Morgunblaðið - 17.09.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.09.2009, Blaðsíða 22
22 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2009 ✝ Þórarinn JensÓskarsson húsa- smíðameistari í Reykjavík, fæddist 16. mars 1915 á Ytra- felli Snæfellsnesi. Hann lést á Landspít- alanum, Fossvogi, föstudaginn 4. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Pétrún Þór- arinsdóttir, húsfreyja á Hellu í Bervík, Ingj- aldshóli, og síðast í Reykjavík., f. 6.7. 1891, d. 12.9. 1961, og Óskar Gísla- son, f. 25.6. 1889, d. 12.12. 1977, bóndi og sjómaður á Ingjaldshóli, síðast bús. í Reykjavík. Þórarinn Jens ólst upp hjá móð- urforeldrum sínum Þórarni Þór- arinssyni, f. 2.12.1855, d. 25.10. 1926, hreppstjóra og sýslunefnd- armanni á Saxhóli í Beruvík og Jensínu Jóhannsdóttur, f. 22.9. 1858, d. 11.4. 1933, húsfreyju á Sax- hóli. Systkinahópurinn var stór, 15 alls, en af þeim eru sex á lífi. Þau eru: Júlíus Fjeldsted, látinn, Jens- ína Guðrún, látin, Guðríður Fjóla, Gísli Ágúst, látinn, Björg Jósefína, látin, Óskírður drengur, látinn, dóttir hennar er Ebba Guðný, f. 1975, gift Hafþóri Hafliðasyni, f. 1975, þau eiga tvö börn, Hönnu Huldu og Hafliða. Sonur Ágústs og Sigríðar er Jóhannes Þór, f. 1979, kvæntur Ragnhildi Lilju Ásgeirs- dóttur, dóttir þeirra Embla María. 3) Sæmundur, f. 1955, kvæntur Kristjönu Daníelsdóttur, f. 1966. Sonur Sæmundar er Unnar Þór, f. 1990. Börn Sæmundar og Kristjönu eru Guðrún Ósk, f. 1990; Guðlaug Ýr, f. 1994, og Eva Dögg, f. 1998. 4) Katrín, f. 1958, gift Hauki Ingasyni, f. 1957. Börn þeirra eru: Björk, f. 1980; Hlynur, f. 1980; Þórarinn, f. 1984, og Sigrún Dís, f. 1995. 5) Sig- rún, f. 1958, gift Stefáni Bjarna- syni, f. 1957. Dóttir Sigrúnar er Fríður, f. 1981, maki Kristinn Þor- valdsson, f. 1981. Dætur Sigrúnar og Stefáns eru Katrín Alma, f. 1989, og Ragnheiður, f. 1993. Þórarinn Jens lauk mótorvél- stjóraprófi 1939 og vann á sjó næstu árin. Hann fékk sveinsbréf í trésmíði 1949 og meistarabréf 1953. Hann gekk í Meistarafélag húsasmiða 1963 og var aldurs- forseti í félaginu er hann féll frá. Útför Þórarins fer fram í Selja- kirkju í dag, fimmtudaginn 17. september, kl. 15. Meira: mbl.is/minningar Kristín Lilja, Jóhanna Laufey, Skarphéðinn Þórarinn, látinn, Sig- urbjörg Unnur, Guð- mundur Ingólfur, Jós- efína Arndís, látin, Kristinn Guðbjartur, látinn Sigurvin Reyn- ar. Eiginkona Þórarins var Guðlaug Sæ- mundsdóttir, hús- móðir frá Stóru-Mörk í Vestur-Eyja- fjallahreppi, f. 6.11. 1921, d. 30.1. 2009. Þau giftu sig 28. júlí 1949. Þórarinn og Guðlaug eignuðust fimm börn: 1) Gunnar, f. 1949, kvæntur Steinunni Sighvatsdóttur, f. 1950. Börn þeirra eru: a) Guðni Þór, f. 1971, kvæntur Guðrúnu Pálsdóttur, f. 1975, þau eiga 3 syni, Árna Þór, Halldór Daða og Gunnar Pál; b) Sighvatur Ingi, f. 1975, kvæntur Þóru Kristínu Sveins- dóttur, f. 1979, þau eiga 3 börn, Inga Þór, Steinunni Ástrós og Vikt- or Loga; c) Guðlaug Sunna, f. 1979, gift Bjarna Sæmundssyni, f. 1977, þau eiga 2 börn, Elínu og óskírðan dreng, sonur hans er Breki. 2) Ágúst, f. 1952, kvæntur Sigríði Hönnu Jóhannesdóttur, f. 1954, Faðir minn, Þórarinn Jens Óskars- son, er látinn eftir stutta sjúkrahús- legu. Það var eins og hyrfi öll lífslöngun hans þegar mamma lést í janúar sl. Pabbi var fæddur á Snæfellsnesi og ólst upp hjá afa sínum og ömmu á Saxhóli, Þórarni og Jensínu, en hann var reyndar skírður í höfuðið á þeim. Þarna ólst hann upp við gott atlæti. Land er allt hrjóstugt undir Jökli en stutt á fiskimið, þó harðsótt væri á árabátunum sem notaðir voru. Þann- ig þurfti dugnaðarfólk til að komast af á þessum slóðum. Pabbi hélt