Morgunblaðið - 20.09.2009, Blaðsíða 45
Stórfréttir
í tölvupósti
Velvakandi 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2009
Bórisfrísa
Eftir: Þorgrím Kára Snævarr
LEIKSKÓLARNIR Holt og Tjarnarsel í Reykjanesbæ fengu verðlaun frá
umhverfis- og skipulagssviði Reykjanesbæjar í síðustu viku. Á myndinni
má sjá stolta fulltrúa leikskólanna með kústana sem skólarnir fengu í við-
urkenningarskyni fyrir fræðslu- og umhverfisstefnu þeirra. Árni Sigfús-
son bæjarstjóri afhenti verðlaunin.
Hreint og fínt
Eyrir sjómanns-
ekkjunnar
MÓÐIR mín háöldr-
uð býr á elliheimili við
góðan aðbúnað. Í sum-
ar fékk hún bréf frá
Tryggingastofnun þess
efnis að henni hefðu
verið greiddir of háir
vasapeningar og hún
skuldaði TR rúmar 120
þúsund kr. Ráðstafanir
höfðu verið gerðar með
því að skerða greiðslur
til hennar, þannig, að
mánaðargreiðslur
lækkuðu úr um 20.000
kr. í 15.000 kr. Þá
stæðu eftir rúmar 70.000 kr. af
skuldinni og var henni gefinn nokk-
urra vikna frestur til að gera tillögur
um uppgreiðslu skuldarinnar. Brot
móður minnar var að hún tilkynnti
ekki TR um fengna vexti af spari-
sjóðsbók sinni. Við, sem sáum um
skattskýrsluna fyrir hana, töldum
nægja að geta fjárhæðarinnar þar.
Áunnir vextir náðu þó ekki að við-
halda verðgildi innistæðunnar í
hruninu mikla.
Um 30.000 íslenzkir eldri borg-
arar munu hafa fengið lík bréf og
móðir mín.
Sjálfur er ég kominn á eftirlauna-
aldurinn en er heppinn að hafa vinnu
enn. Ég hef ekki enn sótt um eft-
irlaunin en fylgist með möguleikum
mínum á góðri reiknivél Trygg-
ingastofnunarinnar. Frá því fyrir
áramót hafa væntanlegar greiðslur
til mín lækkað þrisvar. Úr 155.000
kr. fyrir skatta í 5.500 kr. Ég hef því
dregið að sækja um bæturnar og
vinn mér hálft prósent á mánuði með
því, ef sú viðbót verður ekki felld
niður í næstu atlögu.
Móðir mín kvartar ekki. Hún hef-
ur alltaf verið nægjusöm og vill helzt
greiða skuld sína við Trygg-
ingastofnun ríkisins
sem fyrst.
Svo er einnig um
flesta Íslendinga. Við
verðum að sætta okkur
við orðinn hlut og bíta
á jaxlinn.
Sumar stéttir og at-
vinnugreinar hagnast
þó á gjaldeyrishruninu
og er það vel. Laun
margra sjómanna hafa
allt að því tvöfaldazt
eftir að evran fór úr 80
kr. í 180-200 kr.
Væri til of mikils
vænzt, að samtök sjó-
manna lýstu því nú yf-
ir, að þeir sættu sig við
niðurfellingu sjómannaafsláttarins
við næstu staðgreiðslu skatta sinna.
Það væri stórmannlegt af þeim að
gera það í stað þess að hóta því að
sigla flotanum í land.
Þetta fallega framlag sjómann-
anna okkar væri vel þegið áður en
TR þarf að senda næsta bréf til
gamla fólksins til að tilkynna því, að
enn hefði það of mikla vasapeninga,
sem það yrðu að skila sem fyrst.
Sjómannssonur.
Reykingaplága
ÉG VIL þakka greinar lækna um
reykingapláguna. Þeir sem segja að
þeim sé í sjálfsvald sett hvort þeir
reykja eða ekki fara ekki með rétt
mál. Að reykja veldur þjóðlífinu
miklum skaða, heilsufarslega. Reyk-
ingafólk veldur fjölskyldum sínum
og vinnufélögum angri. Og reyk-
ingafólk hefur valdið mörgum elds-
voðum, enginn veit hve oft.
Björn Indriðason.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is