Morgunblaðið - 17.09.2009, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.09.2009, Blaðsíða 19
Minningar 19 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2009 ✝ Guðjón Valde-marsson mat- reiðslumaður fæddist í Móskógum í Fljót- um 12. desember 1924. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 2, 3. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Árný Ingibjörg Guðjónsdóttir, f. 28. janúar 1892, d. 21. apríl 1968, og Valde- mar Kristjánsson bóndi í Móskógum, f. 27. september 1892, d. 6. maí 1983. Systkini Guðjóns eru fimm: Rík- harður, f. 1916, d. 1975, Ingibjörg, f. 1918, d. 1995, Snjólaug, f. 1922, d. 1995, Guðbjörg, f. 1926, d. 2008 og Sverrir Björgvin, f. 1932. Guðjón kvæntist 15. desember 1945 Ásdísi Þorgilsdóttur frá Þórs- Óskar. 4) Jóhanna, búsett í Reykja- vík, í sambúð með Hafberg Þór- issyni . Börn Jóhönnu eru Birgir, Lárus, Unnur Ósk og Daníel. Barnabarnabörn Ásdísar og Guð- jóns eru orðin 24. Guðjón og Ásdís bjuggu lengst af á Túngötu 3 í Sandgerði, þá í Keflavík og síðast í Reykjavík. Guðjón fluttist ungur að árum til Sandgerðis og hóf störf hjá HF Miðnesi við vörubílaakstur, stund- aði einnig sjómennsku í mörg ár á síldarbátnum Guðbjörgu sem gerð- ur var út frá Sandgerði. Guðjón starfaði einnig sem lögregluþjónn bæði í Sandgerði og á Keflavík- urflugvelli. Fór í matreiðslunám og stundaði matreiðslu hjá Loft- leiðum á Keflavíkurflugvelli, hjá Úlfari Eysteinssyni matreiðslu- meistara og síðar lengi á Drop- laugarstöðum í Reykjavík. Útför Guðjóns fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag, 17. september, og hefst athöfnin kl. 13. Jarðsett verður í Gufunesi. hamri í Sandgerði, f. 6. desember 1926, d. 21. apríl 2007. Börn Ásdísar og Guðjóns: 1) Árný, búsett í Borgarnesi, f. 9. október 1945, gift Ingólfi Andréssyni verkamanni. Synir þeirra: Haraldur Vignir og Guðjón. 2) Unnur, nuddfræð- ingur og starfsmaður á hjúkrunarheimilinu Hlévangi í Keflavík, búsett í Keflavík, f. 3. september 1951, gift Sverri Jóns- syni matreiðslumanni. Börn þeirra eru Linda, Ásdís, Árný og Sverrir Rúts. 3) Óskar, málarameistari, búsettur í Reykjavík, f. 5. maí 1953, kvæntur Hervöru Lúðvíks- dóttur bankastarfsmanni. Börn þeirra María Kristín, Rakel og Elsku pabbi minn. Nú er stundin þín komin til að hitta mömmu og veit ég að það urðu fagn- aðarfundir hjá ykkur kl. 21.30 hinn 3. september þegar þú kvaddir okkur systkinin. Það er alltaf erfitt að horfa á eftir foreldrum sínum og skrítin tilfinning að eiga ekki lengur foreldra á lífi. Þú gafst okkur mikið, pabbi minn, alltaf glaður og stutt í húmorinn hjá þér og barst alltaf hag okkar fyrir brjósti. Það var góð stund sem við átt- um í Lambhaganum tveimur vikum áður en þú kvaddir. Þú varst alveg til í að setja upp hanskana og fara að vinna við salatið þegar Hafberg bauð þér það, það vantaði ekki. Viljinn var alltaf fyrir hendi. Elsku pabbi, mér finnst ég svo tóm að innan núna og reyni að hugsa um að ykkur líði vel saman og mamma að baka pönnsur fyrir þig og þú að elda mat fyrir alla vini og kunningja sem eru hjá ykkur, þið hafið skilað ykkar hér á jörðinni og gott