Morgunblaðið - 20.09.2009, Blaðsíða 44
44 Dagbók
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2009
Sudoku
Frumstig
5
8 1
1 3 7
2 3
4 9 2 6
6 1 8 9
4 5
7 3 6 8
6
9 3
3 9 2 7 5
7 5 8
5 8 1
4 2
6 4 9 1
3 2 5 4
7
6
1 8
5 7 3
6 3
1 4
9 2 7
1 8 6 2
6 5 9 2
7 9
3 9 5 2 1 7 6 4 8
7 4 6 9 3 8 5 1 2
8 2 1 5 4 6 9 7 3
2 6 3 1 7 9 4 8 5
9 7 8 4 5 2 1 3 6
1 5 4 8 6 3 7 2 9
4 1 9 3 8 5 2 6 7
5 8 7 6 2 1 3 9 4
6 3 2 7 9 4 8 5 1
1 8 3 5 7 2 6 9 4
9 7 5 6 4 1 3 8 2
4 2 6 8 9 3 7 1 5
5 4 2 7 1 8 9 6 3
3 1 8 9 6 5 2 4 7
7 6 9 2 3 4 8 5 1
8 9 1 3 5 7 4 2 6
6 5 7 4 2 9 1 3 8
2 3 4 1 8 6 5 7 9
6 2 3 5 4 8 9 1 7
7 5 8 3 9 1 4 6 2
4 9 1 6 7 2 3 8 5
1 4 9 8 2 7 6 5 3
2 6 5 9 1 3 7 4 8
8 3 7 4 6 5 1 2 9
3 1 2 7 8 6 5 9 4
9 7 6 2 5 4 8 3 1
5 8 4 1 3 9 2 7 6
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er sunnudagur 20. september,
263. dagur ársins 2009
Orð dagsins: En nú varir trú, von og
kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er
kærleikurinn mestur. (I.Kor. 13, 13.)
Víkverji býr yfir þeirri sérstökureynslu að hafa náð einstökum
tengslum við tæki sem hann tók með
tímanum að líta á sem vinkonu. Þetta
gerðist þegar Víkverji tók ástfóstri
við fyrsta farsímann sem hann eign-
aðist. Þetta var lítil Nokia, kannski
ekki mikið fyrir augað en sterkbyggð
og traust og brást aldrei á mik-
ilvægum augnablikum. Víkverji gat
vel hugsað sér að eyða ævinni með
henni.
x x x
Svo gerðist það, tveimur árum eftirþessi góðu kynni, að Nokian gaf
frá sér lítið andvarp og leið út af fyrir
fullt og allt. Víkverji reyndi ítrekað að
blása í hana lífi en án árangurs.
x x x
Litla þrautseiga Nokian hafði í tvöár þolað alls kyns hnjask og
harðræði. Hún hafði dottið í götu,
fallið af borði og jafnvel orðið fyrir
bleytu en staðið allt af sér. Víkverji
hélt að hún myndi alltaf verða til. En
svo andaðist hún snögglega og varð
mikill harmdauði.
x x x
Víkverji hefur átt aðrar Nokiur enengin þeirra hefur unnið hjarta
hans á sama hátt og þessi fyrsta. Vík-
verji minnist hennar enn með blíðu
og trega. Hún var sérstök.
x x x
Nýlega eignaðist Víkverji flatskjásem hann er einkar ánægður
með. Einstaka sinnum hvarflar þó að
honum sú hugsun að flatskjárinn
mætti vel vera stærri. Því stærri
flatskjár því flottari, hugsar Víkverji
með sér. Svona hefði hann aldrei
hugsað um litlu Nokiuna sína forðum
daga og ekki skipt á henni fyrir
stærra og fínna tæki. Sennilega
merkir þetta að Víkverja þykir ekki
nægilega vænt um flatskjáinn sinn og
lítur einungis á hann sem hvern ann-
an nytjahlut. Sem er sennilega alveg
eðlilegt. Það er kannski ónormalt að
þykja vænt um fyrstu Nokiuna sína
en Víkverji er bara mannlegur og
ræður ekkert við tilfinningar sínar,
fremur en aðrar mannlegar verur.
víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 mýraljós, 8
lýkur, 9 sælu, 10 hrós, 11
mæla fyrir, 13 líkams-
hlutann, 15 ullarsnepla,
18 smákornið, 21 eykta-
mark, 22 sverð, 23 rán-
dýrs, 24 trassafenginn.
