Morgunblaðið - 12.09.2009, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.09.2009, Blaðsíða 32
32 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2009 ✝ Ingibjörg Val-geirsdóttir fædd- ist á Höfn í Hornafirði 12. september 1918. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu á Höfn 3. september síðast- liðinn. Foreldrar Ingi- bjargar voru Valgeir F.G. Bjarnason, f. 30.11. 1890, d. 23.11. 1965, og Sólveig S. Jónsdóttir, f. 27.4. 1892, d. 15.12. 1968. Systur hennar voru Nanna Þóra, f. 11.1. 1917, d. 11.11. 1940, Guðrún Ragna, f. 11.1. 1923, d. 26.1. 1997, og Vilborg, f. 25.11. 1925, d. 3.3. 2000. Hinn 1.1. 1940 gift- ist Ingibjörg Bjarna Jónssyni frá Upp- sölum í Suðursveit, f. 3.1. 1906, d. 19.2. 1992. Þau eignuðust tvíbura 21.4. 1937, þeir eru Jón Haukur, kvæntur Guðrúnu Vigfúsdóttur og eiga þau fjögur börn, ell- efu barnabörn og eitt barnabarnabarn, og Geir Þórir, kvæntur Valgerði Leifsdóttur og eiga þau sex börn og tólf barnabörn. Útför Ingibjargar fer fram frá Hafnarkirkju í dag, 12. september, og hefst athöfnin kl. 14. Mig langar að minnast tengda- móður minnar, Ingibjargar Valgeirs- dóttur, eða Ingu, eins og hún var allt- af kölluð. Ég var ung að árum þegar við Geir, sonur Bjarna og hennar, tókum saman og mér var tekið opnum örm- um af þeim báðum. Það var stutt á milli bæjanna og því daglegur sam- gangur. Inga var vel gefin kona, bæði til munns og handa. Það voru ófáir kjól- arnir sem hún saumaði á sig og aðra. Hún var stefnuföst en glaðlynd og mátti ekkert aumt sjá. Fjölskyldan var henni allt og það var sama hvað barnabörnin tóku sér fyrir hendur, alltaf voru þau studd í því með ráðum og dáð. Þau voru ekki lík hjónin, hún mikil félagsvera og hafði gaman af að blanda geði við fólk en Bjarni var alltaf heimakær en latti ekki konu sína að fara af bæ. Inga mín, þú vildir vera og varst alltaf svo fín, hafðir tilfinningu fyrir því fram á síðasta dag. Þó að synirnir væru bara tveir var alltaf margt um manninn á Uppsöl- um. Tengdaforeldrar þínir bjuggu þar á meðan þeir lifðu, Ingvar, bróðir Bjarna, bjó með þeim alla tíð, blessuð sé minning hans. Systrabörnin ásamt öðrum börnum sem fengu að njóta sveitasælunnar. Það var ekki stórt íbúðarhúsið en virtist þeim undur- samlegu hæfileikum gætt að stækka eftir því sem fleiri bar að garði. Þið systurnar Inga, Gunna og Bogga, voru mjög samrýndar en þær fóru báðar á undan þér og alltof fljótt. Má geta nærri hve söknuður- inn hefur verið sár en enginn sá þér bregða. Haustið 1987 var Bjarni farinn að heilsu og þurfti orðið hjúkrun. Þá var ráðist í að kaupa ættaróðalið Val- geirsstaði, Svalbarði 9. Húsið var gert upp frá grunni af sonarsonum og þið fluttuð í það. Tómlegt var að horfa útum eldhúsgluggann í Sunnu- hlíð og sjá ekkert ljós á Uppsölum en á Valgeirsstöðum bjugguð þið vel um ykkur og stóðst þú þar í veitingum á meðan stætt var. Þegar kom að þeim tímapunkti að þú yrðir að yfirgefa höllina þína varstu ekki sátt, vanari að gefa en þiggja. Fyrst lá leiðin á Skjólgarð, síðan á hjúkrunarheimilið. Með tím- anum sættist þú við hlutskipti þitt og hafðir oft orð á því hversu vel var hugsað um þig og hversu gott væri að vera þar. Það var ómetanlegt fyrir okkur ættingjana að vita af þér í góð- um höndum sem ber að þakka. Elsku Inga mín, það er svo ótal margt sem kemur upp í hugann þeg- ar ég hugsa til þín. Ég þakka af alhug samveru liðinna ára og alla þá um- hyggjusemi og elsku sem við í fjöl- skyldunni fengum að njóta. Ég kveð þig með þessum ljóðlínum eftir Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi. Hér hvílir væn og göfug grein af gömlum, sterkum