Morgunblaðið - 20.09.2009, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.09.2009, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2009 23. september 1979: „Lífsreynsla flóttafólksins frá Víet Nam er átakanleg. Af viðtölum við það finnum við, að það er þakklátt fyrir það eitt að fá að halda lífi og hafa fast land undir fótum, þar sem því er frjálst að brjóta sér leið –jafnvel þótt þetta land sé víðs fjarri ætt- arslóðum og umhverfið allt svo framandi að það hlýtur að kosta verulegt átak að breyta svo hugs- unarhætti sínum og lífsháttum að geta samlagazt því. Samt er þetta fólk alls hugar fegið og hlakkar til að takast á við þá erfiðleika, sem hljóta að mæta því. En það kemur líka fram, að hugsun þess dvelur hjá ættingjunum sem urðu eftir, og draumur þess er að geta rétt þeim hjálparhönd. Umfram allt gerir það sér þó vonir um að sjá ættjörð sína á ný sem frjálst land.“ . . . . . . . . . . 24. september 1989: „Helzta rök- semd Þorsteins Pálssonar fyrir því að hafna sölu veiðileyfa eða auð- lindaskatti var sú, að það mundi leiða til aukinna ríkisafskipta og miðstýringar. Þessi röksemd kem- ur satt bezt að segja mjög á óvart. Er hægt að hugsa sér meiri mið- stýringu og ríkisafskipi í sjáv- arútvegsmálum en núverandi kvótakerfi? Er hægt að tala um sölu veiðileyfa t.d. á frjálsum markaði sem miðstýringu og rík- isafskipti? Þessi röksemdafærsla þarfnast nánari skýringar. Í ræðu sinni hafnaði formaður Sjálfstæð- isflokksins öllum umræðum um forréttindahópa og lénsherra vegna núverandi kvótakerfis. Morgunblaðið hlýtur að vera ósam- mála Þorsteini Pálssyni um þetta. Það fer ekkert á milli mála, að fiskimiðin eru sameign þjóð- arinnar, enda tekur Þorsteinn Pálsson undir það sjónarmið. Á hinn bóginn er ljóst, að með núver- andi kerfi hefur ákveðnum hópi manna verið veittur einkaréttur til þess að nýta þessa auðlind – án þess að greiða fyrir þau réttindi – og þá hefur að sjálfsögðu orðið til forréttindahópur eða lénsherrar – orð, sem vissulega má nota í þessu sambandi.“ Úr gömlum l e iðurum Norski fjár-festirinnEndre Røsjø ætlar að fjárfesta í MP banka fyrir 1.400 milljónir króna og verður þá næststærsti hluthafi í bank- anum. Í frétt í Morgunblaðinu í gær segir Margeir Péturs- son, stofnandi og stjórnar- formaður bankans, að þetta sé liður í því að dreifa eignar- haldi sem sé forsenda þess að bankinn nái leiðandi stöðu á markaðnum. Um þessar mundir njóta ís- lenskar fjármálastofnanir lít- ils trausts hvort sem það er heima fyrir eða erlendis. Eft- ir bankahrunið þykir Ísland ekki vænlegur fjárfestingar- kostur. Til marks um það er ákvörðun fyrirtækisins FTSE að taka íslensku úrvalsvísitöl- una út af lista sínum yfir al- þjóðlegar hlutabréfavísitölur. Það hefur ekki áður gerst hjá fyrirtækinu. „Ísland hefur sett mikið niður. Það leikur enginn vafi á því,“ sagði Þórð- ur Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, um þessa ákvörðun í viðtali við Morg- unblaðið í gær og bætti því við að ekki væri hægt að gera nokkrar athugasemdir við hana. Lesi erlendir fjárfestar í þessa ákvörðun hlýtur staða Íslands gagnvart Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum ekki síður að verða þeim til umhugs- unar. Sagt hefur verið að ákvörðun sjóðsins um að veita Íslandi lán og aðkoma hans að áætluninni um endurreisn ís- lensks efnahags séu merki til umheimsins um að íslenskt efnahagslíf sé á réttri leið. Nú ber hins vegar ítrekað svo við að Al- þjóðagjaldeyr- issjóðurinn frest- ar afgreiðslu næsta hluta láns- ins til Íslendinga. Íslensk stjórnvöld verða allt- af jafn hissa þegar það gerist og segja að með engu móti halli á efndir áætlunarinnar um niðurskurð og hagræð- ingu. Fyrst svo er getur ástæðan fyrir frestunum að- eins verið töfin á afgreiðslu Icesave-málsins og væri gott að fá það þá upp á borðið. Það hlýtur hins vegar að þurfa að taka aðkomu Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins til endurskoðunar við þær að- stæður sem nú eru uppi. Ef ákvörðun sjóðsins um að veita