Morgunblaðið - 12.09.2009, Blaðsíða 36
36 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2009
✝ Þorsteinn fæddistí Ólafsfirði 1. des-
ember 1921. Hann
lést á Dvalarheim-
ilinu Hlíð 1. sept-
ember sl. Foreldrar
hans voru Jónína
Daníelsdóttir, f.
1895, d. 1972, og
William Þorsteinsson
bátasmiður, f. 1898,
d. 1988.
Systkini Þorsteins
eru: Rósa Daney, f. 8.
nóvember 1923, Sig-
ríður Margrét, f. 19.
nóvember 1925, d. 25. september
1927, Ásta Sigríður, f. 8. október
1927, Guðmundur, f. 18. október
1929, d. 9. júní 1979, Eva, f. 17.
og prestur. Hún giftist Jóni
Kristni Arasyni stærðfræðipró-
fessor, f. 1946. Synir þeirra eru: a)
óskírður drengur, andvana fædd-
ur 26.8. 1967, b) Ari Kristinn, f.
1968, eiginkona Sarah Herman
Jónsson, f. 1972, sonur Jón Eirík-
ur, f. 2003, c) Þorsteinn Gunnar, f.
1971, eiginkona Sigurveig Björg
Harðardóttir, f. 1975, saman eiga
þau Jónu Lísu, f. 2.4. 2009, fyrir
átti Sigurveig Örnu Halldóru, f.
1994, og Hrefnu Fanneyju, f. 1996.
Jóna Lísa og Jón Kristinn skildu.
Sonur Jónu Lísu og Guðna Stef-
ánssonar er Stefán, f. 1984, unn-
usta Sveindís Ólafsdóttir. Seinni
eiginmaður Jónu Lísu var Vignir
Friðþjófsson skipstjóri, f. 2.6.
1941, d. 21.4. 1997.
Gunnar, f. 25.3. 1950, fé-
lagssálfræðingur og rithöfundur í
Svíþjóð. Hann er giftur Mjöll
Helgadóttur Thoroddsen uppeldis-
fræðingi, f. 1959. Þeirra börn eru:
a) Össur, f. 1982, unnusta Malin
Lind, f. 1985, b) Soffía, f. 1990, og
c) Gunnar Örn, f. 1992. Sonur
Soffíu er Daníel Helgi, f. 2007.
Margrét, f. 7.1. 1955, hjúkr-
unardeildarstjóri á Sjúkrahúsinu á
Akureyri. Hún er gift Guðmundi
Víði Gunnlaugssyni sérkennara, f.
1947. Þeirra börn eru: a) Ólafía
Kristín, f. 1980, gift Jóhanni
Gunnari Sigmarssyni, f. 1981,
dóttir þeirra er Sara Margrét, f.
2006, b) Gunnlaugur Víðir, f. 1983,
og c) Þorsteinn Helgi, f. 1989. Fyr-
ir átti Guðmundur dótturina Sif, f.
1973.
Þorvaldur, f. 7.11. 1960, lista-
maður. Hann kvæntist Ingibjörgu
Björnsdóttur, f. 1949, d. 2001. Þau
skildu. Dóttir Ingibjargar, Sigrún
Jónsdóttir, f. 1969, er uppeld-
isdóttir Þorvaldar. Hennar börn;
Arney Ingibjörg, f. 1994, og Stíg-
ur, f. 2006. Sambýliskona Þorvald-
ar er Helena Jónsdóttir, leikstjóri,
f. 1968. Sonur hennar er Dagur
Benedikt Reynisson, f. 1993.
Útför Þorsteins fór fram frá
Akureyrarkirkju 9. september.
júní 1932, og Daníel,
f. 10. apríl 1936, d. 2.
desember 1988.
Hinn 1.1. 1946 gift-
ist Þorsteinn Soffíu
Þorvaldsdóttur, f. á
Akureyri 6. maí
1924. Foreldrar
hennar voru Elísabet
Sigríður Friðriks-
dóttir handavinnu-
kennari, f. 14.4.
1888, d. 6.4. 1985, og
Þorvaldur Sigurðs-
son, verslunarmaður
og bókhaldari, f.
14.12. 1882, d. 6.7. 1946. Soffía
lést á Akureyri 26. janúar 2008.
Börn þeirra eru: Jóna Lísa (Jón-
ína Elísabet), f. 21.5. 1946, kennari
Eitt af því yndislega við lífið er að
eiga minningar til að ylja sér við,
minningar um staði, fólk og tíma.
