Morgunblaðið - 12.09.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.09.2009, Blaðsíða 22
22 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2009 TVEGGJA ára gömul ígúana-eðla í Bangkok með leikfangagítar situr fyrir í hægindastól. Eigandinn, Santisak Dulapitak, er 53 ára gamall Taílend- ingur og hefur hann um tveggja áratuga skeið þjálfað dýr til að koma fram í auglýsingum og kvikmyndum. Reuters NÆSTI CLAPTON? FYRRVER- ANDI forseti Ta- ívans, Chen Shui- bian, og eig- inkona hans, Wu Shu-chen, hafa verið dæmd í lífs- tíðarfangelsi fyrir spillingu. Chen var ákærður fyrir að draga sér 13,5 milljónir dala, jafnvirði nærri 1,7 milljarða króna, og þiggja níu millj- ónir dala í mútur er hann var forseti á árunum 2000-2008. Dómurinn var kveðinn upp af þriggja manna héraðsdómi í höf- uðborginni Taípei í gær en málinu verður áfrýjað til hærra dómstigs. Chen segir að um sé að ræða póli- tískar ofsóknir, runnar undan rifjum Ma Ying-jeou, eftirmanns síns. Mál- ið gegn Chen hefur valdið heift- arlegum deilum og mörg hundruð stuðningsmanna hans stóðu utan við dómhúsið með fána og borða í gær, hrópuðu slagorð og kröfðust þess að hann yrði látinn laus. Chen er 58 ára gamall og var fyrsti frambjóðandi utan hins gamla valdaflokks landsins, Kuomintang, til að verða forseti. Hann hafði þá áratugum saman verið í forystu þeirra lýðræðisafla sem ógnuðu veldi Kuomintang sem var flokkur Chiang Kai-Cheks, er kommúnistar hröktu frá völdum á meginlandinu árið 1949. Fyrstu áratugina ríkti Ku- omintang í krafti einræðis en efnt var til lýðræðislegra kosninga árið 1996. Chen var umdeildur vegna stefnu sinnar gagnvart Pekingstjórninni en hann reyndi að þoka Taívan í átt til sjálfstæðisyfirlýsingar eftir að kommúnistastjórnin hafði vísað sáttahugmyndum hans á bug. Kommúnistar líta á Taívan sem hér- að í Kína og Kuomintang er einnig á móti formlegri sjálfstæðisyfirlýs- ingu. kjon@mbl.is Forseta- hjón í fangelsi Chen-hjónin á Taívan sökuð um spillingu Chen Shui-bian Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is LÍKURNAR á því að Vladímír Pútín, sem nú gegnir embætti forsætisráð- herra Rússlands en var áður forseti í átta ár, taki aftur við forsetaembætt- inu þykja hafa aukist til muna. Hann ávarpaði í gær hóp erlendra og rúss- neskra háskólamanna og frétta- manna í Moskvu. Sagði Pútín að hann og Dímítrí Medvedev, núverandi for- seti, myndu taka sameiginlega ákvörðun þegar þar að kæmi en kjör- tímabil Medvedevs rennur út árið 2012. „Var einhver samkeppni [milli hans og Medvedevs] árið 2007? Nei. Þá mun það ekki verða 2012,“ sagði Pútín. Hann brosti breitt að sögn The Guardian og bætti við: „Við munum verða sammála af því að við erum ná- kvæmlega sömu gerðar.“ Hann sagði að þeir myndu íhuga öll atriði þegar kosningar nálguðust, persónuleg áform hvors um sig, álit flokksins sem þeir styðjast við, Sameinaðs Rússlands. Hann ræður mestu á þingi og styður undantekningarlaust tvímenningana. Pútín varð að víkja 2008 vegna laga sem útilokuðu að sami maður gæti verið lengur forseti en átta ár sam- fleytt. En stjórnarskránni hefur verið breytt og sá sem kjörinn verður for- seti 2012 mun geta setið í sex ár og síðan önnur sex verði hann endur- kjörinn. Medvedev hefur almennt verið álit- inn hlýðinn skjólstæðingur Pútíns og oft er fullyrt að hinn síðarnefndi ráði enn í reynd nær öllu bak við tjöldin. Samt hafa verið vangaveltur um að Medvedev, sem almennt tekur undir með Pútín, hygðist reyna að tryggja sér sinn eigin valdagrundvöll. Hann hefur öðru hverju gefið óljóst í skyn að hann væri ekki sáttur við allt sem Pútín gerir og segir. Tekur Pútín við 2012? Gefur í skyn að hann muni semja við Medvedev um að verða forseti á ný Reuters Félagar? Pútín og Medvedev ræða saman í Sotsí við Svartahafið. Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is GORDON Brown, forsætisráðherra Bretlands, harmaði í gær þá meðferð sem stærðfræðingurinn Alan Turing hlaut á sínum tíma en hann var dæmdur sekur um „stórfellda ósiðsemi“ árið 1952, eftir að hafa viðurkennt að eiga í sambandi við annan karl- mann, og van- aður. Turing var sá sem átti einna mestan þátt í að ráða dulmál Þjóð- verja í seinni heimsstyrjöld, hina svonefndu Enigma-vél. Tölvufræðingurinn John Graham- Cumming, rithöfundurinn Ian McEwan og fleiri áhrifamenn beittu sér fyrir því að beðist yrði afsökunar á meðferðinni á Turing. „Hann var svo sannarlega einn af þeim ein- staklingum sem við getum nefnt og áttu þátt í að snúa við gangi stríðsins með frábæru framlagi sínu,“ sagði Brown í grein í The Telegraph. Turing hefði í reynd verið sak- felldur fyrir að vera samkyn- hneigður. „Hann fékk þann hræði- lega dóm – og hann gat valið milli þess og að fara í fangelsi – að vera vanaður með því að dælt var í hann kvenhormónum. Hann fyrirfór sér tveim árum síðar,“ sagði Brown. „Farið var hryllilega með Alan og þúsundir annarra samkynhneigðra karla sem fengu sama dóm og hann, meðan lögum sem einkenndust af hatri á samkynhneigð var beitt.“ Undanfarar tölvanna Enigma-vélin þótti afburðasnjöll, eintak af henni var í hverjum kaf- báti. Reyndist nauðsynlegt að beita gegn henni reiknivélum sem sagðar eru hafa verið undanfarar síðari tíma tölva. Turing og hópur annarra karla og kvenna vann að ráðningunni á sveitasetrinu Bletchley Park. Í hópnum voru m.a. brids-spilarar. Bretar voru ekki sjálfum sér nógir um matvæli og fengu auk þess mikið af hergögnum frá Bandaríkjunum. Ráðning Enigma olli straumhvörfum í baráttunni gegn þýsku kafbát- unum. Bretar hleruðu fjarskipta- sendingar og gátu nú fylgst með hreyfingum kafbátaflotans í smáat- riðum og breytt siglingaleiðum skipalesta í samræmi við upplýsing- arnar. Um hríð hafði virst sem Þjóð- verjum myndi takast að stöðva að mestu sjóflutninga til Bretlands með kafbátahernaði. Harma meðferð á stærð- fræðingnum Turing Samkynhneigður snillingur átti mestan þátt í að ráða dulmál Þjóðverja í stríðinu Setrið Bletchley Park þar sem dul- mál Þjóðverja var loks ráðið. Í HNOTSKURN »Kafbátar Þjóðverja sökktu íseinni heimsstyrjöld fjölda skipa með hergögn og ýmsar birgðir á leið til Múrmansk í Sov- étríkjunum. »Skipin sigldu frá Norður-Ameríku um hafið í grennd við Ísland og komu gjarnan við í Hvalfirði. Þar var mikil bresk og síðar bandarísk herskipahöfn. Alan Turing Er Medvedev ósammála Pútín? Ef til vill, fyrr í þessari viku birti hann t.d. grein á Gazeta.ruv, vefsíðu frjáls- lyndra afla í landinu og fór þar hörð- um orðum um ástandið. Hann gagnrýndi óskilvirkt efnahagskerfi, samfélag sem enn væri hálf-sovéskt, veikt lýðræði, fólksfækkun í landinu og óstöðugleika í Kákasus. Er víst að um deilur sé að ræða? Alls ekki, Medvedev gæti verið að blekkja. Valdaklíkur í fyrrverandi sov- étlýðveldum bregða oft yfirskini lýð- ræðis á kerfið. Þótt kosningatölur séu oft falsaðar fær leiðtoginn t.d. ekki 99% atkvæða eins og í tíð kommúnista, talan er höfð lægri svo að hún virðist sennilegri. S&S Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta. Stjórn Almenna lífeyrissjóðsins. Nánari upplýsingar og tillögur um breytingar á samþykktum eru á heimasíðu sjóðsins, www.almenni.is. Sjóðfélagafundur Almenni lífeyrissjóðurinn boðar til sjóðfélagafundar mánudaginn 28. september 2009 á Grand Hótel Reykjavík kl. 17:15. DAGSKRÁ 1. Fundarsetning. 2. Skýrsla stjórnar um rekstur og afkomu Almenna lífeyrissjóðsins. 3. Tillaga og ákvörðun um sameiningu Almenna lífeyris- sjóðsins og Eftirlaunasjóðs starfsmanna Glitnis banka hf. 4. Tillögur um breytingar á samþykktum. 5. Önnur mál. A N T O N & B E R G U R

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.