Íslandi lán efldi traust á Ís- landi hlýtur að draga úr traustinu þegar afgreiðsla lánsins tefst. Þá er aðkoma sjóðsins farin að skemma fyr- ir. Endre Røsjø virðist hins vegar ekki hafa látið þessa hluti þvælast fyrir sér. Hann sér tækifæri á Íslandi. Í til- kynningu frá MP banka var ákvörðun Røsjøs studd með því að bankinn hefði verið áhættufælinn á árunum 2007-8: „Hrunið var mikil þol- raun fyrir fjármálafyrirtæki eins og MP banka og forysta hans og starfsfólk hafa sann- að að þau eru þrautseig og traust. Mér líst vel á að þróa bankann áfram með þeim. Ég væri mjög ánægður ef þessi fyrsta fjárfesting mín gæti eflt traust á íslenska banka- kerfið.“ Það veitir ekki af mótvægi við þau neikvæðu merki, sem umheiminum berast um þess- ar mundir frá Íslandi. Ekki veitir af mót- vægi við neikvæð merki frá Íslandi } Fjárfestir sér tækifæri Þ að ættu að vera sjálfsögð mann- réttindi að fá að eyða ævi sinni á þann hátt sem maður sjálfur kýs, svo lengi sem maður skaðar ekki aðra. En jafnvel í mestu lýðræð- isríkjum er þetta hægara sagt en gert. Til er nokkuð sem heitir Ríkið og það vill ráða yfir þegnunum, siða þá til og segja þeim hvað þeim er fyrir bestu. Það þarf að hafa vit fyrir þegnunum því þeir eru þeirrar gerðar að þeir eru sífellt að fara sér að voða. Reykingamenn eru einn hópurinn sem þarf að hafa stöðugar gætur á. Þessi hópur lætur sér aldrei nægilega segjast. Hann heldur bara áfram að reykja eins og ekkert sé. Sem er náttúrlega ekki gott. Auðvitað veit þessi hópur að reykingar eru skaðlegar og reyndar eru alltaf einhverjir innan hans sem láta af ósiðnum en of margir halda áfram. Þetta val er vitanlega litið horn- auga af forsjárhyggjupostulum sem una sér dag hvern við að skima ofan í hvers manns kopp í leit að ósóma. Þeir komast sannarlega í feitt þegar reykingamenn eiga í hlut. Læknafélag Íslands hélt þing á dögunum og lagði fram tillögu um takmörkun á sölu tóbaks. Í sjónvarps- fréttum birtist síðan einn forsvarsmanna þessa félags og sagði að stjórnmálaflokkar ættu að móta sér fram- sækna stefnu í þessum málum og gera upp við sig hvort þeir vildu að tóbak yrði til sölu í landinu. Þetta er ekki gæfuleg hugmynd. Það er ekki hlutverk þingmanna að ákveða hvernig fólk hagar lífi sínu, hvort það reykir sjö sígarettur á dag eða hámar í sig tíu kókosbollur. Einstaklingarnir verða sjálfir að ráða þessu. Reyndar eru flestir fremur tregir til að benda náunganum á að hann eigi við offituvandamál að stríða. Það þykir ekki nærgætið. Það þykir hins vegar sjálfsagt mál að nöldra í vinnufélaga sem stendur upp og fer út í reykingapásu. Honum er iðulega bent á að hann sé að stytta líf sitt. Hann fær því aðhald meðan fitubollan gengur laus. Einstaklingur sem tekur meðvitaða ákvörðun um að hann ætli að lifa sjálfstæðu lífi og ekki láta stjórnast af boðum og bönn- um hins opinbera, á erfiða baráttu fyrir höndum. Forsjárhyggjupostularnir eru á hverju horni. Þeir telja sig verða að fá að ráða af því þeir viti allt best. Þeir eru með galopin augu og sjá villuráfandi sálir alls staðar. Þeir vilja setja á sykur- skatt svo sem fæstir verði feitir. Þeir vilja banna ilm- vatnsnotkun í opnum rýmum á vinnustöðum því lyktin er mögulega ekki við allra smekk. Þeir fyllast skelfingu við tilhugsunina um að áfengi verði selt í kjörbúðum því þá verður þjóðin blindfull dag hvern. Og þeir mega ekki sjá mann reykja jafnvel þótt honum líði vel við þá iðju. Forsjárhyggjupostularnir gæta þess vandlega að svíkjast aldrei um á vaktinni því þeir vita mætavel að það er brýn nauðsyn að hafa vit fyrir öðrum. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Þú mátt ekki … Virkjun og stækkun álvers í burðarliðnum? FRÉTTASKÝRING Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is F ramkvæmdir við Búð- arhálsvirkjun hófust fyrir nokkrum árum en þeim var síðan frestað. Gangi allt eftir og takist að útvega fjármagn fyrir áramót til að reisa virkjunina ættu fram- kvæmdir að geta hafist næsta sumar. Forsvarsmenn álvers Rio Tinto Alcan í Straumsvík hafa óskað eftir að Landsvirkjun útvegi raforku til að auka árlega framleiðslugetu álversins um allt að 40 þúsund tonn. Stækkunin ætti sér stað innan byggingarmarka álversins og gildandi deiliskipulags. Orkuþörfin er nálægt 75 MW, sam- svarar nánast framleiðslugetu Búðar- hálsvirkjunar. Samningar liggja ekki fyrir en for- svarsmenn Landsvirkjunar gera sér vonir um að hægt verði að ganga frá samningum um raforkusölu innan tíðar. Samkvæmt upplýsingum Frið- riks Sophussonar, forstjóra Lands- virkjunar, er þá líka ráðgert að taka upp gildandi raforkusamning sem á að koma til endurskoðunar 2014. Gamli samningurinn yrði þá fram- lengdur og raforkuverðið endur- skoðað. „Við höfum verið í biðstöðu á með- an beðið er eftir að samningar næð- ust um raforkuna og fyrir lægi að þessi virkjun yrði reist. Við höfum haldið þessu verkefni lifandi og erum tilbúin að fara af stað,“ segir Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi álversins. Gangi allt eftir gæti stækk- unin hafist upp úr áramótum. Allt útlit er fyrir að góður mark- aður sé fyrir raforku frá Búðarháls- virkjun því fleiri aðilar sækjast eftir að kaupa raforku frá Landsvirkjun. Eftirspurn er frá fyrirhuguðum gagnaverum og auk þess hefur Norð- urál óskað eftir að kaupa viðbótar- orku frá Landsvirkjun vegna álvers- ins í Helguvík strax á fyrstu stigum framleiðslunnar vegna tafa sem orðið hafa hjá HS orku. Ekki verður þó ráðist í nýjar fjár- festingar nema takist að útvega lánsfé á viðunandi kjörum. Lausa- fjárstaða Landsvirkjunar er sterk miðað við önnur fyrirtæki. Fyrir- tækið getur vel greitt vexti og afborg- anir af sínum skuldum fram til ársins 2012 án þess að þurfa að taka ný lán, að sögn Friðriks Sophussonar, for- stjóra fyrirtækisins. En fjárhags- staða Landsvirkjunar er veik í alþjóð- legum samanburði. Eiginfjárstaðan er 31% en hjá sambærilegum fyr- irtækjum erlendis er algengt að eigið fé sé yfir 40%. „Við munum ekki fara af stað með nýjar virkjanir eins og við gerðum áð- ur nema að tryggja fyrirfram til þess fjármagn á þeim kjörum sem verk- efnið ber. Við höfum gefið okkur tíma fram undir áramót og leitað verður allra leiða til að finna út hvernig hugsanlegt sé að við getum fjár- magnað verkefnið,“ segir hann. Viðræður hafa átt sér stað við líf- eyrissjóði um að koma að fjármögnun virkjunarinnar. Bent hefur verið á að hagkvæmt sé fyrir lífeyrissjóðina að vera með í sínu lánasafni langtíma kröfur hjá fyrirtæki á borð við Landsvirkjun. „Það er ekkert komið á borðið í þessum efnum en yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um að hún vilji fara í Búðarhálsvirkjun er mjög gagnleg skilaboð til markaðarins um að það sé enginn ágreiningur um þetta verkefni.“ Ekki er skortur á áhugasömum kaupendum að raforku frá fyrir- hugaðri Búðarhálsvirkjun. Við- ræður um orku til 40 þús. tonna stækkunar álversins í Straums- vík eru langt komnar.                                            Áætlanir gera ráð fyrir að uppsett afl Búðarhálsvirkjunar verði 80-85 MW. Fjárfestingin hefur verið tal- in geta kostað u.þ.b. 25 milljarða kr. Ljóst er að ekki verður ráðist í svo stórt verkefni nema fyrir liggi samningar um sölu á raforku frá virkjuninni. Á sínum tíma var Landsvirkjun í viðræðum um raforkusölu við Rio Tinto Alcan sem byggðust á áformum um verulega stækkun ál- versins í Straumsvík. Þau áform urðu að engu eftir að Hafnfirð- ingar höfnuðu stækkuninni í at- kvæðagreiðslu. Áætlað er að auka framleiðslu- getu álversins um 40 þúsund tonn nú innan athafnasvæðis álversins. „Þeir hafa þar öll leyfi og heim- ildir til að bæta við í rekstrinum og það kallar ekki á breytt skipu- lag,“ segir Lúðvík Geirsson, bæjar- stjóri í Hafnarfirði. STÓRT VERKEFNI Næsta virkjun? Mat á umhverfisáhrifum Búðarhálsvirkjunar lá fyrir 2001. Öll leyfi liggja fyrir og framkvæmdir gætu hafist næsta sumar. Óskar Magnússon.Útgefandi: STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri og ábyrgðarmaður: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.