Morgunblaðið - 17.09.2009, Blaðsíða 1
15.500
Einstaklingar á vanskila-
skrá í lok árs 2007
16.500
Á vanskilaskrá við banka-
hrunið í október 2008
19.600
Á vanskilaskrá
31. ágúst 2009
10.200
Þar af á aldrinum
frá 30 ára til 49 ára
27.000
Á vanskilaskrá eftir 12
mánuði án aðgerða.
F I M M T U D A G U R 1 7. S E P T E M B E R 2 0 0 9
STOFNAÐ 1913
252. tölublað
97. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
«HILMAR ODDSSON MEÐ JÓLAMYND
SLÆR Á VIÐKVÆMA
OG LÉTTA STRENGI
«LEIKKONAN JENNIFER ANISTON
Föst í sama hlut-
verkinu í mörg ár
Eftir Grétar Júníus Guðmundsson
gretar@mbl.is
EINSTAKLINGUM sem eru á vanskilaskrá hefur fjölg-
að hratt frá bankahruninu. Þeim mun hins vegar fjölga
enn hraðar á næstu tólf mánuðum verði ekkert að gert,
samkvæmt spálíkani Creditinfo. Flestir þeirra sem eru á
vanskilaskrá og Creditinfo telur líklegt að lendi þar á
næstunni eru frá 30 ára og upp í 49 ára og með börn á
framfæri sínu.
Hákon Stefánsson, starfandi stjórnarformaður Credit-
info á Íslandi, segir að það sé gagnslaust að taka skulda-
stöðu einstaklinga á tilteknum tímapunkti, líkt og Seðla-
bankinn hafi gert, og nota það við ákvörðun á afskriftum
á skuldum. „Þegar til stendur að færa niður skuldir fólks
þá lýtur slíkt að greiðslugetu þess í framtíðinni.“
Magnús Norðdahl, deildarstjóri lögfræðideildar ASÍ,
segir að það sé ekki eftir neinu að bíða með að grípa til
aðgerða fyrir þann hóp heimila sem kominn er í alvarleg
greiðsluvandræði. „Við hjá ASÍ höfum lagt áherslu á að
þau úrræði sem gripið verður til séu auðveld í fram-
kvæmd, aðgengileg, fljótvirk og tryggi að skuldir verði
skornar niður eða þeim skuldbreytt þannig að þær verði
greiðanlegar í fyrirsjáanlegri framtíð. Þetta verður ekki
gert öðruvísi en að taka gildandi löggjöf og breyta henni
þannig að hún verði skuldaramiðuð.“
Gagnslaust að horfa á tiltekinn tímapunkt | Viðskipti
Vanskil aukast hratt
Nærri tuttugu þúsund einstaklingar eru á vanskilaskrá
Um 7.500 bætast við næsta árið verði ekkert að gert
AÐALGEIR Jóhannsson, einnig þekktur sem Alli neta-
maður, tók lagið á gítarinn í gær í Bryggjukaffi í
Grindavík. Rigningardropar féllu úr lofti í Grindavík
líkt og víða annars staðar á landinu og er óvíst hvort
hljóðið í fallandi dropunum hafi gegnt hlutverki und-
irspils fyrir gítarleik Alla eða öfugt. Skammt frá
Bryggjukaffi er netaverkstæði Alla og bróður hans,
Kristins Jóhannssonar, Krilla, en nýlega opnuðu bræð-
urnir kaffistaðinn saman í því skyni að auka mannlífs-
braginn á bryggjunni.
Morgunblaðið/RAX
REGNIÐ FELLUR VIÐ GÍTARUNDIRSPIL
málaráðuneytinu, í tengslum við
lánafyrirgreiðslu að andvirði 30
milljarða króna frá Evrópska fjár-
festingabankanum, EIB.
