Morgunblaðið - 20.09.2009, Blaðsíða 35
Umræðan 35BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2009
Vandað 1.994 fm hús. Húsið er tvær hæðir og kjallari. Efri hæðin skiptist í tvær skrif-
stofuálmur, miðálmu með móttöku svo og stóran samkomusal. Neðri hæðin skiptist í
mötuneyti, líkamsræktarsal, skrifstofur og tæknirými. Kjallari skiptist m.a. í vinnusali,
geymslur o.fl.
Húsið býður uppá ýmiskonar nýtingarkosti. Stór lóð. Möguleiki á auknu byggingar-
magni. Falleg lóð með miklum gróðri. Vararafstöð í húsinu fylgir. Húsið verður laust 1.
október nk.
Nánari upplýsingar veita: Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali,
Kjartan Hallgeirsson lögg. fasteignasali og Geir Sigurðsson lögg. fasteignasali.
Sverrir Kristinsson,
framkvæmdastjóri,
lögg. fasteignasali
Guðmundur
Sigurjónsson,
lögfræðingur,
lögg. fasteignasali
Þorleifur St.
Guðmundsson,
lögg. fasteignasali
Kjartan Hallgeirsson,
lögg. fasteignasali
Geir Sigurðsson,
lögg. fasteignasali
Hilmar Þór
Hafsteinsson,
lögg. leigumiðlari,
lögg. fasteignasali
Magnús Geir
Pálsson,
sölumaður
Þórarinn M.
Friðgeirsson,
lögg. fasteignasali
Jóhanna
Valdimarsdóttir,
gjaldkeri
Elín Þorleifsdóttir,
ritari
Reykjavík
Frá 1957
Elsta starfandi fasteignasala landsins
S : 5 8 8 9 0 9 0 • S í ð u m ú l a 2 1 • 1 0 8 R e y k j a v í k w w w. e i g n a m i d l u n . i s
BÚSTAÐAVEGUR 7 - ATVINNUHÚSNÆÐI
Húsavík – GOTT ORÐSPOR – TRAUST VIÐSKIPTI
Óskum eftir 4ra-5 herb.
BORGARTÚN 29
Sími 510 3800
Fax 510 3801
www.husavik.net
REYNIR BJÖRNSSON
ELÍAS HARALDSSON
L Ö G G. FA S T E I G N A S A L A R
Óskum eftir 4ra – 5 herb íbúð í vesturbæ Reykjavíkur
Staðgreiðsla í boði fyrir réttu eignina.
Upplýsingar veitir Elías í síma 898 2007
„Þó í nálægð gnæfi grátt
grýti heljar vega.
Er í fjarska fagurblátt
fjallið yndislega.
(N.N.)
HVER sá maður sem vill horfa á
fegurð fjalls og njóta þeirrar tignar
sem það veitir honum, hann tekur sér
ekki stöðu fast við rætur fjallsins. Það
sama gildir um þann sem ætlar sér að
taka myndir.
Gamalt máltæki segir: „Augun sjá
síst það sem nefi er næst.“
Þegar við ökum hringveginn um
okkar kæra land í björtu og fögru
veðri sjáum við mörg nafnkunn og
tignarleg fjöll, jafnvel þótt þau séu í
margra kílómetra fjarlægð.
Ef við ökum veg sem liggur við ræt-
ur fjalls, njótum við ekki fegurðar
fjallsins.
Hálendi Íslands heillar alla menn,
bæði innlenda og erlenda.
Nú er því orðin mikil og vaxandi
umferð víða um hálendið þó að þar
séu vegleysur, en ég minni á, að allur
utanvegaakstur er bannaður.
Þessi tak-
markalausa um-
ferð veldur það
miklum spjöllum á
voru landi, að við
það verður ekki
unað lengur. Ann-
aðhvort verður því
að loka hálendinu
fyrir umferð, eða
leggja um það
vegi áður en óbætanlegt tjón hlýst af.
Ef lagður yrði vegur um hálendið,
sem væri jafnhár umhverfinu, myndi
hann kosta brot af því sem upphækk-
aður vegur kostar. Slíkur vegur yrði
ekki áberandi í landslagi okkar fagra
umhverfis, ef vel er frá öllu gengið.
