Morgunblaðið - 20.09.2009, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.09.2009, Blaðsíða 29
Ljósmyndir: Árni Sæberg Texti: Freysteinn Jóhannsson tók saman Þ rídrangar standa um10 km vestur afHeimaey og eru íraun fjórir; Stóri-drangur eða Hái- drangur, Þúfudrangur og Klofa- drangur og sá fjórði nafnlaus. Í Sögu Vestmannaeyja nefnir Sigfús M. Johnsen sölvatekju við Þrídranga. Á Heimaslóð segir að Eyjamenn hafi ekki farið oft út í Þrídranga sökum þess hve langt er að fara, en Austur-Landeyingar fóru gjarnan þangað til þess að nýta söl og stunda selveiði. Brezkir tog- arasjómenn nefndu Þrídranga æv- inlega „Three Fingers“. Þrídrangar eru hornsteinn í goð- sagnalandslagi Rangárhverfis sam- kvæmt kenningum Einars Páls- sonar. Þar slútir bergið framyfir sig Árið 1938 var lagður vegur upp í Stóradrang og árið eftir var reistur þar viti og þyrlupallur nokkrum ár- um síðar. Í Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1966 er grein eftir Eyjólf Gíslason; Þrídrangaviti og bygging hans. Eyjólfur segir að eftir að sókn á Vestur- og Norðvesturslóðina; vest- an Einidranga og Þrídranga, jókst hafi landtakan verið mjög erfið og hættuleg í dimmviðrum og nátt- myrkri áður en vitinn kom á Þrí- dranga. Eyjólfur vitnar til Árna G. Þór- arinssonar sem hafði verkstjórn á hendi með flutninga á efni til vita- byggingarinnar. Árni segir: Það fyrsta sem varð að gjöra var að leggja veg upp í dranginn, því það var ófært öllum, þó þeir væru fjallamenn. Til þess voru valdir góð- ir fjallamenn, þeir voru: Þorsteinn Sigurðsson Melstað Vestm., Hjálm- ar Jónsson Dölum og Svavar Þór- arinsson Suðurgarði, allir Vest- mannaeyingar. Það var farið með grjótbora, hamra, keðju og klemm- ur til að setja keðjuna fasta með. Þetta höfðu þeir allt með sér og ströng fyrirmæli um að fara varlega og bolta sig áfram upp ef með þyrfti. Svo leggja þeir af stað og gengur allt vel þar til þeir eru komnir upp undir brún, þar slútir bergið framyfir sig og því engin handfesta og lítil fótfesta. Bjóst ég nú við að þeir tækju til við að bora fyrir boltum til þess að hafa þó að minnsta kosti fast fyrir fæturna, en þeir voru nú ekki að tefja sig á því, heldur leggst einn af þeim á fjóra fætur utan í bergfláann, svo skríður annar uppá bakið á honum og stendur með fætur á öxlunum, svo klifrar sá þriðji upp þessa tvo, sem búnir voru að stilla sér upp, þá tekst honum að ná handfestu uppi á brún- inni og vega sig alveg upp. Ég ætla ekki að lýsa því hvernig mér leið meðan þeir voru að þessu glæfra- spili … Þriggja ára bið eftir ljósabúnaði Einn þremenninga, Hjálmar Jónsson frá Dölum, skrifaði lýsingu á uppgöngu þeirra félaga: Upp- gangan gekk frekar greitt. Þegar við komum upp undir efsta bring- inn, þá urðum við að styðja hver annan, þannig að ég stóð neðstur, Svavar stóð fyrir ofan mig þannig að hann tyllti öðrum fæti í bergið en stóð með hinni á öxl minni, svo varð Þorsteinn að klífa upp bakið á Svav- ari og komst hann þannig upp á brún. Hann hafði tó fast við sig, svo við komumst upp á því strax og hann var kominn upp. Síðan fórum við rannsóknaför um dranginn, þar fundust tvær fall- byssukúlur, 30 kg þungar, sem við náðum, og eru þar margar kúlur af sömu gerð kafreknar í bergið. Stærð drangsins: Áætluð breidd 17-20 