Morgunblaðið - 17.09.2009, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2009
FRÁSAM RAIMI
LEIKSTJÓRA EVIL DEAD OG SPIDER MAN
GAGNRÝNENDUR ERU Á EINU MÁLI:
ENTERTAINMENT WEEKLY - 100/100
LOS ANGELES TIMES - 100/100
WALL STREET JOURNAL - 100/100
WASHINGTON POST - 100/100
FILM THREAT - 100/100SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA
FRÁBÆR SK
EMMTUN – F
RÁBÆRTÓN
LIST
“ÓVÆNTASTI SMELLUR ÁRSINS”– J.F ABC
HHH
- EMPIRE
HHH
- ROGER EBERT
2 VIKUR Á TOPPNUM
Í BANDARÍKJUNUM!
ÓTRÚLEG UPPLIFUN Í 3D
SÝND Í KRINGLUNNISÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI
HHHH
– IN TOUCH
HHH
„HITTIR Í MARK.“
-S.V. MBL
/ ÁLFABAKKA
BANDSLAM kl. 5:45 - 8 - 10:20 L UP m. ensku tali kl. 8 - 10:20 L
REYKJAVÍK WHALE WAT... kl. 6 - 8 - 10:20 16 UPP (UP) m. ísl. tali kl. 5:503D DIGITAL 3D L
REYKJAVÍK WHALE WAT... kl. 10:20 LÚXUS VIP UPP (UP) m. ísl. tali kl. 5:50 L
THE PROPOSAL kl. 8 - 10:20 L HARRY POTTER kl. 5 10
THE PROPOSAL kl. 5:50 LÚXUS VIP DRAG ME TO HELL kl. 10:20 16
/ KRINGLUNNI
FINAL DESTINATION4 kl. 8:103D - 10:103D 16 DIGITAL 3D
BANDSLAM kl. 5:40 - 8 L DIGITAL 3D
REYKJAVÍK WHALE.. kl. 8:10 - 10:10 16
UP m. ensku tali kl. 10:203D L DIGITAL 3D
UPP (UP) m. ísl. tali kl. 63D L DIGITAL 3D
UPP (UP) m. ísl. tali kl. 6 L
MEGRUNARFÆÐI
Kemur í stað tveggja máltíða á
dag og inniheldur þau vítamín og
steinefni sem líkaminn þarfnast.
VÖÐVABYGGING
hraðar umbreytingu próteina í
amínósýrurVÖÐVABYGGING
Hraðar umbreytingu próteina
í amínósýrur.
v
in
n
u
s
to
fa
n
.i
s
·
0
9
/2
0
0
9
Ég get ekki orða bundistlengur; leikkonan JenniferAniston fer aðeins í taug-
arnar á mér. Ein ástæðan fyrir því
er að hún leikur alltaf sömu per-
sónuna í mynd eftir mynd. Sú per-
sóna er mikið til blanda af henni
sjálfri (eða eins og sú mynd sem er
dregin upp af henni í fjölmiðlum, ég
þekki hana ekki persónulega) og
Rachel Green sem hún lék í Friends
í mörg ár.
Myndirnar eru rómantískar gam-
an- eða dramamyndir sem gerast í
samtímanum. Aniston leikur konu á
fertugsaldri sem er óhamingjusöm í
sambandi eða einhleyp og í leit að
ást, sem hún auðvitað finnur eftir
smá vesen í lok myndar. Persón-
urnar eru óspennandi og fyrir vikið
virkar Aniston sjálf svolítið óspenn-
andi. Hún er alltaf eins og sæta
stelpan í næsta húsi, drauma-
tengdadóttirin í snjáðu bláu galla-
buxunum og hvíta þrönga stutt-
ermabolnum. Fatasmekkur Aniston
er svo klassískur að hann er leiðin-
legur, hún hefur varla breyst frá
því fyrir fimmtán árum þegar allar
konur vildu vera með hár eins og
hún.
Þrátt fyrir að hjakka í sama hjól-farinu er Aniston ein vinsæl-
asta leikkona í heimi og mjög vel
liðin. Hún er svo sem ekki eini leik-
arinn sem hefur fest í ákveðnu hlut-
verki og það á ekki bara við um
Hollywood-leikara. Íslenskir leik-
arar sjást margir hverjir í nákvæm-
lega sama hlutverkinu á leiksviði
og í kvikmyndum ár eftir ár. Hlut-
verkinu sem þeir slógu í gegn í þeg-
ar þeir komu út úr leiklistarskól-
anum og hafa ekki þorað að fara úr
síðan.
Aniston hefur þó tekist margt vel
og má nefna myndir eins og The
Good Girl og Management. Í þeim
fer hún aðeins úr hinu hefðbundna
fari og tekst þá vel til. Nýjasta
mynd Aniston fellur ekki í þann
flokk. Love Happens var frumsýnd
í Bandaríkjunum í vikunni. Um er
að ræða rómantíska dramamynd
sem fjallar um mann sem skrifar
sjálfshjálparbækur. Á ferðalagi
hittir hann óvænt einu persónuna
sem gæti mögulega hjálpað honum
sjálfum. Sú persóna, leikin af Jenni-
fer Aniston, starfar sem blóma-
skreytir og hefur heitið því að
koma ekki nálægt karlmönnum
framar. Ástin bankar upp á þegar
þú átt síst von á er útgangslína
myndarinnar … kannski heyrt
hana áður í Aniston-myndum?
Hvað ætli verði um Jennifer An-iston? Hún er fertug og stólar
nú á hlutverk látlausu en hnyttnu
millistéttarstúlkunnar sem á í vand-
ræðum með ástina. Ekki er hægt að
horfa framhjá því að Aniston fer að
eldast upp úr þeim hlutverkum.
Miðað við hvernig hlutirnir ganga
fyrir sig í Hollywood er þess ekki
langt að bíða að henni bjóðist að-
eins hlutverk sætu mömmunnar í
unglinga- eða fjölskyldumyndum.
Leikkonur á fimmtugsaldri fá fátt
annað á meðan jafnaldrar þeirra af
karlkyni fara fyrst að fá tilboð um
hlutverk hjartaknúsara þá.
Gaman væri að sjá Aniston reyna
fyrir sér á nýju sviði og birtast í
hrollvekju þar sem hún þyrfti að
raka sig sköllótta og bæta á sig
tuttugu kílóum. Það er ekki hægt
að stóla á hárið og hvolpaaugun
endalaust. ingveldur@mbl.is
AF LISTUM
Ingveldur Geirsdóttir
»Miðað við hvernighlutirnir ganga fyrir
sig í Hollywood er þess
ekki langt að bíða að
henni bjóðist aðeins hlut-
verk sætu mömmunnar
Alltaf eins Jennifer Aniston hefur komið víða við á árinu. Á fyrstu myndinni t.v. er hún á Óskarsverðlaununum í
febrúar, svo á Konur í myndum-verðlaunahátíðinni í júní og að lokum á frumsýningu Love Happens á þriðjudaginn.
Reuters
Hjakkar í sama hjólfarinu