Morgunblaðið - 31.08.2009, Page 20
20 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. ÁGÚST 2009
✝
Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
SIGURRÓS EDDA ÓFEIGSDÓTTIR,
áður til heimilis á
Njarðargötu 33,
Reykjavík,
sem andaðist á hjúkrunar- og dvalarheimilinu
Holtsbúð, Garðabæ, aðfaranótt mánudagsins
24. ágúst, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu þriðjudaginn
1. september kl. 13.00.
Þórdís Hlöðversdóttir,
Hildur Hlöðversdóttir, Gunnlaugur Guðmundsson,
Sigríður Hlöðversdóttir, Guðmundur Ragnar Ólafsson,
ömmu- og langömmubörn.
✝ IngibjörgGeorgsdóttir
fæddist í Stafholtsey í
Bæjarsveit í Borg-
arfirði 27. apríl 1918.
Hún lést á Landspít-
ala við Hringbraut 15.
ágúst sl. Foreldrar
hennar voru Steinunn
Ingibjörg Péturs-
dóttir ljósmóðir og
húsfreyja í Skjálg í
Kolbeinsstaðahreppi í
Hnappadalssýslu o.v.,
f. í Geirshlíð í Flóka-
dal í Borgarfirði 18.
jan. 1886, d. í Reykjavík 14. des.
1965, og Georg Sigurðsson bóndi í
Skjálg o.v. 1915-1958, síðan í Borg-
arnesi til dd., f. á Refsstöðum í
Hálsasveit í Borgarfirði 23. apr.
1887, d. í Borgarnesi 4. feb. 1968.
Systkini Ingibjargar eru Pétur, f. 4.
jan. 1921, d. 25. nóv. 1999, Ragnar,
f. 27. júlí 1923, og Anna Guðrún, f.
21. mars 1929.
Ingibjörg giftist 2. des. 1940
Magnúsi Árnasyni bónda á Stóra-
Hrauni í Kolbeinsstaðahreppi og
síðar húsverði í Vogaskóla í
Reykjavík, f. á Ytri-Rauðamel í
Eyjahreppi í Hnappadalssýslu 11.
maí 1906, d. í Reykjavík 12. maí
1982. Foreldar hans voru Árni Þór-
arinsson prófastur á Stóra-Hrauni,
f. í Götu í Hrunamannahreppi í Ár-
nessýslu 20. jan. 1860, d. 3. feb.
1948 (Reykjaætt), og k.h. Anna
María Elísabet Sigurðardóttir, f. í
Syðra-Skógarnesi í Miklaholts-
hreppi í Hnappadals-
sýslu 23. feb. 1877, d.
22. maí 1958. Sonur
Ingibjargar og Magn-
úsar er Árni, f. 14.
maí 1942. Maki I 25.
des. 1965 (skildu)
Hrafnhildur Skúla-
dóttir, f. 23. apríl
1944. Börn þeirra eru
a) Björg, f. 10. feb.
1964, maki Markús H.
Guðmundsson, f. 8.
ág. 1963. Synir þeirra
eru Arnar Gauti, f. 4.
mars 1987, unnusta
Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir, f.
16. maí 1987, og Guðmundur Fann-
ar, f. 1. feb. 1992. b) Magnús, f. 23.
feb. 1973. Maki I (skildu) Herdís
Þórsteinsdóttir, f. 16. júní 1974.
Sonur þeirra er Árni Snær, f. 2. okt.
1996. Maki II Rannveig Sigfúsdótt-
ir, f. 27. okt. 1975. Dóttir þeirra er
Björg Margrét, f. 14. mars 2007.
Fóstursonur Magnúsar og sonur
Rannveigar er Stefán Ragnar
Sandholt, f. 16. mars 1995. Seinni
kona Árna, 18. mars 1999, er Sig-
fríður Þórisdóttir, f. 28. des. 1951.
Fósturdóttir Árna og dóttir Sig-
fríðar er Erla Sigríður Grét-
arsdóttir, f. 18. júní 1972, maki Gísli
Þór Arnarson, f. 29. feb. 1972. Dæt-
ur þeirra eru Eva Margét, f. 30. júní
2005, og Kristín Sif, f. 13. sept.
2008.
Ingibjörg verður jarðsungin frá
Bústaðakirkju í dag, 31. ágúst, og
hefst athöfnin klukkan 15.
