Morgunblaðið - 17.09.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.09.2009, Blaðsíða 23
til ættingja. Þeim þótti báðum gaman að ferðast bæði erlendis og hér heima. Pabbi var reyndar alltaf að fást við eitthvað og var ekki í rónni nema hann hefði eitthvað fyrir stafni. Hann var alla tíð með góða heilsu en fór að nota heyrnartæki um áttrætt. Nú hefur pabbi fengið hvíldina sem hann þráði eins og mamma. Ég kveð föður minn sem mér þótti afar vænt um og veitti mér og mínu fólki ómetanlega leiðsögn í gegnum lífið. Megi hann hvíla í friði. Blessuð sé minning hans. Gunnar Þórarinsson. Elsku pabbi, nú ertu loksins búinn að fá hvíldina. Stuttu eftir að mamma dó hafðir þú á orði að það yrði ekki langt í næstu jarðarför en svo leið tíminn og dauðinn vildi ekki taka þig. Aðspurður sagðirðu að þér liði vel en það sáu allir að það var hlaupið óyndi í þig, þú saknaðir mömmu. Það urðu þér því mikil vonbrigði er þú fórst á spítalann, að þú hélst til að deyja, er þér var sagt að þangað værir þú kom- inn til hvíldar og hressingar. Þú þurftir að bíða í mánuð enn, eftir því sem þú þráðir mest. Pabbi lærði smíðar hjá Ingólfi sem kenndur var við Sögina og vann þar í mörg ár eftir að hann lauk sveins- prófi, eftir það fór hann að vinna sjálf- stætt, enda hafði hann fengið réttindi sem húsasmíðameistari. Sumrin voru sá tími sem mest var að gera í smíð- inni, en verkefnum fækkaði þegar líða tók á veturinn og janúar og febrúar voru oft steindauðir. Þá var gott að vera kominn af sjómönnum og kunna vel til verka, bæði í aðgerð og að beita. Við beitningar vann hann í beitningarskúrum úti á Granda og fyrir neðan þar sem Búllan er núna. Mamma sendi mig í strætó að færa pabba nesti og stundum leyfði hann mér að staldra aðeins við og skera síld í bita. Pabbi var fljótur að beita en hamaðist aldrei við vinnu sína, það var ekki hans háttur, en þó gerðist það eitt sinn að ungur maður kom að beita með honum og sá hafði á orði að enginn væri fljótari að beita en hann. Pabbi stóðst ekki áskorunina og ein- setti sér það að beita alltaf einum bala meira en strákstaulinn, dag hvern. Það var sama hvað strákur hamaðist, í lok dags var pabbi með einum bala meira. Reyndar sagði pabbi seinna að þetta hefði verið með því vitlausasta sem hann hefði gert, því það eina sem hann hefði haft upp úr þessu hefðu verið þær verstu sinaskeiðabólgur sem hann hefði nokkurn tímann feng- ið en þó heyrði maður að hann var hreykinn af því að láta ekki srákstaul- ann taka sig. Þannig var þetta, pabbi vann og mamma sá um heimilið. Pabbi kom ekki með beinum hætti að uppeldi okkar, um það sá mamma, en sýndi okkur fordæmi með vinnusemi sinni, sem hefur verið okkur systkinum gott veganesti í lífinu. Tengdapabbi var ekki mjúkur maður, þrautseigur töffari sem kvart- aði aldrei og sá um sig sjálfur til síð- asta dags. En hann átt til mýkri hlið- ar, sérstaklega þegar barnabörnin voru lítil og ég man hvað mér þótti fallegt að sjá að þegar ég var að koma heim til þeirra með tengdamömmu frá lækni, þá fögnuðu þau hvort öðru og föðmuðust, því þau vissu að það var