Morgunblaðið - 17.09.2009, Blaðsíða 21
Minningar 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2009
✝ Guðjón Kr. Ey-mundsson raf-
virkjameistari, fædd-
ist í Reykjavík 12.
febrúar 1924. Hann
lést á Landspítala,
Landakoti, mánudag-
inn 7. september.
Foreldrar hans
voru Eymundur
Lúther Jóhannsson,
rafvirkjameistari á
Akureyri, f. í Utah í
Bandaríkunum 1893,
d. 1951 og Áslaug
Kristinsdóttir, verka-
kona í Reykjavík, f. 1895, d. 1965.
Þau skildu. Systkini samfeðra: Ey-
mundur, f. 1932, Margrét, f. 1934,
d. 1976, Hrefna, f. 1936, d. 2005 og
Alla, f. 1944, d. 2006.
Árið 1946 kvæntist Guðjón
Rögnu Ásdísi Ingólfsdóttur, f. 23.6.
1922 á Víðirhóli á Hólsfjöllum, d.
16.1.1983. Foreldrar hennar voru
Ingólfur Kristjánsson, bóndi á
Grímsstöðum og Víðirhóli á Hóls-
fjöllum, og Katrín María Magn-
úsdóttir húsfreyja.
Börn þeirra: 1) Ingólfur Arnar, f.
23.2. 1946, maki Susan M. Guð-
jónsson, f. 1947. Börn: a) Stefán
Erlingur. 5) Hörður, f. 11.7. 1963,
maki María Brynhildur Johnson, f.
1965. Börn: a) Jökull Freyr, f. 1995
og b) Birkir Fannar, f. 1999.
Árið 1993 kvæntist Guðjón
Hrafnhildi Bjarnadóttur, f. 18.9.
1930. Foreldrar hennar voru
Bjarni Guðmundsson trésmiður, f.
4.7. 1897, d. 28.2. 1988 og Elinóra
Kristín Rósmundsdóttir verkakona,
f. 29.4. 1899, d. 28.4. 1951. Dætur
Hrafnhildar eru: 1) Elín Helgadótt-
ir, f. 1952, maki Benedikt Garð-
arsson og eiga þau 2 dætur. 2)
Anna Helgadóttir, f. 1955, maki
Snæbjörn Stefánsson, þau eiga 2
syni og 5 barnabörn. 3) Erla Helga-
dóttir, f. 1957, hún á einn son. 4)
Margrét Helgadóttir, f. 1963, maki
Heimir Guðmundsson og eiga þau
3 börn.
Guðjón ólst upp í Reykjavík. Eft-
ir nám í rafvirkjun við Iðnskólann í
Reykjavík og störf hjá fyrirtæki
Johans Rönning, stofnaði hann fyr-
irtækið Raforku á Akureyri, sem
hann seldi síðar. Hann starfaði á
rafmagnsverkstæði Varnarliðsins á
Keflavíkurflugvelli og var þar
verkstjóri um langt árabil. Við
starfslokin var hann heiðraður fyr-
ir farsæl störf í rúma fjóra áratugi.
Hann sat um tíma í stjórn Verk-
stjórafélags Suðurnesja. Guðjón
var félagi í Oddfellowstúkunni
Þorfinni Karlsefni IOOF.
Útför Guðjóns fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag, 17. september og
hefst athöfnin kl. 15.
John, f. 1977 og b)
Sarah Ásdís, f. 1979.
Fyrir átti Ingólfur
Kristin Kolbein, f.
1967, d. 1991. 2) Ás-
laug Sif, f. 1.10. 1947,
maki, Karl F. Garð-
arsson, f. 1942. Börn:
a) Guðjón, f. 1968,
maki Aðalbjörg Guð-
steinsdóttir, f. 1972.
Börn: Elísabet Árný,
Davíð Karl og Áslaug
María. b) Sigríður, f.
1974, maki Hlynur
Höskuldsson, f. 1977,
sonur þeirra er Karl Logi, dóttir
Hlyns er Elva Dís. c) Kristján Egill,
f. 1984, unnusta Þóra Rún Úlfars-
dóttir, f. 1984. 3) Kolbrún, f. 6.6.
1952, maki Jón Sævar Jónsson, f.
1947. Börn: a) Lovísa, f. 1975, börn:
Jón Róbert og Aron Snær. b) Katr-
ín, f. 1980, maki Johan Andersson,
barn Jakob Sævar. c) Ásdís, f. 1983,
sambýlismaður Halldór Einarsson,
f. 1971, barn Einar Logi. d) Val-
gerður, f. 1988. 4) Bergljót, f.
22.11. 1953, d. 11.6. 1999, maki,
Helgi B. Ingólfsson, f. 1951. Barn:
Ólafur Ragnar, f. 1976, maki Erla
Skúladóttir, f. 1975, börn Emil og
Í dag kveðjum við Guðjón Ey-
mundsson og viljum við systur minn-
ast hans með nokkrum orðum. Við
kynntumst Guðjóni snemma árs 1984
þegar leiðir hans og mömmu lágu
saman en bæði höfðu þau misst maka
sína. Það var mikið lán fyrir mömmu
að hitta Guðjón því betri manni hefði
hún ekki getað kynnst. Hófst þá nýr
kafli í lífi þeirra beggja þar sem þau
nutu samvista hvort við annað.
