Morgunblaðið - 12.09.2009, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2009
Óskar Magnússon.
Ólafur Þ. Stephensen.
Útgefandi:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Mikið púð-ur fer íað spá
um framtíðina. Í
upphafi þessa árs
var því spáð að
þjóðarframleiðsla
myndi dragast saman um
tíu af hundraði. Nú bendir
allt til þess að samdrátt-
urinn verði mun minni eða
sjö af hundraði. Það munar
um hvern hundraðshluta og
þetta ætti því að verða til-
efni til hóflegrar bjartsýni á
að kreppan verði ekki jafn
djúp og búist var við.
Samdrátturinn í atvinnu-
lífinu fer hins vegar ekkert
á milli mála eins og kemur
fram í frétt í Morgunblaðinu
í dag þess efnis að tekjur
Faxaflóahafna verði 140
milljónum króna minni en
ætlað var vegna þess hvað
innflutningur hefur dregist
saman. Mestur er samdrátt-
urinn í innflutningi á bygg-
ingarefni. Gert er ráð fyrir
því að 25 þúsund tonn af
byggingarefni verði flutt
inn á þessu ári, en í fyrra
voru 65 þúsund tonn flutt
inn til landsins.
Það var viðbúið að mikill
samdráttur yrði í fram-
kvæmdum á Íslandi vegna
þess hvað mikið hefur verið
byggt á undanförnum árum.
Nú má spyrja
hvort aðrir geir-
ar atvinnulífsins
standi þá betur
en talið var. Það
er vonandi raun-
in. Hins vegar er
ljóst að ástæðan fyrir því er
ekki aðgerðir stjórnvalda til
að koma til móts við fyr-
irtæki eða liðka fyrir því að
fyrirtæki, sem eru vel rekin,
komist í gegn áföllin sem
kreppan hefur valdið.
Hingað til hefur kraft-
urinn að mestu farið í að
reisa við bankana, sem nú
eru komnir í ríkiseigu. Nú
er kominn tími til þess að
reisa við atvinnulífið, sem á
að halda samfélaginu gang-
andi. Samtök iðnaðarins
gengu í fyrradag fram með
yfirlýsingar um að nú yrði
að virkja og byggja upp
stóriðju ætti að ná upp hag-
vexti.
En það má líka hugsa
smátt, ýta undir ný fyr-
irtæki og gömul og hjálpa
þeim að hjálpa sér sjálf. Það
er góðs viti að samdráttur
hér á landi verði sennilega
þriðjungi minni en óttast
var og á því á að byggja. En
hann er engu að síður ugg-
vænlega mikill og dregur
ekki úr þörfinni á að stjórn-
völd bregðist við.
Talið er að sam-
dráttur þjóðar-
framleiðslu verði
7% en ekki 10% }
Ljós punktur
Viðbrögðborgarbúa
við fyrirhuguðum
breytingum á
skipulagi við suð-
urhluta Ingólfs-
torgs eru til marks um við-
horfsbreytingu. Henni fylgir
vaxandi óánægja vegna þess
að borgaryfirvöld hafa huns-
að borgarbúa þegar kemur að
veigamiklum ákvörðunum er
varða nærumhverfi þeirra og
lífsgæði – sem og hugmyndir
um hvernig beri að varðveita
byggingararfleifðina. Þau
hafa því miður eftirlátið verk-
tökum og byggingaraðilum
frumkvæði að uppbyggingu
og nýjum skipulagstillögum,
sem oft og tíðum eru í trássi
við hagsmuni borgarbúa sem
borgaryfirvöldum ber þó ein-
mitt að verja.
Hvað Ingólfstorg varðar er
sú spurning áleitin hvort ekki
sé óeðlilegt að ganga á al-
menningsrými með því að
færa sögulegar byggingar til,
einvörðungu til að rýma fyrir
nýbyggingum. Í elsta og
sögufrægasta hluta borg-
arinnar er engin leið að meta
slíkt svæði til fjár. Ingólfs-
torg, rétt eins og Austur-
völlur og Lækjar-
torg, á því að fá að
njóta sín óskert.
Borgarbúum mun
fjölga og ef þróun
borgarmyndar-
innar verður lík því sem ger-
ist í öðrum borgum eru torg
síst of stór.
Vesturhluti Ingólfstorgs
ber miklum mistökum í varð-
veislu borgarmyndarinnar
vitni. Þar eru nú eftirlíkingar
gamalla húsa, eða endurbygg-
ingar þeirra, sem aldrei geta
komið í stað upprunalegu
bygginganna og innviða
þeirra. Það er óþarfi að end-
urtaka þau mistök við suður-
hlutann. Hús eru best varð-
veitt á sínum upprunalega
stað og borgaryfirvöldum ber
skylda til að varðveita þau
sem hluta menningararfleifð-
arinnar fyrir framtíðina.
Það breytir þó ekki þeirri
staðreynd að reiturinn sem
um ræðir þarfnast aðhlynn-
ingar og mörg gömlu húsanna
mega muna sinn fífil fegurri.
Hámörkun byggingarmassa –
á svæði þar sem alltof stór
seinni tíma hús eru í raun það
eina sem stingur í augun – er
þó ekki rétta lausnin.
