Morgunblaðið - 12.09.2009, Blaðsíða 43
Menning 43FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2009
Ef popparar lands-
ins færu að snúast
gegn mér yrði ég kannski
sár … 44
»
GRÆNLENSKI kórinn Er-
innap Nipaa frá Qaqortoq á
Suður-Grænlandi heldur
þrenna tónleika hér á landi á
næstunni. Þeir fyrstu verða í
Seltjarnarneskirkju annað
kvöld kl. 20. Á mánudag verða
tónleikar kórsins í Norræna
húsinu kl. 20 og daginn eftir í
Tónlistarhúsinu á Akranesi kl.
15. Aðgangur að tónleikunum
er ókeypis.
Í Erinnap Nipaa eru fimmtán söngvarar og
stjórnandi er Jens Adolfsen. Með kórnum kemur
einnig hinn 73 ára gamli trommudansari, Jerimias
Sanimuinaq, sem sýna mun listir sínar. Kórinn
mun einvörðungu flytja grænlenska söngva.
Tónlist
Grænlenskur kór á
þrennum tónleikum
Einn kórfélaga.
Á SÝNINGUNNI Blik, sem
verður opnuð á Kjarvals-
stöðum í dag, er varpað ljósi á
op-listina og þau áhrif sem hún
hefur haft á íslenska listamenn
frá miðjum sjöunda áratug síð-
ustu aldar til dagsins í dag.
Sýningin hverfist um myndlist-
arkonuna Eyborgu Guðmunds-
dóttur (1924 -1977) sem lítið
hefur borið á í íslensku listalífi.
Auk verka Eyborgar eru sýnd
ný og eldri verk Arnars Herbertssonar, verk Jóns
Gunnars Árnasonar, teikningar eftir Ólaf Elías-
son og verk Helga Þorgils Friðjónssonar. Einnig
eru til sýnis verk eftir Hrein Friðfinnsson, Hörð
Ágústsson og pop-op verk eftir JBK Ransu.
Myndlist
Op-listin og áhrif
hennar á listamenn
Helgi Þorgils
Friðjónsson
ELSA Björg Magnúsdóttir
opnaði í gær sýningu á Mokka
á ljósmyndum sem teknar voru
á árunum 2007 til 2009. Mynd-
irnar eru ævintýralegar og oft
á mörkum hins raunverulega
og óraunverulega. Þær til-
heyra heimi sem Elsa kallar
Draumveruleika, en sá heimur
er öllu óháður nema ímynd-
unaraflinu. Kræfar kisur, hvít-
ir hestar og fræknir fuglar
leika stórt hlutverk í Draumveruleikanum, enda
kynngimagnaðar verur. Elsa tekur persónulega
þátt í þessum ímyndaða heimi og notar sjálfa sig
sem myndefni í mörgum myndanna. Aðgangur að
sýningunni er ókeypis.
Ljósmyndun
Ævintýralegar
myndir á Mokka
Ein myndanna
á sýningunni.
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
„ÉG er að klára heimildamynd með
Veru Sölvadóttur leikstjóra, um
óvenjulega ökuferð til Búrkína
Fasó í Vestur-Afríku,“ segir Þor-
steinn J. Vilhjálmsson kvikmynda-
gerðarmaður, sem vinnur nú að
tveimur heimildamyndum og sú
þriðja er í farvatninu.
„Þessi mynd heitir Burkina
Faso, 8600 KM, og er um hjónin
Hinrik og Gullý, sem stóðu fyrir
því að kaupa tvo notaða jeppa um
leið og kreppan skall á og gengið
hrundi, koma þeim í skip til Rotter-
dam og keyra ásamt fylgd-
armönnum 8600 kílómetra leið til
Búrkína Fasó. Tilgangurinn var sá
að afla fjár fyrir skóla ABC hjálp-
arsamtakanna í borginni Bobo-
Dioulasso.“
Þorsteinn segir að hann og Vera
hafi heillast af þessu framtaki, hvað
hægt sé að gera þegar öll sund í
samfélaginu eru lokuð. „Þessum
heiðurshjónum þykir mikilvægara
að 100 börn í Bobo-Dioulasso geti
gengið í skóla en að lifa áhyggju-
lausu ævikvöldi á Íslandi. Um leið
spyrjum við: þarf maður að keyra
8600 KM leið til að gera gagn, hvað
með að hjálpa frekar til í krepp-
unni á Íslandi? Með í ferðinni auk
ökumannanna Ívars og Braga, var
líka Paolo, Brasilíumaður búsettur
á Hvolsvelli og hann gerði for-
vitnilegan samanburð á því hvað
kreppa þýðir, annars vegar á Ís-
landi og hins vegar í þriðja fátæk-
asta landi heims, Búrkína Fasó,“
segir Þorsteinn og kveðst vonast til
að myndin verði sýnd í sjónvarpi
fyrir áramót.