Guðjón var einstaklega ljúfur og
góður maður, og hefur hann reynst
okkur systrum og okkar börnum og
barnabörnum einstaklega vel. Hann
var góður heim að sækja og þægileg-
ur í alla staði og var áhugasamur um
líf okkar og störf.
Ferðalög voru stór hluti af lífi Guð-
jóns og mömmu og ferðuðust þau
víða um heiminn. Þá dvöldu þau
löngum stundum í sumarbústað Guð-
jóns í Grímsnesinu á meðan heilsan
leyfði. Minningin um Guðjón er okk-
ur systrum og fjölskyldum okkar ein-
staklega kær. Við þökkum honum
fyrir allar stundirnar sem við áttum
saman sl. 25 ár. Sérstaklega þökkum
við Guðjóni fyrir hvað hann reyndist
mömmu vel.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Blessuð sé minning Guðjóns.
Elín, Anna, Erla og Margrét.
Það fer ekki hjá því þegar fólk sem
er manni nátengt um áratugi fellur
frá að ótal minningar skjóti upp koll-
inum. Sumt frá stórum tímamótum
en annað smávægilegra en fyllir upp
þá mynd sem varðveitt er í minning-
unni. Það eru 43 ár síðan ég kom fyrst
inn á heimili Guðjóns og Ásdísar. Frá
fyrstu stundu var tekið á móti mér
með hlýju og þægilegu viðmóti. Þau
voru einstaklega greiðvikin við okkur
á fyrstu hjúskaparárum okkar og
munaði um alla þá aðstoð sem þau
veittu þegar Guðjón yngri kom í
heiminn. Þegar kom að því að koma
upp okkar eigin húsnæði var ekki lak-
ara að eiga að tengdaföður sem hafði
reynslu af slíkum framkvæmdum.
Meðal annars gekk hann frá raflögn í
íbúðina. Guðjón vann langan vinnu-
dag með ferðum til og frá Keflavík-
urflugvelli en hann var alltaf tilbúinn
að aðstoða ef á þurfti að halda.
Heima hjá þeim í Hraunbænum
var oft líflegt þar sem fimm systkina
hópur var meira og minna til staðar
og gerði það að verkum að oftast var
einhver í heimsókn enda var vel tekið
á móti vinum og ættingjum og stóð
heimilið þeim opið. Ég held að Guð-
jóni hafi þótt notalegt að hafa allt
þetta fólk í kringum sig þó það hafi
mætt mest á Ásdísi. Sjálfur ólst hann
upp einn með móður sinni og höfðu
þau ekki alltaf úr miklu að spila.
Hann var ákveðinn að verða sjálf-
bjarga og komst í rafvirkjanám hjá
fyrirtæki Johan Rönning en fljótlega
eftir nám flutti hann sig um set til Ak-
ureyrar og stofnaði þar fyrirtækið
Raforku sem hann rak í nokkur ár.
Þar fór vel um fjölskylduna en sam-
keppni við Sambandið ekki auðveld
og á endanum var ákveðið að fara aft-
ur suður. Vinna á Keflavíkurflugvelli
varð fyrir valinu og fluttist fjölskyld-
an til Keflavíkur og bjó þar í átta ár
eða þar til elsta barn þeirra fór í
Menntskólann í Reykjavík. Komu
þau sér upp raðhúsi í Hraunbæ og
var það gert af dugnaði og eljusemi
eins og annað sem hann tók sér fyrir
hendur. Tengdafaðir minn var af
gamla skólanum með þeim hætti að
leggja alla tíð mikið upp úr því að
standa við sínar skuldbindingar og
vera ekki upp á aðra kominn.
Guðjón var félagslyndur maður og
tók þátt í ýmsu félagsstarfi. Lagði
rækt við Oddfellowregluna og gegndi
þar trúnaðarstörfum. Hann spilaði
golf, hafði gaman af stangveiði, spil-
aði bridge og safnaði frímerkjum.
Það var mikið áfall þegar Ásdís féll
frá langt um aldur fram einmitt þeg-
ar þau voru farin að sjá fram á náð-
ugri daga og njóta starfa sinna.
Hrafnhildur kom inn í líf Guðjóns
ekki löngu seinna og skapaði honum
nýtt heimili og nýja tilveru og áttu
þau góð ár saman. Seinni árin var það
sumarbústaðurinn og ræktun trjáa
sem var hans helsta áhugamál ásamt
því að ferðast erlendis. Síðustu ár
höfðu veikindi verið að hrjá Guðjón í
auknum mæli. Öllum þeim áföllum
tók hann af karlmennsku og var ekki
kvartsár. Hann vissi að hverju
stefndi og tók því af miklu æðruleysi.