Árin líða. Ég kynntist Ingibjörgu
Georgsdóttur tengdamóður minni
fyrir 26 árum þegar við Árni einka-
sonur hennar hófum kynni okkar. Ég
fann að hún var seintekin og jafnvel
dul, enda flíkaði hún aldrei tilfinn-
ingum sínum. Henni var ekki eigin-
legt að hlaða fólk lofi; sagði raunar á
dánarbeði sínum að sér hefði aldrei
verið hælt í uppvextinum. Mér þótti
því mikið til þess koma þegar mág-
kona hennar tjáði mér að Ingibjörg
hefði sagt sér að henni þætti und-
urvænt um mig. Þau orð frá þessari
dulu og traustu konu þóttu mér mik-
ils verð.
Fljótlega varð mér ljóst hversu
Ingibjörg, þessi glæsilega kona, var
greind, vel lesin, stálminnug, hafsjór
af fróðleik og gjörþekkti landið sitt.
Gleymi ég aldrei ferð sem við Árni
fórum með henni yfir Sprengisand
fyrir um það bil 20 árum. Hún þekkti
bókstaflega allar ár, öll fjöll og önnur
kennileiti. Ég varð alveg undrandi
hve hún var fróð og vel að sér, jafnvel
um landshætti og svæði sem hún
hafði hvorki séð né heimsótt. Eða
eins og Klettafjallaskáldið segir:
Þér er upp í lófa lögð,
landið, þjóðin, sagan.
Umhyggja hennar fyrir afkom-
endum sínum og fjölskyldum þeirra
var einstök alveg til hinstu stundar.
Ég minnist þess með þakklæti hvað
hún var ræktarsöm við dóttur mína
og dótturdætur, fylgdist vel með lífi
þeirra og líðan allri. Hún ætlaðist til
einskis af öðrum, var sjálfri sér nóg
og bjó í eigin húsnæði. Ekkert vildi
hún þiggja af hinu opinbera, bakaði,
eldaði og annaðist heimilið þrátt fyr-
ir lasleika. Mikil sjálfstæðiskona var
hún alla tíð og hennar lífsmottó var
að vera sinn eigin gæfu smiður. Hún
var sparsöm við sjálfa sig en örlát á
gjafir við aðra. Hún skuldaði engum
neitt, var ráðdeildarsöm og gætin og
hefur Árni sonur hennar erft þá góðu
eiginleika sem fleiri mættu sannar-
lega hafa að leiðarljósi. Hún var af
gamla skólanum og talaði stundum
um að hún vildi eiga fyrir útförinni
sinni.
Síðustu 12 árin fór Ingibjörg lítið
út úr húsi. Mér fannst hún fara mik-
ils á mis vegna þessa, en hins vegar
heimsóttu hana margir góðir gestir
sem hún tók ávallt vel á móti. Hún
lagðist í fyrsta sinn inn á spítala fyrir
rúmlega 10 árum og svo aftur er hún
lá banaleguna á Landspítalanum við
Hringbraut í hálfan mánuð. Hún
hafði á orði hvað henni liði þar vel,
hjúkrunarfólkið væri yndislegt og
maturinn frábær. Hún vitnaði í Bjart
í Sumarhúsum og hafði á orði að ekki
hefði verið dekrað svona við hann!
Hún var auðmjúk og sátt í lokin og
kveið ekki vistaskiptunum.
Þau Ingibjörg og Magnús maður
hennar unnu bæði hörðum höndum
við að koma sér upp húsnæði. Þau
reistu sér einbýlishús í Bakkagerði 4
í Reykjavík og Magnús gróf sjálfur
grunninn að því með handafli. Þau
víluðu hvorugt fyrir sér að leggja af
mörkum mikla vinnu, enda alin upp
við aðstæður þar sem slíkt þótti sjálf-
sagt. Að leiðarlokum þakka ég góð
kynni við stórmerkilega konu. Far í
friði á Guðs vegum.
Sem sjálfum Drottni mildum lófum
lyki
um lífsins perlu í gullnu augnabliki.
(Tómas Guðmundsson.)
Sigfríður Þórisdóttir.
Amma var ótrúleg kona.
Amma, afi og Bakkagerðið hafa
alla tíð verið mjög stór hluti af mínu
lífi, allt fram á hennar síðasta dag.
