl sinni á heim-
ili þínu gegnum árin. Þá á ég góðar
minningar frá Spánarferð okkar,
þar sem þú varst kletturinn og
hjálparhellan, þegar við stelpurnar
eins og þú kallaðir okkur Siggu
vorum ekki eins og þér líkaði.
Elsku vinkona! Við söknum þín
öll og biðjum góðan Guð að blessa
ættingja þína og vini.
Ég vil gjarnan lítið ljóð,
láta af hendi rakna.
Eftir kynni afargóð,
ég alltaf mun þín sakna.
(G.V.G.)
Margrét Ingunn (Unna).
María Ágústsdóttir
Minningar 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. ÁGÚST 2009
Við erum þakklát fyrir að hafa
átt Sigmund afa og þann tíma
sem við höfum átt með honum.
Afi var alltaf tilbúinn til að
fara í göngutúra og fara með
okkur út á leikvöll þegar okkur
hentaði.
Takk fyrir allt.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn.)
Steinar Orri, Ólöf, Þórdís
og Sigmundur Freyr.
HINSTA KVEÐJA
✝
Eiginmaður minn, stjúpsonur, faðir, tengdafaðir
og afi,
ÞORSTEINN BRODDASON,
Lágholti 2b,
Mosfellsbæ,
lést mánudaginn 24. ágúst.
Útförin fer fram frá Neskirkju í Reykjavík þriðju-
daginn 1. september kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Barnaheill.
Guðríður Steinunn Oddsdóttir,
Friðrika Gestsdóttir,
Vin Þorsteinsdóttir, Daníel Karl Ásgeirsson,
Daði Þorsteinsson, Maria Helen Wedel,
Oddur Broddi Þorsteinsson,
Stefán Broddi Daníelsson,
Eir Lilja Daníelsdóttir,
Sunna Daðadóttir Wedel.