Morgunblaðið - 20.09.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.09.2009, Blaðsíða 18
18 Kvikmyndir MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2009 frumsamda handritið árið 2007 (Juno). Funny People Leikstjóri: Judd Apatow. Aðalleik- arar: Adam Sandler, Seth Rogen, Leslie Mann, Eric Bana. George (Sandler) er vinsæll uppistandari sem fær að vita að hann á ekki eftir langt eftir ólifað. Ira (Rotgen) er að berjast við að ná fótfestu í listgreininni en gengur hvorki né rekur fyrr en leiðir mann- anna tveggja liggja saman. OKTÓBER Stúlkan sem lék sér að eldinum/ Flickan som lekte med elden / The Girl Who Played With Fire Leikstjóri Daniel Alfredson. Aðal- leikarar: Noomi Rapace, Michael Nyquist, Per Oscarsson, Lena Endre. Metsölubækurnar kenndar við Millennium gera það ekki síður gott í kvikmyndaútgáfu. Sú fyrsta, Karlar sem hata kon- ur, hlaut metaðsókn í sumar og nú er mynd númer tvö í sjónmáli. Stúlkan sem lék sér að eldinum segir áfram frá blaðamanninum Mikael Blomkvist og vinkonu hans og hjálparhellu, pönkaða tölvuhakk- aranum Lisbeth Salander. Þeir sem sáu fyrstu myndina renna örugglega grun í hvað þessi hefur að geyma, það er aðeins óhætt að fullyrða að hún veldur engum vonbrigðum, æsispennandi, hröð og grimm eins og bæk- urnar. Þriðja og síðasta myndin í þrennunni, Luftslottet som Eftir Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is Þ að sem í fljótu bragði ein- kennir myndirnar sem verða frumsýndar í haust og fyrripart vetrar er mikil fjölbreytni. Auðvit- að er mikið af hefðbundnu efni en inn á milli er sægur verka af óvenjulegri meiði og ótrúlegur fjöldi íslenskra mynda mun stytta okkur stundir í allan vetur. SEPTEMBER District 9 Leikstjóri: Neill Blomkamp. Aðalleik- arar: Jason Cope, Nathalie Boltt Allt frá því að Orson Welles hræddi líftóruna úr milljónum manna með War of the Worlds árið 1938 hefur almenningur haft yndi af því að láta kvelja sig með óhugnaði yfirvofandi innrásar geimvera. Hin suðurafríska District 9 er sú nýjasta í þessum hópi, lítil og ódýr en áhrifarík og hitti beint í mark. Jennifer’s Body Leikstjóri: Karyn Kusama. Aðalleik- endur: Megan Fox, Amanda Seyfried, Adam Brody. Megan Fox (Transformers) er ein heitasta kvenstjarnan í dag, Jenni- fer’s Body getur því flokkast undir hinar lokkandi hrollvekjur með kyn- þokka. Jennifer er aðalaðdrátt- araflið í gaggó í litlum bæ, og eins og það eitt sé ekki nóg til að rogast með er hún andsetin blóðþyrstum djöfli. Gerir hún sér dælt við auð- trúa drengstaula, tælir þá á afvikna staði og sýgur úr þeim blóðið. Gæti verið skemmtileg viðbót við formið, því handritið skrifar Diablo Cody, óskarsverðlaunahafinn fyrir besta sprängdes, verður frumsýnd skömmu eftir áramót. The Surrogates Leikstjóri: Jonathan Mostow. Aðal- leikarar: Bruce Willis, Radha Mitch- ell, Rosamund Pike, Boris Kodjoe. Bakhjarlar Terminator 3 kanna framtíðina í vísindafantasíu um mannkyn sem býr í einangrun og fullkomin vélmenni annast öll tjáskipti manna í mill- um. Willis leikur alrík- islögreglumann sem lendir í bragðvondu máli og verður að yfirgefa öryggi heimilisins til að leysa ískyggilega morðgátu. Fame Leikstjóri: Kevin Tancharoen. Aðal- leikarar: Paul Iacono, Kristy Flores, Naturi Naughton, Kay Panabaker, Kherington Payne. Endurgerð samnefndrar myndar frá 