Ég ólst þar upp og amma passaði
mig, fór með mig í ferðalög, saumaði
á mig, keyrði mig á skíði, passaði
strákana mína og svo mætti lengi
telja.
Við amma vorum þó ekki alltaf
sammála.
Amma gaf mér stundum pening til
fatakaupa í þeirri von að úr fata-
smekk mínum rættist. Síðast daginn
áður en hún dó horfði hún á mig
gagnrýnum augum og sagði: „Björg,
áttu ekkert annað til að vera í?“
Nokkrum dögum áður, á spítalanum,
hafði ég haft á orði við hana að hún
ætti að koma sér úr sjúkrahúsfötun-
um og fara í sín eigin föt. Þá fannst
henni fokið í flest skjól þegar ég af
öllum var farin að setja ofan í við
hana varðandi klæðaburð.
Amma var mjög heimakær en
fannst að ég gæfi mér of lítinn tíma
til að sinna mínu heimili og strákun-
um. Ég gat því verið nokkuð viss um
að hún var ekki að fara mannavilt
þegar ég kom heim úr utanlandsferð
daginn áður en hún dó, fyrr en áætl-
að hafði verið, og hún tók á móti mér
með orðunum: „Jæja, á nú loks að
fara að sinna börnunum!“
Amma þekkti hvern blett á Ís-
landi. Ég var sjálf á ferð um Lóns-
öræfi nú fyrir stuttu og þegar amma
spurði mig út í ferðina var ég ekki
með öll staðarnöfn á hreinu. Ömmu
líkaði það ekki allskostar og sagði:
„Það er til einhvers að maður er bú-
inn að fara með þig í öll þessi ferða-
lög um landið þegar þekkingin er
ekki meiri en þetta.“
Amma hafði mikla sjálfsbjargar-
viðleitni og allt sem hún gerði var
gert af natni. Henni fannst ég hins
vegar mikil brussa og treysti mér því
illa til nákvæmnisverka. Ég keypti á
hana buxur nýverið. Buxurnar voru
of síðar en hún treysti mér alls ekki
til að stytta þær. Þess í stað bað hún
mig að þræða nál því hún ætlaði að
gera þetta sjálf, þá löngu lögblind!
Skipulagshæfni ömmu var með
eindæmum. Hún vann að hlutum í
rólegheitum og af yfirvegun. Þannig
dó hún líka. Ferlið frá því að hún
fékk að vita að hún væri með krabba-
mein í lok júlí var með ólíkindum.
Hún gaf okkur ómetanlegan tíma til
að vinna úr sorginni, með sér. Hún
beið með að deyja svo ég næði heim
frá útlöndum og hún beið fram yfir
síðasta próf hjá Arnari Gauta.
Daginn fyrir andlát sitt sagði hún:
„Eins og ég hef alltaf verið hrædd við
dauðann þá veit ég það nú, eins og
tvisvar sinnum tveir eru fjórir, að ég
er að deyja. Þetta er nákvæmlega
eins og ég myndi vilja hafa það, ég er
verkjalaus og fæ að sofna út af.“ Við
Árna Snæ, 13 ára son Magga bróður,
sagði hún: „Ekki vera leiður. Ég er
bara að fara í langt ferðalag. Ég vaki
yfir þér og við eigum eftir að hittast
aftur.“
Þennan dag skipulagði amma líka
útförina sína; „í sóknarkirkjunni,
ræðan alþýðleg, ekkert lof og ekkert
last og engan einsöng takk!“
Ég vil þakka þeim sem hjálpuðu
okkur á síðustu metrunum og þá sér-
staklega Þóru frænku sem var ómet-
anleg stoð og stytta.
Að leiðarlokum vil ég þakka ömmu
minni fyrir allt það sem hún gerði
fyrir mig.
Minning hennar lifir.
Björg Árnadóttir.
Ingibjörg Georgsdóttir, eða Imma
amma, er látin á 92 aldursári. Þakk-
læti er mér efst í huga; þakklæti fyr-
ir að hafa fengið að kynnast henni og
þakklæti fyrir yndislegar stundir.
Margs er að minnast en í hjarta mér
eru það öll jákvæðu og yndislegu
orðin sem hún hafði um dóttur okkar
Magga, hana Björgu Margréti sem
ég mun aldrei gleyma. Sérhver móð-
ir hefur yndi af að hlusta á svo falleg
orð um barnið sitt og þar er ég engin
undantekning.
