Morgunblaðið - 12.09.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.09.2009, Blaðsíða 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2009 Morgunblaðið/RAX Samkeppniseftirlit Forstjórar norrænna stofnana er fylgjast með samkeppnismálum eru allir karlmenn, utan Agnete Gersing frá Danmörku. Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is ÞAÐ er sameiginleg sýn og stefna samkeppnisyfirvalda á Norð- urlöndum að standa skuli vörð um og efla virka samkeppni, ekki síst nú á tímum samdráttar og erfiðleika á fjármálamarkaði. Norðurlöndin eru lítil en opin hagkerfi og vegna þess er samkeppnisgeta þeirra á al- þjóðavettvangi ein meginforsendan fyrir hinni norrænu velferð. Kom þetta fram á fundi þar sem fulltrúar norrænna samkeppniseft- irlitsstofnana kynntu þær sameig- inlegu áherslur, sem byggt verður á næstu misserin. Var þar rætt um yfirstandandi fjármálakreppu, sem hófst í Banda- ríkjunum en barst síðan þaðan um allan heim. Hefur hún valdið veru- legum búsifjum á Norðurlöndunum öllum en þó hvergi meiri en á Ís- landi. Á fundinum og í skýrslunni er einnig rætt um fyrri bankakreppur á Norðurlöndum, í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi snemma á síðasta áratug liðinnar aldar, og þann lærdóm, sem draga má af þeim og Kreppunni miklu, sem hófst í Bandaríkjunum árið 1929. Minnt er á, að ýmsar ráðstafanir, sem bandarísk yfirvöld gripu þá til í því skyni að vinna gegn kreppunni, hafi beinlínis orðið til að herða á henni. Sýni það vel nauðsyn þess að huga vel að þeim aðgerðum, sem gripið sé til svo þær reynist ekki síð- ar vera verri en engar. Í skýrslunni er fjallað um sam- keppnismál á Norðurlöndum og þær ráðstafanir, sem stjórnvöld þar hafa gripið til vegna fjármálakreppunnar. Er kaflinn um Ísland hvað ítarleg- astur enda ljóst, að samkeppnisyf- irvöldum hér er vandi á höndum. Hrunið hér á landi, gjaldþrot helstu fjármálastofnana og geng- ishrun íslensku krónunnar, hefur aftur leitt til þess, að fjöldi fyr- irtækja hefur lagt upp laupana og mörg önnur eiga í miklum erf- iðleikum. Þátttakendum á sam- keppnismarkaði hefur fækkað og við þær aðstæður er meiri hætta en ella á tilraunum til að hindra samkeppni, til dæmis með ólöglegu samráði. Það, sem einkennir ekki síst ástandið hér á landi, er, að stóru bankarnir eru nú í ríkiseigu og þeir eiga síðan aftur mörg fyrirtæki að öllu eða miklu leyti. Samkeppniseft- irlitið leggur hins vegar áherslu á, að bankarnir, burtséð frá eignarhaldi, séu undir samkeppnislög seldir. Sameiginleg samkeppnissýn  Samkeppniseftirlitsstofnanir á Norðurlöndum eru sammála um að virk samkeppni sé ein helsta for- senda velferðarinnar  Kreppan kemur niður á fyrirtækjum á Norðurlöndunum líkt og á Íslandi Það kom fram hjá Páli Gunnari Pálssyni, forstjóra Samkeppn- iseftirlitsins, að undirrót fjár- málakreppunnar og þá einnig ástandsins hér á landi væri ekki of mikil samkeppni, heldur þvert á móti. Líklega hefði það sjaldan verið mikilvægara en nú fyrir ís- lenska neytendur, að samkeppnin væri virk. Sagði Páll Gunnar, að bein og skýr tenging væri á milli samkeppni og velferðar. Heil- brigð samkeppni stuðlaði að efnahagslegum vexti og nýsköp- un, ekki síst á erfiðum tímum, enda væri það dómur reynsl- unnar, í Bandaríkjunum, Norð- urlöndum og víðar, að þar sem gripið hefði verið til aðgerða til að takmarka samkeppni, hefði það ávallt gert endurreisn efna- hagslífsins erfiðari. Samkeppnin mikilvæg neytendum Brot úr ferðasögu Halldóru Krist- ínar um hestaferð á Snæfellsnesi: „Á Fossi býr maður sem heitir Svenni, hann á mörg falleg dýr. Til dæmis fjórar litlar sætar kanínur, hesta, kindur, hund sem mér fannst alveg voðalega líkur Káti í framan og svo landnámshænur og á hananum höfðu hænurnar kroppað af honum stélið þegar hann var ungur og Svenni hélt að það myndi vaxa með árunum en svo gerði það það ekki og haninn er með minna stél en hænurnar. Eftir að við fórum frá Fossi þá fór- um við á Stakkhamar og í fjósið þar sem okkur systkinunum hafði verið boðið að taka þátt í að mjólka. Í fjósinu fengum við að þrífa spenana og bera á þá krem. Við fylgdumst líka bara með og mér fannst alveg ótrúlegt að bóndinn mundi flest nöfn kúnna sem voru um 30. Á Stakkhamri er fjósið voðalega tæknilegt og þegar mað- ur mjólkar þá stendur maður ofan í svona gryfju og kýrnar eru fyrir of- an mann þannig að maður þarf ekkert að beygja sig eða neitt þannig.