Lóðrétt | 2 hrotti, 3 tæp-
lega, 4 ull, 5 var fastur
við, 6 sálmur, 7 kven-
fugl, 12 erfiði, 14 háttur,
15 hægur gangur, 16
tapi, 17 dáið, 18 krók, 19
nísku, 20 boli.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 fjörs, 4 hadds, 7 nældi, 8 lófar, 9 get, 11 regn,
13 engi, 14 andar, 15 fálm, 17 rusl, 20 arg, 22 kopar, 23
arður, 24 reisa, 25 tórði.
Lóðrétt: 1 fánar, 2 öflug, 3 seig, 4 holt, 5 dofin, 6 sorti,
10 eldur, 12 nam, 13 err, 15 fákur, 16 Lappi, 18 urðar,
19 lerki, 20 arða, 21 galt.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 e5 4. Rf3 Rbd7
5. Bc4 Be7 6. O-O O-O 7. He1 c6 8. a4
a5 9. Ba2 h6 10. h3 Rh7 11. Be3 Rg5 12.
De2 Rxf3+ 13. Dxf3 Bg5 14. Had1 De7
15. Re2 g6 16. Rg3 Kg7 17. De2 Rf6 18.
Dd2 Rh7 19. f4 exf4 20. Bxf4 Bd7 21.
Hf1 h5 22. Hde1 Bxf4 23. Hxf4 Rg5 24.
h4 Re6
Staðan kom upp í keppni yngri og
eldri stórmeistara sem lauk fyrir
skömmu í Amsterdam í Hollandi. Hin
15 ára Yifan Hou (2584) hafði hvítt
gegn Alexander Beljavsky (2662) frá
Slóveníu. 25. Rf5+! gxf5 26. exf5 d5
27. f6+ Dxf6 28. Hxf6 Kxf6 29. c4 hvít-
ur er nú með unnið tafl. Framhaldið
varð eftirfarandi: 29…dxc4 30. Bxc4
Hg8 31. Df2+ Ke7 32. d5 cxd5 33.
Dc5+ Kd8 34. Dxd5 Kc8 35. Bb5 Bxb5
36. axb5 Kc7 37. Hf1 Hg7 38. Hxf7+!
Hxf7 39. b6+ og svartur gafst upp.
Hvítur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Blaður.
Norður
♠ÁG3
♥G
♦KG1076
♣KG87
Vestur Austur
♠10842 ♠D97
♥862 ♥D9753
♦D85 ♦--
♣642 ♣ÁD1053
Suður
♠K65
♥ÁK104
♦Á9432
♣9
Suður spilar 6♦.
Tígulslemma var sögð á báðum
borðum í HM-úrslitaleik Ítala og
Bandaríkjamanna. Slemman er stórfín,
þarf aðeins trompið í hús til að vinnast
og á því eru góðar líkur fyrirfram. Í
78% tilvika fellur tígullinn 2-1 og svo er
allaf möguleiki að finna drottninguna í
3-0 legunni. Giorgio Duboin var ekki
með miðið rétt stillt. Hann fékk út
spaða, sem hann drap heima og spilaði
smáu trompi á kónginn. Æ, æ.
Á hinu borðinu kjaftaði Lauria frá
legunni með vafasamri innákomu. Þar
vakti Meckstroth í suður á 1♦ og Rod-
well krafði í geim með 2♦ á móti. Í
þessari stöðu er tilgangslítið að berjast
í AV, en Lauria skaut samt inn hjarta-
sögn. Af því dró Meckstroth réttilega
þá ályktun að austur væri líklegri til að
vera stuttur í tígli og lagði niður ásinn
heima.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Þú þarft að hafa augun hjá þér og
vera á varðbergi gagnvart smáatriðum,
sem geta komið fyrirvaralaust í bakið á
þér. Leitaðu aðstoðar ef eitthvað vefst
fyrir þér.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Nú er kominn sá tími að þú getur
haldið áfram með verk sem hefur legið í
láginni í nokkurn tíma. Ekki fara ófögrum
orðum um náungann.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þú vilt ekki taka þátt í vissu
verkefni, það er ekki spennandi og þú
munt ekkert græða á því. Hvernig sem þú
verð peningum þínum í dag muntu njóta
góðs af því til langframa.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Það er ekki allt gull sem glóir og
margt fyrirheitið fer fyrir lítið þegar til
kastanna kemur. Treystu sjálfum þér til
að takast á við aðstæður, en hlustaðu
samt með öðru eyra á aðra.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Sólin stýrir ljónsmerkinu sem er ein
ástæða þess að ljónið hefur mikinn hag af
því að fylgjast með gangi hennar. Reyndu
að gefa nánustu samböndum þínum sér-
stakan gaum.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Nú dugar ekkert annað en að setja
saman tossalista, vinna eitt verk af öðru
og strika yfir jafnóðum.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Aðrir ætlast til að þú skapir eftir
pöntunum. Gakktu ákveðið til verks því
þú átt ekki að líða fyrir ókurteisi annarra.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Þér finnst einhvern veginn
allt rekast hvað á annars horn. Allt sem
maður getur sigrast á í huganum, getur
maður yfirbugað í raunveruleikanum.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Það er mögulegt að bæta
hverju sem er og hverjum sem er inn í líf
þitt. Komdu vinum þínum á óvart með því
að setja gamla uppskrift í nýjan búning.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Forðastu rifrildi við maka og
nána vini í dag. Reyndu að slaka á og hafa
húmorinn í lagi. Láttu ekki drauga úr for-
tíðinni draga úr þér kjarkinn.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Passaðu vel upp á peningana
þessa dagana. Nálgun þín við þetta fram-
andi ævintýri er hálfgerð klikkun.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Ef þú kannt að meta það sem þú
hefur, gera aðrir það líka. Skyndilega
kemst þú að því að lykillinn sem þú hefur
leitað svo ákaflega berst þér upp í hendur
fyrirhafnarlítið.