Immu ömmu þekkti ég í um fimm
ár. Þegar Maggi, sonarsonur henn-
ar, og ég kynntumst, byrjaði hann
snemma að tala um ömmu sína sem
hann mat svo mikils. Ég fann að til
að vinna hjarta Magga að fullu yrði
ég að koma vel fyrir hjá ömmu.
Fyrsta skiptið sem ég kom í heim-
sókn í Bakkagerðið var Maggi beð-
inn að sækja fína stellið, ég mátti alls
ekki drekka úr hinum hversdaglegu
bollum. Helgarkaffi til Immu ömmu
með ilmandi yndislegum pönnukök-
um var upplyfting í skammdeginu.
Að fá að setjast í stólinn hennar,
dotta örlitla stund var stundarfriður
frá dagsins önn. Heimsóknirnar í
Bakkagerðið voru svo notalegar. Nú
veit ég ekki hvort Imma amma vissi
sjálf hversu gott var að koma til
hennar. Ég vona samt innilega að
hún hafi fundið að við kunnum að
meta þessar dýrmætu samveru-
stundir á heimili hennar. Hangikjöt-
ið á jóladag, lummur á laugardegi og
pönnukökur á sunnudegi. Svo kom
að því að ég fékk að drekka úr hvers-
dagsstellinu hennar. Þá vissi ég að
ég var orðin hluti af fjölskyldunni og
búin að vinna hjarta kærastans.
Imma amma var fyrsta manneskj-
an sem við hjónin heimsóttum með
dóttur okkar, Björgu Margréti. Hún
kom til ömmu aðeins eins dags göm-
ul og næstum hverja helgi eftir það.
Hjá henni lærði sú stutta að drekka
malt og borða bláber. Imma amma
tók af mér loforð um að tína handa
Björgu Margréti bláber og það mun
ég gera. Árni tengdapabbi er búinn
að sýna mér leynistaðinn.
Þegar komið er að kveðjustund
þakka ég yndislegar samverustund-
ir. Ég mun sakna Immu ömmu; nota-
legu samverustundanna á heimili
hennar, veitinganna og allra hefð-
anna. Minning hennar mun lifa í
hjörtum okkar sem vorum svo lán-
söm að fá að vera hluti af hennar lífi.
Ég mun minnast hennar fyrir að
standa á sínu, vera blíð og góð og
vilja það besta fyrir alla í kringum
sig.
Blessuð sé minning hennar.
Rannveig Sigfúsdóttir.
Látin er í hárri elli Ingibjörg
Georgsdóttir, eða Imma eins og hún
var kölluð. Sterk stóð hún vaktina til
hinsta dags, bjó ein og hugsaði um
sig sjálf. Til hennar var gott að koma,
ætíð standandi veisla þó að ekkert
væri gert með það, yfirleitt lítið gert
úr öllu. „Hingað koma svo sem eng-
ir.“
Imma hafði sterka og góða nær-
veru. Hún agaði og sagði til með
glettni. Þegar við Hlynur bróðir ól-
umst upp passaði Imma okkur. Hún
var þetta millistig á milli ömmu og
mömmu sem svo gott var að eiga,
bæði í aldri og öllu fasi. Vinur okkar
og uppalandi í senn. Átti alltaf eitt-
hvað í okkur, eins og afkomendum
sínum og öllum þeim frændgarði
sem naut umhyggju hennar. Fyrir
það þökkum við.
Þegar hún kvaddi heimili sitt í
Bakkagerðinu til að fara á spítala
bauð hún fársjúk upp á lummur sem
hún bakaði sjálf. Einhver hvíslaði að
mér að líta inn þann dag í hádeginu.
„Nú hvað, ert þú líka kominn?“ Ég
svaraði því til að ég væri í sumarfríi
og hefði ákveðið að heilsa upp á hana.
„Af hverju ertu þá ekki að gera eitt-
hvað skemmtilegt fyrst þú ert í fríi?
sagði hún að bragði. Árni, sonur
hennar, og börn hans Björg og
Magnús voru þarna líka og við Árni
göntuðumst við Immu með að ég
væri í sömu stuttbuxunum og þegar
hún passaði mig. „O, ég held að þú
hafir nú haft efni á að kaupa þér nýj-
ar,“ sagði Imma.