Afi Steini skildi svo sannarlega eftir
sig mikið af skemmtilegum minn-
ingum sem við bræðurnir komum til
með að ylja okkur lengi við. Við er-
um fæddir 1968, 1971 og 1984. Við
eigum því okkar ólíku minningar
um afa, en margar eru þó sameig-
inlegar.
Það sem kemur fyrst upp í hug-
ann er hversu mikið við elskuðum
að dvelja á verkstæðinu hjá afa og
sýsla þar. Stundum límdum við
saman plöst með afa og stundum
vorum við að smíða okkur eitthvert
leikfang eða hirslu sem við ætluðum
að nota heima hjá okkur. Verkstæði
afa var okkar ævintýraland.
Afa-kakóið (best í heimi) var gott
með lummunum á sunnudögum. Svo
fengum við líka öðru hvoru að fara
með afa á bryggjuna við Krossanes
og veiða þar. Þá skutlaði amma
Didda okkur þangað, með beitu,
stangir og nesti, og við dorguðum
þar til amma kom og náði í okkur.
Við sjáum líka afa fyrir okkur
liggjandi í rúminu sínu lesandi blöð-
in, dottandi/sofandi í litla herberg-
inu, eða sitjandi í stólnum sínum í
sjónvarpsherberginu … já, þær eru
margar minningarnar.
Fyrir nokkrum árum flutti afi í
Kjarnalund og síðar á Hlíð. Við
bræðurnir heimsóttum hann eins og
við gátum, eiginkonur okkar og
sambýliskonur komu reglulega með
okkur. Jón Eiríkur Arason kom svo
í heiminn 2003 og var duglegur að
heimsækja langafa sinn. Á þessu ári
bættist Jóna Lísa Þorsteinsdóttir
svo í hópinn, og það hefur verið ynd-
islegt að sjá hversu glaður hann
varð alltaf að sjá þessi litlu barna-
barnabörn sín.
Afi Steini er nú kominn til ömmu
Diddu. Þau munu líta eftir okkur og
börnunum okkar í framtíðinni. Um
leið og við söknum afa mjög mikið,
þá er mikil gleði í hjörtum okkar yf-
ir því að amma og afi eru saman aft-
ur. Þau voru Hamarstígur 27, heim-
ilið sem innihélt ævintýralandið
okkar.
Hvíldu í friði, elsku afi okkar. Við
biðjum að heilsa ömmu Diddu, og
treystum því að bæði hafir þú nóg
af jólaseríum til að dútla við og að
þær virki í hvert einasta skipti sem
kveikt er á þeim. Við og fjölskyldur
okkar munum sakna þín mikið, en
ávallt brosa þegar við hugsum til
ykkar ömmu Diddu.
Ari, Þorsteinn
(Doddi) og Stefán.
Að eiga góðar minningar er svo
dýrmætt en um leið getur verið erf-
itt að sætta sig við að nú eru þetta
aðeins minningar og ekki hluti af
daglegu lífi. Afi Steini lagði sig svo
sannarlega fram við að búa til góðar
minningar fyrir mig að eiga. Hann
var einn af þessum öfum sem njóta
þess að vera afar, naut þess að hafa
börnin í kringum sig og stjana við
þau. Það er ekki hægt að vera lán-
samari en svo að hafa alist upp í
sömu götu og amma og afi, eytt með
þeim öllum jólum og áramótum síð-
an ég man eftir mér og átt þannig
samband við þau að þau voru ekki
einungis amma og afi heldur vinir
mínir sem hlustuðu á mig og hjálp-
uðu mér þegar á þurfti að halda.
Amma og afi voru aldrei í mínum
augum eitthvert gamalt fólk sem ég
heimsótti endrum og sinnum og
þekkti lítið heldur fólk sem ég vildi
heimsækja, skemmta mér með og
eyða tíma með. Og það gerði ég og
afi tók alltaf vel á móti mér.