hlyni; hún lokaði augum hugarhrein með hvarm mót sólar skini. Hvíl þú í friði, friður Guðs þig blessi. Þín tengdadóttir, Valgerður (Gerða). Elsku besta amma mín. Ég var svo heppin að alast upp í sveitinni í návist við þig, afa og Ingv- ar frænda. Margar eru minningarnar sem ég á um þig og af mörgu er að taka. Þú varst ákveðin, með fastar skoðanir á hlutunum, glaðlynd og hafðir gaman af glensi og gríni. Sjaldan var komið að tómum kofun- um hjá þér, því bæði gastu svarað fyrir þig og ávallt var opið hús fyrir gesti og gangandi og aldrei fór neinn með tóman maga eða án allskonar nýrrar vitneskju frá þér. Ég man þegar þú sagðir mér sögur og kennd- ir mér ýmsar bænir. Ég man stund- irnar okkar þegar ég fékk að hvíla mig hjá þér, því oft hljóp ég heim að Uppsölum til að kúra hjá þér eftir hé- degismatinn. Ég man þegar farið var upp að á, þegar ég fór í heimsóknir með þér á aðra bæi, ég man eftir berja- og eggjatínsluferðunum sem þú máttir aldrei missa af. Ég man þegar ég fékk að máta skartið þitt og þvílíka gimsteina hafði lítil stelpa sjaldan séð. Endalaust gæti ég haldið áfram að telja upp það sem við gerð- um saman. Þú varst að mörgu leyti á undan þinni samtíð. Ávallt skildir þú mig og studdir sama hvað mér datt í hug og aldrei veltir þú mér upp úr því ef eitt- hvað misfórst. Þér fannst gaman að tónlist og fallegum söng, spilaðir oft á orgelið þitt og tókst lagið. Spila- mennsku hafðirðu gaman af og það verður að segjast að þú varst stund- um tapsár, en þú sagðir það bara hreint út ef þér fannst maður hafa spilað vitlaust, því hvernig lærir maður að spila rétt ef engin er til- sögnin? Þú varst stolt kona og barst þig ávallt með mikilli reisn, og það gerðir þú líka fram á síðustu stund. Ég minnist þín um daga og dimmar nætur. Mig dreymir þig, svo lengi hjartað slær. Og meðan húmið hylur allt sem grætur, mín hugarrós á leiði þínu grær. Þín kærleiksbros, þau aldrei, aldrei gleymast. Þitt allt, þitt bænarmál og hvarms þíns tár. Hvert bros, hvert orð, hvert armtak þitt skal geymast. Þín ástarminning græðir lífs míns sár. Ein friðarstjarna á fagurhimni glitrar. Eitt friðarljós í sölum uppheims skín, sem veitir fró og hvíld, þá tárið titrar á tæru auga harms við náðalín. Þín ljúfa minning lifir mér í hjarta, hún ljóma slær á ævi minnar braut. Ég á þig enn, svo fagra, blíða og bjarta, ég bý sem fyrr við töfra þinna skaut. (Ásmundur Jónsson Skúfsstöðum.) Elsku amma mín. Í dag göngum við síðasta spölinn- saman í bili. Takk fyrir allt það dýr- mæta sem þú hefur gefið mér. Þín Júlía. Elsku amma, ekki alls fyrir lögnu sagðir þú við mig: „Binna mín, það kvöldar hjá okkur öllum.“ Og nú er komið að kveðjustund hjá þér. Mig langar að minnast Ingu ömmu með fáeinum orðum. Inga amma var mjög félagslynd og hafði unun af að vera innan um fólk. Hún var mjög ættrækin og árlega fór hún í sínar Reykjavíkurferðir og voru þær toppurinn á öllu. Þaðan kom hún alltaf endurnærð og alsæl eftir að hafa dvalið hjá ættingjum og vinum sem báru hana á höndum sér meðan á dvölinni stóð. Skemmst er að minnast þess þegar hún lærbrotn- aði árið 2006 og var tilbúin í sjúkra- flug, þá lét hún þessi orð falla: „Mér hefur nú alltaf þótt gaman að skreppa til Reykjavíkur.“ Amma hafði gaman af að vera fín og áttum við okkar dekurstundir á laugardögum og naut hún þess mjög. Fyrir rúmum tveimur árum veiktist hún alvarlega og héldum við að henn- ar tími væri kominn, nei hún reif sig upp úr því og aldrei hressari. Nokkr- um vikum seinna vildi hún að teknar yrðu almennilegar myndir af sér, því hún liti svo afskaplega vel út. Það ætti örugglega eftir að koma okkur ættingjunum vel að eiga góðar myndir af sér. Ljósmyndarinn kom og útkoman glæsilegar myndir og hún alsæl. Amma var mjög ákveðin kona, kunni að koma orðum að hlutunum og hafði skýrar skoðanir á öllu. Kannski er ekki hægt að lýsa henni betur en með hennar eigin orðum: „Ég hef vanið mig á að hafa rétt fyrir mér, og hana.