Morgunblaðið - 17.09.2009, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.09.2009, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2009 Beint í netið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta keppir í kvöld við lið Eista á Laugardalsvelli en um er að ræða annan leik landsliðsins í undankeppninni fyrir HM sem haldið verður í Þýskalandi árið 2011. Markverðirnir Þóra B. Helgadóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir stóðu í ströngum æfingum í gær og sýndu skemmtileg tilþrif, ekki ólík því sem sjá má í karate, enda einbeitingin mikil. Heiddi EINU sinni var sagt að þótt allir hagfræðingar landsins væru lagðir endilangir í eina röð mundu þeir ekki ná neinni niðurstöðu. Þeir hafa gjarnan fyrirfram mótaða sýn, sína eigin sýn. Jón Steinsson er undantekning, hann skrifaði auðskilda grein um þetta mál- efni í Morgunblaðið þann 3. september sl. undir fyrirsögn- inni „Hvað á að gera fyrir skuldsett heimili?“ Hann rek- ur af hverju flöt niðurfærsla skulda er ekki fær leið. Hann segir stjórn- völd nú þegar hafa markað stefnu sem byggist á tveimur leiðum, lögfest greiðslu- aðlögun (sem felur í sér niðurfellingu) og beitt sér fyrir því að bankarnir bjóði upp á greiðslujöfnun (sem er lenging lána). Þessa stefnu segir hann vera í grunninn hárrétta. Það væru mistök að láta undan þrýstingi þeirra sem vilja víðtækari nið- urfellingu. Þá væru þau að hygla þeim sem fóru sér að voða í uppsveiflunni á kostnað þeirra sem voru varkárari. Ástæða er til að taka undir með Jóni, þetta er rétt niðurstaða. Samt langar mig til að vekja máls á hugmynd. Hún getur ekki komið í stað þess sem gert hefur ver- ið en gæti komið til viðbótar og að mínum dómi fært fjölda fólks nýja von. Henni er einnig ætlað að víkka umræðuna um verð- tryggingu og almenna niðurfærslu skulda. Betri verðtrygging Hagsveiflur á Íslandi eiga oftar en ekki upptök sín í sveiflum í náttúrunni, ekki síst sjávarafla. Þær leiða fyrst til víta- hrings víxlverkana gengis og verðlags og loks kaupgjalds. Krónan rýrnar smátt og smátt, ekkert fær snúið hjóli gengissigs, verðbólgu og verðtryggingar til baka. Neysluvísitala til verðtryggingar hefur ýmsa kosti en veldur þó af framangreindri ástæðu sífelldu vantrausti á gjaldmiðlinum og eykur með því efnahags- legan óstöðugleika. Hætt er við að allar innlendar vísitölur hafi þennan ókost. Hinn 9. apríl sl. vor birti Morg- unblaðið grein mína „Breytt verðtrygging öllum í hag“. Viðbrögð voru engin, kannski var hugmyndin of flókin eða framandi. Hún var og er enn sú að eftir að gjaldeyrishöft hafa verið afnumin, jöklabréf- in greidd og krónan hefur leiðrétt sig, verði verðtrygg- ingunni breytt. Í stað núver- andi neysluvísitölu komi geng- isvísitala krónunnar, 30 daga meðaltal, að viðbættri meðalverðbólgu landa gjaldmiðlanna sem hana mynda. Verð- og gengisvísitalan (VGV) yrði al- vöru verðtrygging þó ekki sé bein tenging milli gengis og verðs innflutts varnings og því treyst á samkeppni og frjálsa verð- myndun. Þrátt fyrir að fákeppni sé ráð- andi felur hún í sér næga samkeppni til að tryggja mikla samfylgni verðlags við gengi. Ófrávíkjanleg forsenda hugmynd- arinnar er að stjórn peninga- og ríkisfjár- mála sé styrk. Þessi aðferð við verðtrygg- ingu kann að reynast eina form verðtryggingar sem ekki rýrir gjaldmið- ilinn sífellt. Dómstólar hafa áður fallist á breytingu vísitölu til verðtryggingar í ljósi þess að ekki séu svik í tafli. Krónan eignast vini Krónan mundi strax eignast 319 þúsund stuðningsmenn. Með þessu væru hags- munir allra helstu þjóðfélagshópa tryggðir með kaupmætti gagnvart umheiminum og innfluttum vörum, um leið og slegið væri á þá sérhagsmuni örfárra að krónan falli. Vegna afgangs í viðskiptum við útlönd tæki gengið strax að