Við afi brölluðum mikið saman og
var hann alltaf áhugasamur að
kenna mér nýja hluti. Í kjallaranum
Þorsteinn Gunnar
Williamsson
Elsku afi er farinn
frá okkur. Þrátt fyrir
að hann hefði náð
háum aldri gerði ég ráð fyrir að eiga
með honum nokkur ár í viðbót enda
var hann virkur þátttakandi í lífinu
og sprækur fram á þetta ár. Frá því
ég man eftir mér snerist líf afa og
ömmu ekki síst um að styðja og
gleðja börnin sín fjögur og fjölskyld-
ur þeirra. Fjölskyldan skipaði veiga-
mikinn sess í lífi beggja. Liður í því
að efla fjölskyldutengslin voru fjöl-
skylduboðin á heimili þeirra í Garða-
bæ. Þau urðu fjölmennari með ár-
unum enda fæddust barnabörnin eitt
af öðru. Þá var glatt á hjalla. Amma
sá um kökurnar og spilaði á píanettu.
Afi gætti þess að ekki skorti gos-
drykki og nammi. Mörgum árum síð-
ar, löngu eftir að amma dó, fór afi að
halda veglegar afmælisveislur, eins
konar ættarmót, undir mottóinu:
„Engar gjafir – alls engar gjafir.
Bara að hittast og gleðjast.“
Í fullum sal minntist hann ömmu í
löngum og skemmtilegum ræðum
fyrir börn sín, afabörn, langafabörn,
langalangafabörn og aðra góða vini.
Oft gisti ég hjá afa og ömmu. Bjó
reyndar hjá þeim í marga mánuði
meðan framkvæmdir stóðu yfir
heima. Ég lifði lúxuslífi. Afi taldi það
ekki eftir sér að skutla mér á Mosk-
anum til Reykjavíkur í skólann svo
ég þyrfti ekki að fara í strætó. Á
morgnana voru oft nýjar kleinur og
ilmandi kanilsnúðar á borðum.
Amma vaknaði eldsnemma til að
baka með kaffinu fyrir starfsfólk
Barnaskólans í Garðabæ. Um helgar
og á kvöldin tókum við afi gjarnan í
spil eða tefldum skák. Stundum var
setið við fram á nótt, því eftir því sem
leið á lifnaði yfir afa en ég byrjaði að
dotta. Amma var þá löngu sofnuð.
Oft beið ég óþolinmóður þess að afi
léki næsta leik. Hann gaf sér góðan
tíma. Íhugaði leikfléttur. Samtímis
setti hann saman vísu. Oft notaði
hann sama fyrripart en breytti
Leifur Eiríksson
✝ Leifur Eiríkssonkennari frá Rauf-
arhöfn lést hinn 1.
september sl. á 103.
aldursári. Leifur
fæddist á Harðbak á
Melrakkasléttu 3. júní
1907.
Útför hans var
gerð frá Vídal-
ínskirkju í Garðabæ
11. september 2009.
seinnipörtunum eftir
því hvernig taflið þró-
aðist. Fyrripartur sem
boðaði miklar svipt-
ingar var svona: Ryðst
nú fram hinn rauði
her, rauður fyrirliðinn
er. Oft sátum við
gegnt hvor öðrum við
eldhúsborðið og undir-
bjuggum okkur fyrir
næsta dag. Stundum
fól hann mér að fara
yfir heimaverkefni
nemenda sinna. Afi
hafði lag á því að láta
manni finnast maður skipta máli og
gera gagn. Við spjölluðum margt.
Hann sýndi áhuga á því sem ég var
að gera og að ég stundaði námið.
Hlýddi mér gjarnan yfir og lagði fyr-
ir mig þrautir eða dæmi. Afi ætlaðist
til mikils af sjálfum sér og fannst að
sama ætti að gilda um aðra. Stund-
um stóð ég á gati og leið illa meðan á
yfirheyrslu stóð. Hann vissi svo
margt og hafði gaman af að fræða.
Var kennari fram í fingurgóma. Víða
í íbúðinni voru fjölbreyttar bækur
sem hann hafði lesið. Bækurnar
fylgdu honum alla tíð og í þær sótti
hann bæði fróðleik og skemmtun.
Afi hafði alla tíð ótrúlega gott
minni. Hann fór orðrétt með heilu
kaflana í fornsögunum og þuldi upp
langa ljóðabálka. Honum fannst
hann reyndar aðeins farinn að ryðga
upp á síðkastið þegar hann fór ekki
alveg orðrétt með texta sem hann
hafði kunnað utanbókar.
Þín er sárt saknað afi.
Leifur.
Meira: mbl.is/minningar
„Halló halló halló, Leifur heiti ég.“
Svona byrjuðu símtölin hjá afa Leifi.
