Morgunblaðið - 17.09.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.09.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2009 Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Í MÍNUM huga eru hjúkrunar- heimilin bara geymslur og ég get ekki sagt að þau hafi komið til móts við okkur á neinn hátt,“ segir Fann- ey Proppé Eiríksdóttir, en eigin- maður hennar, sem er 63 ára alz- heimerssjúklingur, hefur verið á Skógarbæ í tæplega þrjú ár. Fanney segir að það sé mikið áfall að fá staðfestingu á því að makinn sé með alzheimer. „Það er ekkert framundan og sjúklingurinn missir allt. Á hvergi stoð í lífinu. Maðurinn minn hafði misst vinnuna vegna þess að vinnuveitandi hans hafði orðið gjaldþrota og hann vildi fara aftur út á vinnumarkaðinn en gerði sér ekki grein fyrir því að hann gat ekki unnið lengur. Það þarf að taka á aðstæðum sjúklinga við þessar að- stæður áður en kemur að dagþjálf- uninni og hjúkrunarheimilunum. Það myndi lengja „góða“ tímabilið og leyfa sjúklingunum að lifa lengur með svolítilli reisn.“ Biðsalur dauðans Eiginmaður Fanneyjar var 56 ára þegar hann greindist með alzheim- er. „Það er engin sérmeðhöndlun fyrir yngra fólk með heilabilun,“ segir hún og vísar til þess að þegar hann hafi fyrst komið í dagþjálfun í Hlíðabæ hafi hann bara hitt eldra fólk. „Það var talað við hann eins og níræðan karl sem væri kominn þarna til þess að syngja og dansa klukkan þrjú á daginn, en það var ekki beint hans stíll.“ Fanney segir að sér hafi verið sagt að á Skógarbæ væri sérdeild fyrir yngra fólk með heilabilun, eina hjúkrunarheimilið sem byði upp á slíka deild, „en hann var settur inn á lokaða deild fyrir fólk með heilabil- un þar sem næsti maður í aldri var 18 árum eldri. Þetta er bara elli- heimili, biðsalur dauðans. Á þessum tæplega þremur árum sem hann hefur verið þarna hafa 13 manns dá- ið á þessari 13 manna deild.“ Vill fámennari deildir „Deildir fyrir yngra fólk með heilabilun þurfa að vera minni en þær eru,“ segir Fanney. „Ég vildi að deildirnar væru heimilislegri og biðu upp á meiri umönnun og þjálf- un. Umhverfið þarf ekki síst að taka vel á móti aðstandendum, því þeir eru líka fársjúkir. Þeir eru ekki sátt- ir við þessa stöðu í lífinu og heldur ekki sáttir við að þurfa í mörg ár að horfa upp á ættingja eða maka vesl- ast upp og týnast. Sjúklingum og aðstandendum þarf að líða vel á þessum deildum. Það þurfa að vera góðir stólar, litir og hreyfing, eitt- hvað annað en sjónvarpsskjár. Í Skógarbæ voru þrír hægindastólar, erfðagripir eftir dána sjúklinga, en tveimur hefur verið hent og því má segja að sjúklingarnir sláist um stól- inn.“ Erindið þaggað niður Fyrir tæplega tveimur árum var Fanney beðin um að halda erindi á fundi hjá fagdeild öldrunarhjúkr- unarfræðinga. „Það á enginn 60 ára gamall maður að þurfa að þola það að missa svona reisn sína, æru og tilgang,“ sagði hún í byrjun erind- isins og lýsti síðan tímanum frá því maður hennar greindist með alz- heimer árið 2002. Hún greindi frá erfiðleikunum sem fylgdu því að hafa manninn heima og árs langri baráttu við að koma honum inn á hjúkrunarheimili. Sótt var um í Skógarbæ „af því þeir gáfu sig út fyrir að sinna yngra heilabiluðu fólki“ og vonbrigðunum með vistun- ina þar. „Það datt allt í dúnalogn,“ segir hún um viðbrögðin við erindinu, „og það merkilega var að annað starfs- fólk mátti ekki fá að vita hvað ég hafði talað um. Nokkrir hjúkrunar- fræðingar þökkuðu mér fyrir og sumir sögðu að umræðan væri þörf en aðeins einn úr þessum þakkláta hópi var úr Skógarbæ.