Hann brosti ljúflega til okkar fram til
síðustu stundar og skildi við á hljóð-
legan og sáttan hátt. Fyrir það erum
við þakklát og þær góðu minningar
sem hann skilur eftir og biðjum hon-
um Guðs blessunar.
Karl F. Garðarsson.
Í dag kveðjum við afa í Hraunbæ
eins við kölluðum afa alla tíð. Þegar
við rifjum upp stundir okkar með afa
kemur Hraunbærinn alltaf fyrst upp
í hugann. Heimilið í Hraunbænum
var sá staður þar sem fjölskyldan
kom helst saman. Við vorum mörg
barnabörnin á svipuðum aldri og því
var oftast líf og fjör. Við munum eftir
góðu pípulyktinni í stofunni og hvað
afi var glaður að taka á móti okkur.
Síðan var alltaf jafn spennandi að
fá að fara í stofuskápinn og velja sér
sleikjó. Þó samverustundunum hafi
fækkað eftir því sem árin liðu og við
uxum úr grasi þá á afi alltaf sérstak-
an stað í hjarta okkar. Við kveðjum
hann nú með söknuði en gleðjumst
jafnframt yfir því að vel var tekið á
móti honum af ömmu og Diddu
frænku.
Allt eins og blómstrið eina
upp vex á sléttri grund
fagurt með frjóvgun hreina
fyrst um dags morgunstund,
á snöggu augabragði
af skorið verður fljótt
lit og blöð niður lagði
líf mannlegt endar skjótt.
Svo hleypur æskan unga
óvissa dauðans leið
sem aldur og ellin þunga,
allt rennur sama skeið.
Innsigli engir fengu
upp á lífsstunda bið,
en þann kost undir gengu
allir að skilja við.
Ég lifi’ í Jesú nafni,
í Jesú nafni’ eg dey,
þó heilsa’ og líf mér hafni,
hræðist ég dauðann ei.
Dauði, ég óttast eigi
afl þitt né valdið gilt,
í Kristí krafti’ eg segi:
Kom þú sæll, þá þú vilt.
(Hallgrímur Pétursson.)
Elsku mamma, Ingó, Áslaug,
Hörri og Hrafnhildur, við vottum
ykkur samúð okkar.
Lovísa, Katrín, Ásdís
og Valgerður Lilja
Jónsdætur.
Guðjón Kristinn
Eymundsson
✝
Systir okkar, mágkona og frænka,
KATRÍN VIGFÚSDÓTTIR
frá Sunnuhvoli,
Vopnafirði,
sem lést fimmtudaginn 10. september, verður
jarðsungin frá Vopnafjarðarkirkju laugardaginn
19. september kl. 14.00.
Herdís Vigfúsdóttir,
Fanney Vigfúsdóttir,
Haukur Vopni
og aðrir vandamenn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÁSLAUG KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR,
Nesvegi 45,
Reykjavík,
lést á Landspítala Landakoti þriðjudaginn
15. september.
Jón Eiríksson,
Björn Baldursson,
Hrafnhildur Baldursdóttir, Sigurður Kristjánsson,
Bergljót Baldursdóttir, Stefán Jökulsson,
Kolbrún Baldursdóttir, Jón Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
INGA BIRNA JÓNSDÓTTIR,
lést á Hvidovre sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn
fimmtudaginn 10. september.
Útförin fer fram í Kaupmannhöfn í dag, fimmtu-
daginn 17. september.
Ólöf Stefánsdóttir,
Jón Steingrímsson, Guðrún Ólafsdóttir,
Skorri Steingrímsson
og barnabörn.
✝
Ástkær sambýlismaður minn, sonur, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og frændi,
SIGURÐUR KARLSSON
verktaki,
Fagurgerði 2b,
Selfossi,
sem lést á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi
fimmtudaginn 10. september, verður jarðsunginn
frá Selfosskirkju laugardaginn 19. september kl. 11.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Parkinsonsamtökin, 0111-26-25,
kt. 461289-1779.
Ingunn Guðmundsdóttir,
Bergljót Snorradóttir,
Sigurður Dagur Sigurðarson, Sigríður Sif Magnúsdóttir,
Karl Áki Sigurðarson,
Snorri Sigurðarson, Fjóla Kristinsdóttir,
Gauti Sigurðarson, Kolbrún María Ingadóttir,
Þórarinn Karl Gunnarsson, Kolbrún S. Hansdóttir,
barnabörn og aðrir aðstandendur.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÞÓRARINN JENS ÓSKARSSON
húsasmíðameistari,
Skúlagötu 20,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Seljakirkju fimmtudaginn
17. september kl. 15.00.
Gunnar Þórarinsson, Steinunn Sighvatsdóttir,
Ágúst Þórarinsson, Sigríður Hanna Jóhannesdóttir,
Sæmundur Þórarinsson, Kristjana Daníelsdóttir,
Katrín Þórarinsdóttir, Haukur Ingason,
Sigrún Þórarinsdóttir, Stefán Örn Bjarnason,
barnabörn og barnabarnabörn.