Morgunblaðið - 17.09.2009, Blaðsíða 36
FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 260. DAGUR ÁRSINS 2009
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
FÓLK Í FRÉTTUM»
!
"
# $
%
%
"
&' ("'
" )
*+,-,
+.,-/
**0-1+
+1-,*,
+.-231
*3-4*/
**2-+3
*-,000
*20-,4
*4.-23
5 675 */# 89
6 +..2
*+,-02
+.1-.2
**0-3/
+1-,41
+*-.,/
*3-4/4
**2-/
*-,020
*20-2/
*4*-14
+,,-3,,*
&:8
*+,-44
+.1-04
**/-*
+1-100
+*-.24
*3-2+
**2-2,
*-,/,0
*2/-01
*4*-22
Heitast 17°C | Kaldast 8°C
Vestlæg 5-13 m/s og
skúrir síðdegis en létt-
ir til á NA- og A- landi.
Hlýjast norðaustan til
á landinu. »10
Tónlistarmaðurinn
Ben Frost sendir
nýja plötu frá sér í
október en hún hef-
ur hlotið nafnið By
The Throat. »28
TÓNLIST»
Frost og
hálsinn
LEIKLIST»
Þrír trúðar óska eftir
vatnasögum. »30
Að mati Sæbjörns
Valdimarssonar er
tyrkneska myndin
Tveir þræðir alveg
ágæt, en myndin fær
þrjár stjörnur. »29
KVIKMYNDIR»
Mynd í rúmu
meðallagi
TÓNLIST»
Sigríður og Heiðurspiltar
komin á toppinn. »33
FÓLK»
Kate Moss syngur fyrir
Simon Cowell. »34
Menning
VEÐUR»
1. „Þið settuð Ísland á hausinn“
2. Nágrönnum auðmanna líður illa
3. Hann var alltaf einn
4. Fékk að knúsa mömmu
Íslenska krónan styrktist um 0,1%
»MEST LESIÐ Á mbl.is
Þórunn Svein-
bjarnardóttir
þingmaður leiðir á
næstu dögum al-
þjóðlegt teymi
Rauða krossins í
Kákasuslöndunum.
Spurð hvort hún sé
á leið úr þingmennsku skellihlær
Þórunn og þvertekur fyrir það, enda
tekur ferðin um 12 daga. „Ég starf-
aði fyrir Rauða krossinn áður en ég
fór á þing og er félagi í Rauða kross-
inum. Þegar ég var beðin um að fara
í þetta verkefni var mér bæði ljúft
og skylt að verða við þeirri beiðni.“
Þingmaður leiðir teymi
Rauða krossins í Kákasus
HJÁLPARSTARF
HÚN er ekki stór hún Agnarögn sem fæddist á bænum
Litlu-Reykjum í Þingeyjarsýslu. Þessi pínulitla kvíga
var 8,1 kg þegar hún fæddist en yfirleitt eru kálfar á
bilinu 30-35 kg og Esther Björk Tryggvadóttir bóndi
sagðist ekki hafa búist við því að hún lifði. Hún er
spræk og vildi strax fara að drekka. Esther setti hana
inn í þvottahúsið til öryggis þar sem hún fær að liggja á
teppi við heitan ofn og kann Agnarögn vel að meta það.
Agnarögn býr í þvottahúsinu
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
KR-INGAR eygja
enn von um Ís-
landsmeistaratit-
ilinn í fótbolta
karla eftir að
þeim tókst að
leggja Breiðablik
að velli, 2:0, á
Kópavogsvelli í
gærkvöld. Þeir
geta þakkað
norska mark-
verðinum Andre Hansen sigurinn
en hann varði glæsilega úr nokkr-
um dauðafærum Kópavogsliðsins.
FH er eftir sem áður með meist-
aratitilinn í höndunum og getur
tryggt sér hann á sunnudaginn þeg-
ar liðið fær Val í heimsókn. Davíð
Þór Viðarsson, fyrirliði FH, sagði
við Morgunblaðið í gærkvöld, þeg-
ar sigur KR lá fyrir, að FH-ingar
hefðu lært mikið af hrakförum
Keflvíkinga á lokaspretti Íslands-
mótsins í fyrra. | Íþróttir
Davíð Þór
Viðarsson
KR eygir enn von
um að skáka FH
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
„FLEST það sem fer í vöru eins og
tölvuleikina sem við framleiðum þarf
fyrst að verða til sem hugmynd,“ seg-
ir Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri
tölvuleikjafyrirtækisins CCP. Fyrir-
tækið vinnur nú að undirbúningi
nýrrar teikninámsbrautar í Mynd-
listaskólanum í Reykjavík í samvinnu
við Tækniskólann. Steinunn Sigurð-
ardóttir, fatahönnuður í Steinunni,
vinnur að samskonar verkefni með
skólunum fyrir nýja textílbraut.