betur. Þú dvaldir síðustu sex árin á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni, sem er alveg yndislegur staður og fyrsta flokks fólk sem starfar þar. Viljum við færa þeim þökk fyrir allt. Elsku Óskar og Heddý, ykkar missir er mikill. Það var nánast und- antekningarlaust að þið komuð til pabba á hverjum degi, það gaf honum mikinn styrk. Viljum við Hafberg þakka fyrir það. Birgi Lárusi, Unni Ósk og Daníel þótti mjög vænt um afa sinn og er söknuður þeirra mikill. Þú spurðir alltaf um Danna, hvernig gengi hjá honum í golfinu, hafðir mikinn áhuga á því, sem von var, þar sem þið mamma voruð með golfskálann í Leiru á ykkar yngri árum. Elsku pabbi, ég kveð þig með mikl- um trega, megi guð geyma þig og mömmu. Þín dóttir, Jóhanna og fjölsk. Lambhaga. Elsku afi. Þá er þrautagöngu þinni lokið og þú kominn í faðm ömmu Dísu. Að hafa fengið að eiga svona ljúfan og góðan mann eins og þig sem afa eru mikil forréttindi og er ég mjög þakk- látur fyrir það. Að koma í heimsókn til ykkar ömmu var alltaf jafn gott. Amma alltaf með eldhúsborðið fullt af kræsingum og ávallt var mikill gesta- gangur á ykkar heimili, enda yndis- legt fólk heim að sækja. Minnisstæðar eru mér allar sum- arbústaðarferðirnar með ykkur í „af- slöppun“ þegar ég var lítill. Alla helgina varst þú eitthvað að dunda þér í bústaðnum eða lóðinni. Þú sett- ist varla niður alla helgina. Fyrir lít- inn gaur eins og mig var frábært að fá að vinna allan daginn með þér og þurfa ekki að hanga inni í bústað. Sumarbústaðurinn var staðurinn ykkar ömmu. Ég held að þú hafir smitað mig mjög ungan af bíladellu, því bílar voru yfirleitt það fyrsta sem við töluðum um þegar við hittumst. Bílaflotinn þinn var heldur ekki af verri endan- um eins og t.d. Ford Mustang, Ford Taunus og allnokkrar Súkkur. Alltaf voru bílarnir vel hirtir og bónaðir hjá þér og hef ég tekið þig mér til fyr- irmyndar í þeim málum. Þegar ég var unglingur var ég allt- af að monta mig af því að afi minn væri í eins jakka og við strákarnir í skólanum og að þú værir nýbúinn að kaupa þér nýjan Hyundai S Coupe, lítinn sportara. Þetta lýsir þér vel afi, þú varst sko töffari. Bíladellan var ekki eina áhugamál- ið sem við áttum sameiginlegt, því eldamennska og allt sem viðkemur mat er einnig mikið áhugamál hjá mér. Á tímabili ætlaði ég að fara í kokkanám og verða kokkur eins og þú. Þær voru nú ófáar veislurnar sem þú sást um og maturinn hjá þér var alltaf fyrsta flokks. Fimmtudaginn 3. september var þinn tími kominn. Ég er svo þakk- látur fyrir það að hafa komið til þín þann dag, fengið að halda í höndina á þér og kvatt þig í bili að minnsta kosti. Eftir að ég fór frá þér fór ég að leiði ömmu með blóm og bað hana að fara að baka því þú værir að koma til hennar. Ef ég þekki ömmu rétt hefur beðið þín fullt borð af kökum, pönns- um, skonsum og öðru góðgæti. Elsku afi minn. Ég vil þakka þér fyrir allar góðu stundirnar okkar saman, hlýju þína og góðmennsku. Þú varst yndislegur maður með stórt og fallegt hjarta. Faðmaðu og kysstu ömmu Dísu frá okkur öllum. Guð blessi þig afi minn. Birgir D. Sveinsson. Tímar sem þessir þegar kveðja á