Morgunblaðið - 17.09.2009, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2009
Ásta Fanney
Sigurðardóttir,
Námufélagi og
myndlistarnemi
La
us
n:
Ljó
sb
lá
r
Kynntu þér Námuna á landsbankinn.is,
í síma 410 4000 eða í næsta útibúi.
2 fyrir 1 í bíó
fyrirNámufélaga
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
3
8
8
6
2
N
B
I
h
f.
(L
a
n
d
s
b
a
n
k
in
n
),
k
t.
4
7
10
0
8
-2
0
8
0
.
*
G
ild
ir
íL
au
g
ar
ás
b
íó
i,
S
m
ár
ab
íó
i,
R
eg
nb
og
an
um
,H
ás
kó
la
b
íó
io
g
B
or
g
ar
b
íó
im
án
.-
fim
.s
é
g
re
it
t
m
eð
N
ám
u
ko
rt
i
ÞAÐ ER LEIKUR AÐ LÆRA MEÐ NÁMUNNI
Náman leggur námsmönnum lið með því að bjóða hagstæðari kjör,
betri yfirsýn yfir fjármálin, 2 fyrir 1 í bíó*, 150 fríar færslur á ári,
Námu A-kort með Aukakrónusöfnun auk fjölda annarra fríðinda.
*
G
ild
ir
m
eð
an
bi
rg
ði
r
en
da
st
og
á
ky
nn
in
gu
st
en
du
r.
G
ild
ir
ek
ki
m
eð
2
bl
ýö
nt
um
eð
a
2
B
oc
ag
e.
E
in
n
ka
up
au
ki
á
vi
ðs
ki
pt
av
in
.
Einnig aðrar gerðir kaupauka Sími 568 5170
GJAFADAGARNIR ÞÍNIR
KYNNING Í SNYRTIVÖRUVERSLUNINNI
Í GLÆSIBÆ 17. TIL 19. SEPTEMBER
Kaupaukinn þinn þegar þú kaupir 2* Lancôme vörur
- Lancôme taska
- Rénergie Refill krem 15 ml
- Rénergie Refill augnkrem 5 ml
- Rénergie Refill Serum 10 ml
- Color Fever varalitur
- Virtuôse maskari 2 ml
- Svartur khol blýantur
Verðmæti kaupaukans kr. 15.700 kr.
Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur
ylfa@mbl.is
„AUÐVITAÐ hefur þetta ekki
verið einföld ganga alla leið enda
er ekki gaman að láta eitthvað
rætast sem hefur bara verið ein-
falt,“ segir Sigríður Þorsteins-
dóttir, hjúkrunarfræðingur og
hugmyndasmiðurinn á bak við
einkaspítala og heilsuhótel sem
fyrirhugað er að opna hér á landi
árið 2012. PrimaCare stendur á
bak við byggingu spítalans og er
Sigríður stjórnarformaður fyr-
irtækisins. Einkaspítalinn mun
sérhæfa sig í mjaðmaskipta- og
hnjáliðaaðgerðum fyrir erlenda
sjúklinga en áætlað er að starf-
semin geti skilað allt að 10 þúsund
ferðamönnum til landsins árlega
og upp undir 10 milljörðum kr. í
gjaldeyristekjur.
Erfiðara að kynna
hugmyndina árið 2007
Sigríður fékk hugmyndina að
spítalanum fyrir þremur árum
þegar hún bjó í Kaupmannahöfn.
„Þessi hugmynd kom og fór og
kom. Ég var að hugsa um að
breyta til og fara til Íslands en ég
hef lengi búið í útlöndum. Þá kom
hugmyndin að stofna sjúkrahús,
sem sérhæfði sig í hnjám og
mjöðmum, á Íslandi af því ég er
Íslendingur. Maður verður svo
mikill Íslendingur þegar maður er
í útlöndum,“ segir Sigríður. Sem
hjúkrunarfræðingur hafði Sigríður
séð hversu miklum kvölum
mjaðma- og hnjáliðaveikindi gátu
valdið fólki og að oft var biðin eft-
ir aðgerðum löng. Hún ákvað að
hún vildi lina þjáningar og auka
lífsgæði þessara sjúklinga.
Næsta skrefið var að koma hug-
myndinni á framfæri. Sigríður bjó
til viðskiptaáætlun og kynnti hana
og smám saman vatt hugmyndin
upp á sig. Hún segir að erfiðara
hafi verið að kynna hugmyndina
árið 2007 en árið 2008. „Árið 2007
var fólk að hugsa um annað hér á
landi en það breyttist í fyrra,“
segir hún og bætir við að hug-
myndinni hafi verið afar vel tekið
hvar sem hún kynnti hana og við-
brögðin jákvæð. „Hugmyndin mín
hefur verið undir heillastjörnu alla
tíð. Það er eins og það hafi verið
töfrar og lán yfir þessu alla leið og
margt fólk hefur hjálpað okkur,“
segir Sigríður en hún segir að þeir
sem hafi lagt henni lið séu svo
margir að ómögulegt sé að þakka
þeim öllum.
Mun skapa mörg störf
Að sögn Sigríðar var það ljóst
frá upphafi að spítalinn yrði að
vera á Íslandi en nánari staðsetn-
ing hefur ekki verið ákveðin. „Það
er svo mikil heilunarorka á Ís-
landi. Þegar maður vinnur erlend-
is finnur maður hversu miklu
meiri heilunarorka og kraftur er í
íslenskri náttúru en annars staðar.
Svo höfum við svo gott heilbrigð-
isstarfsfólk en mikið af því er er-
lendis. Ég hugsaði með mér að
þarna væri möguleiki á að fólk
kæmi heim,“ segir hún en Finnur
Snorrason, sem verður yfirlæknir
á spítalanum, mun snúa heim frá
útlöndum til að sinna starfinu.
Spurð hversu mörg störf spítalinn
muni skapa segir Sigríður að á
honum einum verði 180 stöðugildi
en í heildina viti hún ekki hversu
mörg störf skapist.
Hugmyndin hefur meira og
minna átt allan hug Sigríðar síð-
ustu þrjú árin. „Nú er þetta mitt
starf, ef það er hægt að kalla það
starf að láta drauma sína rætast,“
segir hún. Aðspurð segist Sigríður
ekki vita hvað tekur við hjá henni
þegar spítalinn verður opnaður en
efast ekki um að það verði eitt-
hvað enn skemmtilegra. Hún seg-
ist aldrei hafa efast um að spít-
alinn verði að veruleika. „Hvernig
er hægt, ef maður getur linað
þjáningar fólks og aukið lífsgæði
þess, að efast um að það muni
ganga?“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sigríður Þorsteinsdóttir Segir mikla heilunarorku vera á Íslandi.
Hugmyndin und-
ir heillastjörnu
Í HNOTSKURN
»Gunnar Ármannsson,framkvæmdastjóri Pri-
maCare, sagði í viðtali við
Kastljós í lok ágústmánaðar
að mjaðmaskipta- og hnjáliða-
aðgerðir væru þær tegundir
heilbrigðisþjónustu sem hvað
mest eftirspurn yrði eftir
næstu áratugina.
»Þá sé því spáð að innannokkurra ára verði eft-
irspurnin svo mikil að ekki
verði hægt að anna henni.