alltaf tryggð við þessi heimkynni sín á uppvaxtarárum. Þannig fóru þau hjónin iðulega með okkur krakkana í berjamó vestur á Nes á haustin. Og þessum sið var haldið áfram eftir að við krakkarnir fórum að heiman. Síðustu ferðina vestur fórum við fjölskyldan með pabba og mömmu eftir að hann varð 90 ára. Hann lagði að vanda á brekk- urnar og hvarf í lautirnar í hlíðinni. Við vorum með afdrep með okkur til að drekka kaffi ef rigna færi. Við komum okkur í skjól í rigningunni en ekkert bólaði á pabba. Við höfðum talsverðar áhyggjur af honum og fór- um að leita en fundum ekki. Eftir drykklanga stund héldum við aftur niður. Í því kom frændi hans akandi á hringferð um nesið. Hann sagðist hafa ekið fram á veru með svip for- feðranna hímandi undir garði við Sax- hólslandið. Þó honum brygði nokkuð þá ákvað hann að athuga þetta nánar, var þá kominn frændi hans Jenni einn síns liðs í óbyggðum. Málið skýrðist fljótt og Jenna var boðið far. Hann fór ungur að heiman og gerð- ist sjómaður og tók vélstjórapróf. Forfeður hans voru flestir miklir sæ- garpar og er t.d. sagt um afa hans Gísla Jónsson í Tröð að „honum var hvorki sýnt um veðurgleggni né út- búnað báta sinna en kjarkur hans og lag var ódrepandi“. Og kappið vantaði svo sem ekki hjá pabba en hann var þó reyndar alltaf fyrirhyggjusamur. Hann sneri sér að húsasmíði fljótlega eftir að hann flutti til Reykjavíkur á stríðsárunum og varð húsasmíða- meistari 1953. Hús sem hann byggði eru víða um land en þó flest á höf- uðborgarsvæðinu. Við synir hans vor- um allir lærlingar hans í húsasmíði og starfa tveir okkar á því sviði. Ein aðalskemmtun fjölskyldunnar var að taka í spil. Strax á barnsaldri lærðum við krakkarnir öll þau spil sem nöfnum tjáir að nefna. Vist var uppáhald mömmu en pabbi var hrifn- ari af bridds. Þannig var maður ekki liðtækur í heimboðum systkina pabba nema maður gæti spilað bridds. Pabbi vann mikið alla tíð en hann og mamma tóku sér þó árlega mis- löng frí til að skreppa með fjölskyld- una út á land í útilegu eða í heimsókn Þórarinn Jens Óskarsson ✝ Inga Birna Jóns-dóttir fæddist í Reykjavík 17. sept- ember 1934. Hún lést í Kaup- mannahöfn þann 10. september síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Dagmar Ólafsdóttir húsmóðir í Rvk., f. 2.6. 1910, d. 10.10. 1987 og Jón Bjarnason skrif- stofustjóri, f. 7.5. 1904, d. 10.9. 1988. Systkini Ingu Birnu eru Ólöf, f. 2.1. 1926, d. 14.3. 2006, gift Vali Egils- syni, tannlækni í Bandaríkjunum, f. 10.11. 1924 Þeirra börn eru: Egill Jón, Guð- rún Margrét, Dagmar og Inga Lísa. Gunnar, f. 24.2. 1933, kvæntur Helgu Erlu Hjartardóttur, f. 2.1. 1935. Þeirra börn eru: Dagmar Guðrún og Kristín Helga. Inga Birna giftist Steingrími Jónssyni, flugvirkja f. 13.7. 1929, d. 4.1. 2007. Þau skildu. Börn þeirra eru: Jón lækn- ir, f. 15.9. 1960, kvæntur Guðrúnu Ólafsdóttur hjúkr- unarfræðingi, f. 12.5. 1967. Börn Jóns og Guðrúnar eru: Hjör- dís, f. 31.8. 1993, Steingrímur Karl, f. 2.10. 1997 og Ólafur Orri Steinn, f. 2.1. 2003. Skorri, f. 29.8. 1962, dóttir hans og Guðlaugar Maríu Sigurð- ardóttur er Eik, f. 10.02. 1987. Barn Ingu Birnu og Stefáns Þor- lákssonar menntaskólakennara, f. 28.9. 1930 er Ólöf mannfræðingur, f. 17.9. 1970, búsett í Kaupmanna- höfn. Inga Birna lauk BA-prófi í ensku, dönsku og uppeldisfræðum frá Há- skóla Íslands 1969 og cand. mag.