Stjörnuspá
20. september 1963
Borgarstjórn Reykjavíkur
samþykkti að leyfa kvöldsölu
gegnum lúgu í söluturnum til
kl. 22 og borgarráði var veitt
heimild til að leyfa að hafa lúg-
urnar opnar til kl. 23.30. Af-
greiðslutími var gefinn frjáls
rúmum aldarfjórðungi síðar.
20. september 1979
Flóttamenn frá Víetnam, alls
34, komu til landsins. Þetta
var þá stærsti flóttamanna-
hópur sem hingað hafði kom-
ið.
20. september 1995
Ný brú yfir Jökulsá á Dal var
formlega tekin í notkun. Hún
er 125 metra löng og er hærra
yfir vatnsborði en nokkur önn-
ur brú, um 40 metra. Eldri brú
var frá 1931.
20. september 2007
Um fjörutíu kílógömm af
sterkum fíkniefnum fundust í
seglskútu sem var að koma til
Fáskrúðsfjarðar. Lögreglan
og Landhelgisgæslan höfðu
fylgst með ferðalagi skút-
unnar en aðgerðin var nefnd
Pólstjarnan. „Stærsta smygl-
mál Íslandssögunnar,“ sagði
Vísir. Sex menn voru dæmdir
fyrir smyglið, einn þeirra
hlaut níu og hálfs árs dóm.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson
Þetta gerðist …
Svavar Hauks-
son, Hvolsvegi
12, Hvolsvelli, er
sjötugur í dag,
20. september. Í
tilefni þess tekur
hann á móti vin-
um og vanda-
mönnum á Hótel
Hvolsvelli í dag,
20. september, milli kl. 15 og 17.
70 ára
Hörður Lárusson, grafískur hönnuður og formað-
ur Félags íslenskra teiknara, fagnar í dag 30 ára
afmæli. Hörður er búinn að halda upp á afmælið
því að hann bauð vinum og ættingjum í afmæl-
isboð í sumarbústað í Grímsnesi fyrir skömmu. Í
dag ætlar hann að borða afmælisköku með nán-
ustu fjölskyldu.
Hörður sagðist hafa lagt í nokkra vinnu við að
undirbúa afmælið. Hann hefði t.d. hannað afmæl-
islógó og fána sem var stillt upp í veislunni. Þessu
hefði verið ágætlega tekið.
Um 300 manns eru í Félagi íslenskra teiknara.
Hörður sagði að kreppan hefði haft áhrif á teiknara og grafíska hönn-
uði. „Staðan er erfiðari en þó er ekki hægt að tala um að hún sé slæm.
Verkefnin hafa breyst. Við erum ekki mikið að vinna fyrir banka, en
því meira fyrir lítil sprotafyrirtæki. Það orðaði þetta einver um dag-
inn að verkefnin væru skemmtilegri, en það fengist minna borgað fyr-
ir þau.“
Í Félagi íslenskra teiknara er fjölbreyttur hópur. Teiknarar fást við
að búa til auglýsingar, hanna letur og teikna myndir fyrir ýmis verk-
efni. egol@mbl.is
Hörður Lárusson grafískur hönnuður 30 ára
Verkefnin eru skemmtilegri
Nýirborgarar
Nýbakaðir
foreldrar?
Sendið mynd af
barninu til birtingar í
Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt
að senda mynd af barninu
með upplýsingum um
fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum
foreldra. Einnig má senda
tölvupóst á barn@mbl.is