9. áratugnum, fjallar sem fyrr um hóp efnilegra lista- skólanema. Þeir sökkva sér niður í dans, laga- smíðar, leiklist, í von um að slá í gegn. Verða stjarna, fyrr en síðar. Haunting In Conn- ecticut Leik- stjóri: Peter Cornwell. Aðal- leikarar: Virginia Madsen, Kyle Gallner, Elias Koteas, Martin Donovan. Víðar er reimt en á Kili, Connecticut er frægt draugabæli, a.m.k. á tjaldinu. Að því komast Campbell- hjónin (Madsen, Do- novan) þegar þau flytja inn í hrörlegt leiguhúsnæði í ríkinu. Ástæðurnar eru eink- um þær að húsnæðið á sér ljóta sögu, var m.a. frægt pútnahús á kreppuár- unum og vafra gamlir kúnnar um ganga og haga sér dólgslega. Byggð á „sönnum“ atburðum. 9 Leikstjóri: Shane Acker. Teiknimynd. Aðalraddir: Elijah Wood, Jennifer Connelly, Christopher Plummer. Teiknimyndin 9 kemur úr smiðju Tims Burtons sem framleiðir en leikstjórn er í höndum Shanes Ac- kers. Hún er í fullri lengd en byggð á stuttmynd Ackers sem færði hon- um Óskarinn árið 2004. Að hætti Burtons er 9 heldur dökk ásýndum, framtíðarsýn sem á að gerast á næstu árum. Vélbúnaður á jarðríki hefur rottað sig saman og er kominn í stríð um heimsyfirráð við mann- kynið, sem hann er búinn að koma í uppnám. Myndin verður sýnd með ensku og íslensku tali. Julie and Julia Leikstjóri: Nora Ephram. Aðalleik- arar: Meryl Streep, Amy Adams, Stanley Tucci Streep leikur hinn heimskunna matreiðslusnilling og metsölukokka- bókahöfund Juliu Child og annar stórleikari, Tucci, leikur mann henn- ar. Þriðji gæðaleikarinn, Adams, fer með hlutverk bloggarans Julie Pow- ell, sem gerði garðinn frægan fyrir nokkrum árum þegar hún eldaði alla rétti frú Child. Sannkölluð kvenna- mynd og leikstýrt af einum helsta kvenleikstjóranum í dag, Noru Ephron (You’ve got Mail, Sleepless in Seattle). Byggð á sögum Júlíanna beggja; Julie and Julia, eftir Powell, og My Life In France eftir Child. Michael Jackson This is It Leikstjóri: Kenny Ortega. Heim- ildamynd um Michael Jackson o.fl. Undir mánaðamótin okt./nóv. verður frumsýnd um heim- inn ný heimildamynd um poppgoðið Michael Jack- son. Eins og flestir vita er hann nýfallinn frá og var þá í miðju kafi að æfa dagskrá með nýjum dönsum og tón- list. Myndin fjallar um þennan annars lítt Fjölbreyttar og óvenju- legar myndir á leiðinni Frægð! Enn dreymir unga listaskólanema um frægð og frama. Núna í endurgerðri mynd. Bella og blóðið Sagnabálkurinn sem kenndur er við ljósa- skiptin heldur áfram. Áfram er hermt af ástarævintýri. Nían Lítil og ódýr mynd um geimverur, en hittir í mark. Hún er heldur dökk ásýndum. Michael Konungur poppsins, Michael Jackson, var að undirbúa tón- leika þegar hann lést. Heimildarmyndin fjallar um undirbúninginn. Staðgenglar Bruce Willis verður að yfirgefa öryggi heim- ilisins til að leysa ískyggilega morðgátu í framtíðartrylli. Kolsvart grín Efnafræðiprófessor á í basli með konuna sína, bróðurinn, soninn og dótturina. Kassinn Cameron Diaz fær dularfullan kassa, en böggull fylgir skammrifi sem kostar líf. Við erum að sleppa út úr því árvissa tímabili þegar sumarsmellirnir eru að lognast út af en metnaðarfullar haust- og vetrarmyndir að koma sér í startholurnar. Kíkjum nánar á bíómyndaúrvalið til jóla. Kokkurinn Meryl Streep er Helga Sig- urðar Bandaríkja- manna, eða Julia Child.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.