- prófi í ensku og dönsku frá Hafn- arháskóla 1978. Hún starfaði sem einkaritari, flugfreyja og stundakennari við Vogaskóla, kennari við Námsflokka Reykjavíkur. Aðjunkt við KÍ og síð- ar KHÍ á árunum 1969-1977. Hún var varamaður á Alþingi og for- maður menntamálaráðs 1971-1974. Hún hefur fengist við ritstörf. Eftir hana liggja smásögur, barnabækur, leikrit og ljóð, sem birst hafa bæði hér og í Danmörku. Árið 1977 flutti hún ásamt dóttur sinni til Dan- merkur, þar sem þær hafa búið síð- an. Þar var Inga Birna aðjunkt og síðar lektor við Vestsjælands Vok- senundervisningscenter VUC. Frá því hún lauk störfum hefur hún bú- ið í Kaupmannahöfn og sinnt rit- störfum. Útför hennar fer fram frá Vor Frelsers Kirke á Christians- havn þann 17. september. Meira: mbl.is/minningar Elsku Gulla mín. Takk fyrir að birta ekki myndirnar, sem sýndu svo þreytta og vesæla konu. Ég sé, að ég þarf að fara til Spánar og fá lit í sjálfsmyndina … Þú ert mitt uppáhald. Love IBJ. Elsku Birna mín. Þessi skilaboð bárust mér daginn eftir að þú fórst frá okkur. Umræddar myndir voru af eldri konu, ögn lotinni í herðum með kankvísan glampa í augum og þrátt fyrir að vera komin á áttræð- isaldur enn með dökkt hár (hér dettur mér í hug Brint overilte- kenningin þín, hvort hún eigi við einhver rök að styðjast?). Víst er það svo að síðustu árin voru hugur og líkami ekki í takt þar sem hið efnislega form hamlaði hreyfingum og gat ekki fylgt andanum eftir. Við sem minnumst þín nú mun- um þig ekki sem lasburða gamla konu heldur sem hnarreista konu með skoðanir á mönnum og mál- efnum sem setti spurningarmerki við hið agaða form mannlífsins. Konu sem var illa við að vera bund- in við klafa hins hefðbundna. Konu sem var hugmyndarík og fylgin sér. Konu sem var áræðin. Konu sem var félagslynd og frjáls. Konu sem var listelsk og vel menntuð. Konu sem hafði yndi af að vera í góðra vina hópi og af góðum samræðum. Konu sem var vinnusöm og námfús. Konu sem var hjálpsöm, vinur vina sinna og greiðvikin. Konu sem fór sínar eigin leiðir. Kvenréttinda- konu. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst þér, Birna. Takk fyrir sam- fylgdina. Aðstandendum votta ég alla mína samúð. Guðlaug María Sigurðardóttir. Inga Birna Jónsdóttir ✝ Systurnar, KRISTÍN EIRÍKSDÓTTIR og MARTHA G. EIRÍKSDÓTTIR frá Hesteyri, verða jarðsungnar frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 18. september kl. 15.00. Kristín Bjarnadóttir, Halldór S. Magnússon, Elísabet Bjarnadóttir, Jón Hilmar Stefánsson, Eiríkur Bjarnason, Guðrún Hauksdóttir, Vilhjálmur Bjarnason, Auður María Aðalsteinsdóttir og fjölskyldur. ✝ Innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður og systur, JÓNÍNU H. GÍSLADÓTTUR, Strikinu 12, Garðabæ. Torfi Jónsson, Guðrún Inga Torfadóttir, Sigrún Gerða Gísladóttir, Páll Leifur Gíslason. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HÓLMFRÍÐUR H. LÖVE, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund sunnu- daginn 6. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Grundar, deild A-3, fyrir frábæra umönnun sl. fimm ár. Agnes Löve, Reynir Jónasson, Guðlaug Freyja Löve, Sigurður Þ. Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær dóttir okkar, fósturdóttir, systir, barnabarn og frænka, LÍSA ARNARDÓTTIR, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut þriðjudaginn 15. september. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Jóhanna Jónsdóttir og Örn Hilmarsson. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og lang- amma, SIGRÍÐUR MAGGÝ MAGNÚSDÓTTIR, Prestastíg 11, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 18. september kl. 15.00. Guðmundur Baldvinsson, Helga Haraldsdóttir, Haraldur Guðmundsson, Anna Svava Sólmundardóttir, Erla Maggý Guðmundsdóttir, Arnar Steinn Karlsson, Guðmundur Kristján Haraldsson, Jóhann Karl Arnarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.