Ferskt, hangið, súrt
og saltað oní tjallann
Ímyndið ykkur íslenskar stúlkur
klæddar stílfærðum, appels-
ínugulum mini-þjóðbúingi, reiða
fram þjóðlegan íslenskan mat á
veitingahúsi í London.
„Ég fékk styrk frá Kvikmynda-
miðstöð Íslands til að gera mynd
um Iceland Food Center, íslenskan
veitingastað sem opnaður var í
London í janúar 1966. Þessa mynd
vinn ég með Sólveigu Ólafsdóttur
sagnfræðingi sem fann gögn um
staðinn í gagnasafni fjármálaráðu-
neytisins. Það sem er forvitnilegt í
þessari mynd er vísun í það sem
síðar gerðist á Íslandi. Þarna var
farið af stað með stórar hugmyndir
og byrjað án þess að kannað væri
hvort þörf væri á svona stað í
London.“ Staðurinn gekk illa frá
byrjun en íslenska ríkið átti 65 pró-
senta hlut í honum. Þorsteinn von-
ast til að hægt verði að sýna báðar
myndirnar í sjónvarpi, Burkina
Faso fyrir áramót og Iceland Food
Center um páskana, Stöð 2 hafi
sýnt þessu efni mikinn áhuga.
,,Myndirnar tala báðar rakleitt og á
ská inn í umræðuna í samfélaginu
og hjálpa okkur að skoða þessar
óvenjulegu aðstæður sem við erum
í aðeins betur.“
Stórhuga Íslendingar
Þorsteinn J. Vilhjálmsson vinnur að tveimur heimildamyndum sem báðar hafa
skírskotun í íslenskt samfélag í dag Þriðja heimildamyndin er í undirbúningi
Ljósmynd/Vera Sölvadóttir
Búrkína Fasó „Þessu fólki þykir mikilvægara að hundrað börn í Bobo-
Dioulasso geti gengið í skóla en að lifa áhyggjulausu ævikvöldi á Íslandi,“
segir Þorsteinn J. um fólkið í myndinni sinni.
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
„EF við spiluðum á píanó og fiðlu hefðum við
gríðarlegum fjölda tónverka úr að velja frá
nær öllum tímum tónlistarsögunnar. Við spil-
um hins vegar á tvö hæversk hljóðfæri, gítar
og blokkflautu, og þess vegna er enn mik-
ilvægara að við veljum vel það sem við spilum
á tónleikum, og röðum saman áhugaverðum
verkum frá ýmsum tímum, en ekki bara frá
barokkinu eins og liggur svo beint við með
blokkflautu og gítar,“ segir Lars Hannibal gít-
arleikari, en hann og kona hans, blokkflautu-
leikarinn heimsþekkti, Michala Petri, halda
tónleika í Norræna húsinu á miðvikudag kl. 20.
Michala Petri er víðfræg fyrir túlkun sína á
flautuverkum barokktímans, en hún hefur líka
sinnt tónlist samtímans og semur sjálf tónlist.
Á tónleikunum leika þau verk eftir hana, en
einnig eftir Piazzolla, Bach og Vivaldi.
„Við veljum oft verk sem hafa þjóðlegan
svip, og alltaf verk sem við höfum gaman af að
spila. Við höfum haldið mörg þúsund tónleika
út um allan heim, og viljum spila tónlist sem
höfðar til breiðs hóps fólks; ekki bara þeirra
sem alla jafna sækja klassíska tónleika. Svo er
húmorinn líka nauðsynlegur og Michala notar
hann óspart í sínum verkum, eins og í Mads
Doss tilbrigðunum sem þið fáið að heyra.“
Hannibal segir að þeim finnist mikilvægt að
spjalla við tónleikagesti og segja þeim frá
verkunum, það skapi líka betri stemningu og
tónleikagestum finnist þeir velkomnari á tón-
leikana en ella.