styrkjast. Þar sem landið verður áfram hagvaxtarsvæði vegna grænnar orku er víst að krónan styrktist líka til lengri tíma litið. Með VGV þýddi það lækkandi skuldir og auk- inn kaupmátt laun- og lífeyrisþega, þrátt fyrir að sýndarverðmæti hyrfu með lægra nafnverði peningalegra eigna. Gengi krón- unnar mundi samt aðlagast afkomu út- flutningsgreina og taka tillit til velgengni eða áfalla í rekstri þeirra. Kostur við þessa leið er sá að verðbólgan hverfur með hækkandi gengi krónunnar. Víta- hringurinn rofnar, við getum lagt sjálfa verðbólguna niður fremur en bara verð- trygginguna. Það eina sem gæti komið í veg fyrir það væri ábyrgðarleysi ráða- manna. En nú ætti öll þjóðin sömu hags- muni og mundi því koma vitinu fyrir þá. Þetta er gífurlegt hagsmunamál heimila og fyrirtækja. Stýrivextir ná að auki ekki til verðtryggðra liða nú, sem eru þó yf- irgnæfandi að stærð. Þeir orka hins vegar sterkt á gengi krónunnar og þar með á VGV. Ókostur er á hinn bóginn að binding yfirgnæfandi hluta skulda landsmanna við gengið er áhættusöm, í ljósi sárrar reynslu okkar af mistökum í hagstjórn. Á móti má segja að núverandi verðtrygging sé það líka, því gengislækkun fer fljótt út í verðlagið. Tenging við evru, sem við fáum engu ráðið um gengið á, er líka áhættusöm, því ekki eru viðskipti okkar eingöngu í evrum. Sú sanngirni felst í þessari leið að þeir fáu sem mundu tapa á henni eru einkum þeir sem högnuðust þegar gengið féll. Bætt stjórn ríkisfjármála Í Morgunblaðsgrein minni í september sl. „Um bókstafstrú og mistök í hag- stjórn“ setti ég fram tillögu um bætta stjórn ríkisfjármála. Hún gæti nýst til að draga úr hættu á að hagstjórnin bregðist: Í afgreiðslu fjárlaga felst ákvörðun um til hvaða verkefna ríkið ver fjármunum, hver hlutdeild hvers verkefnis skuli vera og loks um heildarfjárhæðina. Ferillinn er þungur í vöfum og vandséð að Alþingi henti að beita sér oftar en árlega. Þó að þingið ákveði fjárlög með ofangreindum hætti gæti það falið framkvæmdavaldinu að ákveða ársfjórðungslega stuðul sem breyti öllum fjárhæðum til útborgunar á næsta fjórðungi með sama hætti. Í þessu fælist að heildarfjárhæð fjárlaga yrði ekki endanlega ákveðin af Alþingi fyrr en með fjáraukalögum, sem staðfestu þá orðinn hlut. Stuðullinn þyrfti að geta orðið bæði til hækkunar og lækkunar, eftir hagþróun. Beita mætti þessu á framkvæmdir og framlög, en síður á rekstur. Óhætt er að gera þetta, Alþingi mundi eftir sem áður ákveða allar framkvæmdir, hverjir fá framlög og skiptingu fjárins. Viðfangsefnið er velferð Við erum ekki aðeins að fjalla um hag- stjórn. Velferð er viðfangsefnið. Þjóðin hefur ekki staðið frammi fyrir viðlíka verkefnum á því sviði lengi. Sjálfstæði hennar er jafnvel í hættu mistakist okkur. Lausnir finnast ekki með því að þegja hugmyndir í hel, þær ber að ræða frá öll- um hliðum og leita kosta, galla og úrbóta. Allar hugmyndir þarfnast umræðu, þær breytast stundum og batna í slíku ferli. Umræðan um verðtryggingu og skuldir heimilanna hefur verið of einhæf. Eina leiðin til almennrar niðurfærslu skulda er vissulega áhættusöm. Hættan felst í áframhaldandi lausatökum á peninga- málum og fjármálum ríkisins. Getum við reiknað með að þetta hafi breyst? Sporin hræða vissulega. Sá valkostur að gera ekki það sem unnt er að gera er á hinn bóginn ekki heldur aðlaðandi, í honum felst líka mikil áhætta. Eftir Ragnar Önundarson »Kostur við þessa leið er sá að verðbólgan hverfur með hækkandi gengi krónunnar. Vítahringurinn rofnar, við getum lagt sjálfa verðbólguna niður fremur en bara verðtrygginguna. Ragnar Önundarson Eina leiðin til niðurfærslu skulda er áhættusöm Höfundur er viðskiptafræðingur, bankamaður og áhugamaður um hagstjórn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.