Morgunblaðið - 20.09.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.09.2009, Blaðsíða 1
2 0. S E P T E M B E R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 255. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is AÐ EILÍFU Hug- leiðingar um stöðu hjóna- bandsins HVERNIG ELD AST KYNBOMBUR ? STYR Emmanuel Adebayor í klípu GENGISVÍSITALA ÍSLENSKRA GAMANMYNDA SUNNUDAGUR MORÐ SKEKUR YALE»8MANNLEGT AÐ SKJÁTLAST»6 GLÆPASAMTÖK EÐA EKKI »4 Hvort sem vítisenglar fá skilgreininguna skipulögð glæpa- samtök hér á landi eða ekki verður því alla vega seint neitað að þar séu skipulögð alþjóðleg samtök á ferð með fjölda fyrir- tækja á sínum snærum. Húðflúrstofurnar House of Pain, sem finna má víða um heim, eru t.a.m. í eigu samtakanna. Það eru líka verslanirnar Route 81, sem m.a. selja fatnað, sem og Hells Angels Motorcycle Corporation, sem á réttinn að þeim merkj- um sem vítisenglar ganga með. Töluvert utanumhald er einnig um mótorhjólaklúbbana. Þannig eru alþjóðasamtök englanna staðsett í Bandaríkjunum og hver einasti klúbbur, sama hvar hann starfar í heiminum, greiðir tiltekið gjald til þeirra. Í Evrópu fer síðan hollenski klúbburinn með stjórn Evrópumála, dönsku samtökin halda utan um Norðurlöndin og norski klúbburinn sér um Ísland. Eru Hells Angels ótínd glæpa- samtök eða eitthvað annað? Heimsókn Hells Angels á Íslandi. Finnski lögfræðingurinn Juha Turunen ákvað að fara ekki hefðbundnar leiðir til að ráða bót á fjárhagsvanda sínum. Hann rændi 26 ára gamalli dóttur einn- ar auðugustu konu Finnlands upp á eig- in spýtur og krafðist lausnargjalds, átta milljóna evra. Það var greitt en Tur- unen var ekki lengi í Paradís, því hann var tekinn höndum fáeinum dögum síðar. Hann gæti fengið tíu til þrettán ára fangelsi. Í ljós hefur komið að Turunen hefur einnig stundað fölsun og fjárdrátt enda þótt sakaskráin sé hrein. Fégráðugur mannræningi Morðið á Annie Le, dokt- orsnema við Yale-háskóla í Bandaríkjunum, hefur vakið mikinn óhug en lík hennar fannst milli þils og veggjar í einni byggingu skólans. Búið er að handtaka starfsmann á til- raunastofu í skól- anum, Raymond Clark, sem grun- aður er um að hafa kyrkt Le. Fannst látin í Yale-háskóla SAUÐFÉ er víðast hvar komið til byggða eftir sumardvöl á fjalli. Ljósmyndari Morgunblaðsins keyrði fram á þessi sællegu lömb á bökkum Vatnsdalsár í Húnavatnssýslu á fallegu haustkvöldi í vikunni. Ekki verður annað séð en þau hafi haft nóg að bíta og brenna. En til þess er víst leikurinn gerður. Morgunblaðið/Golli SÆLLEGT SAUÐFÉ Í HEIMAHAGA „ÞAÐ býr minnihluti innra með okk- ur öllum,“ segir Kimberly Reed, sem kallar sig Kim, leikstjóri Efnispilta og einn frummælenda á ráðstefnu um kvikmyndir og minnihlutahópa í Norræna húsinu kl. 14 í dag. En myndin er sýnd á Alþjóðlegri kvik- myndahátíð í Reykjavík. „Í myndinni er horft á heiminn með augum sögumanns sem hefur leiðrétt kyn sitt og skilur hvað í því felst. Um leið er mikilvægt að átta sig á því, að myndin er ekki bara um minnihlutahópa eða gerð fyrir þá, heldur hefur hún breiðari skírskotun og tekur á málum eins og togstreitu í fjölskyldum og geðrænum vanda- málum.“ Allt skapar þetta flóknar kring- umstæður og segir Kim að á margan hátt eigi fólk auðveldara með að setja sig í þau spor. „Enda tilheyrum við öll minnihluta sem einstaklingar. Öll förum við að heiman og breytumst, þó að ég hafi breyst á róttækari hátt en flestir. Sjálfsmynd mín breyttist og síðan bróður míns er upplýst var um skyldleika hans við Orson Well- es.“ En áhrif myndarinnar felast ekki síst í því, að sögn Kim, að fólk spyr sig hvernig það er skilgreint af kyni og erfðum og hversu frjálst það er. „Það þarf ekki að leiðrétta kyn sitt til þess. Bæði kynin fæðast inn í stöðluð hlutverk, en þrátt fyrir það erum við einstaklingar, og sem slík göngum við gegn því almenna – erum í and- stöðu við það. Við erum því sífellt að reyna að átta okkur á samhengi minnihlutans sem við tilheyrum og þess stóra óskilgreinda sem fylgir því að vera „venjulegur“.“| 12 Hversu frjáls er- um við? Málþing um kvik- myndir og minnihluta Kim Hvað er að vera „venjulegur“? Annie Le
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.