Í stöðugleikasáttmála stjórnvalda
og aðila vinnumarkaðarins segir
engu að síður að ríkisstjórnin muni
greiða götu þeirra stórframkvæmda
sem þegar hafa verið ákveðnar, til
dæmis framkvæmda vegna álvera í
Helguvík og Straumsvík. Þá segir
þar einnig að kappkostað verði að
engar hindranir verði af hálfu stjórn-
valda í vegi slíkra framkvæmda eftir
1. nóvember. onundur@mbl.is | 2
Umhverfisráðu-
neytið er komið
tvo og hálfan
mánuð út fyrir
frest til að taka
ákvörðun um það
hvort fram-
kvæmdir tengdar
álverinu í Helgu-
vík skuli fara í
sameiginlegt umhverfismat, sem
gæti seinkað framkvæmdum um
langa hríð.
Þá gengur Orkuveitu Reykjavíkur
hægt að fá meðmælabréf frá fjár-
Gengur hægt
Seinkun á umhverfismati í Helguvík
„Það þarf að
taka á aðstæðum
sjúklinga við
þessar aðstæður,
áður en kemur að
dagþjálfuninni
og hjúkr-
unarheimilunum.
Það myndi lengja
„góða“ tímabilið
og leyfa sjúklingunum að lifa leng-
ur með svolítilli reisn,“ segir Fann-
ey Proppé Eiríksdóttir, en eig-
inmaður hennar, sem er 63 ára
alzheimerssjúklingur, hefur verið á
hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í
þrjú ár. Hún segir enga sér-
meðhöndlun vera fyrir yngra fólk
með heilabilun en eiginmaður
hennar greindist 56 ára. »8
Gagnrýnir meðhöndlun á
yngra fólki með alzheimer
Launafólk hverfur í auknum
mæli af vinnumarkaði vegna veik-
inda og slysa í kreppunni ef marka
má mikla hækkun greiðslna úr
sjúkrasjóðum stéttarfélaga.
Greiðslur dagpeninga sjúkrasjóðs
VR vegna stoðkerfissjúkdóma
hækkuðu um 86% á fyrri hluta árs-
ins og um 21% vegna fólks sem
greinst hefur með geðraskanir.
Starfsendurhæfingarsjóður stétt-
arfélaga og atvinnurekenda er að
komast í fullan gang og 14 sérhæfð-
ir ráðgjafar teknir til starfa. »16
Aðstoða fólk með skerta
starfsgetu um allt land
HÚN er sökuð um að hafa ýtt 563
sinnum á neyðarhnappinn á einum
mánuði og kallað 264 sinnum á lög-
regluna undanfarin tvö ár. Mary
Plaisted, sem er 98 ára og býr í fé-
lagslegri jarðhæðaríbúð í South-
ampton í Englandi, hefur nú verið
vísað úr íbúðinni en hún hefur búið
þar í 28 ár, að sögn BBC.
Yfirvöld segjast ekki hafa átt
„annan kost“. Plaisted hafi ráðist á
félagsráðgjafa og embættismenn
og hamrað á gluggana hjá grönn-
um sínum. kjon@mbl.is
98 ára gömul kona rekin úr
félagslegu íbúðinni sinni
Bakkabræður sendu lánveitendum
Exista bréf þar sem þeir sögðust til-
búnir að afhenda Bakkavör aftur ef
þeir fengju að stjórna Exista áfram.
Ágúst Guðmundsson segist vera að
bjarga verðmætum í Bakkavör.
VIÐSKIPTI
Réttur kröfuhafa
virtur að vettugi
Félög sem skila rekstrarhagnaði,
eins og NTC, sem rekur til dæmis
Sautján, standa frammi fyrir erf-
iðleikum vegna hækkandi skulda.
Fall krónunnar ræður þar mestu og
afborganir þyngjast.
Skuldir þyngja
góðan rekstur
Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur
og stjórnarformaður Nýja Kaup-
þings, er mikil hestakona.
Hjá Bændasamtökunum fæst hún
aðallega við verkefni sem tengjast
aðildarumsókn Íslands að ESB.
Er dugleg að
bregða sér á bak