Morgunblaðið - 12.09.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.09.2009, Blaðsíða 23
Laugardaginn 12. september Kl. 16:00 Fram - KR Laugardalsvöllur Sunnudaginn 13. september Kl. 16:00 Keflavík - Breiðablik Laugardalsvöllur VISA BIKARINN 2009 NÆSTU LEIKIR Undanúrslit karla MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2009 „ÉG hef ekki eytt einni evru í kynlífs- þjónustu,“ sagði Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, á blaða- mannafundi í vikunni. Við hlið hans stóð spænski forsætisráðherrann, José Luis Zapatero, og reyndi að halda andlitinu yfir þessari yfirlýs- ingu starfsfélaga síns. En Berlusconi lét ekki þar við sitja heldur gaf einnig upp af hverju hann hefði ekki eytt peningum í slíka þjón- ustu. Það reyndist ekki vera af því að hann teldi slíkt rangt eða niðrandi fyrir konur. Þvert á móti virðist spennan og ánægjan af því að leggja konur að velli, eins og hann orðar það, honum svo mikils virði að borgun myndi spilla fyrir ánægju sigursins. „Ég segi þetta líka vegna þeirra sem elska að leggja konur að velli, ánægjan og yndislegasta fullnæg- ingin liggur í yfirbuguninni. Hvar væri sú gleði, spyr ég ykkur, ef greiða þyrfti fyrir?“ sagði Berlusconi á blaðamannafundinum. 30 konur fyrir 18 veislur Þrátt fyrir að Berlusconi hafi neit- að því að hafa borgað fyrir þjónustu kvenna játaði hann í fyrsta sinn á fimmtudag að Giampaolo Tarantini, kaupsýslumaður sem nú sætir rann- sóknum vegna eiturlyfja- og vænd- ismála, hefði komið með „fallegar konur“ í veislur á vegum forsætisráð- herrans. Tarantini sagði rannsóknarlög- reglumönnum í ítalska bænum Bari, að sumar kvennanna sem hann hefði farið með heim til Berlusconi, hefðu sofið hjá forsætisráðherranum. Ber- lusconi hefði hinsvegar ekki vitað að konunum hefði verið borgað fyrir það. Tarantini sagðist hafa útvegað 30 konur fyrir 18 veislur forsætisráð- herrans frá september á síðasta ári fram í janúar. Ítalska dagblaðið La Repubblica segir frá því að lögreglan hafi hlerað um 50 símtöl á milli Tarantini og Ber- lusconi og þar hafi Tarantini m.a. sagt: „Í dag mun ég færa þér ljósku sem þú mátt alls ekki missa af, hún er mjög falleg.“ jmv@mbl.is Berlusconi nýtur þess að leggja konur að velli Reuters Í vanda? Staða Berlusconis eftir ítrekuð kvennamál er talin hafa veikst. Kaupsýslumaður útvegaði 30 konur fyrir 18 veislur for- sætisráðherrans Reuters Ung Patrizia D’Addario er meðal þeirra sem Berlusconi hefur hitt. Í tilefni af Vísindavöku 2009 efnir Rannís til teiknisamkeppni barna 6-9 ára og 10-12 ára. Efni myndanna skal vera „Vísindin í daglegu lífi“ Myndum skal skilað fyrir 16. september til Rannís, Laugavegi 13, 101 Reykjavík. Verðlaun verða veitt á Vísindavöku 25. september 2009. Nánari upplýsingar á... ...www.rannis.is/visindavaka Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is Vísindavaka 2009 Skilafrestur er til 16.sept. 2009 H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.