ástvin reynast ávallt erfiðir. Tilhugs- unin um fráfall afa Gauja og að 15 ára þrautagöngu hans sé nú lokið veitir okkur mikla huggun í sorginni. Veik- indin reyndust honum erfið því í raun var hann fangi í eigin líkama – líkama sem á engan hátt gat gert þá hluti sem hann langaði að gera og ætlaði sér að gera þegar aldurinn færðist yf- ir. Minningarnar um afa Gauja leiða okkur systur aftur til þess tíma er afi og amma bjuggu í Miðgarði 2 í Kefla- vík og þegar miklum tíma var varið í að hlúa að sumarhúsinu í Þrasta- skógi. Allar tengjast minningarnar mat og garðrækt með einum eða öðr- um hætti, þar sem afi tók á móti fjöl- skyldunni með uppbrettar skyrtu- ermar, í stígvélum og með smíðabeltið um sig miðjan. Á milli þess sem hann stóð með hamarinn í hendinni voru eldhúsáhöldin honum ekki fjarri því hann og amma voru ávallt með kræsingar á boðstólum fyrir fólkið sitt. Afi var með eindæm- um góður kokkur og hafði gaman af því ef fólkið hans leitaði ráða hjá hon- um um hvernig ætti að halda góðar veislur eða elda hversdagsmatinn. Þau hjónin, amma Dísa og afi Gaui, áttu sér draum. Draum um sumarbú- stað og sældarlíf á elliárunum. Sá draumur varði í allt of fá ár því veik- indi afa komu sem þruma úr heið- skíru lofti og settu öll plön þeirra til hliðar. Amma stóð sig eins og hetja við hlið afa í öll þessi ár og annaðist hann af sinni einskærri góðmennsku og þolinmæði eða þar til hún veiktist í apríl 2007 og lést skömmu síðar. Það varð afa mjög þungbært og æ síðan fór heilsu hans ört hrakandi. Við syst- ur viljum trúa því að hvíldin hafi því verið honum kærkomin og amma Dísa beðið hans með bros á vör og með plön um hvar setja eigi næsta rósarunna og birkitré. Minningu um góðan afa varðveit- um við í hjörtum okkar um ókomna tíð. María Kristín og Rakel Óskarsdætur. Guðjón Valdimarsson hef ég þekkt frá því ég man fyrst eftir mér. Það var auðvitað fyrir það að hann var kvænt- ur Ásdísi Þorgilsdóttur sem var ein af systrum móður minnar. Systurnar voru sex og alltaf kenndar við Þórs- hamar í Sandgerði. Nú lifir aðeins Unnur Þóra í hárri elli en með láti Guðjóns eru allir tengdasynirnir á Þórshamri fallnir frá. Á fyrri árum gisti ég oft hjá Guð- jóni og Ásdísi á Túngötu 3 í Sand- gerði. Einnig kynntist ég Guðjóni vel af því að Óskar sonur hans og Ásdísar var samtímis mér í sveit í Ystakoti í Vestur-Landeyjum. Þegar ég skrifa þessi kveðjuorð minnist ég margs sem Guðjón gerði fyrir mig, foreldra mína og heimilið í Ystakoti. Guðjón var góður meðalmaður á hæð, samsvaraði sér vel, ljós yfirlit- um og lipur í umgengni. Hann var góður verkmaður til sjós og lands, einstaklega viljugur til vinnu – vissi ekki hvað leti var. Kjarkmaður mikill en um leið mátulega kærulaus. Guðjón var lögreglumaður á Kefla- víkurflugvelli í nokkur ár fyrir 1960. Fyrir mörgum árum sagði Guðjón mér eftirfarandi sögu. Í hliðunum inn á Keflavíkurflugvöll voru saman á vakt íslenskir lögreglumenn, banda- rískir herlögreglumenn og hermenn. Venjulega fór vel á með öllum í varð- skýlinu en undantekningar voru samt frá því eins og t.d. árið sem blökku- menn reyndu að ná rétti sínum í