metrar, hallar frá vestri til austurs, ca. 5-7 metr. halli, lengd gangfær alls 40-50 metr. ca. 28-34 mtr. hallar suður, ca. 3-4 metr. ( hæð þar sem helzt er vitastæði ca. 30-40 metr.) nyrzt skerst upp hyrna, sem myndar egg efst, ca. 8- 10 metr. hærri en flötur drangsins, sú hyrna er ókleif. Við lögðum járnkeðju ofan af brún á miðjum drang að vestan og skáhallt niður að sjávarmáli móti SV, lengd keðjunnar er ca. 45 metr., festum við keðjuna með járnboltum, sem við urðum að bora fyrir í bergið og reka þá síðan í holurnar. Á drangnum er mjög lítill gróður; dálítið skarfakál, fuglalíf einhliða, ca. 80-90 fýlungar. Þetta var 1938 og í júní árið eftir voru menn, efni og matur flutt í drangann og allt borið og dregið upp keðjuna. Bygging vitahússins tók langt í mánuð, en ljósaútbún- aður varð innlyksa í Danmörku vegna hernámsins og varð að fá annan frá Bretlandi. Sá kom ekki fyrr en í maímánuði 1942. Í júl- íbyrjun er búið að ganga frá ljósa- búnaði og segir Eyjólfur Gíslason: Það var gleðilegt að sjá vitann kveðja okkur með ljósmerkjum sín- um í þessari síðustu ferð í bygg- ingasögu þessa vita, sem allt hafði gengið svo vel og slysalaust. Og Eyjólfur bætir við að vita- byggingin á Þrídröngum sé senni- lega ein hin allra erfiðasta sem framkvæmd hefur verið við Íslands- strendur. Fyrsti skerjavitinn Í bókinni Vitar á Íslandi - leið- arljós á landsins ströndum 1878- 2002 eftir Guðmund Bernódusson, Guðmund L. Hafsteinsson og Krist- ján Sveinsson er Þrídrangavita svo lýst, að ljóshúsið sé sívalt og sænskt með eirþaki og veggjum úr járn- steypu. Vitinn var raflýstur með sólaorku 1993. Þrídrangaviti er 4 m há ferstrend bygging. Á henni er mjótt þakskegg og yfir því steinsteypt handrið með ferhyrndum opum. Einar dyr eru á vitanum og til hliðar við þær gluggi með hleðslugleri. Vitinn, sem var húðaður með ljósu kvarsi, var kú- staður með hvítu þéttiefni 2001. Þrídrangaviti og Miðfjarðarskers- viti eru fyrstu skerjavitarnir hér við land. KLIFRUÐU HVER UPP EFTIR ÖÐRUM Bygging vitans á Þrídröngum þykir ein erfiðasta framkvæmd sinnar tegundar við Íslandsstrendur. Þrídrangar Ekki aðeins kennileiti fyrir sæfarendur heldur einnig goðsögulegur hornsteinn Rangárþings.                        MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2009 – meira fyrir áskrifendur Mannauður Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift Verðmætasta auðlind allra fyrirtækja er mannauðurinn. Sá sem hefur besta fólkið stendur best að vígi. Í sérblaðinu Mannauðurinn skoðar Viðskiptablað Morgunblaðsins leiðir til að bæta starfsandann og styrkja starfsfólkið. • Hvernig má efla hópinn á erfiðum tímum? • Hvað þurfa stjórnendur að temja sér til að ná því besta úr starfsfólkinu? • Hvaða námskeið og hópeflislausnir eru í boði? • Hvernig getur símenntun og sjálfsstyrking bætt mannauð fyrirtækisins? • Hvað í vinnuumhverfi og kjörum skiptir mestu máli? • Hvernig má laða að - og halda í - hæfasta fólkið? Mannauðsmálin verða krufin til mergjar í veglegu sérblaði 8. október. Nánari upplýsingar veitir Sigríður Hvönn Karlsdóttir 569 1134 - 692 1010 - sigridurh@mbl.is Auglýsendur! Auglýsingapantanir eru í síma 569 1134 eða sigridurh@mbl.is til 5. október.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.