ekki sjálfgefið að koma alltaf aft- ur heim. Þau hugsuðu vel um börnin sín og uppskáru eftir því. Þau áttu meira en 60 ár saman. Ef það er eitthvað sem þú kenndir mér, afi minn, þá er það að vera fylginn sjálfum sér, fús til vinnu, kveinka sér aldrei og umfram allt að vera sinn eigin herra. Elsku afi, þú hugsaðir vel um þitt og þrátt fyrir hrjúft yfirbragð varstu elskandi fjölskyldufaðir sem vildir ástvinum þínum aðeins það besta. Þar að auki varstu afar snjall og því hafði ég gaman af. Guð blessi minningu þína. Ágúst, Sigríður Hanna, Ebba Guðný og Jóhannes Þór. Kveðjustundin er komin og margs að minnast. Pabbi vann mikið þegar við ólumst upp enda tíðkaðist að vinna sex daga vikunnar. Sjaldan var tekið sumarfrí en þegar það var gert var okkur fimm systkinunum safnað saman í gráa blöðruskódann og gjarnan ekið í Stóru-Mörk, sveitina hennar mömmu, farið í Þykkvabæinn í heimsókn til Mummu og Júlla bróð- ur pabba. Skemmtilegast fannst pabba að fara á Snæfellsnes, þá yf- irleitt síðsumars til að tína ber. Hjá pabba voru engin ber nema á Snæ- fellsnesi. Í minningunni voru þetta rigningaferðir og þá voru ekki til fínir húsvagnar og fellihýsi heldur sofið í heimasaumuðu botnlausu tjaldi og stundum enduðu næturnar í skódan- um. Á hátíðisdögum var oft gripið í spil; brids, Svarta-Pétur og vist. Pabbi hafði mjög gaman af því að spila brids og komu bræður hans oft í heimsókn og þurftum við stundum að leysa menn af ef þeir mættu seint. Mamma var þá búin að baka kökur og þeir áttu til að laumast í pela undir borð- um. Eftir að við systkinin vorum farin að heiman fengu pabbi og mamma tækifæri til að taka meira frí og þá varð ekki aftur snúið. Þau ferðuðust mikið innanlands og fóru oft til út- landa. Pabbi komst þá að því hvað honum fannst skemmtilegt að kaupa skó og útvarpstæki. Pabbi var heilsuhraustur alla tíð. Hann hjálpaði okkur að byggja heim- ili okkar og var alltaf tilbúinn að að- stoða okkur. Það gerði hann með glöðu geði langt fram á níræðisaldur. Pabbi keyrði einnig bíl að nálgast ní- rætt, þrátt fyrir að hafa aldrei verið góður bílstjóri. Við minnumst þess aldrei að hann hafi verið veikur en síðustu árin var hann farinn að heyra lítið og erfitt að eiga við hann samræður sökum þess. Eftir að mamma lést 30. janúar síð- astliðinn var eins og lífsneisti hans fjaraði út. Hann saknaði mömmu mikið enda erfitt að kveðja eftir meira en 60 ára samvist. Pabbi hefur lokið sinni löngu góðu ævi með okkur og er nú kominn til mömmu, þangað sem hann vildi fara. Elsku pabbi, minningin um ykkur verður alltaf í huga okkar og hjarta. Þín börn, Katrín, Sigrún og Sæmundur. Elsku afi minn. Það varð stutt á milli ykkar hjónanna. Aðeins réttir 8 mánuðir. Þið voruð búin að vera gift í rúm 50 ár og voruð einkar samrýnd og góð hvort við annað. Ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi að búa hjá ykkur hjónum í rúm fjögur ár á mín- um háskólaárum. Það var góður tími og skemmtilegur. Þú fylgdist alltaf vel með námsframvindu minni og rakst mig áfram þegar þér fannst þurfa. Það var ekki augljóst þegar ég bjó hjá ykkur að þú værir kominn fast að áttræðu. Þú varst jú enn að vinna í smíðaverkefnum ýmiss konar, og keyrðir bíl eins og unglingur. Þú hafðir góða sýn á peningamál og sótt- ist ekki eftir háum vöxtum heldur var meira hugsað um öryggi bankastofn- ana sem þú áttir viðskipti við. Hafðir lifað tímana tvenna og vissir að áhættan var ekki þess virði. Þú lifðir eftir þinni sannfæringu. Eftir að þið fluttuð af Steinaselinu á Skúlagötuna kom ég oft í heimsókn. Fljótlega fór ég að koma með hana Guðrúnu með mér og síðan strákana mína eftir að þeir fæddust. Reglan var að koma annan hvern laugardag. Alltaf var vel tekið á móti okkur og alltaf dróst þú eitthvað upp úr poka- horninu fyrir langafastrákana og allt- af máttu þeir taka það með sér heim. Yfirleitt var um eitthvert sniðugt leikfang að ræða sem kallaði fram hlátur hjá pjökkunum og þá hlóst þú dátt með þeim. Það lýsir þér vel að þú hafir gert þér ferð í Kolaportið til að kaupa eitthvað handa langafabörnun- um til að gefa þeim. Elsku afi minn. Ég og fjölskylda mín þökkum þér allar góðu stundirn- ar. Guðni Þór. Minningar 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2009 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Dýrahald HRFÍ Tíbet spaniel hvolpar til sölu - HRFÍ. Yndislegir Tíbet spaniel hvolpar til sölu í lok október, mjög góðir heimilishundar fyrir góða eigendur! Eru 4 til 7 kg. Uppl. í síma 462 7786 og 864 7786. Hreinræktaðar ungverskar Vizslur til sölu. Enn eru eftir hvolpar (rakkar) af þessari frábæru tegund. Frábærir fjölskylduhundar og góðir veiðihundar með réttri þjálfun. Ein- staklega barngóðir og lyndir vel við önnur gæludýr. Fljótir að læra og þegar farnir að ganga í ól og vaða. Mjög tignarleg og falleg skepna. Allar nánari uppl. í s. 860 4280 eða í gegnum kiddyoli@gmail.com. Heilsufóður - dreifingaraðilar óskast. Sjálfstæðir dreifingar- aðilar óskast á hágæða heilsufóðri fyrir hunda og ketti. Ný vara og spennandi sölukerfi með miklum tekjumöguleikum. Uppl. í s. 771 8550 eða heilsufodur@gmail.com Húsnæði í boði Íbúðir til leigu Reykjavík 101, Flórída USA, Barcelona, Costa Brava, Menorca, www.helenjonsson.ws og starplus.info. Sími 899 5863. Atvinnuhúsnæði Verslunarhúsnæði 140 m² til leigu í Hlíðarsmára 13. Einnig 132 m² verslunar- og þjónustu- rými II. hæð. Góður sölustaður. Uppl. í síma 66 45 901. Geymdu gullin þín í Gónhól Ferðabílar, hjólhýsi og fleira og fleira. Upplýsingar og skráning á gonholl.is og í síma 771 1936. Hlýjar ferðavagnageymslur í Borgarfirði. Löng reynsla. Gott verð. Hýsi einnig báta o.fl. Upplýsingar í síma 663 2130 og magnus1220@ hotmail.com Sumarhús Sumarbústaðalóðir Eignarlönd til sölu í landi Kílhrauns á Skeiðum, 50 km frá Rvk. í stærðunum 0,5 ha. til 1,1 ha. Hentar vel til gróðursetningar og er með fallega fjallasýn, kalt vatn, síma og þriggja fasa rafmagn að lóðarmörkum, til afhendingar strax, hagstætt verð og góð kjör. Verið velkomin. Hlynur í síma 824 3040. www.kilhraunlodir.is Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Til sölu OPIÐ til kl. 22.00 BLÓMAHLÍÐ á horni Miklubrautar og Lönguhlíðar, opið virka daga til kl. 21.00 og helgar til kl. 22.00. RÓSATILBOÐ - Frí heimsending á samúðarvöndum. Sími 511 3100. Óska eftir KAUPUM GULL Kaupum gull til að smíða úr. Spörum gjaldeyri. Heiðarleg viðskipti. Aðeins í verslun okkar Laugavegi 61. Jón og Óskar - jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL ! Ég, Magnús Steinþórsson gull- smíðameistari, kaupi gull, gull- peninga og gullskartgripi af fólki og veiti ég góð ráð. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns. Upplýsingar á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13. Verið velkomin. Þjónusta Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Húsviðhald Skipti um rennur og bárujárn á þökum, einnig smávægilegar múrviðgerðir og ýmislegt fl. Þjónum landsbyggðinni einnig. Upplýsingar í síma 659-3598. Geymslur Fréttatíminn þegar þér hentar ✝ RagnheiðurHannesdóttir lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi, 4. sept. sl. Hún fæddist í Reykjavík 2. nóv- ember 1926. Dóttir hjónanna Hannesar Júl- íussonar og Mar- grétar Einarsdóttur. Alsystkin hennar eru: Svava, Sigurður Einar, Júlíus Svavar, Ellert N., Ásta Sig- rún, Guðrún Svandís, Hafsteinn, Júlía Sæunn, systir samfeðra: Dagný Björk. Ragnheiður giftist þ. 20. sept. 1952 Jóni Hróbjarti Einarssyni Höjgaard, f. 26.2. 1923, d. 20 sept. 2000. Hann var sonur hjónanna Einars Ásmundar Jónssonar Höj- gaard og Ólafar Stefaníu Davíðs- dóttur. Börn Ragnheiðar og Jóns eru: Grétar, maki Jóna Sigurbjörg Gísladóttir; Ólöf Stef- anía, maki Kristinn Ástvaldsson; Hafdís Elma, maki Jens Gíslason; Hannes, maki Alma Þorláks- dóttir; Hrönn, maki Halldór Ingólfsson; Sigrún Ragna, maki Hörður Ingþór Tóm- asson; Sigurður Fjalar, maki Agnes Jóns- dóttir; Brynjar, maki Hólmfríður Þóra Óskarsdóttir. Barna- börnin eru 20 og barnabarnabörn- in 16. Ragnheiður var alla tíð heimavinnandi, enda heimilið stórt og gestagangur mikill. Á timabili bjuggu fleiri börn en hennar á heimilinu. Barnabörnin áttu einnig víst athvarf hjá henni. Ragnheiður verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag, fimmtu- daginn 17. sept., og hefst athöfnin kl. 13. Nú er ljósið dagsins dvín, þótt dauðinn okkur skilji, mér finnst sem hlýja höndin þín hjarta mínu ylji. Myndin þín hún máist ei mér úr hug né hjarta. Hún á þar sæti uns ég dey og auðgar lífið bjarta. Þótt okkur finnist ævin tóm er ástvinirnir kveðja, minninganna mildu blóm mega hugann gleðja. (Ágúst Böðvarsson.) Hafdís Elma. Ragnheiður Hannesdóttir ✝ HELGA SIGRÍÐUR EYSTEINSDÓTTIR húsfreyja á Hrauni í Ölfusi er látin. Útför hennar fer fram frá Þorlákskirkju í Þorláks- höfn mánudaginn 21. september kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta dvalarheimilið á Blesastöðum í Árnessýslu njóta þess, reikningur 0152-05-001735, kt. 560695-2929. Þórdís Ólafsdóttir, Ólafur Þór Ólafsson, Guðrún Ólafsdóttir, Helgi Ólafsson, Hjördís Ólafsdóttir, Marc Origer, Ásdís Ólafsdóttir, Sverrir Matthíasson, Þórhildur Ólafsdóttir, Hannes Sigurðsson, Herdís Ólafsdóttir, Þórhallur B. Jósepsson og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.