Morgunblaðið - 12.09.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.09.2009, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 1 2. S E P T E M B E R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 247. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «HÉLT TÓNLEIKA MEÐ SENUÞJÓFUNUM MEGAS ALDREI VERIÐ BETRI «ÞORBJÖRN E. GUÐMUNDSSON Hannar götufatnað fyrir brettaiðkendur Að hlusta á Kayu með Bob Marley and the Wailers gerir það að verk- um að maður liðast mjúklega um gólf í reggí-algleymi og ferðast í huganum til Jamaíka. LESBÓK Marley kallar fram unaðshroll Gauti Kristmannsson andæfir í fjöl- miðlapistli sínum skrifum Brynjars Níelssonar lögmanns í Pressunni, en þar segir Brynjar marxisma og kvenréttindi „dellufræði“. Mansal, lögvísindi og sannleikur „Stundum er sagt að skáldskap- urinn standi nær sannleikanum en raunveruleikinn,“ sagði A.S. Byatt á bókmenntahátíð árið 2000. „[Hann] þykist aldrei vera sannur.“ Frelsi án sönnunarbyrði Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is MAGNÚS Árni Skúlason, sem situr í banka- ráði Seðlabanka Íslands fyrir hönd Fram- sóknarflokksins, hafði samband við stóran hluthafa í stoðtækjaframleiðandanum Össuri og starfsmenn lyfjafyrirtækisins Actavis með það fyrir augum að benda þeim á heppilegan viðskiptaaðila (miðlara) með gjaldeyri erlend- is. Um er að ræða breska miðlarafyrirtækið Snyder, en stjórnendur þess eru vinir Magn- úsar Árna. Magnús Árni hafði samband við Actavis fyr- ir rúmum tveimur vikum til að bjóða þeim þjónustu Snyder, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Magnús lagði sig því fram um að koma á viðskiptasambandi milli Snyder og Actavis og sat fundi milli fyrirtækjanna. Bauð upp á miðlun og gjaldeyriskaup Það sem Snyder bauð fyrirtækjunum upp á var miðlun og sú þjónusta að kaupa gjaldeyri erlendis inn á reikning, og afhenda krónur hér á landi, sem eru hefðbundin aflandsviðskipti (off-shore). Tekjugrundvöllur slíks viðskipta- sambands eru gjaldeyrishöftin, en það er ein- mitt m.a. í verkahring Seðlabanka Íslands að útbúa áætlun um afnám gjaldeyrishafta í skrefum. Gegn markmiðum Seðlabanka  Bankaráðsmaður Seðlabanka Íslands hafði samband við útflutningsfyrirtæki til að koma á aflands- viðskiptum með gjaldeyri  Seðlabankinn hafði beðið fyrirtækin að láta af slíkum viðskiptum  Við vitum ekki | 20 Fulltrúar stærstu útflutningsfyrirtækja á Íslandi, m.a. Össurar og Actavis, voru boðaðir á sérstakan fund í Seðlabankanum í sumar. Um var að ræða þau fyrirtæki sem njóta sér- stakrar undanþágu frá gjaldeyrishöftunum en það eru fyrirtæki sem eru með yfir 80 prósent af tekjum sínum í erlendri mynt. Var þess far- ið vinsamlega á leit við þessi fyrirtæki að þau létu af aflandsviðskiptum með gjaldeyri, þó þau væru ekki ólögleg, þar sem þau stríddu gegn markmiðum reglnanna. Magnús Árni Skúlason vildi í gær ekkert láta hafa eftir sér um málið. Í HNOTSKURN »Magnús Árni var kjörinn aðalmaðurí bankaráð Seðlabankans af Alþingi hinn 11. ágúst síðastliðinn. »Fundur hans og starfsmanna Snydermeð starfsmönnum Actavis var fyrir rúmum tveimur vikum. »Ekkert liggur fyrir sem bendir tilólögmætrar háttsemi af hálfu Magn- úsar Árna. TÍU fulltrúar frá samtökum rústabjörgunar- sveita, sem starfa undir hatti Sameinuðu þjóð- anna, fylgjast með æfingu alþjóðabjörgunar- sveitar Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem fram fer á Gufuskálum. Slæmt veður hefur gert æfinguna mun erfiðari en ella en gangi allt að óskum hlýtur sveitin vott- un sem fullgild rústabjörgunarsveit að æfingum loknum, síðdegis í dag. Morgunblaðið/Árni Sæberg RÚSTABJÖRGUNARVERKEFNI Á GUFUSKÁLUM Íslendingum í Noregi hefur fjölgað um tvö þúsund á tæpum tveimur árum og eru þeir nú um 6.500 talsins. Samfara fjölg- uninni hefur álag- ið á séra Örnu Grétarsdóttur Noregsprest aukist allverulega. „Ég hélt að álagstoppnum hefði verið náð síðasta vor, en í ágústmánuði og það sem af er september hefur verið meira að gera en nokkru sinni frá því að ég kom hingað til starfa 1. október 2007,“ segir Arna. Hún segir aukið álag aðallega stafa af því að margir eigi erfitt með að fóta sig við framandi aðstæður. „Við erum að hefja aukna sálgæslu- þjónustu, en mikil þörf er á slíku,“ segir Arna. Hún segir að hugsun- arháttur margra Íslendinga geti valdið óþarfa álagi þrátt fyrir að hann feli í sér bjartsýni og von. „Of oft hugsar fólk með sér að þetta reddist allt [...].“ | 6 Mikið álag á Noregs- prestinum Segir þörf á aukinni sálgæsluþjónustu Arna Grétarsdóttir Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is „ÉG ætla rétt að vona að við tök- um okkur á hér í okkar þjóð- félagi gagnvart löggæslumálum. Það er óþolandi að þjófagengi komi hingað til lands og láti greipar sópa. En við erum að bjóða upp á það með því að sinna löggæslumálum af svo miklum vanefnum sem raun ber vitni, Ég veit að ef lögreglan hefði tök á því þá mundi hún geta gert meira til að leita þeirra gripa sem stolið var af mínu heimili,“ segir Klara Stephensen en í sum- ar var brotist inn á heimili henn- ar og ómetanlegum gripum stol- ið. Segir Klara aðkomuna hafa verið ömurlega. „Ég óska engum þess að lenda í þessari reynslu. Þetta er meira en fólk gerir sér grein fyrir. Það er önnur líðan fyrir og eftir innbrot.“ | 4 „Það er önnur líðan fyrir og eftir innbrot“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.