Borgaryfirvöld
hafa eftirlátið verk-
tökum frumkvæðið}
Torg verða ekki metin til fjár
S
agt er að það sé mannlegt að skjátlast
en óskaplega finnst mér erfitt að
gangast við því að hafa verið á villi-
götum. Og fleiri hafa lent í þeim
vanda. Einn af þekktustu og virtustu
hagfræðingum okkar sagði í grein í Frétta-
blaðinu í árslok 2007 að bankarnir hefðu „í hönd-
um nýrra eigenda tekið stakkaskiptum á örfáum
árum“ og íslensk bankaþjónusta væri orðin að
„gróandi útflutningsatvinnuvegi og bankarnir
græða á tá og fingri“.
Stefán Einar Stefánsson viðskiptasiðfræð-
ingur rifjar þetta núna upp fyrir okkur í ritinu
Þjóðmálum. Enginn vafi er á því að sá sem
þarna fjallaði um bankana mælti fyrir munn fjöl-
margra Íslendinga, ekki bara æðarbóndans á
Bessastöðum. Þeim fannst, eins og honum,
ágætt að nýtt fólk væri búið að hasla sér völl í
fjármálalífinu, fólk sem væri ekki allt nátengt gamla pen-
ingaaðlinum eða flokkunum. Þetta voru framfarir. Nýtt og
skemmtilegt Ísland.
Sjálfur velti ég því eitt sinn fyrir mér í pistli hvort íslensku
víkingarnir væru ekki bara fljótari að sjá góð tækifæri,
snjallari og áræðnari en kollegar þeirra í öðrum löndum.
Úff!!! Sumt vildi maður aldrei skrifað hafa, aldrei nokkurn
tíma.
Kannski er það barnalegt að gera sér vonir um að virðu-
legir fræðimenn viðurkenni að þeir hafi eins og aðrir mært
íslenska efnahagsviðundrið og væntanleg heimsyfirráð. Við
erum oft fús að lagfæra fortíðina, snyrta hana svolítið með
notalegri gleymsku þegar nauðsyn krefur. Okk-
ar eigin fortíð.
Við vitum að margir stjórnmálamenn gera
þetta og hafa alltaf gert. Þeir telja sig vita hvern-
ig við kjósendur séum, að við virðum þá ekki við-
lits framar ef þeir gangist opinberlega við því að
hafa klúðrað málunum. Í mesta lagi séum við fær
um að viðurkenna að þessir iðrandi syndarar séu
þó heiðarlegri en hinir. En kjósum við þá aftur?
Kannski erum við svona vond. En hverjir ættu
helst að sýna gott fordæmi, vera ærlegir og
gangast við eigin veikleika og flónsku?
Ég ætla að stinga upp á þeim sem segjast að-
eins hafa sannleikann að leiðarljósi. Þeir eru oft
mjög hvassir í gagnrýni sinni á valdamenn, eins
og þeim er rétt og skylt: Fræðimenn við háskóla,
klárasta fólkið okkar.
Hagfræðingar eru misheiðarlegir í eigin nafla-
skoðun. Þeir hafa sumir verið dæmalaust góðir í því und-
anfarna mánuði að velja af vandvirkni tilvitnanir í eigin skrif
þar sem allir sjá að þeir voru spámenn sem ekki var hlustað
nógu mikið á. Hinu er sleppt.
Vonandi bætum við öll ráð okkar og hættum líka að fegra
eigin fortíð með því að varpa allri sök á aðra. En hver skrifaði
greinina sem ég minntist á í upphafi? Hver var svona upp-
numinn yfir því hvað allt gekk vel hjá útrásarliðinu sem ári
síðar var afhjúpað sem hópur fáfróðra asna? Það gerði Þor-
valdur Gylfason prófessor sem seinna fordæmdi Seðlabank-
ann og ríkisstjórnina af hörku fyrir að hafa ekki tekið í taum-
ana í tæka tíð. kjon@mbl.is
Kristján
Jónsson
Pistill
Ef þeir hefðu bara hlustað á mig …
FRÉTTASKÝRING
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
F
riðrik Arngrímsson,
framkvæmdastjóri LÍÚ,
segir að sóknar-
markskerfið gangi ekki
upp í blönduðum veið-
um, vegna þess að menn einbeiti sér
að verðmætustu tegundinni og staðan
í Færeyjum sé víti til varnaðar. „Við
erum ekki með sóknarmark vegna
þess að við þurfum að hafa arð af
veiðunum,“ segir hann og bætir við að
ef íslenskir útvegsmenn vildu sókn-
armark myndu þeir sækjast eftir því.