Með fráfalli Immu eru kaflaskipti.
Nú eru öll Stóra-Hraunssystkinin og
makar þeirra fallnir frá. Þegar
Imma giftist sveitunga sínum í Kol-
beinsstaðahreppi, Magnúsi Árna-
syni, Árna prófasts Þórarinssonar
gekk hún þar með inn í 11 systkina
hóp og maka þeirra. Allur sá stóri
hópur var einstakt samfélag. „Þetta
var náttúrlega skemmtilegasta fólk
sem maður hefur þekkt,“ sagði
Imma við mig sl. vetur. „Það er ekki
skemmtilegt fólkið í dag á móti því.“
Imma var sjálf mikill húmoristi og
kunni að færa hversdagslega atburði
í meinfyndinn búning. Hún kunni að
læðast eftir fínni línu þess að skensa í
góðu og gera lítið atvik eftirminni-
legt í minningunni.
Imma gerði miklar, nánast ofur-
mannlegar, kröfur á sjálfa sig. Hún
var vönduð og góð kona sem bætti þá
sem hún umgekkst og aðstoðaði.
Blessuð sé minning hennar.
Þórólfur Árnason.
Þeir sem eru manni góðir í
bernsku skipa ávallt sérstakan sess.
Það vitum við pabbi bæði og stönd-
um í þakkarskuld við Immu þótt
kynslóð sé á milli okkar. Hún ann-
aðist bróður sinn af natni og alúð
þegar hann var lítill og lasinn og
amma Steinunn að taka á móti börn-
um, oft langdvölum að heiman vegna
starfa sinna sem ljósmóðir. Ég átti
líka alltaf athvarf hjá henni í Bakka-
gerðinu á hverju sem gekk. Minning-
arnar eru ótal margar; Imma að
skellihlæja að Halldóri Laxness sem
hún las oft og deildi með mér snilld
og húmor skáldsins. Ég að túpera
hárið á Immu þangað til hún leit út
eins og fórnarlamb raflosts, en þótt-
ist samt ánægð með útkomuna þegar
hún leit í spegil. Hreinskiptin og
heiðarleg en alltaf tilbúin að hnika
sannleikanum til þess að gleðja barn-
ið. Ég skynjaði sterkt væntumþykj-
una sem í þessu umburðarlyndi fólst.
Það var ekki vegna þess að ég
fengi ekki nóg að borða heima hjá
mér, en ég fór oft yfir til Immu í von
um heimabakaða hveitiköku eða
harðsoðið egg sem af einhverjum
ástæðum var mjög oft borið fram og
alltaf var tekið vel á móti mér. Hjá
Immu fékk sú barnslega tilfinning
byr undir báða vængi að ég væri
mikilvægasta manneskja sem hefði
fæðst. Maggi heitinn maðurinn
hennar, sem lést 1982, var líka ein-
staklega barngóður. Hann sagði ótal
sögur sem allar enduðu vel og var
alltaf til í að taka þátt í alls kyns
uppátækjum. Hann átti líka
skemmtilegustu systkini sem ég
hafði nokkru sinni kynnst og upplif-
un að kynnast lífsgleði þeirra og
visku. Systkinin frá Stóra-Hrauni
voru einstök hvert á sinn hátt og mér
fannst svo merkilegt hvað þau voru
miklir prakkarar þótt þau væru
komin á svona virðulegan aldur, að
mér fannst. Leiðarljósið í þeirra
samskiptum var svo sannarlega;
maður er manns gaman. Þessu var
ómetanlegt að kynnast.
Imma var mikill dýravinur og
pabbi hefur sagt mér margar sögur
af því hvað hún átti auðvelt með að
vinna traust þeirra. Hún gat lagt
beisli við hvaða hest sem var þótt
hann væri orðlagður fyrir styggð.
Hestarnir treystu henni og það var
eins og þau töluðu tungumál sem þau
ein skildu. Sú manneskja sem menn-
irnir geta treyst á ef til vill auðveld-
ara með að vinna traust málleysingj-
anna. Alla vega fór henni það
einstaklega vel úr hendi.
Að leiðarlokum rennur það upp
fyrir manni sem mestu máli skiptir;
að eiga góða samveru með þeim sem
manni þykir vænt um. Þetta gleym-
Ingibjörg
Georgsdóttir