Birmingham, Alabama í Bandaríkj- unum. Atburðirnir í Alabama urðu umræðuefni í varðskýlinu og Guðjón tók afstöðu með málstað blökku- manna. Ekki féllu orð Guðjóns í kramið hjá herlögreglumanni nokkr- um sem þar var. Hann stökk þegar með hníf á lofti á Guðjón sem átti sér einksis ills von. Ef árásarmaðurinn hefði náð að beita vopninu hefði ekki þurft um sár að binda. Leikar fóru svo að Guðjón afvopnaði og handjárn- aði árásarmanninn og afhenti hann síðan herlögreglumönnum sem komu aðvífandi. Guðjón hélt hins vegar hnífnum sem er stór fjaðurhnífur. Hnífurinn er enn til í ættinni. Á síldarárunum eftir 1960 var Guð- jón skipverji á Guðbjörgu GK frá Sandgerði. Skipsfélagar hans muna enn áræði hans þegar Guðbjörgin lagðist á hliðina fyrir það að aflinn hafði runnið út í aðra hliðina. Kjarkur og hugur Guðjóns kom þá vel í ljós þegar hann og félagar hans fóru niður í lestina að moka síldinni til svo rétta mætti við skipið. Um leið og ég þakka Guðjóni fyrir samfylgdina sendum við fjölskylda mín innilegar samúðarkveðjur til af- komenda. Guð blessi minningu Guð- jóns Valdimarssonar. Þorgils Jónasson. Guðjón Valdemarsson ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BJÖRG BOGADÓTTIR, Hverafold 19, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 8. september. Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 18. september kl. 13.00. Stefán Stefánsson, Elín Pálsdóttir, Vigfús Þór Árnason, Karólína Sigfríð Stefánsdóttir, Þórður Björgvinsson, Stefán Bogi Stefánsson, ömmu- og langömmubörn. ✝ Móðursystir mín og frænka okkar, HÓLMFRÍÐUR HELGADÓTTIR, Bólstaðarhlíð 62, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítala Landakoti þriðju- daginn 8. september. Útförin verður gerð frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 17. september kl. 13.00. Fríða S. Haraldsdóttir, Sigurbjörn Helgason, Þóra Sigurbjörnsdóttir, Helgi Sigurbjörnsson. ✝ Okkar ástkæra frænka, BIRNA BJÖRNSDÓTTIR, til heimilis á Laugarnesvegi 40, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni þriðjudaginn 8. september. Útförin fer fram frá Áskirkju mánudaginn 21. september kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Antoníusdóttir, Jón Antoníusson, Jóhann Antoníusson, Erlingur Antoníusson, Björn Benediktsson, Haraldur Benediktsson, Guðrún J. Michelsen, Anna S. Björnsdóttir, Jóhanna Björnsdóttir og fjölskyldur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, fóstri og sonur, GUNNAR GEORG SIGVALDASON, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 10. september. Jarðarförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 18. september kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á að styðja líknardeild Landspítalans í Kópavogi, s. 543 1159. Aðalheiður Ósk Sigurðardóttir, Gunnar Sverrir Ásgeirsson, Agnes Ólafsdóttir, Erla Gunnarsdóttir, vinir og aðrir vandamenn. ✝ Ástkær sonur minn, faðir okkar og bróðir, EYJÓLFUR JÓHANNSSON, andaðist sunnudaginn 13. september. Elísabet Markúsdóttir, Jóhann Eyjólfsson, Eyjólfur Eyjólfsson, Daði Eyjólfsson, Andri Eyjólfsson, Markús Jóhannsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.