“ Fanney segir að síðan hafi ekkert verið gert til þess að bæta ástandið. Til að byrja með segist hún hafa fundið að það andaði köldu gagnvart sér og þegar kvartað hafi verið yfir matnum hafi verið sagt að allt væri í himnalagi. Með kaffinu á daginn væri boðið upp á eina litla kökusneið eða litla kleinu. „Þetta er allur mat- urinn sem sjúklingar fá frá því klukkan 12 til klukkan 20 mínútur yfir sex. Við myndum öll horast á þessu fæði og þó að þetta nægi kannski fyrir nírætt fólk er þetta ekki nóg fyrir sextugan mann. Mað- urinn minn er orðinn eins og beina- grind sem ráfar bara um.“ Sjúklingar slást um stólinn Morgunblaðið/Árni Sæberg Erfiðleikar Fanney Proppé Eiríksdóttir segir að taka þurfi á aðstæðum sjúklinga sem greinast með alzheimer áður en kemur að dagþjálfuninni og hjúkrunarheimilunum. Þá gætu sjúklingarnir lifað lengur með svolítilli reisn.  Engin sérmeðhöndlun fyrir ungt fólk með alzheimer  Þarf að lengja „góða“ tímabilið og leyfa sjúklingunum að lifa lengur með svolítilli reisn  Vantar fámennari og heimilislegri deildir Jónbjörg Sigurjónsdóttir, hjúkrunarforstjóri í Skógarbæ, segir að að- staðan á hjúkrunarheimilinu sé nokkuð góð og ekki hafi þurft að gera breytingar í grunnmönnun. Alltaf megi gera betur en til þess vanti meira fjármagn. „Mér skilst að það sé ekki á döfinni að veita meira fjármagn eða auka fjárveitingu til hjúkrunarheimila.“ Hjúkrunarfræðingur var ráðinn í hlutastarf í Skógarbæ í gær. Jónbjörg bendir á að fyrir um þremur árum hafi Íslendingar ekki fengist í störf á hjúkrunarheimilum og þá hafi erlendir starfsmenn verið fengnir til starfa og þeim boðið á íslenskunámskeið „Ég held að ég megi segja að það sé enginn starfandi hjá okkur í dag sem ekki talar íslensku. En það er ekki nóg að fólk tali íslensku og það er helst menningarmunur milli erlendra starfsmanna og okkar sem við þurfum að aðlagast.“ Hún bætir við að lægstu launin séu of lág og þau þurfi líka að hækka. Að sögn Jónbjargar er erfitt að gera svo öllum líki og mismunandi hvað henti hverjum og ein- um, en flestir aðstandendur séu mjög ánægðir með allan aðbúnað og umönnun. Kannað hefur verið hvort leyfi fengist til að vera með deild fyrir yngra fólk með alzheimer en það hafi ekki enn fengist. Ekki þurft að breyta mannahaldi í Skógarbæ FUNDAÐ verður í iðnaðarnefnd Alþingis á næstu dögum og verið að leita að heppilegum tíma, að sögn Skúla Helgasonar, formanns nefnd- arinnar. Í gær óskaði Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður framsóknarmanna og fulltrúi þeirra í nefndinni, eftir því að nefndin yrði kölluð saman til að fara yfir aðkall- andi mál, m.a. stöðu orkumála og orkuöflunar. Skúli segir nefndina ekki hafa fundað frá þinglokum enda tíðkist nefndarfundir venjulega ekki á meðan þing er í fríi, nema eitthvað „sérstakt“ komi upp. Þrátt fyrir það hafi raunar verið á teikniborð- inu að boða til fundar um orkumál og hafi hann verið búinn að leggja drög að því að fá forsvarsmenn orkufyrirtækjanna á fund. Á fund- inum er áætlað að fara yfir stöðuna í málaflokknum. Munu funda um orkumál Iðnaðarnefnd Al- þingis kölluð saman Gunnar Bragi Sveinsson Skúli Helgason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.