Reyndir ökumenn vita vel að upp-
hækkaðir vegir safna á sig snjó þegar
vind hreyfir, en vegir sem eru jafnháir
umhverfinu á sléttu landi draga ekki
snjó til sín. Vegur um hálendið, jafn-
hár umhverfinu, yrði sennilega fær
mestan hluta ársins, og með tilkomu
hans myndu leiðir milli landshluta
styttast það mikið að hann mundi
borga sig upp á stuttum tíma.
Stæði fyrir slíkan veg þyrfti að
velja alveg sérstaklega, miðað við all-
ar aðstæður. Einnig með það í huga
að sum landsvæði hreinsa af sér snjó,
en önnur eru það sem er kallað
„snjókista“. Ef lagður yrði vegur
þvert yfir hálendið, mætti sjá frá hon-
um flest af því sem ferðamenn fýsir að
sjá með eigin augum. Við þá breyt-
ingu mundi utanvega-akstur snarlega
minnka.
Stórkostlegur sparnaður yrði af
slíkum vegi, bæði fyrir þjóðarbúið og
einstaklingana því það mundi létta á
þjóðvegi eitt, og flýta för manna.
Þetta mundi fljótlega opna allra augu
fyrir þjóðhagslegum sparnaði og mik-
illi landvernd. Þá yrðu líka allir
ánægðir.
Nú er einmitt rétti tíminn að hefj-
ast handa og ráðast í slíka fram-
kvæmd. Við eigum reynda og mennt-
aða menn, einnig vélar og tæki til að
vinna þetta verk o.s.frv. Vaxandi
ferðamannastraumur skilur eftir fjár-
sjóð, og það ásamt öðru gæti komið
verkinu áleiðis.
ÓLAFUR RUNÓLFSSON
bifreiðarstjóri.
Hálendisvegur
Frá Ólafi Runólfssyni
Ólafur Runólfsson
NÚ ER ár liðið
síðan hrunið mikla
varð og landið okkar
sökk í skuldafen.
Ellilífeyrir er nú
skertur hjá mörgum,
í mínu tilviki um
rúmar 100 þúsund
krónur yfir árið,
þessi skerðing olli
mér engum vandræð-
um og að vel athug-
uðu máli, þá gladdist
ég.
Ég er aflögufær, get lagt
landinu lið og er stolt af því.
Fósturforeldrar mínir eign-
uðust þrjú börn og tóku þess
utan sjö börn í fóstur á langri
ævi. Þegar fóstri minn vildi
gjalda fermingartollinn minn
svaraði prestur: „Þú hefur séð
um uppeldið, ég sé um ferm-
inguna.“ Þetta var þeirra tíma
samhjálp, svo ómetanleg sem
hún var.
Uppeldi er mikilvægt. – Eitt-
hvað hefur skort í uppeldi oflát-
unganna sem skömtuðu sér
milljón á dag og töldu sig vera
að afla auðs sem reyndist
skuldasöfnun þegar til átti að
taka. Þeir sáust ekki fyrir,
trufluðust af gervigróða, eyddu
fúlgum fjár og komust upp með
það.
Kannski höfðu forkólfarnir of
lítið fyrir lífinu – voru ofaldir –
en þeir lærðu listavel á tæknina
og léku sér með
hana, bjuggu til fyr-
irtæki, bútuðu þau
niður, gáfu þeim hin
furðulegustu nöfn og
enduðu svo í hreinni
hringavitleysu.
Ég skildi aldrei
fjáröflun þessara
forka þótt frægir
væru svo orð fór af –
þeir unnu hvorki til
sjós né lands, þessir
menn!
Víst hefði bæði
mér og öðrum átt að vera ljóst
að þetta hlyti að enda með
ósköpum, sem það og gerði.
Þjóðin situr eftir með skömm og
skaða – skuldug upp fyrir höfuð!
Að standa í skilum er metn-
aður hvers og eins, – metnaður
sem kostar oft bæði þrek og tár,
en gefur þó sjálfræði um síðir.
Nú eru mín skuldaskil að baki
og launagreiðslur færast sjálf-
krafa inn á bankareikninginn
mánuðum og árum saman – þó
ekkert sé unnið. – Það er því góð
tilfinning að leggja sitt af mörk-
um og létta undir meðan má.
Sjaldan launar
kálfur ofeldi
Eftir Sólveigu Öldu
Pétursdóttur
Sólveig Alda
Pétursdóttir
»Kannski höfðu
forkólfarnir of
lítið fyrir lífinu –
voru ofaldir …
Höfundur er fyrrverandi
ríkisstarfsmaður.