Morgunblaðið - 17.09.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2009
Ýmis batamerki má sjá í al-þjóðlegu efnahagslífi og bendir
það til þess að kreppan gæti orðið
skammvinnari en talið var í fyrstu.
Allt annað andrúmsloft er nú áWall Street en var fyrir ári.
Víða um heim eru hagtölur jákvæð-
ari en búist var við.
Batnandi horf-ur hafa vakið
ótta um að fjár-
málaheimurinn
muni ekkert læra
af hruninu.
Nú renni tímibónusa upp á
ný og allt fari í
sama farið.
Tal um að setja fjármálafyr-irtækjum strangari reglur og
veita þeim aukið aðhald muni
stranda á skorti á alþjóðlegri sam-
stöðu.
Nú er ár liðið frá því að banda-ríski fjárfestingabankinn
Lehman Brothers fór á höfuðið.
Margir halda því nú fram aðhefðu bandarísk stjórnvöld
komið í veg fyrir það hefði mátt
koma í veg fyrir mikið tap.
Ef það er lærdómurinn að risa-bankar megi ekki fara á haus-
inn munu stórar fjármálastofnanir
ekki hafa neina ástæðu til að forðast
áhættu.
Áhættan getur skilað gríðarlegumávinningi, en fari allt á versta
veg mun tapið lenda á ríkinu.
Það væri vond niðurstaða ef bati íefnahagslífinu yrði til þess að
lama viljann til nauðsynlegra um-
bóta.
Fórnarlamb hruns
Lehman Brothers.
Bremsar batinn umbætur?
„ÞETTA var mjög góður fundur og
nú er unnið að því að finna lausn
mála,“ segir Katla Þorsteinsdóttir,
stjórnarformaður Alþjóðahúss, sem
átti fund með Hönnu Birnu Krist-
jánsdóttur borgarstjóra í gær. Katla
segir að Reykjavíkurborg hafi nú
greitt fimm milljóna króna loka-
greiðslu af tuttugu milljóna króna
styrk til hússins og að sátt ríki nú
um þann hluta málsins.
„Það er vilji hjá borginni að
standa vel að þessum málaflokki,“
segir Katla sem er vongóð um að
áframhaldandi samningar náist við
borgina.
Óljóst með endurráðningar
Katla segir að skoðað verði á
næstu dögum og vikum hvort ráðist
verður í endurskipulagningu innan
Alþjóðahússins en öllum 14 starfs-
mönnum þess var sagt upp störfum
um síðustu mánaðamót. Hún segir
ekki ljóst hvort allir verði endur-
ráðnir og að uppsagnirnar hafi ekki
verið í beinum tengslum við loka-
greiðslu borgarinnar. „Við þurfum
að sjá hvernig framhaldið verður,“
segir Katla. „Eins og hjá öllum fyr-
irtækjum þurfum við að raða upp á
nýtt innandyra og skipuleggja,“ seg-
ir Katla.
Uppsagnarfrestur starfsmanna
rennur út hinn 30. nóvember og enn
er starfsemi í fullum gangi innan Al-
þjóðahússins. jmv@mbl.is
Reykjavíkurborg gerði upp við Alþjóðahús
Fimm milljóna lokagreiðsla í höfn eftir
árangursríkan fund með borgarstjóra
Morgunblaðið/Sverrir
Alþjóðahús Framhaldið skýrist.
senn.
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands
Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður
Reykjavík 11 rigning Lúxemborg 18 skýjað Algarve 25 léttskýjað
Bolungarvík 12 rigning Brussel 17 skýjað Madríd 14 skúrir
Akureyri 12 alskýjað Dublin 15 skýjað Barcelona 22 léttskýjað
Egilsstaðir 10 alskýjað Glasgow 17 léttskýjað Mallorca 23 léttskýjað
Kirkjubæjarkl. 9 rigning London 18 skýjað Róm 25 léttskýjað
Nuuk 3 skýjað París 19 skýjað Aþena 27 léttskýjað
Þórshöfn 11 alskýjað Amsterdam 19 léttskýjað Winnipeg 21 skýjað
Ósló 16 heiðskírt Hamborg 19 léttskýjað Montreal 16 heiðskírt
Kaupmannahöfn 17 skýjað Berlín 22 léttskýjað New York 19 alskýjað
Stokkhólmur 14 skýjað Vín 23 skýjað Chicago 20 léttskýjað
Helsinki 15 léttskýjað Moskva 17 léttskýjað Orlando 31 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
17. september Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 5.08 3,8 11.16 0,4 17.23 4,2 23.43 0,2 6:58 19:48
ÍSAFJÖRÐUR 1.11 0,2 7.13 2,1 13.20 0,2 19.18 2,4 7:01 19:55
SIGLUFJÖRÐUR 3.15 0,2 9.31 1,3 15.21 0,3 21.38 1,4 6:43 19:38
DJÚPIVOGUR 2.15 2,0 8.21 0,3 14.41 2,3 20.51 0,4 6:27 19:18
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
Á föstudag og laugardag
Sunnan- og suðvestanátt, víða
5-10 m/s. Skúrir en bjartviðri á
NA- og A-landi. Hiti 7 til 13 stig,
hlýjast A-lands.
Á sunnudag
Austlæg átt og rigning, einkum
S-lands. Hiti breytist lítið.
Á mánudag og þriðjudag
Útlit fyrir austlæga átt með
vætu í flestum landshlutum.
Svipaður hiti áfram.
VEÐRIÐ NÆSTU DAGA
SPÁ KL. 12.00 Í DAG
Vestlæg 5-13 m/s og skúrir síð-
degis en léttir til á NA- og A-
landi. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast
norðaustantil.
BORGARSTJÓRN Reykjavíkur
samþykkti á þriðjudagskvöld þá til-
lögu Samfylkingar að undirrita
Evrópusáttmála um jafna stöðu
kvenna og karla í sveitarfélögum.
Áður hafa fimm sveitarfélög und-
irritað samninginn; Hafnarfjörður,
Akureyri, Akranes, Mosfellsbær og
Norðurþing.
Samkvæmt upplýsingum frá
Oddnýju Sturludóttur, borgarfull-
trúa Samfylkingar, felur undirritun
í sér pólitíska viljayfirlýsingu um
að vinna að framgangi jafnréttis-
mála í samræmi við sáttmála sem
Evrópusamtök sveitarfélaga höfðu
frumkvæði að því að gera árið 2005.
Áhersla er lögð á samþættingu
kynjasjónarmiða á öllum stigum og
sviðum. andri@mbl.is
Undirrita Evrópusáttmála