Morgunblaðið - 12.09.2009, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 255. DAGUR ÁRSINS 2009
Heitast 20°C | Kaldast 10 °C
S og SV 5-13 m/s og
léttskýjað eða bjart-
viðri A-lands. Skýjað
og smá súld V-lands
eftir hádegi. »10
!
"
# $
%
%
"
&' ("'
" )
*+,-.+
+/.-00
**0-1.
+0-+02
+/-1,0
*2-.2,
**3-+,
*-,43+
*34-2,
*1/-4*
5 675 **# 89
6 +//3
*+,-3+
+/.-30
**4-+
+0-,*1
+/-134
*2-2+4
**3-4.
*-,.,+
*3.-,*
*1*-/+
+,,-.4/0
&:8
*+0-++
+/2-00
**4-40
+0-,13
+/-34.
*2-222
**3-13
*-,.2+
*3.-13
*1*-4,
FÓLK»
Lindsay vildi vera eins
og Britney. »49
Ásgeir H. Ingólfsson
ræddi við sænska
leikstjórann Mikael
Kristersson sem
sýnir mynd sína
Ljósár í dag. »44
KVIKMYNDIR»
Ljósár til
Íslands
ÚTVARP»
Einar Bárðarson er sjálf-
ur við hljóðnemann. »44
TÍSKA»
Hver er flottastur í
Toronto? »45
Fjölmargar hug-
myndir að nafni á
Tónlistarhúsið hafa
komið fram, t.d.
Fermata, Skuld og
Alþýðuhöllin. »44
Hvað skal
það heita?
TÓNLIST»
Menning
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Í LAUSASÖLU 395 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950
VEÐUR»
» VEÐUR mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Þröngar nærbuxur takk!
2. Fjölskylda Semenya bregst …
3. Anna Kristine þjófkennd í verslun
4. „Allir lækir eins og stórfljót“
Íslenska krónan veiktist um 0,3%
DANSKI blokk-
flautuleikarinn
Michala Petri
kemur til Íslands
eftir helgi og leik-
ur á tónleikum
ásamt eiginmanni
sínum Lars Hanni-
bal gítarleikara í
Norræna húsinu á
miðvikudagskvöld
og í Hömrum á Ísafirði á fimmtudags-
kvöld.
Michala Petri skipaði sér fyrir
löngu í röð bestu tónlistarmanna sam-
tímans og plötur með leik hennar eru
á milli 45 og 50 allt frá árinu 1975.
Petri og Hannibal hafa vakið sér-
staka hrifingu fyrir skemmtilegt
verkefnaval á tónleikum.
„Við veljum oft verk sem hafa þjóð-
legan svip, og alltaf verk sem við höf-
um gaman af að spila. Við höfum
haldið mörg þúsund tónleika út um
allan heim, og viljum spila tónlist sem
höfðar til breiðs hóps fólks; ekki bara
þeirra sem alla jafna sækja klassíska
tónleika,“ segir Hannibal.
Tónleikarnir eru haldnir í sam-
vinnu Félags íslenskra tónlistar-
manna við Dansk Solist-forbund með
styrk frá Norræna menningar-
sjóðnum og Dansk-íslenska sam-
starfssjóðnum. | 43
Michala Petri
á Íslandi
Michala Petri
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
EINS og fram hefur komið heldur
Ian Anderson tvenna góðgerðar-
tónleika hér á landi nú í september.
Þeir fyrri voru í gærkvöldi, en þeir
seinni verða í kvöld. Það bar til tíð-
inda í gærkvöldi að tónlistarkonan
Bryndís Jakobsdóttir, Dísa, kom
fram með Anderson og hljómsveit
hans, söng tvö lög með honum af eig-
in plötu og síðan eitt lag af einni af
sólóplötum hans.
Ian Anderson fór sjálfur fram á
það við Dísu að hún myndi troða upp
með honum, en hann rakst á lög með
henni á vefsetri YouTube þegar
hann var að kynna sér íslenska tón-
list. Dísa segir að það hafi óneitan-
lega komið flatt upp á sig þegar
Anderson leitaði til hennar um sam-
starf, enda er hún að fást við allt
aðra gerð tónlistar. „Mér fannst því
sjálfsagt að verða við þessu í ljósi
þess að þetta eru góðgerðartón-
leikar,“ segir Dísa og bætir við að
það sé alltaf lærdómsríkt að vinna
með öðrum tónlistarmönnum.