“ Úr Hestaferð á Löngufjörum Verðlaunasagan Ferð Ástu Bær- ings hefst á þennan hátt: Það verður að segjast eins og það er, að það varð uppþot á heim- ilinu, þegar Ásta tilkynnti okkur í vetur, að hún væri búin að ákveða að fara í fimm vikna ferðalag í maí til Afríku. Fara átti til Egyptalands og ferðast svo meðfram Miðjarð- arhafsströnd Afríku og enda svo í Casablanca í Marokkó. Hún ætlaði semsagt að henda bakpoka á bak- ið og leggja bara af stað, EIN. Ég, pabbinn, vil samt taka það skýrt fram, að orðrómur um tauga- áfall mitt er stórlega ýktur. Það var mamman. Ég að vísu skal við- urkenna, ef það fer ekki lengra, að nokkrar neglur hurfu í nagi, en hvað með það? Ég lagðist á bæn, og spurði þann í Efra, sem öllu ræður, hvernig honum dytti þessi ósköp í hug. Það hefur alltaf verið sagt, að það væri foreldranna fag, að móta börnin sín. Það væru vörusvik, að láta okkur fá barn, sem fyrirfram væri mótað. Og það stelpu! Ekkert svar. Úr Ferð Ástu Bærings NÚ ERU ljós úrslitin í samkeppni ferðavefjar mbl.is um bestu ferða- sögu sumarins. Þátttaka var góð í keppninni en alls bárust liðlega 20 sögur. Tvenn verðlaun voru í boði – annars vegar ferð fyrir tvo með Ice- land Express til einhvers áfanga- staðar félagsins og hins vegar ferð fyrir tvo til einhvers áfangastaðar Flugfélags Íslands. Niðurstaða dómnefndar var sú að bestu ferðasögurnar teljast Ferð Ástu Bærings eftir Bjarna Hall- dórsson og Hestaferð á Löngu- fjörum eftir 12 ára stúlku frá Stykk- ishólmi, Halldóru Kristínu Lárusdóttur. Hreppir Bjarni ferða- vinninginn hjá Iceland Express, en Halldóra ferðavinninginn með Flug- félagi Íslands. Sjónhorn sögunnar um ferð Ástu Bærings verður að teljast nokkuð óvenjulegt því sögumaðurinn fer hvergi heldur lýsir hann, faðirinn, ferðalagi dóttur sinnar einsamallar með bakpoka til Egyptalands, og hvernig hún lætur örvæntingarfulla foreldra sína á barmi taugaáfalls vita af sér, aðallega með sms- skilaboðum. En hvernig vildi það til að Bjarni ákvað að taka þátt í keppninni? „Ja, það kom þannig til að ég var búinn að lofa dóttur minni þegar hún ákvað að fara þessa ferð að við skyldum hafa samband á hverjum degi í gegnum SMS,“ svarar hann. “Hún var síðan að því leytinu svolítið brottgeng, en ég varð alltaf svolítið trekktur ef hún svaraði ekki kalli á hverjum degi. Ég sendi henni þá stökur og alls kyns athugasemdir bara til að gera eitthvað. Svo þegar ferðinni var lokið og hún komin heim, þá ætlaði ég að fara að eyða þessu úr símanum en hugsaði svo með mér að það væri kannski vit- leysa og ákvað að skrifa þetta niður úr símanum og smám saman varð til þessi saga. Og ég var bara rétt búinn með þessa sögu þegar þið byrjuðuð með þennan ferðavef ykkar og aug- lýstuð eftir ferðasögum. Dóttir mín sá það og vildi endilega að ég sendi þetta inn. Þannig gerðist þetta.“ Hestaferð Halldóru Kristínar lýs- ir viðburðaríku ferðalagi eftir Löngufjörum á Snæfellsnesi og les- andinn verður þátttakandi í barns- legri upplifun hennar á öllu því sem fyrir augun ber í ævintýraför. „Ég sá auglýsinguna um ferða- sögu í blaðinu og ákvað að taka þátt,“ segir Halldóra. „Við erum mikið hestafólk, eigum eitthvað um 20 hesta og förum svona hestaferðir helst á hverju sumri. En mér fannst þessi ferð svolítið sérstök og ákvað bara að skrifa um hana.“ Svolítið sýnishorn úr sögunum má sjá hér til hliðar, en hægt er að lesa verðlaunasögurnar í heild sinni inn á ferðavef mbl.is sem og aðrar sögur sem bárust í samkeppninni. Úrslit í ferðasögukeppni Morgunblaðið/Heiddi. Verðlaunahafar Halldóra Kristín Lárusdóttir og Bjarni Halldórsson urðu hlutskörpust í samkeppninni um bestu ferðasögurnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.