Friðrik bendir á að sóknarmarks-
kerfið sé í raun kvótakerfi á tíma en
aflamarkskerfið sé kvótakerfi á
magn. Í sóknarmarkskerfi reyni
menn að ná sem mestum afla á sem
skemmstum tíma. Það hafi í för með
sér meiri kostnað og offjárfestingu í
afkastagetu. Strandveiðikerfið sé
dæmi um þetta. Í sóknarmarkskerfi
sé verri aflameðferð, áhersla sé á
magn frekar en gæði og verðmæti,
rétt eins og gerðist í makrílveiðum Ís-
lendinga í sumar. „Við verðum alltaf
að nýta þessa stofna á sjálfbæran og
ábyrgan hátt og ef við ætlum að hagn-
ast á veiðunum skilar aflamarkskerfið
mestu,“ segir Friðrik. Hann bætir við
að Færeyingar hagnist á uppsjáv-
arveiðum og á veiðum frystitogara í
Barentshafi en í báðum tilfellum sé
veitt samkvæmt kvótakerfi.
Hjalti í Jákupsstovu sagði enn-
fremur í erindi sínu á ráðstefnu Hag-
fræðistofnunar Háskóla Íslands að
brottkast væri minna í sóknarmarks-
kerfinu en kvótakerfinu. Friðrik segir
þetta ekki rétt, því séu menn þannig
gerðir að þeir hendi fiski þá geri þeir
það burtséð frá því hvaða fisk-
veiðistjórnunarkerfi ríki.
Jón Kristjánsson segir að allir sem
vinni í sóknarmarkskerfinu séu
ánægðir með það. Sveiflur í fisk-
stofnum séu ekki vegna veiði og að-
eins sé tímaspursmál hvenær stofn
nái sér aftur á strik.
Einfalt kerfi best
Guðjón A. Kristjánsson, sem vinn-
ur að sérstökum verkefnum í sjávar-
útvegsráðuneytinu og einkum að
verkefnum sem snúa að undirbúningi
brýnna breytinga á fiskveiðilöggjöf-
inni, hefur lengi hallast að því að Ís-
lendingar taki upp sóknarmarks-
kerfi. „Ég held að þetta standist
ekki,“ segir hann um þau orð Hjalta í
Jákupsstofu að sóknarmarkskerfið
hafi ekki skilað tilætluðum árangri.
„Ég held að það sé uppsveifla í þorski
í Færeyjum og það séu að koma inn
vaxandi árgangar. Mér sýnist að spár
Jóns Kristjánssonar fiskifræðings
um hvernig þorskafli myndi þróast
hafi gengið eftir.“ Guðjón áréttar að
Færeyingar hafi haldið því fram að
kerfið hafi gengið vel og smáfisk-
urinn hafi komið að landi en það hafi
hann ekki gert í aflamarkskerfinu.
„Ég hef talið að sóknarmarks-
kerfið sé betra en aflamarkskerfið
fyrir strandveiðar en uppsjáv-
arveiðum verði í megindráttum best
stjórnað með kvótakerfi,“ heldur
Guðjón áfram. Hann áréttar að það
sé ekkert sem segi að ein stjórnunar-
aðferð henti við veiðar á öllum teg-
undum. Kvótakerfið hafi til dæmis
ekkert að segja með nýtingu á út-
hafsrækjunni.
Guðjón segist vinna með upplýs-
ingar um veiðar við Ísland og staðan í
Færeyjum hafi ekki áhrif á vinnu
sína. „Við erum með kvótakerfið eins
og það er og það setur okkur ákveð-
inn lagaramma,“ segir hann. „Megin-
reglan í öllum fiskveiðikerfum á að
vera að reyna að hafa kerfin eins ein-
föld og hægt er.“
Sóknarmarkskerfið
bregst í Færeyjum
Hjalti í Jákupsstovu, forstjóri
Hafrannsóknastofnunar Færeyja,
segir að sóknarmarkskerfið í
stjórn fiskveiða í Færeyjum hafi
ekki skilað tilætluðum árangri og
þorskveiði hafi hrunið.
6@6 6@6 6@ 6 6@@6 6 6 6
. )#
!"#$
%&'(
. /
'#
&
Alþjóðahafrannsóknaráðið, ICES,
lagði til að Færeyingar stunduðu
ekki þorskveiðar á heimamiðum
fiskveiðiðárið 2009/2010 vegna
þess að veiðarnar séu ekki sjálf-
bærar, en ekki var farið að ráðlegg-
ingum ráðsins.
Færeyingar tóku upp sóknar-
markskerfi 1996. Árið 2001 var lagt
til að sóknardögum yrði fækkað
verulega en þá óskaði þáverandi
sjávarútvegsráðherra og núverandi
utanríkisráðherra Færeyja eftir
áliti Jóns Kristjánssonar fiskifræð-
ings og lagði hann til óbreyttan
fjölda sóknardaga. Eftir því var
farið og síðan hafa Færeyingar
haldið sínu striki.
ICES hefur varað við ofveiði við
Færeyjar og leggur til að markvisst
verði unnið að uppbyggingu stofns-
ins, ekki aðeins með veiðibanni á
þorski heldur algjörri lokun hrygn-
ingarsvæða nálægt landi, en hrygn-
ingarstofn þorsks við Færeyjar hef-
ur aldrei verið minni frá 1961 en
nú, samkvæmt upplýsingum Al-
þjóðahafrannsóknaráðsins. Fisk-
veiðidánartala þorsks hefur einnig
aukist og er nú með því hæsta frá
1961.
ICES VILL
VEIÐIBANN
››