„Ég hef ekkert hlustað á Jethro
Tull eða Ian Anderson svo þetta
verður mjög spennandi. Hingað til
hef ég bara unnið með fólki sem er
að fást við svipaða hluti og ég, þann-
ig að ég á eftir að læra mikið af því
að taka þátt í þessu,“ segir Dísa, en
þess má geta að Ian Anderson lét
þau orð falla í viðtali við blaðið að
hann byggist einmitt við því að hann
myndi læra sitthvað af því að starfa
með Dísu, en hann valdi sjálfur lögin
sem Dísa syngur með hljómsveit-
inni.
Allur ágóði af tónleikum Ians
Andersons í Háskólabíói í gærkvöldi
og í kvöld rennur til fjölskyldna
Vildarbarna og Fjölskylduhjálpar
Íslands að hans ósk. Uppselt er á
hvoratveggju tónleikana.
Datt niður á Dísu
á vefsetri YouTube
Bryndísi Jakobsdóttur boðið að syngja með Ian Anderson
Í HNOTSKURN
»Bryndís kom fram með IanAnderson á tónleikum í
gærkvöldi, og gerir það svo
aftur í kvöld.
»Hún segist hvorki hafahlustað á Ian Anderson né
Jethro Tull.Bryndís
Jakobsdóttir
Ian
Anderson
FÓLK Í FRÉTTUM»
Reykvíska rokk-
tríóið Dynamo Fog réð
nýverið til sín nýjan
bassaleikara. Sá
heppni heitir Sindri
Eldon og er sonur
Bjarkar Guðmunds-
dóttur. Sindri tekur við bassanum af
Axel „Flex“ Árnasyni sem yfirgaf
sveitina í sumar. Sindri hefur átt
bassagítar til margra ára og er sagð-
ur munu koma til með að bæta hljóm
sveitarinnar til muna. Sveitin er
annars í ströngum æfingabúðum og
mun heiðra Iceland Airwaves-
hátíðina með nærveru sinni. Í fram-
haldi af því mun hún svo hefja upp-
tökur á nýrri breiðskífu.
Sonur Bjarkar til liðs við
Dynamo Fog
Og meira af rokk-
tónlist. Hljómsveitin
Mammút með Katrínu
Mogensen í broddi
fylkingar hefur gert
það gott að undan-
förnu. Önnur breið-
skífa sveitarinnar, Karkari, kom út
fyrir rétt rúmu ári, en síðan þá hafa
fjögur lög af plötunni komist í tölu-
verða spilun á útvarpsstöðvum.
Hvað mesta spilun hefur sveitin
fengið á rokkstöðinni X-inu 977, en
þar hafa lögin öll komist í efsta sæti
X-Dominos-listans. Lögin sem um
ræðir eru „Svefnsýkt“, „Geimþrá“,
„Rauðilækur“ og „Gun“. Platan var
endurútgefin fyrr á þessu ári í nýj-
um umbúðum og með aukalagi. Í lok
október heldur Mammút annars í
mánaðarlangan Evróputúr.
Mammút gerir það gott
Guðjón Már Guð-
jónsson, sem oft er
kenndur við OZ, hefur
verið valinn í hóp
þeirra 10 einstaklinga
sem JCI (Junior
Chamber Inter-
national) viðurkennir á heimsþingi
sínu í nóvember sem „Outstanding
Young People“. Guðjón fær viður-
kenningu í flokki viðskipta og frum-
kvöðla. Guðjón er annar framúr-
skarandi ungi Íslendingurinn sem
kemst í 10 manna hóp á heimsþingi
JCI frá því að JCI á Íslandi fór að
taka þátt í keppninni.
Í ár voru tilnefningarnar á þriðja
hundrað frá tæplega 100 löndum en
innan JCI eru starfandi 200 þúsund
félagar í um 120 þjóðlöndum.
Framúrskarandi Íslendingur
SJÖUNDA plata teknótríósins GusGus, 24/7,
kemur út á mánudaginn. Í tilefni útgáfunnar
hafa þeir félagar blásið til útgáfutónleika í bak-
garðinum við Laugaveg 56 hinn 26. september
næstkomandi. Í viðtali í Lesbókinni í dag ræðir
Birgir Þórarinsson, einn meðlima tríósins, meðal
annars um nýju plötuna, brotthvarf Urðar Há-
konardóttur úr sveitinni, velgengnina erlendis
og alvöru töffaraskap. | Lesbók
Morgunblaðið/Eggert
„Fólk í öllum heimshornum hefur heyrt af okkur“
Teknótríóið GusGus fagnar nýrri plötu með garðtónleikum við Laugaveg