“ Elsku amma, takk fyrir allar góðu stundirnar og öll gull- kornin, þau verða vel geymd. Þín Birna. Þá ert þú amma mín lögð upp í ferðina sem við öll förum í fyllingu tímans. Margs er að minnast á löngum tíma. Að fæðast í þennan heim 1918 hefur verið töluvert öðru- vísi en við „unga“ fólkið þekkjum í dag. Lífsbaráttan snerist um að hafa í sig og á. Lögmál þessa tíma voru Ingibjörg Valgeirsdóttir ✝ Útför SIGURÐAR Þ. ÞORLÁKSSONAR ZETO fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 16. september kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Fjóla Sigurðardóttir. ✝ Systir okkar og mágkona, HJÖRDÍS KRISTÍN HJÖRLEIFSDÓTTIR, lést á líknardeild Landspítala Landakoti miðviku- daginn 9. september. Útför verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 21. september kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknar- félagið Karitas. Gerður Hjörleifsdóttir, Ásgeir Hjörleifsson, Hjördís Sigurðardóttir. ✝ Móðursystir mín og frænka okkar, HÓLMFRÍÐUR HELGADÓTTIR, Bólstaðarhlíð 62, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítala Landakoti þriðju- daginn 8. september. Útförin verður gerð frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 17. september kl. 13.00. Fríða S. Haraldsdóttir, Sigurbjörn Helgason, Þóra Sigurbjörnsdóttir, Helgi Sigurbjörnsson. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns, föður, uppeldisföður, tengda- föður, sonar, bróður, mágs og tengdasonar, NJÁLS SKARPHÉÐINSSONAR, Dofrakór 7, Kópavogi. Hrefna Sigurbjörg Jóhannsdóttir, Kjartan Hreinn Njálsson, Skarphéðinn Njálsson, Unnur Ósk Rúnarsdóttir, Illugi Njálsson, Hrafntinna Njálsdóttir, Hallgerður Njálsdóttir, Jóhann Bjarni Kjartansson, Borghildur Sverrisdóttir, Sigurbjörn Snævar Kjartansson, Wichuda Buddeekham, Skarphéðinn Sveinsson, Íris Bachmann Haraldsdóttir, Haraldur Skarphéðinsson, Eygló Linda Hallgrímsdóttir, Sveinn Skorri Skarphéðinsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Jóhann Guðjónsson. ✝ Ástkær sambýlismaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir, afi og frændi, SIGURÐUR KARLSSON verktaki, Fagurgerði 2b, Selfossi, lést á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi fimmtudaginn 10. september. Útförin verður auglýst síðar. Ingunn Guðmundsdóttir, Bergljót Snorradóttir, Sigurður Dagur Sigurðarson, Sigríður Sif Magnúsdóttir, Karl Áki Sigurðarson, Snorri Sigurðarson, Fjóla Kristinsdóttir, Gauti Sigurðarson, Kolbrún María Ingadóttir, Þórarinn Karl Gunnarsson, Kolbrún S. Hansdóttir, barnabörn og aðrir aðstandendur. Næm, skynsöm, ljúf í lyndi lífs meðan varstu hér, eftirlæti og yndi ætíð hafði’ eg af þér, í minni muntu mér; því mun eg þig með tárum þreyja af huga sárum, heim til þess héðan fer. (Hallgrímur Pétursson) Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga og rauna frí, Heiða Austfjörð ✝ Heiða Austfjörðfæddist á Heiði á Langanesi 17. júlí 1947. Hún lést 1. sept- ember sl. Útför Heiðu var gerð frá Áskirkju 11. september 2009. við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér hugg- un sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgrímur Pétursson) Við sendum Trausta og fjölskyldu hans okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Guðríður Gía Ólafsdóttir og starfsfólk á Ægisgrundinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.