Morgunblaðið - 17.09.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2009
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is
Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson
Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
LEIKSKÓLABÖRNIN frá Dvergasteini gengu
fylktu liði yfir gangbraut í Vesturbæ Reykjavík-
ur, er ljósmyndari átti þar leið um í gær. Þau
voru í öruggum höndum, með góða endurskins-
borða og litu til beggja átta áður en gengið var
yfir. Þeirra beið svo hressandi „drekkutími“.
Morgunblaðið/Golli
Í ÖRUGGUM HÖNDUM YFIR GANGBRAUTINA
BARNSHAFANDI kona um þrítugt
var handtekin í Flugstöð Leifs Ei-
ríkssonar síðastliðið laugardags-
kvöld eftir að í fórum hennar fund-
ust 850 grömm af amfetamíni.
Konan faldi efnin í niðursuðudósum
og minnir málið á mál tveggja
manna sem teknir voru með sex þús-
und e-töflur faldar í niðursuðudós-
um aðfaranótt laugardags. Konan
var í kjölfar handtöku úrskurðuð í
gæsluvarðhald til 25. september.
Á sunnudagskvöld var svo karl-
maður handtekinn vegna gruns um
tilraun til að smygla fíkniefnum inn-
vortis. Röntgenskoðun leiddi í ljós
aðskotahluti í meltingarvegi hans og
er enn beðið eftir að efnin skili sér.
Hann sætir varðhaldi til 28. sept-
ember nk.
Barnshafandi með
amfetamín í dós-
um í Leifsstöð
ALVARLEGT vinnuslys varð á
Bíldudal í gær, þegar maður datt
niður rúma fjóra metra niður á
steinsteypt gólf kalkþörungaverk-
smiðjunnar sem þar er starfrækt.
Maðurinn var fluttur með sjúkra-
flugvél til Reykjavíkur. Að sögn
læknis á Landspítalanum slasaðist
maðurinn alvarlega og gekkst und-
ir aðgerð fljótlega eftir komuna á
spítalann.
Ástand hans var enn alvarlegt
eftir aðgerðina í gær og var honum
haldið sofandi í öndunarvél á gjör-
gæsludeild. Lögreglan á Patreks-
firði vinnur að rannsókn málsins.
Slasaðist alvarlega í
vinnuslysi á Bíldudal
FRÉTTASKÝRING
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
KYNNINGU Skipulagsstofnunar á
umhverfismati vegna suðvesturlínu
Landsnets, sem færa á raforku til ál-
versins í Helguvík, hefur verið frest-
að um sinn að beiðni umhverfisráðu-
neytisins. Þetta staðfestir Stefán
Thors skipulagsstjóri.
Ákveðið hafði verið að kynningin
yrði síðasta mánudag, en þegar
Skipulagsstofnun grennslaðist fyrir
hjá ráðuneytinu um hvað kærumáli
Landverndar liði, vegna sameig-
inlegs umhverfismat tengdra fram-
kvæmda, kom í ljós að ráðuneytið á
alveg eftir að sinna því máli.
Lögbundinn frestur ráðuneytisins
til að taka ákvörðun rann út fyrir um
tveimur og hálfum mánuði, í lok júní.
Aðspurður um þetta segir Magnús
Jóhannesson ráðuneytisstjóri
ástæðuna þá að fresturinn hafi verið
á sama tíma og sumarleyfi starfs-
manna og óvenjumiklar annir, m.a.
vegna niðurskurðar. Að hans sögn
verða nokkrir dagar, a.m.k. ekki
margar vikur, þar til ákvörðun ligg-
ur fyrir.
Þá hafa gengið mjög hægt við-
ræður milli fjármálaráðuneytisins,
OR og Evrópska fjárfestingabank-
ans, EIB, um meðmælabréf. OR er
með vilyrði fyrir 30 milljarða króna
láni frá EIB, sem setur það skilyrði
að ráðuneytið skrifi undir meðmæli.