Á öldum áður var lútan helsta meðleiks-
hljóðfæri blokkflautunnar, en gítarinn er arf-
taki hennar. Spurningin er hvers vegna hljóð-
færin tvö eiga svo vel saman.
„Blokkflautan og gítarinn eiga vel saman á
svo margan hátt. Hljómur þeirra passar sam-
an, og hljóðstyrkurinn, og kannski er það bara
vegna frumeðlis þeirra beggja að vera smíðuð
úr tré. Þverflautan, sem smíðuð er úr málmi, á
til dæmis alls ekki eins vel við gítarinn. Hljóð-
færin eiga líka bæði uppruna sinn í alþýðu-
tónlist og það held ég að hafi haft afgerandi
áhrif á sameignlegan þroska þeirra. Flautan;
titrandi tré, hreint og beint, sem aðeins loft
leikur um, og gítarstrengur sem titrar þegar í
hann er plokkað yfir tréhljómbotninum. Þetta
er ótrúlega einfalt og ákaflega heillandi.“
Petri og Hannibal leika einnig í Hömrum á
Ísafirði að kvöldi 17. september.
Einfalt og heillandi
Michala Petri, einn kunnasti tónlistarmaður
samtímans, spilar á Íslandi með Lars Hannibal
Ljósmynd/Peter Olsen
Michala Petri og Lars Hannibal Húmor og gleði verða á dagskrá tónleika þeirra á Íslandi.
EGYPSKI leikarinn Omar Sharif er
aftur mættur á hvíta tjaldið. Í fyrra-
dag var frumsýnd mynd á Kvik-
myndahátíðinni í Feneyjum, þar sem
hann leikur eldri mann sem hittir aft-
ur konu sem hann var ástfanginn af,
ungur maður.
Myndin er egypsk og heitir Ferða-
langurinn og leikstjóri hennar er Ah-
med Maher.
Í viðtali við erlenda miðla sagðist
Maher hafa verið níu ár að undirbúa
myndina og að það hefði alltaf verið
draumurinn að fá Omar Sharif í aðal-
hlutverkið.
Sagan gerist á þrem dögum í lífi
hins áttræða Hassans. Hann hittir
Nour fyrir tilviljun og dreymir um að
verða aftur þátttakandi í hennar lífi.
Omar Sharif hlaut heimsfrægð fyrir
leik sinn í stórmyndunum Doktor
Zhivago og Lawrence of Arabia.
Omar Sharif
í nýrri mynd
BRESKA tón-
skáldið Andrew
Lloyd-Webber
ætlar fljótlega að
hefja leit að ungri
stúlku sem leika á
Dóróteu í upp-
færslu á Galdra-
karlinum í Oz á
West End. Leitin
mun fara fram í
raunveru-
leikaþætti í sjónvarpi, en auk þess að
leita að leikkonu verður einnig leitað
að hundi til þess að fara með hlut-
verk Totos.
Leitar að
Dóróteu
Andrew Lloyd-
Webber
„Það hefur alltaf verið erfitt að fjármagna verkefni fyrir íslenska fjöl-
miðla, hvort sem það eru þættir eða heimildarmyndir, og ég get ekki
séð að það hafi gengið neitt betur í góðærinu,“ segir Þorsteinn, spurð-
ur um hvernig gangi í miðri kreppu að útvega fé til gerðar heimild-
armynda. „Þetta snýst um afstöðu, því það eru aldrei til nógir pen-
ingar hvort sem er! Fyrsta setningin sem ég heyrði þegar ég byrjaði í
útvarpinu um 1982, var gamall húsgangur: „Það væri gaman að gera
þetta, en því miður höfum við ekki efni á því.“ Ef ég hefði alltaf hlust-
að á þetta, þá hefði ég í mesta lagi gert þrjá, fjóra þætti um ævina í
þáttaröðinni Maður er nefndur.“
Snýst ekki um peninga