Það var alltaf gaman að spjalla við
afa Leif því hjá honum var ekkert
kynslóðabil. Hann gat talað við alla
jafnt, unga sem aldna. Afi Leifur
hafði áhuga á öllu sem maður gerði,
hvort sem það var eitthvað tengt
skólanum eða íþróttunum, alltaf
fylgdist hann með.
Afi Leifur hafði mikinn áhuga á
íþróttum. Hann var mikill áhuga-
maður um box og átti það til að vaka
um nætur til þess að fylgjast með
því. Einnig var hann duglegur að
stunda sína líkamsrækt með því að
búa um rúmið sitt sjálfur ásamt öðr-
um æfingum. Það má segja að afi
Leifur hafi verið „superman“ því það
er einstakt að maður yfir 100 ára
skyldi geta og gera slíkt.
Mér fannst alltaf eins og afi Leifur
vissi allt en kannski var það af því að
hann sýndi svo mörgu áhuga. Hann
var kennari af Guðs náð og er ég
ánægð að hafa valið sömu braut og
þessi einstaki maður.
Elsku afi Leifur takk fyrir allt!
Þín
Arndís María (Adda Mæja).
Elsku afi Leifur. Mér hefur alltaf
þótt þú ákaflega merkilegur maður,
ekki bara vegna þess að þú stefndir í
að verða allra manna elstur, heldur
af mörgum öðrum ástæðum. Kveð-
skapur þinn var einstakur og það
virtist þér alltaf fyrirhafnarlaust og
eðlilegt að koma frá þér fallegum
ljóðum. Ég minnist þess varla að
hafa átt samtal við þig án þess að þú
færir með ljóð, og þá gjarnan frum-
samið. Leikur að orðum var þér hug-
leikinn og lá vel fyrir þér. Það eru ef-
laust ekki margir sem gætu leikið
það eftir þér að senda inn tjóna-
skýrslu til tryggingafélags í bundnu
máli.
Ég áttaði mig ekki á því fyrr en á
seinni árum hversu sérstakt það var
að eiga afa sem hægt var að hringja í
seint á kvöldin og spjalla um heima
og geima langt fram eftir. Þú varst
mikill næturhrafn og orðaðir það
gjarnan þannig að þú vildir helst
ekki að hringt væri til þín fyrr en eft-
ir lokunartíma bankanna. Við höfð-
um gaman af því að ræða um liðna
tíma, nútíðina, framtíðina og breytta
tíma. Oftar en ekki skildir þú mig
eftir með áleitnar spurningar þegar
við kvöddumst, hvort sem þær
tengdust lögfræðilegum álitaefnum
eða bara lífinu sjálfu.
Þú varst sérstaklega fróðleiksfús
og hafðir gaman af að spyrja ögrandi
spurninga. Þú hafðir sterkar skoð-
anir sem þú lást ekki á. Þrátt fyrir að
þú værir ekki víðförull þá varstu víð-
lesnari en flestir og hugur þinn stöð-
ugt á ferð. Enda varstu manna
hressastur og minnugastur fram á
síðustu stund. Allir sem umgengust
þig nutu þess hversu gestrisinn þú
varst og gjafmildur. Þú varst alltaf
með hugann við fólkið þitt og lagðir
þig fram við að ná því saman reglu-
lega. Það skipti þig máli að fólkið þitt
þekkti hvert annað.
Þú sagðir mér oft frá ömmu Lúllu.
Þú varst rómantískur og ég veit að
þú saknaðir elsku ömmu svo mikið.
Þú sagðir mér síðast þegar 30 ár
voru liðin frá dánardegi hennar að
þig hefði aldrei órað fyrir því að þú
ættir eftir að lifa hana í svo mörg ár.
Mig grunaði það þegar við hittumst
16. ágúst síðastliðinn að það gætu
verið okkar síðustu fundir í þessu lífi.
Þó að veikindi þín hefðu dregið mjög
af þér síðustu mánuði þá var enn til
staðar glettnin í tilsvörunum þennan
dag. Þú skildir ekkert í mér að vera
að þvælast í ferðalag vestur um haf.
Við skiptumst á fallegum orðum
hvort til annars sem ég mun ylja mér
við um alla framtíð. Þú fannst styrk-
inn í handleggnum hjá mér, eins og
þú gerðir svo gjarnan, og sýndir mér
þinn og hvernig þú næðir að teygja
þig í myndina sem hékk á veggnum
við rúmið þitt af ömmu Lúllu að spila
á píanó. Núna ertu búinn að teygja
þig alla leið til hennar elsku afi og við
trúum því að miklir fagnaðarfundir
hafi orðið. Guð geymi ykkur elsku afi
Leifur.