Heimildir Morgunblaðsins herma að
ráðuneytið hafi verið mjög tregt til
að ná niðurstöðu um orðalag í því
bréfi. „Þetta tekur lengri tíma en við
vonuðumst til, en maður verður líka
að taka tillit til þess að flest tekur
lengri tíma nú en áður,“ segir Hjör-
leifur Kvaran, forstjóri OR, spurður
um málið.
Mega ekki gefa ríkisábyrgð
Aðspurður segir Steingrímur J.
Sigfússon fjármálaráðherra að lög-
fræðingar ráðuneytisins vilji aðgæta
að orðalag bréfsins geti ekki túlkast
sem ríkisábyrgð.
Hann þvertekur fyrir að ráðu-
neytið sé tregt til að gefa meðmælin,
þvert á móti sé vilji til að ganga eins
langt og hægt sé.
„Við getum veitt Orkuveitunni okk-
ar bestu meðmæli og tekið fram að
hún njóti mikils stuðnings og velvilja
frá ríkinu. En við getum ekki veitt
henni ríkisábyrgð með bréfi. Við get-
um ekki gengið svo langt í orðalagi,
því til þess þarf heimild frá Alþingi.“
Enn er hlykkjótt leið til Helguvíkur
Umhverfisráðuneytið er komið tvo og hálfan mánuð fram yfir frest til að taka afstöðu til kærumáls
OR gengur hægt að fá meðmæli frá fjármálaráðuneyti, fyrir lán frá Evrópska fjárfestingabankanum
Leiðin til Helguvíkur er enn grýtt,
þótt ríkisstjórnin eigi að greiða
götu framkvæmdanna. Engar
hindranir eiga að verða eftir 1.
nóvember. En fyrst er að komast
í gegnum september.
Morgunblaðið/RAX
Ál Norðurál vill byggja álver í fjórum 90 þúsund tonna áföngum í Helguvík.
Í HNOTSKURN
»2008 var úrskurðað aðsameiginlegt umhverfis-
mat vegna Helguvíkur skyldi
ekki fara fram.
»Sá úrskurður var ekki tal-inn útiloka að aðrar fram-
kvæmdir, sem tengjast Helgu-
vík, fari í sameiginlegt mat.
RÍKISRÁÐ Íslands, sem saman-
stendur af forseta lýðveldisins,
Ólafi Ragnari Grímssyni, og rík-
isstjórn Íslands, hefur verið kallað
saman á Bessastöðum á morgun,
föstudag. Fundurinn hefst klukkan
ellefu fyrir hádegi. Þetta kom fram
í tilkynningu frá ríkisráðsritara í
gær.
Orðrómur fór af stað skömmu
eftir að tilkynningin var send út í
gær um að von væri á mannabreyt-
ingum í ríkisstjórn.
Eftir því sem næst verður kom-
ist, samkvæmt heimildum innan úr
stjórnarráðinu og úr ríkisstjórn, er
hins vegar um að ræða hefðbund-
inn fund sem haldinn er á milli
þinga. Herma heimildir að ekki sé
á döfinni að gera mannabreytingar
í ríkisstjórninni, heldur eigi að fara
yfir og staðfesta lög sem samþykkt
hafi verið á sumarþinginu.
onundur@mbl.is
Ríkisráð boðað til
fundar á morgun
Hefðbundinn fundur
um nýsamþykkt lög
Morgunblaðið/Ómar
Ríkisráð Forseti Íslands ásamt
ríkisstjórninni á Bessastöðum.
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
S
F
G
42
04
0
04
.2
00
8
UMHVERFISRÁÐHERRA hefur
breytt rjúpnaveiðitímabilinu núna í
haust. Tveimur helgum verður bætt
við tímabilið en á móti verða veiði-
helgarnar styttar úr fjórum dögum
í þrjá; frá föstudegi til sunnudags.
Með því verða veiðidagarnir jafn-
margir og í fyrra, eða 18 talsins.
Veiðitímabilið hefst núna 27.
október nk. og stendur til og með 6.
desember. Ráðherra byggir
ákvörðun sína á mati Nátt-
úrufræðistofnunar á veiðiþoli
rjúpnastofnsins. bjb@mbl.is
Rjúpnaveiðitím-
anum breytt í haust