Myndlistakólinn fékk 50 milljóna
króna Evrópusambandsstyrk til að
þróa og undirbúa námsbrautirnar.
„Reynsla okkar er sú að þegar hug-
mynd er komin að tölvugrafík er lang-
best að hún sé teiknuð á blað áður en
hún er unnin í tölvuforrit. Sú þjálfun
sem fólk fær við það að læra að breyta
hugmynd í teikningu nýtist okkur
mjög vel,“ segir Hilmar Veigar. Hann
segir mikla þörf á markaðnum fyrir
fólk með kunnáttu.
„Þetta er hæfileiki sem fólk í list-
sköpun hefur og þangað sækjum við.
Þess vegna viljum við styðja við allar
þær hugmyndir sem leiða til þess að
þessi kunnátta verði efld á Íslandi.“
Hilmar Veigar segir „endalausan“
skort á fólki með þekkingu á teikn-
ingu og að fyrirtækið þurfi að flytja
fólk um heiminn í bunkum. „Það eru
vissulega margir mjög góðir í þessu
fagi á Íslandi, en bara langt frá því að
vera nóg af þeim.“
Efnið og aðferðin í forgrunni | 27
Skortur á teiknurum
Tölvuleikjafyrirtækið CCP og Steinunn fatahönnuður taka
þátt í þróun námsbrauta í Myndlistaskólanum í Reykjavík
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nýtt nám Steinunn Sigurðardóttir hönnuður, Baldur Gíslason, skólastjóri
Tækniskólans, Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, og Ingibjörg Jó-
hannsdóttir, skólastjóri Myndlistaskólans í Reykjavík.
Í HNOTSKURN
» Myndlistaskólinn íReykjavík hefur fengið 50
milljóna króna styrk úr Leon-
ardo-áætlun ESB til að þróa
nýjar námsbrautir í teikningu
og textíl í samvinnu við
Tækniskólann, erlenda há-
skóla og tvö íslensk fyrirtæki.
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„ÞETTA er eiginlega rómantísk
gamanmynd sem fjallar um tvær
manneskjur sem reyna að verða
ástfangnar,“ segir Þorsteinn Guð-
mundsson sem skrifar handritið að
og leikur aðalhlutverkið í nýrri ís-
lenskri gamanmynd sem nú er í bí-
gerð. Myndin hefur hlotið nafnið
Okkar eigin Osló og verður í leik-
stjórn Reynis Lyngdal.
„Ég skrifaði á sínum tíma pistla
fyrir Síðdegisútvarpið sem fjölluðu
um mann sem var formaður í sum-
arhúsafélagi. Upp úr því skrifuðum
við Sigurjón Kjartansson fyrsta
uppkast að kvikmyndahandriti,“
segir Þorsteinn um tilurð mynd-
arinnar. „Myndin fjallar samt ekk-
ert um Osló, þá miklu gleði- og
partíborg,“ segir Þorsteinn að-
spurður um nafn myndarinnar, sem
gerist þó að hluta til í Osló. | 28
Þorsteinn og Reyn-
ir gera gamanmynd
Morgunblaðið/RAX
Vinir Noregs Reynir og Þorsteinn
með norska þjóðfánann á milli sín.
Af fjórum um-
sækjendum var dr.
Þórarinn G. Pét-
ursson, nýráðinn
aðalhagfræðingur
Seðlabankans,
metinn hæfastur í
starfið. Aðrir um-
sækjendur voru þau Ásgeir G. Daní-
elsson, doktor í hagfræði og sér-
fræðingur hjá Seðlabankanum,
Lúðvík Elíasson, hagfræðingur hjá
Landsbankanum og stundakennari
við HÍ, og Olga H. Möller al-
þjóðamarkaðsfræðingur.
VIÐSKIPTI
Auk Þórarins sóttu þrjú um
starf aðalhagfræðings SÍ
Hollenski plötu-
snúðurinn Tiësto
hefur notið ótrú-
legrar velgengni
undanfarin ár, og
nýtir hann sér
stöðu sína á nýj-
asta ópusnum,
breiðskífunni Kaleidoscope sem út
kemur í endaðan október. Stór-
stjörnur hafa verið lóðsaðar inn í
sönginn, þar á meðal Kele Okereke
úr Bloc Party og söngfuglinn Nelly
Furtado. Stærsta stjarnan er þó
Jónsi okkar úr Sigur Rós að mati
Tiësto greinilega, en engilblíð fals-
etta hans keyrir hið epíska opnunar-
lag plötunnar áfram, sem er sam-
nefnt plötunni. Lagið má nálgast í
iTunes núna!
TÓNLIST
Jónsi gestur á plötu
heimsfrægs plötusnúðs