Þín
Borghildur.
Kveðjustundin er komin. Ótal-
margar minningar, margt að segja,
en fátt er um orð.
Afi sótti mig oft í leikskólann á
Moskanum. Ég sest í framsætið. Við
afi hjálpumst að við að smella beltinu
á mig. Afi segir mér að kíkja nú í
hanskahólfið og athuga hvort ekki
leynist þar eitthvert góðgæti. Alltaf
jafnspennandi að opna og leita. Rús-
ínur í poka, vá, allar fyrir mig. Afi
keyrir af stað, ég á að sitja kyrr og
halda í handfangið á bílhurðinni til að
passa upp á að hún opnist ekki. Verð-
launin fyrir að vera svona dugleg
voru rúsínurnar. Mér fannst þetta
allt mjög merkilegt.
Pabbi og afi ætluðu að fara norður
á Sléttu. Ég fékk að fara með. Þeir
dældu í mig: Póló, Popps, rauðum
ópal og myntutöflum. Annað sem ég
man eftir úr bílferðinni norður er að
ég varð veik og að afi kenndi mér
vísu Jónasar:
Ég er kominn upp á það
– allra þakka verðast –
að sitja kyrr í sama stað
og samt að vera að ferðast.
(Jónas Hallgrímsson)
Ég var pabba þakklát þegar hann
bað afa um að hætta að hlýða mér yf-
ir vísuna og leyfa mér að vera í friði.
En næstum alltaf þegar við afi hitt-
umst eftir þetta spurði hann mig
hvort ég myndi nú ekki vísuna, og oft
hlýddi hann mér yfir, enda sannur
kennari. Ó, jú, henni hafði ég ekki
gleymt og mun ekki gleyma, því mér
hefur alltaf fundist þetta kvæði sem
hann afi kenndi mér eiga einkar vel
við hann. Afi var ekki fyrir ferðalög,
en vissi eflaust meir um þá staði en
við sem ferðumst, því hann var fróð-
leiksfús og minnugur á allt sem hann
las og heyrði.
Afi hefur lokið sinni löngu og góðu
ævi með okkur og er nú væntanlega
kominn þangað sem hann vill vera,
til ömmu Lúllu.
Minning mín um afa verður alltaf í
huga mínum og hjarta.
Margrét.
Elsku afi minn. Þú varst þessi afi
sem var líka besti vinur og bara í
einni setningu besti afi sem hvert
barn gæti hugsað sér að eiga. Ég á
ótal minningar frá því að ég var lítil
og þangað til að lokum kom. Þegar
leiðir skilja vil ég þakka þér, afi
minn, fyrir alla þá ást og umhyggju
sem þú gafst mér í gegnum lífið.
Minning þín er ljós í lífi mínu.
Ljúfar voru stundir
er áttum við saman.
Þakka ber Drottni
allt það gaman.
Skiljast nú leiðir
og farin ert þú.
Við hittast munum aftur,
það er mín trú.
Hvíl þú í friði
í ljósinu bjarta.
Ég kveð þig að sinni
af öllu mínu hjarta.
(Maren Jakobsdóttir.)
Íris Elfa Haraldsdóttir (þín Ía.)
Í dag kveð ég elsku afa Leif með
söknuði. Hann samdi og sagði vísur
þegar við heimsóttum hann, náði í
mörg kíló af Macintoshi og rúmið
hans var eina rúmið þar sem stelp-
unum mínum var boðið að hoppa í
eins og þær vildu. Hann var mjög
fróður og kunni margar sögur hvort
heldur hann hafði lesið þær eða upp-
lifað á sinni löngu ævi. Hann gat
frætt mig um sögurnar sem ég las í
skóla, gefið mér stuttan útdrátt svo
ég slapp jafnvel við að lesa þær.
Hann hafði skoðanir á öllu og við
ræddum saman lengi í símann ýmis
mál eins og gjaldskrá lögmanna og
fæðingarorlof feðra, án þess að hafa
alltaf sömu skoðun á hlutunum. Afi
var B maður og sagði við mig að það
þýddi ekki að hringja til hans fyrr en
eftir lokun bankanna á daginn, þar
sem hann vakti alltaf lengi frameftir.
Enda voru símtölin okkar á milli oft
seint á kvöldin og jafnvel um miðjar
nætur að íslenskum tíma þegar ég
bjó í Bandaríkjunum.